Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JULÍ 1978 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGi og gaman væri að heyra óyggj- andi rök fyrir því að þessi sumar- lokun á sér nú stað. Leikhúsunnandi." 0 Margirbflar — mikiðtjón „Fyrir stuttu kom fram í fréttum að mjög mikið er um bfla- innflutning til landsins og hefur svo reyndar verið bæði i ár og i fyrra. Er það ekki svo ótrúlegt þegar það er haft í huga að menn hafa að því er virðist sæmileg auraráð og geta leyft sér að fjár- festa í hinu og þessu, ekki hvað sízt í bflum. Það er líka rétt að endurnýja bflakost landsmanna nokkuð ört til þess að hann grotni ekki niður, en fyrr má nú kannski vera. En það er annað sem mig lang- aði að ræða um i þessu sambandi eða út frá þessum mikla bflainn- flutningi. Nú eru bflar orðnir mjög dýrir, venjulegur góður fjöl- skyldubfll kostar kannski upp undir 4 milljónir, eftir þvf hvaða kröfur eru gerðar. Og um leið og við lesum fréttir af miklum bfla- innfltuningi lesum við einnig um fleiri og fleiri árekstra og bilslys og þvf er ekki óeðlilegt að við veltum fyrir okkur hvað þetta allt kosti okkur f raun og veru. 0 Hundruð milljóna? Auðvelt ætti að vera að fá það reiknað nokkuð nákvæmlega út hversu mikið tjón verður á ári vegna skemmdra bfla og þá tala ég aðeins um eignatjón. Þessi tala skiptir áreiðanlega hundruðum milljóna. t framhaldi af þvf má spyrja hvernig megi koma í veg fyrir að tjónið sé svo mikiö, hvernig má sporna við eignatjóni á ári upp á hundruð milljóna, það væri vissulega hægt að koma þeim fjármunum f lóg á annan hátt. Þafnast ekki tryggingakrefið einhverrar endurskoðunar við? Þarf ekki að gera bfleigendur enn ábyrgari sjálfa fyrir þvf tjóni sem þeir valda en nú er? Almenna reglan mun vera sú að sé um vítavert gáleysi að ræða séu menn krafðir bóta sjálfir, en i flestum tifvikum lendir þetta á sjálfu tryggingafélaginu, eða stór hluti af þvf að minnsta kosti. Það er eins og menn gái ekki að sér fyrr en skellurinn kemur. Menn leyfa sér að aka gáleysislega með þvf hugarfari að ekkert komi nú fyr- ir, en kannski kemur eitthvað fyr- ir hina, sem aka gáleysislega. Hvernig á að uppræta þessa hugs- un? Hvernig á að koma f veg fyrir þetta mikla eignatjón og bjarga verðmætum hreinlega? Yilja nú ekki umferðarsérfræð- ingar, tryggingamenn, lögreglu- menn og fleiri, sem dagleg af- skipti hafa af þessum málum fhuga málið og velta þvf fyrir sér f blöðum með það i huga að fá meiri umræðu um þessi mál og fá almenning til umhugsunar. Bfleigandi.*1 Þessir hringdu . . 0 Góður bflstjóri Ólafur V. Sverrisson: — Að undanförnu hefur verið hnýtt nokkuð f bflstjóra hjá SVR f pistlum hjá Velvakanda og vildi ég aðeins fá að segja aðra sögu. Eg hef átt þvf láni að fagna að vera á bfl alla ævi, en nú um sinn er ég staddur f Reykjavík og ákveð að hafa bflinn ekki með að þessu sinni. Hefi ég þvf mikið verið á ferli með vögnum SVR um alfa borg nema Breiðholtið. Hefi' ég ekki orðið var við annað en mjög góða þjónustu bflstjóranna. Sérstakfega vil ég tilnefna þann sem var á leið nr. 8 sfðdegis á miðvikudag, en hann var einstak- lega lipur og bauð af sér svo góð- an þokka að eftir þvf ver tekið. Var hann hinn skemmtilegasti á allan hátt og eftir ferðina þakkaði ég honum fyrir aksturinn. Vil ég þvf ítreka það að bflstjórar SVR eru upp til hópa liprir og áreiðan- legir bflstjórar sem standa vel f stöðu sinni. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í keppni milli brezku háskól- anna í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Lazonby, Nottingham, sem hafði hvítt og átti leik, og Macauleys, Southamptom. HÖGNÍ HREKKVISI „ -, © 1*78 MrNaoglit Syad,. lac. „Nei!... Það er bara dyravörðurinn." „Stórkostleg sveifla getur riðið verktakaiðnaði landsins að fullu” — segir í ályktun Verktakasambandsins ÞAÐ er auðskilið að nokkur þensla og nokkur samdráttur getur orðið frá ári til árs, en stórkost- leg sveifla getur riðið verktakaiðnaði íslands að fullu og valdið veru- legu atvinnuleysi. Bent skal á, að í verktaka- iðnaði á íslandi starfa margir mjög hæfir og reyndir starfsmenn og ekki er hægt að