Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 Asgeir Asgeirssort fráFróðá—Minning F. 9. ágúst 1897 Dáinn 21. júlí 1978. Með Ásgeiri Ásgeirssyni frá Fróðá, sem andaðist 21. júlí s.l. á 81. aldursári, er til moldar genginn einn sá síðasti af þeim, sem áttu ríkastan þátt í að móta starfs- hætti og skipan mála hjá Vega- gerð ríkisins fyrstu áratugina eftir að embætti vegamálastjóra var stofnað árið 1917. Hann var ráðinn til Vegagerðarinnar þann 25. október árið 1919, þegar bílaöld var ennþá í frumbernsku og allir vegir, sem til voru í landinu, miðuðust eingöngu við hestaferðir og þarfir hestvagna. Hann var frá upphafi þátttakandi í þeirri fram- faraöldu og þeim bjartsýnishug, sem leiddi af hinum merku áföng- um í sjálfstæðisbaráttunni á fyrstu tugum aldarinnar. Vega- gerðinni helgaði hann starfskrafta sína af öllum hug, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir þann 1. júlí 1966. Hann var þátttakandi í þeirri þróun, sem leiddi til þess, að í staðinn fyrir hestagötur og troðninga komu malarvegir fyrir bifreiðir heim á næstum hvert byggt ból á landinu með brúm á nálega hverju vatnsfalli, og verk- tækni við vegagerð breyttist úr því að vera eingöngu mannshöndin með haka og skóflu og hestakerrur til aðstoðar, yfir í stórvirkar vinnuvélar, sem umbylta landslag- inu eins og ekkert sé. Vegamála- skrifstofan breyttist á þessu tímabili úr því að vera lítil skrifstofa í einu herbergi með örfáum starfsmönnum í stóra stofnun með fjölmennu og sér- hæfðu starfsliði. Það ræður af líkum, að fyrstu áratugina varð hver maður að vinna fjölþætt og óskyld störf. Auk fjárhalds, endur- skoðunar og margvíslegra annarra verkefna féll í hlut Ásgeirs að móta og skipuleggja skrifstofu- störfin frá upphafi. Var það venja hans að þaulhugsa fyrirfram hverja nýjung og hverja breytingu í starfinu. Var hann einkar fundvís á skemmstu og hagkvæm- ustu leið að tilsettu marki, svo að þar þurfti lítt úr að bæta síðar. Hygg ég, að margir þeir, sem kynntust Ásgeiri, hafi metið hann því meir, sem þeir kynntust störfum hans betur. Ásgeir var prýðilega ritfær og skrifaði þróttmikið og vandað mál. Unni hann mjög íslenskri tungu og þoldi illa klúðurslega málnotkun, hvort sem var í ræðu eða rrti. Þegar tæknin hélt innreið sína hjá Vegagerðinni með notkun véla af ýmsu tagi, lagði Ásgeir kapp á, að vélar þessar hlytu þegar í upphafi íslensk heiti, sem féllu vel að málinu og væru þjál í notkun. Hefur Vegagerðin búið að þessu æ síðan, svo að erlend nöfn hafa minna náð að festast þar, en víða annars staðar. Ásgeir hafði yndi af íslenskri náttúru og varði mörgum tóm- stundum sínum til útiveru í einhverri mynd og var laxveiðin þar efst á blaði. Hann ferðaðist mikið um landið og á árum ður var hann frumkvöðull og þátttakandi í ferðum til að kanna bílfærar leiðir um hálendið. Má geta þess, að hann var með í fyrstu bílferð, sem farin var frá Gullfossi inn á Kjöl árið 1930 við mjög erfiðar aðstæður, ásamt Sigurði frá Laug- um o.fl. Leiddi sú ferð til þess að brú var sett á Hvítá við Hvítár- vatn og Kjalvegssvæðið opnaðist ferðamönnum. Ásgeir var maður kvikur