Morgunblaðið - 28.07.1978, Blaðsíða 11
ágæta flokk, að nú rúmum 5 árum
sfðar virðist flokkurinn ætla að
ana til stjórnarsamstarfs við nán-
ast hvern sem er, með málefna-
lega jafnléttan mal og þá og
kannski af sömu ástæðum og Jón-
as Haralz lýsir f eftirfarandi orð-
um. Jónas segir: „Það sem mér
finnst áhyggjuefni varðandi
Sjálfstæðisflokkin er fyrst og
fremst, að hann notar ekki tím-
ann nægilega vel til að undirbúa
sig undir næstu stjórn. Þetta er í
rauninni miklu alvarlegra en það
sem úr lagi fór, meðan hann var f
rfkisstjórn. Flokkar, sem lengi
sitja f ríkisstjórn eins og Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur gert,
sinna ekki hugmyndafræðinni og
grundvallarstefnunni nægilega.
Þeir hafa svo mikið að gera við að
stjórna, að annað er vanrækt. Að
vísu gerði Bjarni heitinn Bene-
diktsson sér mikið far um að
skrifa, en þetta gerist samt við
allt aðrar aðstæður heldur en þeg-
ar menn eru utan stjórnar. Þetta
er ein af ástæðum þess, að ég tel
mikilvægt, að flokkar sitji ekki
sífellt í stjórn, þvf utan stjórnar
geta þeir hresst upp á grund-
vallarstefnuna, farið f nokkurs
konar trimm. En Sjálfstæðis-
flokkurinn er sem stendur ráð-
villtur að meira eða minna leyti,
deilur eru um forystu flokksins
og tfminn er ekki hagnýttur sem
skyldi, tími, sem raunar getur
reynzt mjög naumur." Þarna lýk-
ur tilvitnun í orð Jónasar Haralz
frá 1973. Sjálfstæðisflokkurinn
fór f rfkisstjórn meira eða minna
ráðvilltur, með sundurþykka for-
ystu og því þarf vart nokkurn að
undra, þótt ekki hafi skaplega
tekizt.
Að eiga
samleið
með almanakinu
Með kosningasigri Sjálfstæðis-
flokksins 1974 og undirskrifta-
söfnun Varins lands voru varnar-
og öryggismál þjóðarinnar af-
greidd um sinn og hlutur rfkis-
stjórnarinnar var nánast sá að
ganga formlega frá því, og gerði
hún það óaðfinnanlega. Landhelg-
ismálið fékk hins vegar sögulega
og merkilega meðferð af hálfu
rfkisstjórnarinnar og á ekki sízt
forsætisráðherrann þakkir skild-
ar fyrir þá festu sem hann sýndi
við framgang þess, er hann gætti
þess, að fum og fljótræði almenn-
ings hefði ekki ðhrif á trausta og
ábyrga stefnu rfkisstjómarinnar.
En það var hins vegar misheppn-
uð kosningabarátta nú, að ætla að
fleyta sér á þessu máli, sem út-
kljáð var, og reyna að gera það að
stórmáli með þvf að draga fram
gamla skipherra og alls kyns
áhugamenn um sjávarútveg og
lðta þá vitna. Það hefur sýnt sig
margoft, hérlendis og erlendis, aö
það þýðir sjaldnast að heyja kosn-
ingabaráttu aftur í tfmann. Win-
ston Churchill átti drýgstan hlut
að styrjaldarsigri Breta og var
elskaður og virtur fyrir það af
öllum löndum sínum. En engu að
sfður var honum hafnað af þess-
um sömu kjósendum í strfðslok,
því að þeir v
ru að kjósa um morgundaginn.
Aður en Alþýðuflokkurinn rakn-
aði úr rotinu var eitt aðalbaráttu-
mál hans að fá hrós fyrir að hafa
barizt fyrir vökulögunum, þegar
amma var ung. Flokkurinn fór
ekki að fá fylgi fyrr en hann
ákvað að eiga eftirleiðis samleið
með almanakinu.
