Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JtJLl 1978
Jóhann Hjálmarsson: Júlídagar í London
Vax, ryk,
og lifandi
Á heitum og góðum sumar-
degi vekja söfn ekki áhuga. En
hjá því verður vart komist í
London að leggja leið í vax-
myndasafn Madame Tussaud's.
Aðsókn er svo mikil að fólk
verður að standa f löngum bið-
röðum áður en þvf er hleypt
inn. Nákvæmar eftirlfkingar
frægs fólks blasa við þegar inn
er komið. Meðal þeirra fyrstu
eru Liza Minelli, André Previn,
Malcolm Muggeridge, Henry
Moore og ýmsar íþróttastjörnur
sem ég kann ekki að nefna.
Saman við borð sitja Agatha
Christie og P.G. Wodehouse.
Erfitt getur verið að greina
milli lifenda og dauðra, svo vel
eru sumar brúðurnar gerðar.
Sumt fólk lfkist vaxmyndum,
sumar vaxmyndir lfkjast lif-
andi fólki. Ekki verður annað
sagt en bresku kóngafólki séu
gerð góð skil f safninu, einnig
stjórnmálamönnum og þjóð-
höfðingjum. Flest þetta fólk er
nú gleymt eða óðum að gleym-
ast. Að vísu er lítil hætta á því
að Lenfn, Churchill, Hitler eða
Kennedy gleymist f bráð. Sama
er að segja um skáldin og rit-
höfundana sem mynda þyrp-
ingu f einu horni safnsins:
Önnur grein
Voltaire, H.C. Andersen, Dick-
ens, Walter Scott, Shakespeare.
En einna forvitnilegast mun
mörgum þykja að sjá glæpa-
safnið þar sem sakleysislegir
kvennamorðingjar horfa bláum
augum á gesti og ýmssir saka-
menn aðrir lifa í skjóli hugvit-
samlegra glæpa. í þessari deild
safnsins er áhersla lögð á svið-
setningu glæpa í þvf skyni að
vekja óhug fólks. Og ef til vill
verður einhver smeykur?
Athyglisverð er einnig sú
deild safnsins sem endurspegl-
ar sjóorustur frá tímum Nel-
sons. Ýmsar heimildir um þær
eru skráðar á veggi, örvænting-
arfullar raddir og púðurlykt
skapa trúverðuga stemningu. í
heild sinni er safnið vel þess
virði að skoða það.
í Westminster Abbey lifir
minningin um forna konunga
og stríðshetjur sem börðust fyr-
ir heimsveldið. Þar er lfka
Poets Corner, skáldagrafir og
minningatöflur um skáld. Með-
al þess sem gestir traðka á er
áletrun á gólfi í minningu W.H.
Audens, en hann er grafinn í
Austurrfki þar sem hann orti
ljóð sfn og drakk sitt vfn sfð-
ustu æviárin. Sagt er að hann
hafi alltaf endað daginn með
þvi að fara f bað f ljúfum félags-
skap stórrar hvitvfnsflösku.
Annað drykkfellt skáld, Dylan
Thomas, hefur ekki verið heiðr-
að af Westminster Abbey.
Thomas er jarðsettur f Wales,
en ýmsir aðdáendur skáldsins
hafa beitt sér fyrir því að hann
fengi minningartöflu f Poets
Corner, meðal þeirra Carter
forseti. I viðtali við Carter um
skáldskap og stjórnmál sem
birtist f New York Times i fyrra
(endurprentað í nýjasta tölu-
blaði Dialouge) kemur fram
glöggur skilningur forsetans á
ljóðum Thomas og reyndar
fleiri skálda.
Dylan Thomas þarf að vísu
ekki á Westminster Abbey að
halda. Um þessar mundir er
The Welsh National Theatre
Company að leika Under Milk
Wood eftir hann í May Fair
Theatre í London. Under Milk
Wood var samið sem útvarps-
Dylan Thomas
leikrit fyrir tuttugu og fimm
árum. Það er fyrst og fremst
ljóðrænt verk, en með ýmsum
leikrænum kostum og er sýning
þess f London samboðin minn-
ingu skáldsins. Gagnrýnandi
The Times, Ned Chaillet, hefur
margt gott um sýninguna að
segja þótt hann bendi á að verk-
ið sé ef til vilf of hugljúft fyrir
rfkjandi smekk. Dylan Thomas
var á sfnum tfma ákaft metinn í
Bretlandi fyrir skáfdskap sinn,
en þegar á leið þótti hann of
rómantfskur og upphafinn.
