Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JULI 1978 15 artekna almennings á grundvelli efnahagsbatans og með lækkun ríkisútgjalda. Fari þeir samn- ingar úr böndum, þannig að enn verði haldið áfram á braut koll- steypuaðferðarinnar, reynir á það, hvort stjðrnin sé nægilega sterk til að þora að leggja málið f dðm þjððarinnar sem fyrst.“ En Ríkisstjórnin sat. Gerðir voru samningar, sem hvort tveggja í senn voru varðir gegn verðlagsbreytingunum með vísi- tölutryggingu og gerðu að auki ráð fyrir grunnkaupshækkunum síðar, rétt eins og aukinn afli og hærra markaðsverð byggðust á ákvörðunum rikisvaldsins. Síðan komu samningar við opinbera starfsmenn með nýfenginn, ónot- aðan en hárbeittan verkfallsrétt og í rökréttu framhaldi af því hlaut fiskverð að hækka til að bæta kjör sjómanna. Ríkisstjórnin hafði því lokað öllum öðrum leiðum en þeim sem farnar voru með febrúarlögunum. Þar voru gerðar nauðsynlegar ráðstafanir, þótt deila megi um útfærslu og hvernig staðið var að samráði við aðila vinnumarkaðar- ins. Bráðabirgðalögin í maí virk- uðu hins vegar eins og staðfesting eða viðurkenning á áróðri vinstri flokkanna gegn febrúarlögunum. Eg mun ekki frekar fjalla um þátt rfkisstjórnarinnar f þessu máli þótt ærin ástæða sé til, en bendi á, að rfkisstjórnin hafði þegar fyrir rúmu ári sfðan lagt grunninn að þeirri slæmu stöðu í efnahagsmálunum, sem nú hefur komið upp. Alltof lftil samráð og kosninga- undirbúningur f molum Ef leita á hugsanlegra skýringa á óförunum f flokknum og flokks- forystunni vil ég benda á eftirfar- andi atriði til fhugunar: 1 fyrsta lagi er það afmælt, að meðaf forystumannanna sé skort- ur á trúnaðarsambandi, sem er nauðsynlegur grundvöllur veru- legs árangurs. Þvf er hafdið fram, að samráð formanns og varafor- manns þekkist varla nema í und- antekningartilvikum. t öðru lagi hefur verið bent á, að forysta flokksins hafi of mikið borið keim af málamiðlun og um- gengnishópurinn verið of þröng- ur og einskorðaður við embættis- menn, en sambandsleysi við flokksmenn. Þingmenn og ráð- herrar hafa t.d. ekki notfært sér málefnanefndir flokksins og aðr- ar flokksstofnanir. — Fremur hafi verið leitað til embættis- manna rfkisins um hugmyndir og ráð. I þriðja lagi hafi kosninga- undirbúningurinn verið f molum f veigamiklum atriðum t.d. varð- andi áróðursmál. Hlutverk fram- bjóðenda hafi ekki verið nægilega skipulagt og þeir hafi stundum virzt hræddir við fólkið, lokað sig inn f vindlareyk f stað þess að fara út til almennings. Þá hafi yfirstjórn kosninga- undirbúningsins verið f höndum manna, sem sjálfir voru f fram- boði og þessvegna í slæmri stöðu til að taka ákvarðanir, er vörðuðu áróðursmál og hlutverk frambjóð- enda. Ennfremur hafi kosninga- ávarp og stefnuskrá flokksins komið of seint fram og kynning á nýjum málum eins og vegaáætlun verið of lítil og fálmkennd. I fjórða lagi vil ég nefna próf- kjörin sem hluta vandans. Um þau hefur verið rætt og ljóst er, að kanna þarf hugsanlegar breyt- ingar á reglunum, sem snfða af verstu agnúana. Þessi fjögur atriði og mörg fleiri úr sjálfu flokksstarfinu hafa án efa haft