Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 17 ísland - Holland í GÆR var dregið um það í Ziirich hvaða þjóðir leika saman í undankeppni Evrópukeppni unglinga í knattspyrnu. Urðu úrslitin þau, að ísland lenti í þriðja riðli og verður mótherji íslands að þessu sinni Holland. ísland á heimaleik á undan. íslenzku unglingalandsliðin haia staðið sig mjög vel í þessari keppni undanfarin ár og oftast komizt í úrslitakeppnina. Að þessu sinni verður 16 liða úrslitakeppnin haldin í Austurríki næsta vor. • óskar djúpt hugsi áður en hann púttar. Óskar vann en: Enginn sló holu í höggi á 17. braut COCA COLA gulfmótinu á Grafarholtsvellinum lauk án þess að nokkur hreppti tvenn af kræsilegustu aukaverðlaun- unum, þ.e.a.s. kókhlassið fyrir holu í höggi á 17 braut og einn kassa af kóki vikulega næsta árið fyrir teigskot sem nseði 250 metrum á annarri holu. Þeir Atli Arason og Björgvin Þorsteinsson voru þó nærri „kassa á viku“ verðlaununum. Koppni án fnrKjafar gdt stÍK tii landsliAs. þ.o.a.s. 10 ofstu satin. on þau skipudu (Lsl. stittin innan svi|{a)i hiÍKK 1. Óskar Sæmundss. GR 71-76=150 (21.85) 2. Atli Arasnn NK 80-73=153 (19.55) 3. SÍKuri'iur llafst.ss. GR 79-79=158 (17.25) f-5 Bjiiritvin Þorst.ss. GA 79-80=159(13.80) 1-5 Jónas Kristj.ss. GR 77-82=159 (13.80) 0-7 Július R. Júlíuss. GK 81-76=100 ( 9.20) 6-7 Svoinbj. Bjiirttvinss. GK 78-82=160 ( 9.20) 8. Eyjúlfur Þriðju aukaverðlaunin, fimm kassa af kóki fyrir að hitta næst holu tvö, hlutu Eyjólfur Jóhannesson fyrri daginn og Guðmundur Ingólfsson síðari daginn. Annars fór mótið fram í blíðskaparveðri og þátttaka var góð, 103 manns. Júhanness. GK 81-77=lfil ( 5.75) 9. Einar Þúriss. GR 79-83=1 f>2 ( 2.30) 10. l>órir Arninbjarnars. GR 81-81=102 ( 2.30) Fjúrir eístu menn í keppninni meú forgjöf voru þessir. nettú 1. Júnas Kristjánsson 135 2. óskar Sa-mundsson 112 3. Jens Karlsson 115 1. Atli Arason 115 Hefur ekki fengið á sig mark í 836 mín! sæti, sem verður að teljast ágætur árangur. Á föstudaginn léku íslendingar við Spánverja, í A-riðli, eftir að hafa tryggt sér sæti í þeim riðli á fimmtudeginum. Spánverjar unnu 7—0, en tæpir voru þeir allir, sigrarnir. í næstu umferð léku Islendingar við Dani og töpuðu 4,5—2,5. Loks léku íslendingar við Belga og töpuðu þeirri viðureign 3—4. Stig íslands gegn Danmörku fengu þeir Hannes Eyvindsson, sem gerði jafntefli, Ragnar Ólafs- son sem vann andstæðing sinn í einliðaleik og Ragnar ásamt Geir Svanss.vni unnu mótherja sína í tvíliðaleik. Ragnar, Hannes og Sigurður Thorarensen unnu leiki sína í einliðaleik gegn Belgum. Ragnar Ólafsson var heiðraður fyrir frammistöðu sína á mótinu, með því að vera valinn í úrvalslið Evrópu sem í eru 10 golfleikarar og á liðið að spila við Bretland í Englandi í næstu viku. í forkeppni einstaklingskeppninnar varð Ragnar í 6. sæti. Örugg forysta Andretti MARÍO Andretti sigraði í Vestur-Þýsku Grand Prí keppn- inni á Lotus bifreið sinni og stefnir hann nú í sinn fyrsta sigur í heimsmeistarakeppni. Ronnie Petterson frá Svíþjóð hafði