Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 40 f löskum afáfengistol- ið úr skipi TÖLUVERT var um innbrot um helgina í Reykjavík. Þannig var brotist inn í skip á Reykjavíkurhöfn og brotin þar upp innsigluð áfengis- geymsla. Var stolið þaðan um 40 flöskum af áfengi og nokkru af bjór. Brotist var inn í rakarastofu í Vesturbænum og stolið þaðan ýmsum vörum og úr einbýlishúsi í Vestur- bænum var stolið seðlaveski. Þá var brotist inn í íbúð við Freyjugötu og stolið þaðan hljómflutningstækjum, brotist var inn í heildverslun í borginni og stolið þaðan tékka og skartgripum og brotist var inn í söluturn við Njálsgötu og stolið þaðan 100 þúsund krón- um. Þegar starfsstúlka á Saumastofu Sjónvarpsins við Borgartún kom til starfa þar, sá hún að brotist hafði verið inn í húsakynni saumastofunn- ar og fannst þar einn maður sofandi. Við yfirheyrslur bar hann að sér hefði verið orðið kalt og hann hefði verið að leita sér að teppi. Tapaði buddu með ellilíf- eyrinum o. fl. SJÖTÍU og þriggja ára gömul kona tapaði í gær buddu í verzlun í Hafnarfirði en alls voru í buddunni um 150 þúsund krónur og þar á meðal var ellilífeyrir konunnar. Hafði konan farið inn í söluturninn Dísu við Hring- braut á tólfta tímanum. Verzlaði hún þar og lagði þá frá sér budduna en þegar hún kom heim skömmu síðar sá hún að buddan var ekki í töskunni. Þegar hún kom í söluturninn aftur var buddan horfin. Lög- reglan í Hafnarfirði biður alla þá, sem einhverjar upplýsingar geta veitt um mál þetta, að hafa samband við lögregluna. Selfoss: • • —————— Okumaður bif- hjóls slasað- ist í árekstri NÍTJÁN ára piltur hlaut verulega höfuðáverka í umferðarslysi á Selfossi laust fyrir kl. 8 í gærmorgun. Varð slysið á gatnamótum Eyrarvegar og Fossheiðar og kom pilturinn, sem ók á bif- hjóli, eftir Eyrarvegi á leið inn í kaupstaðinn en fólksbifreið af Volkswagengerð kom í þann mund akandi eftir Fossheiði og út á Eyrarveg. Sem fyrr sagði hlaut ökumaður bifhjólsins höfuðáverka og var fluttur á slysavarðstofuna í Reykjavík. Bíllinn er nokkuð skemmdur en ekki urðu önnur slys á mönn- um. SeljaíSkot- landi á f östu verði EINS og sagt var frá í Mbl. á sunnudag þá voru tveir Eyja- bátar í miklum vandræðum með að losna við þann afla, sem þeir hafa fengið í síðustu viku. Morgunblaðið fregnaði í gær, að a.m.k. annar báturinn færi með aflann til Skotlands og seldi hann þar á föstu verði síðar í vikunni. Þá stendur til að annar Eyjabátur fari til Skotlands með afla. 10 ár frá embættis- töku forseta Islands í DAG, 1. ágúst, eru liðin 10 ár frá því að dr. Kristján Eldjárn ^ tók við embætti forseta íslands í fyrsta sinn. Dr. Kristján Eldjárn tók við embættinu við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu. Viðstaddir athöfnina voru sendiherrar erlendra ríkja og fjöldi ísl. framámanna, m.a. fráfarandi forseti, Ás- geir Ásgeirsson. Myndin hér að ofan var tekin er forsetinn undirrit- aði eiðstafinn. Að baki honum eru Ásgeir Ásgeirs- son og Halldóra Eldjárn forsetafrú. Fer Spánarflug- ið úr skorðum? „VIÐ erum farnir að finna fyrir hægagangi flugumsjónarmanna í Frakklandi og Boeing 727 þota Flugfélagsins, sem átti að koma frá Spáni kl. rúmlega 5 í morgun, kom ekki til landsins fyrr en skömmu fyrir hádegi í dag,“ sagði Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær. Fólkið, sem kom heim með þotunni, alls 126 manns, þurfti að bíða á flugvellinum á Spáni frá því á miðnætti í fyrrinótt. Að sögn Sveins, þá hefur hægagangur flugumsjónarmanna ekki bitnað á flugi Flugleiða til Parísar a.m.k. enn sem komið er. Virðist sem mótmæli þeirra hafi meiri áhrif á flug yfir S-Frakklandi og virtist því sem mest hætta væri á að Spánarflugið færi úr skorðum. 