einhver áhrif, en minni heldur en þáttur ríkis- stjórnarinnar að mínu viti. En það eru fleiri atriði en þau, sem flokkurinn ræður einn yfir, sem hafa haft stórkostleg áhrif á niðurstöður kosninganna og mun ég nú nefna nokkur dæmi þess: Ekkert málgagn en góður aðgangur að þremur dagblöðum I fyrsta lagi var stefna sósíal- isku flokkanna og áróður einfald- ari og beittari en Sjálfstæðis- flokksins og kom við pyngju hvers og eins. Segja má til viðbót- ar, að Alþýðuflokkurinn hafi yfir- boðið okkur í frjálslyndisátt þannig að ýmsir sáu engan mun á okkar stefnu og þeirra. Með öðr- um orðum þýðir þetta, að flokkur- inn hafi brugðist svo stefnu sinni að undanförnu, að ungt, frjálslynt og borgaralega þenkjandi fólk — blaðamennska — einkum síðdeg- isblaðanna — hafi haft veruleg áhrif á þróunina í stjórnmálum sfðustu ára. Um þetta mál hefur mikið verið rætt og ritað, þannig að óþarft er að bæta miklu við þær umræður. Mestu máli skiptir, að flokkur- inn skilji og bregðist rétt við þeirri bláköldu staðreynd, að hann á ekkert málgagn, en hefur góðan aðgang að þremur dagblöð- um. t þessu sambandi vil ég sér- staklega undirstrika, að þótt Morgunblaðið hafi ætíð stutt Sjálfstæðisstefnuna sem slíka og gert flokknum ómælt gagn með þeirri afstöðu sinni, þá er blaðið ekki málgagn flokksins og hefur tilhneigingu til að styðja einstaka menn I flokknum fremur en Fundarsalurinn f Valhöli var þéttskipaður... dæmigert stuðningsfóik floksins — kaus Aþýðuflokkinn i kosning- unum. 1 öðru lagi held ég að hin mikla sveifla, sem varð f kosningunum, hafi stafað meðfram af þvf, að almenningur var að kjósa gegn rfkjandi öflum f stjórnmálum og kerfinu. Prófkjörsúrslit virtust einnig vera til marks um þetta, og, þegar talað er um rfkjandi öfl, þá er innifalið f þvf hugtaki for- ystulið verkalýðshreyfingarinnar. Um þetta ritaði ég grein í Mbl. á sfnum tíma af gefnu tilefni þegar Mbl. mistúlkaði niðurstöður próf- kjörsúrslitanna. En ég vil bæta því við, að mér hefur verið sagt, að Alþýðubandalagið hafi ekki efnt til prófkjörs m.a. af ótta við, að verkalýðsarmurinn þurrkaðist út úr efstu sætum listans. Andúð almennings nær þvf ekki ein- göngu til stjórnmálamanna, held- ur einnig verkalýðsforystu og em- bættismanna. Ég skal ekki fjölyrða um ástæð- ur fyrir þessu ástandi, en lfklega hefur verðbólgan og öryggisleysið f efnahagsmálunum þessi áhrif. Mér hefur því stundum komið til hugar, hvort ekki sé rétt að efna til verðbólgusýningar í Laugar- dalshöllinni og leigja félagasam- tökum sýningarbása. Sýningar eru vel sóttar hér á landi og slfk sýning vséri eflaust áhrifarfkasta áróðursbragðið gegn verðbólg- unni, sem allir tala gegn, en marg- ir blóta á laun. I þriðja lagi vil ég nefna áhrif fjölmiðla. Ég tel, eins og margir aðrir, augljóst að ný og breytt forsetakosningar inn f dæmið. Kosningar eru einskonar þrýsti- mælir og ef þrýstingurinn fær ekki útrás nægilega ört vex hann og verður að gosi. Endurskoðun á stefnumótun Þá kem ég loks að því, til hvaða ráða eigi að grfpa í stöðunni. Ég hefi reyndar í ræðu minni komið inn á fjölmörg atriði sem lýsa afstöðu minni til