S j ál f s tæðisstef nan
sigraði en
flokkurinn tapaði
Auðvitað hljómar ekki senni-
lega eða trúverðugt þegar sagt er,
að rfkisstjórn, sem situr út heilt
kjörtímabil, fremji pólitfskt hara-
kíri á fyrstu vaidalögum sfnum og
eigi sér ekki viðreisnarvon upp
frá þvf. Enda vil ég ekki halda
slfku fram. En gullnu tækifæri
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JULl 1978
11
var á glæ kastað. Flestir kannast
við það lögmál, að kennari, sem
missir stjórn á bekknum sfnum á
fyrstu haustdögum, á sjaldnast
nokkurn kost, það sem eftir lifir
kennslutfmans. Ætli hann á miðj-
um vetri að berja f borðið og
byrsta sig, þá skellihlær bekkur-
inn. Það var kannski af svipuðum
ástæðum, sem stjórnin náði sér
aldrei á strik eftir þetta. Minna
má á, að rfkisstjórnin lofaði til-
teknum aðgerðum til lausnar
kjarasamningum sem gerðir voru
sfðari hluta kjörtímabilsins, ef að-
ilar vinnumarkaðarins héldu
þeim innan hóflegra marka. Þeg-
ar svo þessir aðilar höfðu haft
óskir rfkisstjórnarinnar að engu
og samið um kaup og kjör, sem
áttu ekkert skylt við raunveru-
leikann, áttu menn von á þvi að
rfkisstjórnin kippti að sér hend-
inni og stæði við stóru orðin. En
það varð öðru nær og ekki varð
þetta til að auka álit rfkisstjórnar-
innar hjá flokkspólitfsku puður-
unum í verkalýðshreyfingunni.
Þannig mætti áfram telja og enda
á þeim sfðbúnu efnahagsráðstöf-
unum, sem áður voru nefndar.
Það þjónar engum tilgangi að
rekja mistök ríkisstjórnarinnar í
risavaxinn óskapnaður, sem kalla
mun á margföldun starfsliðs. Fyr-
ir viku sfðan fagnaði Þjóðviljinn í
leiðara þessu framtaki ríkis-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins og
benti réttilega á, að með þessu
væri sennilega búið að drepa f eitt
skipti fyrir öll hugmyndir um
frjálst útvarp. Ég hef fyrir þvf
góðar heimildir, að innan þing-
flokks Alþýðuflokksins séu há-
værar raddir um að stöðva þessa
óheillavænlegu þróun fái þeir að-
stöðu til. Allir þekkja svik sjálf-
stæðismanna f framkvæmdastofn-
unarmálinu. Allir þekkja glóru-
lausa framkvæmd og fjárfestingu
við Kröflu undir stjórn sjálfstæð-
ismanna. Menn minnast, að á
fyrstu dögum rfkisstjórnarinnar
var samþykkt jarðalagafrumvarp,
sem er í algjörri andstöðu við
meginstefnu Sjálfstæðisflokks-
ins. Vegna Kröflu komust kratar i
feitt. Nú ætla þeir sér að reyna aí
skera upp herör gegn þeim einok-
unarhringum sem eru að myndast
í landinu, meðan sjálfstæðismenn
láta kyrrt liggja. Hvernig skyldi
standa á því, að kratar sveigja sig
svona að stefnu, sem öll lögmál
segja að sjálfstæðismenn hljóti að
vera að berjast fyrir? Vegna þess
myndunarviðræðum — svo við-
skila hefur hann orðið við stefnu
sfna á undanförnum árum. Að þvf
leyti er hann ekkert betur settur
en hann var á því tfmabili, sem
Jónas Haralz lýsti í tilvitnuðum
orðum.
Mörgum kann að finnast, að hér
sé dregin upp óþarflega dökk og
einstrengisleg mynd og alls ekki
sanngjörn. Vonandi hafa þeir sem
þannig hugsa sem mest til sfns
máls. En við skulum hafa f huga,
að það er ekki að ástæðulausu
sem 4. hver kjósandi flýr okkur,
það er ekki að ástæðulausu að
Alþýðuflokkurinn vinnur stórsig-
ur þegar hann lætur greipar sópa
um mörg eðlileg baráttumál Sjálf-
stæðisflokksins.
Allar kröfur um
Morgunblaðið sem
þröngt flokksmál-
gagn eru úr
grárri forneskju
Sumir vilja skýra allar þessar
breytingar og sviptingar með því
Margar fyrirspurnir komu frá fundarmönnum og urðu þeirra vegna opinská
skoðanaskipti milli manna.