Engu að sfður mun erfitt að
hrekja að sum ljóð hans eru
meðal þess sem best hefur ver-
ið ort á ensku.
I Westminster Abbey var
maður að sópa ryki af brjóst-
myndum eftirlætisbarna heims-
veldisins. Það er áreiðanlega
langt síðan hann hefur verið á
ferð með sópinn í Poets Corner,
að minnsta kosti var þykkt ryk-
lag ofan á Milton.
Fyrir þá sem verða þreyttir á
söfnum eru bjórkrárnar í Lond-
on heppilegur staður. Þar er
hægt að njóta góðra drykkja, f
vinalegu umhverfi. Ekki tók ég
eftir þvf að fólk yrði drukkið
þótt það hellti f sig úr nokkrum
bjórkrukkum. En umræður
urðu stundum fjörlegar og
flestir virtust njóta vel stund-
anna á kránni. í hádeginu er
yfirleitt hægt að fá keypta smá-
rétti á kránum og er sá matur
oft góður og ódýr.
Tveir írskir verkamenn sem
við hittum lofuðu mjög Islend-
inga fyrir að sigfca Englendinga
f þorskastrfðinu. Þeir sögðust
lfta á fslendinga sem banda-
menn sína. A Englandi væri
allt á niðurleið, en á uppleið hjá
írum. Þessir menn voru merkt-
ir af stritvinnu. Þótt þeir væru
ungir litu þeir út eins og gamlir
menn. Nú höfðu þeir skroppið á
krána sér til hvndar, en þræla-
vinna í þágu Englendinga beið
þeirra þegar glösin voru tæmd.
Þeir drukku Guiness, bragð-
mikið dökkt öl, vinsælt á fr-
landi. Við förum fljótlega heim
til írlands, sögðu þeir. Þetta
land á sér enga framtíð.
| Heimsókn á hjólbarðaverkstæði:
„Hrikalegur
flýtir og asi...”
„Ef maður hamast
alveg eins og asni og er
með mörg dekk i takinu,
er mögulegt að gera við
10 til 15 dekk í einu,“
sagði Jens Elíasson, sem
var yfir vaktinni á
Gúmmívinnustofunni hf.
um daginn. „Það tekur
svona 10 mínútur að gera
við hvert sprungið dekk
og um helgar er oft alveg
brjálað að gera, það er
oft sem ég kemst ekki
einu sinni I kaffi. Það er
þegar fólk fer að keyra
úti á vegum sem dekkin
byrja að springa.“
Fólki hættir til að
gleyma því að fleira er
gert á hjólbarðaverk-
stæðum en að bæta dekk-
in. Margir koma alls ekki
á verkstæðin nema þegar
sprungið er, svo það er
kannski ekki nema von.
„Á vorin og haustin er
langmest að gera. Þá
koma ofsalegar tarnir við
að skipta um dekk, farið
af sumardekkjunum yfir
á nagladekkin, eða öfugt,
og salan er þá mest. —
Annars er komið með
furðulegustu hluti hing-
að,“ sagði Jens og horfði
á ungan mann sem var að
kaupa gamla slöngu og
þræða hana á plasthólk.
Hann sagði að viðskipta-
vinurinn ætlaði sér lík-
lega að nota útbúnaðinn í
sambandi við veiði, en
það þurfti visst ímyndun-
arafl til að átta sig á því.
í kjallaranum eru dekk
sóluð og þar er gert við
ýmsa gúmmíhluti. Til
dæmis er þar gert við
færibönd úr verksmiðj-
Ingi Vignir var önnum kafinn við að yfirfelga.
Ljðsm. Kristinn
um og þau lengd eða stytt
eins og hver vill. Á verk-
stæðinu er unnið alla
daga og vaktaskipti höfð
uppúr hádeginu.
Vigfús Sigurgeirsson,
ljósmyndari, var að bíða
eftir afgreiðslu og var
hinn rólegasti. „Ég er
fastur viðskiptavinur hér
og harla ánægður með
þjónustuna, búinn að
koma hér í mörg ár.“ En
líklega taka ekki allir líf-
inu eins létt, því Jens
vildi endilega láta fylgja,
að „verstur þykir mér
flýtirinn á fólkinu. Það
er alveg hrikalegur flýtir
ogasiáP”