búast við því að hægt sé að flykkja þeim yfir í aðrar starfs- greinar undirbúningslít- ið og siðan aftur í verk- takaiðnað að geðþótta stjórnvalda. Tapaðist þá reynsla sú, sem tekið hef- ur fjölda ára að byggja upp,“ segir m.a. I ályktun stjórnar Verktakasam- bands íslands sem Morgunblaðinu barst i gær. I ályktuninni segir ennfrem- ur: „í hita þeirra viðræðna, sem nú standa yfir hjá stjórnmála- flokkunum um myndun nýrrar rfkisstjórnar, hefur það heyrst að fresta eigi öllum verklegum framkvæmdum á vegum rfkis- ins. Ef frétt þessi reynist sönn er enn einu sinni gripið til þess að fresta verklegum framkvæmd- um og þá eins og venja er, sér- staklega þeim, sem boðnar eru út, því ef að lfkum lætur munu þær ríkisstofnanir, sem sjá sjálfar um verklegar fram- kvæmdir, draga lítið úr sínum framkvæmdum. Stjórn Verktakasambandsins hefur bent núverandi ráða- mönnum þjóðarinnar (og er þar átt við ráðherra) á, að brýn þjóðfélagsieg nauðsyn sé til þess að sterkur sjálfstæður verktakaiðnaður sé f landinu til að fást við verkefni, sem upp koma hverju sinni. Hefur skiln- ingur á þessu vaknað nokkuð. Stjón Verktakasambandsins vill sérstaklega vara við mikl- um sveiflum f verklegum fram- kvæmdum. Er rétt í þvf sam- bandi að vekja athygli á um- mælum W.G.Thorpe, forseta Evrópusambands alþjóðlegra verktaka, sem hér var á ferð fyrir nokkru, en hann er þaul- kunnugur þessum máiefnum í Evrópu og viða um heim. Hann varaði sérstaklega við snöggum niðurskurði á verklegum fram- kvæmdum." I ályktuninni segir, að það sé skoðun stjórnar Verktakasam- bandsins, að svo virðist sem allt 'é gripið til þess að skera niður verklegar framkvæmdir, en önnur rfkisútgjöld látin lönd og leið. Stjón Verktakasambands- ins vill benda á, að það hefur verið skoðun stjórnar sam- bandsins að jafna eigi verkleg- um framkvæmdum sem mest á milli ára, þannig að þenslan sé ekki um of í góðæri og sam- dráttur þvf ekki stórfelldur þegar hallar undan fæti í þjóðarbúskapnum. Þensla veld- ur einnig þenslu f ríkisstofnun- um, sem hafa á sinni könnu verklegar framkvæmdir, en þær stofnanir hefur ávallt ver- ið erfitt að fá til að draga saman seglin." Þá segir ennfremur í ályktun- inni: „Samdrátt þurfa aðilar að glfma við i sameiningu, verk- takar jafnt sem aðrir, en nú er svo komið að helztu fram- kvæmdastofnanir ríkisins bjóða ekkert eða nær ekkert út heldur framkvæma allt sjálfar og er þá átt við Vegagerð ríkis- ins og Vita- og hafnarmála- stofnun. Rétt er að geta þess, að stofnanir þessar gera allt sjálf- ar, gera áætlun, hanna verk, framkvæma verk, hafa eftirlit með verkum sfnum og taka verk út f verklok. Uppgjör þess- ara verka miðað við áætlun í upphafi virðist sjaldnast liggja á lausu. Þá er rétt að geta þess þáttar, sem f upphafi átti sérstaklega að jafna ástand hér innanlands, en það voru verklegar fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvefli. Þar hefur aðallega eitt fyrir- tæki fengizt við verklegar fram- kvæmdir og annað fengizt við viðhaldsverk, en tilburðir Verktakasambandsins til að koma á endurskoðun þessara mála hafa einhverra hluta vegna festst f utanrfkisráðu- neytinu, en samkvæmt lögum ræður íslenzka rfkisstjórnin hvað verktakar starfa á vellin- um frá ári til árs. Stjórnmála- flokkarnir virðast flestir vera sammála um, að rétt sé að breyta til, en ekkert hefur gerzt, en orð eru ekki sama og athafnir." Verktakasambandið hefur gert sérstakar tillögur í málefn- um verklegra framkvæmda og eru þær þessar: 1. Skynsemi verði látin ráða f samdrætti verklegra fram- kvæmda og kannað verði ftar- lega hvort ekki sé hægt að draga úr á öðrum sviðum rfkis- rekstrar. 2. Til jöfnunar verði boðin út verk á vegum Vegagerðar rfkis- ins og Vita- og hafnamálastofn- unarinnar. 3. Almennir verktakar fái að starfa á Keflavfkurflugvelli að verklegum framkvæmdum og verði þær f samræmi við ástandið i þjóðarbúskapnum. 30. d6! — Dxa5, 31. dxe7 — Hxc6, (Eða 31. — Hc8, 32. Bxf6) Dxg7+!! — Kxg7, 33. Hgl+ og svartur gafst upp, því að hann getur ekki hindrað að hvítur leiki í næsta leik 34. exf8=D.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.