þess, en vil þó leggja áherzlu á nokkra mikil- væga þætti. Áður en ég lýsi eigin skoðunum vil ég tilfæra nokkur orð úr ágætri skýrslu sem tekin var sam- an í tilefni kosningaúrslitanna af flokkinn f heild. Við þessu er akk- úrat ekkert að segja. Að mfnu áliti eru það eðlileg viðbrögð flokksins f þessari stöðu að hann setji á stofn innan flokksins nefnd, sem á hverjum tíma vinni að þvf að koma flokkssjónarmið- um á framfæri við alla fjölmiðla og dragi þannig inn f flokkinn þau völd, sem áður voru staðsett á ritstjórnarskrifstofum málgagn- anna og túlkuðu stefnu flokksins frá degi til dags. Með þessum orð- um er ekki verið að kasta rýrð á þá menn, sem ritstýra Morgun- blaðinu — heldur þvert á móti verið að koma til móts við þau sjónarmið, sem þeir hafa lýst að undanförnu f blaði sfnu. t fjórða lagi er rétt að benda á, að sú breyting hefur átt sér stað í íslenzku þjóðfélagi, að fólk er orð- ið óháðara stjórnmálaflokkum en áður var, þegar höft og bönn sköp- uðu tækifæri til fvilnana og undanþága fyrir pólitíska gæð- inga. Þessi ánægjulega þróun er árangur af frjálslyndri stefnu Sjálfstæðisflokksins, en hún hef- ur nú orðið til þess, að hann hefur um sinn minna hlutfall meðal kjósenda en áður. Frjálsir og óhaðir kjósendur veita stjórn- málaflokkum aðhald, en ættu að gefa frjálslyndum flokki gífurleg tækifæri, þegar á lengri tíma er litið og flokkurinn finnur stefnu sfna á ný. 1 fimmta og sfðasta lagi, undir þessum lið, vil ég benda á, að sfðustu f jögur árin er lengsti tfmi, sem liðið hefur á milli kosninga og tek ég þá borgarstjórnar- og þeim Jónasi Elíassyni verkfræð- ingi og Kjartani Jónssyni við- skiptafræðingi f Hlfða- og Holta- hverfi. Þar eru nefnd 5 atriði, sem lýsa jákvæðum hliðum á flokknum í núverandi stöðu: 1. Flokkurinn er stór flokkur með vfðtæka stefnuskrá sem höfð- ar til allra landsmanna. 2. Gifuriegur fjöldi fólks hefur vilja og hæfileika til að starfa fyrir flokkinn. 3. Flokkurinn hefur starfandi félagsdeildir þar sem hægt er að ná til svo gott sem allra lands- manna, þegar vilji er fyrir hendi. 4. Flokkurinn hefur góða aðstöðu til að koma skoðunum sfnum á framfæri við f jölmiðla. 5. Tæknileg framkvæmd starfs- ins á kjördag virðist í góðu lagi. Undir þessi sjónarmið vil ég taka. I þeim felst að tækin eru í lagi, það þarf bara að nýta þau rétt. Eins og fram hefur komið í blöðum voru fyrstu viðbrögð mið- stjórnar og þingflokks eftir kosn- ingar að skipa sjömannanefnd, sem hefur víðtækt umboð til að gera tillögur til breytinga á mál- efnalegri stefnumótun, skipulags- legri uppbyggingu, útbreiðslu- starfi, fjármögnun, starfsmanna- haldi og rekstri flokksins. Nefnd- in sem starfar undir forystu Birg- is tsleifs Gunnarssonar á að skila niðurstöðum í næsta mánuði. Að sjálfsögðu gera flokksmenn sér vonir um að nefndin skili til- lögum, sem geti orðið góður grundvöllur að endurreisnar- starfi flokksins. Þá hefur Ragnar Kjartansson verið kosinn formað- ur skipulagsnefndar flokksins og rifjast þá upp málrækið Nýir vendir sópa bezt. Tími minn leyfir ekki að fjallað sé ítarlega um þá f jölmörgu hluti, sem huga þarf að í