einstökum atriðum, né heldur að
telja upp það sem hún gerði bet-
ur. En hvernig sem vöngum er
velt, ber menn ætíð aftur að sömu
punktunum, sem sagt þeim, að
gengið var í rfkisstjórn án þess að
stefnumiðum flokksins væri fylgt
eftir f stjórnarsáttmála og sjálf-
stæðismennirnir f rfkisstjórninni
höfðu ekki samlyndi til að fylgja
slíkri stefnu fram f stjórnarstörf-
um. Eg tel, að þangað sé að leita
ástæðunnar til þess, að svo óvæg-
in staðreynd liggur á borðinu eins
og sú, að i kosningunum núna
sigraði sjálfstæðisstefnan meðan
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði. 1 fs-
lenzkri pólitfk ætti það ætfð að
vera argasta öfugmæli, ef að sagt
væri, að sjálfstæðisstefnan sigr-
aði um leið og Sjálfstæðisflokkur-
inn biði afhroð. En það eru ekki
öfugmæli að þessu sinni.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ekki staðið gegn gegndarlausri
opinberri fjárfestingu. Þvert á
móti hefur hann staðið fyrir
henni. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur ekki staðið fyrir samdrætti rík-
isbáknsins. Þvert á móti var skip-
uð sérstök nefnd til að svæfa
þetta baráttumál ungra sjálfstæð-
ismanna. Bæði þessi mál hefur
Alþýðuflokkurinn nú tekið upp
og gert að sfnum. — Sjálfstæðis-
fólk f Reykjavfk leggur á það
áherzlu f skoðanakönnun að það
vilji frjálst útvarp. Enginn for-
ystumaðúr Sjálfstæðisflokksins
hefur gert það mál að sínu. Þvert
á móti þá virðist flokkurinn svo
heillum horfinn, að hann lætur
það verða eitt sitt sfðasta verk f
fallinni rfkisstjórn að leyfa að sett
sé á stað útvarpsbygging, sem er
að þeir átta sig á að þarna er
geysimikið tómarúm, sem þeir
geta þrýst sér inn í. Þeir skynja
að hrein sjálfstæðisstefna hefur
sjaldnar átt betri hljómgrunn
með þjóðinni og þeir sjá að Sjálf-
stæðisflokkurinn þekkir ekki
sinn vitjunartfma og þeir hagnýta
sér það. Það var þess vegna sem
ég sagði að sjálfstæðisstefnan átti
brautargengi, þótt Sjálfstæðis-
flokkurinn tapaði.
Hvaða málefni
ráða nú?
A dögunum var formaður
Sjálfstæðisflokksins spurður að
því hvort flokkurinn væri til-
kippilegur að taka þátt f myndun
ríkisstjórnar. Formaðurinn svar-
aði þvf til, að flokkurinn útilokaði
ekkert slfkt og myndi alfarið láta
málefnin ráða. Þetta var skyn-
samlegt og eðlilegt svar. En það
sem er óhugnanlegt við þetta ofur
eðlilega svar, er hins vegar það,
að sennilega getur ekki einn ein-
asti almennur sjálfstæðismaður
vitað eða getið sér til, hvaða mál-
efni það eru, sem munu ráða þvf,
hvort flokkurinn ljái máls f
stjórnarþátttöku eða ekki. Ein-
hver myndi kannski nefna utan-
rfkismál, sem er út f hött, því allir
vita að viðræður við Sjálfstæðis-
flokkinn hefjast ekki nema við-
ræðuflokkarnir hafi fyrirfram
kyngt því að landið verði áfram
varið. Að öðru leyti veit enginn
hvaða mál Sjálfstæðisflokkurinn
myndi setja á oddinn f stjórnar-
að benda á, að fjölmiðlun á sér
stað með allt öðrum hætti en áð-
ur. Það liggur hins vegar ekki f
eðli þessarar nýju fjölmiðlunar,
að hún þurfi að bitna verr á okkur
en t.d. Alþýðuflokki eða Alþýðu-
bandalagi. Hins vegar er ekki
óeðlilegt að fmynda sér, að þeir
flokkar, sem lélegasta hafa vfg-
stöðuna, fari verst út úr fjölmiðl-
un nútfmans. Svarið við þvf er þá
það eitt að bæta vigstöðuna,
fylgja fram mótaðri stefnu sinni
af einurð og festu og halda henni
fram við kjósendur hvar og
hvenær sem færi gefst, og á þvf
máli sem kjósendur skilja. Stjórn-
málamenn mega ekki leyfa sér að
koma fram f fjölmiðlum og mæl-
ast þannig, að engu er lfkara en
þeir séu blaðafulltrúar sinna
eigin efnahagssérfræðinga. Það
er mikil lenzka f nokkrum hluta
Sjálfstæðisflokksins að veitast
ómaklega að Morgunblaðinu, þeg-
ar flokknum vegnar illa. Margt
má sjálfsagt að Morgunblaðinu
finna, en fram hjá þvf verður ekki
gengið, að það hefur verið drýgsti
stuðningsaðili Sjálfstæðisflokks-
ins um dagana. Hins vegar er það
ekki og á ekki að vera þröngt
málgagn flokksins. Eg held að
óhætt sé að fullyrða, að þegar
grannt er skoðað og af sanngirni,
að Morgunblaðinu hefur tekizt
betur en öðrum dagdlöðum hér á
landi að samræma opna frétta-
miðlun, lágmarksgæðakröfur til
efnis og einarðlegan stuðning við
þær þjóðmálastefnur, sem blaðið
telur bezt gagnast þjóðinni f bráð
og lengd. 1 þessum efnum hefur
blaðið oftast átt samleið með
Sjálfstæðisflokknum. öllum er
kunnugt um, að mikil og góð
tengsl eru á milli Morgunblaðsins
og formanns Sjálfstæðisflokksins.
