Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 40
A L'íi LVSÍNÍiASÍMINN ER: 22480 ovj)iuá>Taíiit> í •érvm’Zlun meö litasjónvörp og hljómtæki' 1 SkiphoÍti19, sími 29800 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 Eimskip býður varnarlið- inu 25% lækkun farmgjalda MORGUNBLAÐIÐ fregnaði í gær að Eimskipafélag íslands hefði boðið varnar- liðinu 25% lækkun á farm- gjöldum til og frá Banda- ríkjunum, og staðfesti Val- týr Hákonarson skrifstofu- stjóri Eimskipafélagsins í samtali við Mbl. í gærkvöldi að þetta væri rétt. Kvað Valtýr ástæðuna fyrir lækk- un farmgjalda vera vaxandi notkun varnarliðsins á gám- um. Selur 80 tonn af rækiu fyr- ir 57 millj.kr.. RÆKJUTOGARINN Dalborg átti í morgun að selja 80 tonn af rækju > Svíþjóð fyrir 57 millj. kr. en rækjan var fyrirfram seld á föstu verði fyrir milligöngu fyrirtækisins Triton, og fást 700 kr. fyrir kílóið sem er með því hæsta sem fengizt hefur fyrir ópillaða rækju. Rækjan, sem Dalborg er með, er geypistór og fara aðeins 60—80 stykki í kílóið. Fæst rækja þessi á miðunum á Dhornbanka, þ.e. á milli Islands og Grænlands, og er stærsta rækja sem veiðzt hefur við Island í einhverjum mæli. Morgunblaðinu er kunnugt um að Grænlandsmegin við miðlínu á þessum slóðum eru nú færeyskir rækjutogarar að veiðum, enda er rækjan þarna stærri en við Grænland. I lok júní s.l. voru send tilrauna- sýni af þessari rækju til Svíþjóðar eða 1 tonn og buðu kaupendur þar þá ákveðið verð í rækjuna eða 700 kr. fyrir hvert kg. eins og fyrr segir. Valtýr sagði þegar Mbl. ræddi við hann, að varnarlið- ið hefði farið mjög hægt í sakirnar með noktun gáma. T.d. hefði Bakkafoss, sem er gámaskip, verið í förum milli Bandaríkjanna og íslands s.l. tvö ár, en varnarliðið hefði lítið notfært sér það. Á þessu ári hefði það hins vegar gerzt að varnarliðið hefði sífellt aukið notkun gáma. „Þegar farið er að flytja vörur í gámum í ríkum mæli eykst öll hagkvæmni mjög mikið, t.d. tekur losun og lestun miklu styttri tíma og því er hægt að lækka farm- gjöldin verulega," sagði Valtýr. Að jafnaði eru 5—6 skip í Bandaríkjaferðum á vegum Eimskipafélagsins. Ljósm. Mbl.i Ól.K.M. Geir Hallgrímsson kemur af fundi forseta íslands í gærdag. Geir Hallgrímsson bað um tveggja daga frest Vill ræða við samherja og formenn hinna flokkanna áður en hann svarar forseta FORSETI íslands hefur farið þess á leit við Geir Ilallgrímsson. formann Sjálfstæðisflokksins, að hann hafi forustu um viðræður milli stjórnmálaflokkanna til myndunar nýrrar ríkisstjórnar er njóti meirihlutafylgis á Alþingi, að þvf er fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta íslands. Geir Hallgrímsson hefur beðið um frest fram til miðvikudags til að svara hvort hann treysti sér til að verða við þessari málaleitan. til miðvikudags, bæði til að geta haft samráð við samherja í Sjálf- stæðisflokknum, þar eð þar hefði verið ákveðinn fyrir fundur mið- stjórnar og þingflokks í dag, þriðjudag kl. 3 og einnig til að eiga óformlegar viðræður við formenn annarra flokka. Kvaðst Geir Hall- grímsson ekki telja rétt að fjalla um mögulega tilhögun þessara viðræðna fyrr en hann hefði svarað forsetanum. Forsetinn dr. Kristján Eldjárn kallaði formenn allra stjórnmála- flokkanna fyrir sig á sunnudag, og ræddi við þá hvern fyrir sig um viðhorfin en leitaði síðan í gær til Geirs Hallgrímssonar um að gera næstu tilraun til myndunar meiri- hlutastjórnar. Geir Hallgrímsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að hann hefði óskað eftir fresti til að svara forseta fram Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokks, sagði í samtali við Mbl. þegar hann var spurður álits á því að forseti leitaði nú til Geirs Hallgrímssonar, að hann teldi það ekki óeðlilega ráðstöfun. Hann kvaðst gera ráð fyrir því að þingflokkur Framsóknarflokksins kæmi saman til fundar í vikulokin til að ræða viðhorfin hvort heldur sem til hans yrði leitað um stjórnarmyndunarviðræður eða ekki. Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði að alþýðu- flokksmenn hefðu ekkert við það að athuga að forsetinn leitaði nú til Geirs Hallgrímssonar um að hafa „Styðjum Friðrik ekki leng- ur sem forsetaefni FIDE” Eu we sá eini sem komið getur í veg f yrir k jör Gligoric — segir Golombek um áskorun sína og Edmondsons „NEI, það er rétt, ég styð ckki lengur framboð Friðriks Ólafs- sonar í kosningu forseta FIDE. Ástæðan er sú, að ég beiti mér nú fyrir því að-dr. Max Euwe verði endurkjörinn, þar sem sýnt er að Gligoric hefur slíkt fylgi að hann yrði kjörinn nema Euwe verði í framboði*4, sagði Ilarry Golomhek, formað- ur fyrsta svæðis þegar Morgun- blaðið leitaði skýringar hans á skcyti, sem hann hefur sent formönnum ýmissa skák- sambanda á svæði sínu, þess efnis að stuðlað verði að endur- kjöri Euwes í Buenos Aires. „Ég tel að Friðrik Ólafsson eigi nú aðeins vís um það bil 25 atkvæði af rúmlega 90, en Gligoric hefur um það bil 45 atkvæði og Mendes gæti hlotið 28—30 atkvæði í forsetakosn- ingunni. Það er til að koma í veg fyrir kjör Gligorics, sem ég hef tekið þessa afstöðu", sagði Golombek. Eikrem, forseta norska skák- sambandsins, barst í gær svo- hljóðandi skeyti frá Baguio á Filipseyjum þar sem heims- meistaraeinvígið fer fram: „Að- eins dr. Max Euwe er fær um að koma í veg fyrir hrapallegan klofning innan FIDE, því að hann einn getur fengið hreinan meirihluta í fyrstu atkvæða- greiðslu í kosningu forseta FIDE. Við skorum á ykkur sem samtök vinveitt dr. Euwe að ganga í lið með okkur til að tryggja framboð hans með því að senda símskeyti til FIDE ECCE í Amsterdam fyrir 6. ágúst. Kveðjur, Golombek fyrir hönd Bretlands, Edmondson, fyrir hönd Bandaríkjanna og Lym fyrir hönd Singapore". Eikram sagði í samtali við Morgunblaðið, að menn, sem komið hefðu frá Filipseyjum í fyrradag og hann gæti ekki nafngreint, hefðu þá sögu að segja, að þar hefði þetta skeyti ekki verið á almannavitorði. Framhald á bls. 26 forustu um frekari stjórnarmynd- unarviðræður. Hann sagði að al- þýðuflokksmenn hefðu rætt fram- vindu frekari stjórnarmyndunartil- rauna mjög almennt og ekkert endanlegt lægi fyrir innan þing- flokksins í þeim efnum. Kvaðst Kjartan ekki treysta sér af þessum sökum til að segja til um hvort Alþýðuflokkurinn væri nú reiðubú- inn til stjórnarmyndunarviðræðna undir forustu Sjálfstæðisflokksins. Lúðvík Jósefsson, formaður Al- þýðubandalagsins, sagði í samtali við Mbl. í gær að hann teldi fullreynt að ekki væri samstaða um ríkisstjórn með aðild Alþýðubanda- lagsins og útilokaði nánast þjóð- stjórn vegna ólíkra viðhorfa Al- þýðubandalagsins og hinna stjórn- arflokkanna til lausnar aðsteðjandi efnahagsvanda. Taldi hann sjálf- sagt að næsta skref í stjórnar- myndunartilraununum yrði við- ræður milli Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eða allra þess- ara þriggja flokka, enda kvaðst Lúðvík gera ráð fyrir að allir þessir flokkar gætu sameinazt um aðgerð- ir í efnahagsmálum, þ.e. að fara gengisfellingarleiðina. Aukafund- ur SH í dag SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur boðað til aukafundar fyrir tækja innan sinna véhanda kl. 14.00 f dag og verður fundurinn haldinn að Ilótel Sögu. Á fundinum verður fyrst og fremst rætt um þann mikla vanda er nú steðjar að rekstri fyrstiiðnaðarins í landinu og þá óvissu sem nú er, sökum þess að ekki hefur enn tekizt að mynda ríkisstjórn í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.