17 ára gamall háseti missti annan fótinn ÞAÐ SLYS vildi til er Dísarfeilið var að fara frá bryggju í Hafnarfirði á miðnætti aðfararnótt sunnudagsins, að 17 ára gamall háseti missti annan fótinn við hné. Tildrög slyssins voru þau að hafnsögubáturinn Þróttur var að draga skut Dísarfellsins frá bryggju og hafði hásetinn nýlokið við að koma dráttartaug frá Dísarfellinu yfir í hafnsögubátinn. Lenti hásetinn með fótinn f lykkju á tauginni og við það að hafnsögubáturinn tók í dráttartaugina dróst pilturinn með. Hertist svo mjög á tauginni að fótinn tók af áður en báturinn nam staðar. Skipstjórinn á Dísarfellinu og hafnsögumaður bundu um fót piltsins til bráðabirgða og tókst að draga úr blóðmissi. Svo vel vildi til að lögreglubíll var staddur á bryggjunni og var sjúkrabifreið kölluð til með hraði og pilturinn fluttur á slysavarðstofuna. Þrátt fyrir þessi miklu meiðsli missti pilturinn aldrei meðvitund. 500 stærstu fyrirtæki Norðurlanda: SIS í 176. sæti með einna mesta veltuaukningu allra í NÝÚTKOMNU hefti sænska vikuritsins, Vekans Affiirer, er birtur listi yfir 500 stærstu fyrirtæki á Norðurlöndum, miðað við vcltu þeirra á árinu 1977. Þar kemur fram að Svíar eiga átta af tíu stærstu fyrirtækjunum, þar af þrjú þeirra stærstu. Stærsta fyrirtæki Norðurlanda eru sænsku Samvinnufélögin og var velta þeirra á síðasta ári alls um 1100 milljarðar íslenzkra króna. — Fimm fslenzk fyrirtæki cru á þessum lista, Samband fslcnzkra samvinnufélaga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Flugleiðir h.f., Kaupfélag Eyfirðinga, og íslenzka álfélagið. Samband íslenzkra samvinnufé- laga er í 176. sæti listans með heildarveltu á síðasta ári um 57 milljarða íslenzkra króna og er þar sagt að aukningin milli ára hafi alls numið 48.9% og er Sambandið þar með í hópi þeirra fimm fyrirtækja á Norðurlöndum sem mesta veltuaukningu hafa á síðasta ári. Heildarfjárfesting félagsins er tæplega 2 milljarðar íslenzkra króna. Næst íslenzku fyrirtækjanna kemur Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og er hún í 271. sæti listans með heildarveltu ársins 35 millj- arða íslenzkra króna, og 34,6% veltuaukningu frá árinu áður. í þriðja sæti af íslenzku fyrir- tækjunum eru Flugleiðir h.f. í 378. sæti listans með heildarveltu alls 24 milljarða íslenzkra króna og veltuaukning þeirra milli ára nemur alls 20.1%. Kaupfélag Eyfirðinga er fjórða íslenzka fyrirtækið og skipar 414. sæti listans. Þeirra heildarvelta á síðasta ári var um 21 milljarður íslenzkra króna og aukning veltu alls 43.2% milli áranna 1976-1977. Síðast íslenzku fyrirtækjanna er svo íslenzka álfélagið sem skipar sæti númer 429 á lista 500 stærstu fyrirtækja Norðurlanda. Heildar- velta þeirra á árinu 1977 var liðlega 20 milljarðar og veltuaukn- ing milli ára alls um 49%, þannig að ISAL fer einnig í hóp 5 fyrirtækja Norðurlanda sem mesta veltuaukningu höfðu milli áranna 1976 og 1977. Eins og áður sagði eiga Svíar átta af tíu efstu fyrirtækjum listans og eru það eftirfarandi fyrirtæki, Kooperativa Förbundet (1), AB Volvo (2), ICA, (3), Axel Johnson-Grubben (5), Saab-Scania AB (6), Asea (7), Statsförtag AB (8), AB Electrolux (9). Stærstu dönsku fyrirtækin eru, Det Östasiatiske Kompagni A/S (4) og Fællesforeningen for Dan- marks Brugsforening (10). — Öll þau fyrirtæki, sem skipa 10 efstu sæti listans, eru með veltu á síðasta ári yfir 470 milljarða íslenzkra króna. Stærstu finnsku fyrirtækin eru Kesko Oy, (11), Neste Oy, (16) og SOK (20) og eru þau öll með veltu yfir 350 milljarða íslenzkra króna á síðasta ári. — Fyrsta norska fyrirtækið sem kemst á listann er Norsk hydro A/S, sem skipar 34. sæti listans með veltu alls um 240 milljarða íslenzkra króna ... Ágreiningur um nýja rafmagns- oghitataxta? í DAG eru síðustu forvöð að ákveða nýjar gjaldskrár opinberra fyrirtækja, en samkvæmt reglum er það aðeins leyfilegt á 10 daga tímabili á þriggja mánaða fresti. Fyrir liggja beiðnir frá Landsvirkjun um 35% hækkun gjaldskrár og Ölvaður ökumaður: Eyðilagði bíl fulltrúa Sakadóms og skemmdi bíl Rannsóknarlögreglu Á laugardagskvöldið var ekið á tvo kyrrstæða bíla, þar sem þeir stóðu fyrir utan húsakynni Sakadóms Reykja- víkur og rannsóknarlögregl- unnar við Borgartún. Skemmd- ust báðir bílarnir mikið og er annar þeirra, nýr Alfa Romeo bfll sem er í eigu eins fulltrúa Sakadóms, talinn ónýtur og hin bifreiðin, sem er af Fordgerð og er í eigu Rannsóknarlög- reglu ríkisins, er mikið skemmd. Sá, sem ók á bifreiðirnar var utanbæjarmaður og reyndist hann vera nokkuð við skál og skemmdist bifreið hans tölu- vert. Ók hann fyrst á Alfa Romeo bílinn, sem kastaðist á hinn bílinn. Heyrðu rannsókn- arlögreglumenn, sem voru að störfum á skrifstofum Rann- sóknarlögreglunnar mikinn háv- aða, þegar áreksturinn varð og fóru út til að kanna hvað væri á seyði. Sáu þeir þá hvar maður forðaði sér frá staðnum með hraði. Hljóp einn rannsóknar- lögreglumaðurinn á eftir honum en maðurinn snerist þá til varnar og hugðist verja sig með hnefunum. Reyndist þarna vera ökumaðurinn, sem hafði ekið á bílana tvo en heldur varð lítið úr vörnum af hans hálfu enda rannsóknarlögreglumaðurinn kunnur kraftamaður og hefur lagt stund á íþróttir eins og lyftingar og júdó. sömuleiðis liggur fyrir 25% hækkunarbeiðni Hitaveitu Reykjavíkur. Svokölluð gjaldskrárnefnd hefur undanfarið fjallað um þessar beiðnir. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Pál Flygenring ráðu- neytisstjóra iðnaðarráðuneytisins í gær hafði álit hennar ekki borizt. Þá hafði Morgunblaðið samband við Georg Ólafsson verðlagsstjóra, formann gjaldskrárnefndar. Hann sagði að nefndin hefði 'gengið frá áliti sínu í gær til ráðuneytisins. Morgunblaðið hefur fregnað að gjaldskrárnefndin vilji ekki sam- þykkja jafn mikla hækkun og farið er framá og að ágreiningur sé um þetta atriði milli nefndarinnar og ráðuneytisins. Georg Ólafsson vildi ekkert tjá um sig um þetta mál í gær, þegar Morgunblaðið bar það undir hann. Ef ágreiningur er um gjald- skrárbreytingar milli nefndarinn- ar og ráðuneytisins úrskurðar ríkisstjórnin hver hækkunin skuli verða. Árvakur greið- ir 45 milljónir ÞEGAR skattstofan í Reykjavík lagði fram lista sinn um gjald- hæstu fyrirtæki í Reykjavík í s.l. viku féll niður vegna mistaka, nafn þess fyrirtækis, sem átti að vera í 13. sæti á listanum. Er það Árvakur h.f. sem alls á að greiða kr. 45.265.609 í opinber gjöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.