og léttur í spori með reisn og virðuleik í framgöngu.sem hann hélt til efstu ára.I góðra vina hópi var hann hrókur alls fagnaðar, enda lét honum vel að segja þannig frá, að öðrum væri skemmt, og græskulaus gamanyrði voru honum jafnan tiltæk, jafnt í starfi sem utan þess. Ásgeir var fæddur 9. ágúst 1897 að Hrútsholti í Eyjahreppi, en fluttist ungur með foreldrum sínum að Fróðá í Fróárhreppi og kenndi sig jafnan við þann bæ. Hann tók miklu ástfóstri við heimabyggð sína Snæfellsnesið og gegndi mörgum trúnaðarstörfum í hópi burtfluttra Snæfellinga hér í Reykjavík. Við fyrrverandi samstarfsmenn hans hjá Vegagerð ríkisins minn- umst hans með virðingu og þökk, nú þegar hann er horfinn yfir um móðuna miklu, meira að starfa guðs um geim. Frú Karólínu Sveinsdóttur, börnum þeirra hjóna og öðrum venslamönnum votta ég samúð mína- Einar H. Kristjánsson Kynni okkar Ásgeirs frá Fróðá hófust fyrir alvöru, er við vorum á níunda ári, en aldursmunur okkar var þrír dagar. Eg bjó í Geirakoti í Fróðarhreppi og hafði verið sendur þaðan sem oftar með mjólk og rjóma til fátæks heimilis, en þau voru mörg þar í sveit sem víðar á þeim tíma. Þetta var að vetrarlagi, og á leiðinni skrikaði mér fótur, er ég stiklaði á hálum steinum í árkvísl. Ég var þannig búinn að vanda í slíkum sendiferð- um að fjórar flöskur voru bundnar á mig í bak og fyrir. Nú féll ég svo kyrfilega milli steina, að flsökurn- ar brotnuðu allar og mjólk og rjómi, hin dýrmæta sending, blandaðist árrennslinu og rann niður ósa. Það var ekki af neinum líkamsmeiðslum, sem ég grét holdvotur á árbakkanum og horfði á hvítlitaðan árstrauminn. Ásgeir hafði fylgzt með ferðum mínum úr nokkurri fjarlægð og sá, er óhappið varð. Hann kom strax hlaupandi til mín og vildi hjálpa mér. Fékk hann mig til að koma heim með sér að Fróðá til móður sinnar. Hún hughreysti mig og spurði með hvað ég hefði verið sendur. Ég sagði það, og tók hún þá þegar að búa mig út með sams konar sendingu. Ég þyrfti ekki að snúa við og segja frá þessu óhappi heima. Hún var vön að búa Ásgeir, son sinn, út á svipaðan hátt í sams konar leiðrangra. Allt komst þannig til skila og var vel þegið, en mikið var þakklæti mitt til Ásgeirs og móður hans fyrir að leysa svo góðsamlega og auðveld- lega úr miklum vandræðum mínum. Ólína, móðir Ásgeirs, bauð mér að koma sem oftast í heim- sókn að Fróðá og ég þáði það með þökkum. Með því hófust dýrmæt kynni, sem héldust náin og órofin allt til hinzta dags. Þegar ég minnist þessa atviks fyrir rúmum sjötíu árum, finnst mér sem í því birtist andi og aðall allrar okkar samfylgdar á ævibrautinni. Nokkrum árum síðar urðum við einnig samferða út í lífið og heiminn utan við sveitina okkar, er við héldum af stað fótgangandi yfir Fróðárheiði og allar sveitir að Hvítárbakka í Borgarfirði til að hefja nám við hinn virta skóla Sigurðar Þórólfssonar. Við vorum léttstígir með byrðar okkar, því að tilhlökkun okkar og eftirvænting var mikil. Við urðum heldur ekki fyrir vonbrigðum, því að dvalar okkar á Hvítárbakka minntumst við ávallt með hlýhug og þakklæti. Ásgeir hélt áfram námi síðar í Verzlunarskóla