endurreisnar- starfinu. Gjörbreyta þarf skrifstofu flokksins og taka upp deildaskipt- ingu eins og gert er hjá flokkum erlendis. Upplýsingar um þessi atriði eru til í fórum flokksins. Sérstaka áætlun þarf að gera til að tryggja góð tengsl við ungt fólk og Sjálfstæðismenn í launþega- hreyfingunni bæði með fræðslu- starfi og auknu svigrúmi fyrir þessa hópa í flokksstarfi og stefnumótun. Miðstjórn hefur þegar samþykkt slíka áætlun fyr- ir ungliðastarfið, en ekkert fjár- magn hefur verið til að fjármagna hana. Eitt langstærsta verkefnið, sem blður úrlausnar er endurskoðun á allri stefnumótun. Að sjálfsögðu eru grundvallaratriðin í Sjálf- stæðisstefnunni I fullu gildi. Okk- ur hefur hins vegar ekki tekizt að tryggja framgang hennar í þeim mæli, sem eðlilegt og æskilegt getur talizt. t þessu sambandi er hollt fyrir okkur að líta aftur til fyrstu ára viðreisnarstjórnarinnar, þegar stefnan var sett fram í auðskild- um, framkvæmanlegum búningi. Það er lífsnauðsyn fyrir flokkinn að virkja sem flesta flokksmenn til starfa á næstu vikum og mánuðum og hefja óhikað harða sókn, sem skilar okkur áleiðis til frjálslyndari þjóðfélagshátta. Að- eins þannig getum við endur- heimt tiltrú frjálshuga tslendinga á Sjálfstæðisflokknum. Við þurfum prófsteina á styrkleikahlutföll manna Að lokum vil ég beina þeim tilmælum til miðstjórnar flokks- ins, að boðað verði til landsfundar sem fyrst — eða ekki sfðar en I nóvember. Landsfundur er æðsta valdið ( málefnum flokksins og það er nauðsynlegt að mínu áliti að hann verði kallaður saman til að hreinsa það andrúmsloft, sem nú svífur yfir vötnum flokksins og er lævi blandið. Við þurfum að endurmeta stöðu flokksins I fs- ienzkum stjórnmálum og endur- skipuleggja okkar störf og stefnu. Forysta flokksins hefur sjálf- sagt aldrei verið eins veik eins og um þessar mundir, og það er þvf eðlilegt, að hún verði styrkt, hvort sem það gerist með breyt- ingu á forystumönnum eða með staðfestingu á umboði þeirra. Þá kemur fyllilega til greina að fjölga kosnum trúnaðarmönnum og gefa nýjum mönnum mögu- leika á því að spjara sig f forystu- sveit flokksins. Mér er það fyllilega Ijóst, að þessi ráðstöfun getur kostað tals- verð átök og jafnvel flokkadrætti. En í trausti þess að Sjálfstæðis- menn hafi í huga orð Jóns Sigurðssonar: Sameinaðir stönd- um vér og sundraðir föllum ver, held ég að betur verði unað við niðurstöður landsfundar en það óvissa ástand, sem nú rfkir, þar sem sffelldar getgátur eru á kreiki um styrkleikahlutföll þeirra manna, sem tilgreindir eru manna á meðal sem æskilegustu forystumenn flokksins. Opnar og hrein- skilnar umræður Staða flokksins I framtíðinni er komin undir því, hvernig við verður brugðizt á næstu vikum og mánuðum. Það er von mfn, að opnar og hreinskilnar umræður eins og hér eiga að fara fram í kvöld, verði framlag til þess endurreisnarstarfs, sem fram undan er. Ef við leggjumst á eina sveif og verðum hugsjónum okkar trú, munum við ekki einungis endur- heimta hlutdeild okkar f atkvæða- magni — heldur ná betri árangri en nokkru sinni fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.