Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 39 Kambódía á yísan stuð- ingKínverja Túki.i 31. júlí. Al'. Aðstoðarforsætisráðherra Kína, Chen Hsi-Lien, sagði á sunnudag að Kínverjar myndu styðja „réttláta bar áttu“ Kambódíu. Hsi-Lien sagði þetta í veizlu og að sögn fréttastofunnar Hsinhua sagði aðstoðarforsætisráð- herranni „Kínverska þjóðin og kínverski herinn munu styðja dyggilega við bakið á Kampucheanþjóðinni og kambódíska hernum, því þannig lærum við hver af öðrum.“ Kambódía hefur að undan- förnu átt í landamæraerjum við Víetnam og Kína átt í deilum við valdhafa í Hanoi út af víetnömskum borgurum af kínverskum ættum. Er enginn vafi talinn leika á að með orðum sínum hafi Hsi-Lien átt við að Kínverjar hyggist styðja Kambódíumenn í deilum þeirra við Víetnama. VEÐUR víða um heim Amsterdam 29 skýjaó Apena 30 heióskírt Berlín 31 heióskírt Brdssel 30 heiðskírt Chicago 20 skýjaó Frankfurt 31heióskírt Genf 25 skýjaó Helkinki 25 léttskýjaó Jóh.borg 25 heióskírt Lissabon 16 heiðskírt London 23 skýjað Los Angeles 30 heióskírt Madríd 33 léttskýjaó Moskva 25 léttskýjað New York 27 rigning Osló 26 léttskýjaó París 26 rigning Róm 33 heiðskírt Stokkhólmur 29 léttskýjaó Tel Aviv 28 skýjaó Tokyó 33 skýjaó Vancouver 26 léttskýjaó Vínarborg 27 léttskýjað Loftbelgsförunum fagnað sem hetjum I.nndmi. 31. júlí. Reuter. AP. BRETUNUM tveimur, sem ætluðu sér að fljúga fyrstír manna í loftbelg yfir Atlantshafiö, var fagnað sem hetjum, er peir sneru aftur til London í dag. Bretarnir, Donald Cameron og Christopher Davey, sögðu að peir myndu reyna aftur, nema ef nokkrum Bandaríkjamönn- um heppnaðist að fljúga yfir Atlantshafið í loftbelg, en peir hyggjast reyna Það innan skamms. Loftbelgsferð Bretanna markaði tímamót í sögu loftbelgsins, þar sem þetta er lengsta flug þesskonar farartaekis til þessa. Alls flugu tvímenningarnir 3727 kílómetra, en þeir nauölentu 204 kflómetra út af strönd Frakklands. Ferð Camerons og Christophers hófst á miðvikudag, er þeir lögöu upþ frá Nýfundnalandi. Litlu síðar rifnaði innri belgur loftbelgsins og helíum hans tók að streyma út. Var þá óttazt aö þeir kynnu að neyðast til að lenda á sjónum, en þeim tókst að koma í veg fyrir það, meö því að létta belginn. En helíumiö hélt áfram að streyma út og smám saman tæmdist belgurinn. Nauölendingin varð ekki umflúin og síðdegis á sunnudag lentu beir á Atlantshafinu, skammt utan af Bretagneskaga. Karfa loftbelgsins var útbúin sem bátur og því þurftu þeir ekki aö óttast nauölendinguna, en vonbrigðin voru mikil eftir sem áöur. Franskur togari fann Bretana og með togaranum fóru þeir til hafnarborgarinnar Concarneu. Til Concarneu komu þeir síðla dags á sunnudag og voru þeir þá útkeyrðir af þreytu, höfðu aöeins sofið tvo, þrjá klukkutíma á sólar- hring frá því ferðin hófst. Á blaöamannafundi, sem haldinn var í London er tvímenningarnir komu þangaö, sögöust þeir hafa fullan hug á aö reyna aftur aö fljúga yfir Atlantshafiö í loftbelg næsta ár. Þeir fengu heillaóskaskeyti frá Bandaríkjamönnunum sem hyggjast reyna aö fljúga yflr hafiö frá Boston og sagði í skeytinu: „Til hamingju með hetjulegt flug. Hvort sem okkur tekst aö fljúga yfir Atlantshafiö eða ekki, mun okkur reynast erfitt aö sýna sömu djörfung og kjark og þiö.