for- ystu framan af, en á fimmta hring skaust Bandaríkjamaðurinn Andretti fram úr honum og hélt forystunni það sem eftir var. Jody Schekter hafnaði í öðru sæti, þrátt fyrir að. snemma leiks hafi hann verið kominn í 18 sæti. Jaques Laffiti frá Frakklandi varð í 3. sæti. Það var á 64. mínútu leiks Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli mánudaginn 19. júní s.l. að Sigurjóni tókst að koma boltanum framhjá Sigurði Haraldssyni markverði Vals og í markið. Síðan hefur Valur leikið 7 leiki í 1. deild og tvo í bikarkeppninni eða 9 leiki alls án þess að fá á sig mark. Auðvitað á Sigurður Haraldsson mesta heiðurinn af þessu frábæra afreki en hann hefur líka haft góða vörn fyrir framan sig. Þótt undarlegt megi virðast voru Siglfirðingar næstir því að skora hjá Sigurði í bikarkeppninni en þeir voru klaufskir, misnotuðu vítaspyrnu. Reiknivél- in segir okkur að Sigurður hafi staðið í markinu 836 mínútur án þess að fá á sig mark. Geri aðrir betur. - SS. Fram - ÍA í kvóld EINN leikur fer fram í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu í kvöld. Fram og Akranes keppa á Laugardalsvellinum og hefst leikurinn klukkan 20. Grétar Norðfjörð er skráður dómari á leikinn. Þá fara fram tveir leikir í 3. deild. Selfoss og Hekla keppa á Selfossvelli klukkan 20 og á sama tíma keppa Víkingur og Afturelding á Ólafsvíkuryelli. Komnir hálfa leið NÝLEGA gaf enska knatlspyrnu- sambandlð grænt Ijós fyrir þá félaga Osvaldo Ardiles og Ricardo Villa, heimsmeistarana frá Argentínu, til pess að spila meö hinu nýja félagi sínu, Tottenham. Nú er aöeins eftir aö fá sampykki sambands atvinnumanna á Bret- landseyjum, en peir ku ekki vera alls kostar ánægöir meö yfirvofandi flaum erlendra knattspyrnumanna til landsins, á kostnað heimamanna. Aldrei gerst fyrr UNGMENNAFÉLAGIÐ Aftur eldinK í Mosfellssveit á mjög efnilega yngri flokka og 4. flokkurinn stendur nú frammi íyrir því í fyrsta skipti, að komast í úrslitakeppnina í þeim aldursflokki. Strákarnir eru efst- ir í sínum riðli. með cins stigs forystu, og aðeins einn leikur er eftir. Ilann verður leikinn á fimmtudaginn og fá þeir þá Stjörnuna í heimsókn. Nægir Afturcldingu jafntefli til þess að fleyta sér áfram. Markatala strákanna er mjög glæsileg, þeir hafa skorað um 40 mörk, en fengið á sig aðeins 5. ÍSLENSKA unglingalands- mótinu í golfi, sem fram liðið í golfi kom þægilega á fór á Spáni síðustu dagana. óvart á Evrópumeistara- Islendingar höfnuðu í 8. • Ragnar ólaísson (t.v.) úskar Björjfvini Þorsteinssyni til hamingju med sigurinn í Islandsmútinu í fyrra. SIGURJÓN Rannversson getur ekki státað sig af mörgum sigrum í 1. deildinni í sumar frekar en aðrir Breiðabliksmenn. En hann getur þó hælzt yfir þvf að hafa skorað síðast mark gegn Valsmönnum í sumar. • Gunnar Páll Jóakimsson og Jón Diðriksson fagna tvöföldum íslenskum sigri. Sjá nánar um Kalott keppnina á næstu opnu. (Ljósm Friðrik Þór Oskarsson.) (SLAND í 8. S/ETI OG RAGNAR VALINN í ÚRVALSLIÐ EVRÚPU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.