Þau tengsl mætti kannski orða
þannig, að hnerri Morgunblaðið
þá bendi það til að formaðurinn
hafi kvef. En sem gömlum þing-
fréttaritara Morgunblaðsins þá er
mér kunnugt um það, að þótt svo
vilji til að formaður Sjálfstæðis-
flokksins sé jafnframt formaður
Arvakurs, þá er það viðhorf
stjórnenda blaðsins, að styrkur
þess felist f því að vera vandað,
frjálst fréttablað, sem styður, inn-
an þeirra marka, þá stjórnmála-
stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn
fylgir. Þessi sérstaða Morgun-
blaðsins getur á stundum verið
Sjálfstæðisflokknum erfið en það
vegur létt miðað við það gagn sem
blaðið vinnur flokknum að öðru
leyti. Allar kröfur um að Morgun-
blaðið verði þröngt flokksmál-
gagn Sjálfstæðisflokksins eru úr
grárri forneskju komnar og eru
um leið kröfur um að Morgun-
blaðið verði fljótlega lftið og
áhrifalaust blað.
Hitt er svo annað mál, að sér-
hverjum virkum sjálfstæðis-
manni er brýn nauðsyn að not-
færa sér og flokki sfnum að fleiri
fjölmiðlar en Morgunblaðið hafa
opnað sig, og gæta verður þess vel
að fréttastofur og ýmsir þættir
rikisfjölmiðlanna séu ekki mis-
notaðir af pólitfskum ofstækis- og
áróðursmönnum. Því miður verð-
ur að segjast, að það útvarpsráð,
sem kosið var fyrir forgöngu okk-
ar sjálfstæðismanna, hefur ekki
staðið sig sem skyldi í þeim efn-
um.
Fáni tregðu-
lögmálsins falli
Eg tel engan vafa leika á því, að
við sjálfstæðismenn stöndum nú á
tfmamótum — tfmamótum, sem
við verðum að taka alvarlega. Eg
óttast að þau áföll sem við ætlum
að ræða hér í kvöld séu ekki
venjulegur kosningaósigur, sem
réttist sjálfkrafa i næstu kosning-
um. Eg held að kosningaúrslitin
séu vísbendingar um að hafið sé
nýtt tfmaskeið í fslenzkum stjórn-
málum, þeim fylgi ný viðhorf,
sem krefjist nýrra vinnubragða.
Eg skal ekki segja, hvort þau kalli
jafnframt á nýja menn. En komi
það fram, að þeir sem nú eru f
eldlfnunni, hvort sem það er i
sjálfri æðstu forystunni eða í
þingliðinu eða borgarstjórnar-
flokki, að þessir aðilar geti ekki
lagað sig að nýjum veruleika, nýj-
um vinnubrögðum, sem hann
kallar á, þá hljóta þeir sjálfir að
kjósa að víkja fyrir öðrum. Þetta
má enginn skilja svo, að ég haldi
að pólitfskir sjónhverfingarmenn
séu bezt til þess fallnir að gæta
hagsmuna flokksins við þessar að-
stæður. Það er öðru nær. En hitt
er jafnljóst, að ekki verður brugð-
ist við þessum nýju aðstæðum
undir fánum tregðulögmálsins.
Sjálfstæðismenn hljóta að
krefjast samvikrar forystu, ekki
verður lengur þolað að yfirmenn
skútunnar sigli ekki allir f sömu
átt. Þeir hljóta að krefjast skipu-
lagsbreytinga f flokknum sem
leiða til skilvirkari vinnubragða.
Þess verður krafizt, að forystu-
menn okkar verði í framtfðinni
meiri stjórnmálamenn og minni
embættismenn en þeir hafa verið.
Þess hlýtur að verða krafizt að
allt það fé, sem til flokksins renn-
ur, sé notað f beina pólitfska þágu
en ekki t.d. sem eins konar
bitlingur til eins af eldri þing-
mönnum flokksins. En þótt menn
geri allar þessar kröfur til ann-
arra og kannski miklu fleiri, þá
má ekki gleyma að gera kröfur til
sjálfra sfn. Við megum ekki bara
biða og sjá og kenna öðrum um ef
illa tekst til. Við verðum samein-
uð að vinna að þvi að rétta hlut
flokksins, svo hann verði fær um
að endurheimta stöðu sfna og til-
trú í fslenzku þjóðfélagi. Sjálf-
stæðisflokkurinn þarf á ný að fá
bolmagn til að haida uppi merki
sjálfstæðisstefnunnar af þeirri
reisn og sannfæringarkrafti, að
sú stefna verði á ný styrkasta stoð
og vegvísir íslenzku þjóðarinnar.
(Fyrirsagnir eru Mbl.)