“ Christopher Davey viöurkenndi aö hann og Cameron myndu veröa mjög vonsviknir ef einhverjum tækist aö fljúga yfir hafið á undan þeim og sagöist vona aö ferö Bandaríkja- mannanna yröi „algjörlega mis- heppnuö. Viö komumst svo nærri markinu." Christopher Davey (t.h.) og Don Cameron, Englendingarnir tveir, sem ætluðu sér fyrstir manna að fljúga á loftbelg yfir Atlantshafið, voru aðeins 190 km frá takmarki sínu þegar þeir þurftu að nauðlenda. Hér eru þeir við hlið loftbelgsins um borð í frönskum togara, sem bjargaði þeim í gærmorgun. AP-símamynd. Nýtt lif til varnar blóðtappa: Geta þrjár skeiðar af lýsi á dag leyst vandann? TVEIR danskir læknar hafa undanfarin tíu ár rannsakað orsakir þess að tíðni blóðtappa er mun minni meðal Grænlend- inga en annarra þjóða, en árangur þessara rannsókna hefur orðið uppfinning nýs lyfs til varnar blóðtappa. Starf vísindamannanna, J. Dyer bergs og H.O. Bang. sem báðir eru yfirlæknar í Alaborg, hefur vakið óskipta athygli á aiþjóða- vettvangi og í nýútkomnu tölublaði Lancet. hins þekkta brezka læknavísindarits, eru hinu nýja lyfi og verkunum þess gerð ýtarleg skil. Dagleg fæða Grænlendinga er rík af fitu, og æðakölkun er ekki minni meðal þeirra en annarra þjóða, að því er Dyerberg segir nýlega í viðtali við Huvudstads- bladet í Helsinki. Á hinn bóginn leiddu rannsóknir í ljós að í blóði Grænlendinga er mun meira af eicosapentaen-sýru en í blóði annarra þjóða, og ástæðan er að öllum líkindum lýsisneyzla þeirra. Meðalneyzla hvers Grænlendings af lýsi á dag nemur þremur grömmum, en í einni matskeið af þorskalýsi er eitt gramm af eicosapenta- en-sýru. Blóðtappamyndun verður fyr- ir tilstuðlan efnis, sem er í líkamanum. Prostaglandis. Dyerberg og Bang töldu líkur á því að til væri Prostagland- in-tegund, sem síður orsakaði blóðtappa en það efni, sem þekkt er. Tilraunir með rottur sýndu að þessi tilgáta átti við rök að styðjast, og síðan kom í ljós að eicosapentaen-sýra myndaði í blóðinu prostagland- in-efni, sem stuðlaði ekki að þeirri samþjöppun blóðkorna, er myndar blóðtappa. I viðtalinu við Huvudstads- bladet tekur Dyerberg skýrt fram að eicosapentaen-sýran leysi ekki upp blóðtappa, sem þegar hafi myndazt, heldur sé hér um að ræða efni, sem komi í veg fyrir að þeir myndist og blóðið eigi því greiða leið um líkamann, jafnvel þótt lítils- háttar kölkun sé komin í æða- veggi. Þeir, sem taka þrjú grömm af eicosapentaen-sýru á dag, sem er mun meira en venjulega fæst úr daglegri fæðu, eiga fremur vanda til þess að fá blóðnasir en aðrir, þar sem sýran þynnir blóðið, en þessi kvilli verður að teljast lítilfjörlegur saman bor- ið við blóðtappa, segir í grein- inni í Huvudstadsbladet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.