Islands og réðst til Vegamálaskrifstofunnar þegar árið 1919, aðeins 22ja ára gamall, sem fulltrúi síðar skrifstofubtjóri, en var alla tíð nánasti samstarfs- maður Geirs G. Zoéga vegamála- stjóra. Störf þeirra voru svo erilsöm og umsvifamikil, enda vörðuðu þau vegamál alls landsins og reyndar mun fleiri mál, að samkvæmt nútíma kenningum hefðu þeir báðir átt að missa heilsuna fyrir aldur fram vegna streitu. Þeir unnu margra manna verk, en höfðu hestaheilsu alla starfsævi, slíkur var áhugi þeirra á hinu mikla brautryðjendastarfi þeirra samfara ítrustu nákvæmni og samvizkusemi. Er mér ljúft að minnast þeirra beggja á þessari kveðjustund og veit ég, að ég mæli fyrir hönd allra þeirra verkstjóra, er ég kynntist, en ég var vegaverk- stjóri í 40 ár, er ég votta báðum þessum öndvegismönnum virðingu og þakklæti. Milli fjölskyldna okkar Ásgeirs, eftir að við höfðum báðir stofnað heimili, tókst náin vinátta frá upphafi og er það von mín, að sem mest af þeirri v-ináttu okkar Ásgeirs, sem hefur eins og gengið í erfiðir til barna okkar, megi haldast í minningu okkar beggja. Konu Ásgeirs Karólírui Sveins- dóttur, sem ég virði og- dái einna mest þeirra kvenna, er ég hef kynnzt á lífsleiðinni, votta ég samúð mína, börnum þeirra og ástvinum öllum. Blessuð sé minning Ásgeirs frá Fróðá. Lýður Jónsson. Ásgeir frá Fróðá fæddist að Hrútsholti í Hnappadalssýslu, en þar bjuggu þá foreldrar hans, Ólína Bergljót Guðmundsdóttir og Ásgeir Jóhann Þórðarson. Ásgeir var fimmti í röð þeirra tíu barna þeirra Ólínu og Ásgeirs Jóhanns, sem upp komust. Árið 1905 keyptu foreldrar hans hina fornfrægu jörð Fróðá á Snæfellsnesi og bjuggu þar lengi síðan. Við þær æskuslóðir batt Ásgeir svo mikla fryggð, að hann kenndi sig jafnan við þær, eftir að hann komst til fullorðinsára. Fimmtán ára gamall hóf Ásgeir námsferil sinn í skóla Sigurðar Þórólfssonar að Hvítárbakka. Hann lauk skólagöngu sinni með brottfararprófi frá Verzlunarskóla Islands árið 1917. Hinn 1. október 1919 gerðist hann starfsmaður Vegamálaskrifstofunnar. Þar var hann fulltrúi og skrifstofustjóri í tæpa fimm áratugi, þangað til hann lét af störfum árið 1966. Ári eftir stofnun Strætisvagna Reykjavíkur varð Ásgeir formaður félagsstjórnarinnar. Hnn tók aftur við því starfi árið 1937 og gegndi því, unz félagsslit urðu, eftir að Reykjavíkurborg tók við rekstrin- um. Eftir að Félag Snæfellinga og Hnappdæla var stofnað 14. nóvem- ber 1939, að frumkvæði Ásgeirs og annarra meðlima í málfunda- klúbbi nokkurra Hneppdæla, varð Ásgeir formaður félagsstjórnar- innar. Hann skipaði þar forsæti næstu tæpa tvo áratugi, en var alla tíð einna stórvirkastur liðs- manna, m.a. vegna Snæfellingaút- gáfunnar, sm hann bar uppi, og svo endurreisnarinnar að Búðum, sem hófst að hans frumvkæði og hvíldi jafnan þyngst á hans breiða baki. Hann hóf baráttu fyrir friðun Búðahrauns í samvinnu við Skógrækt ríkisins nokkrum árum eftir að hann tók við formennsku í átthagafélaginu og lauk þar sigri með þeirri friðlýsingu Náttúru- verndarráðs, sem staðfest var af menntamálaráðherra hinn 11. júní 1977. Við stofnun Náttúruverndar- nefndar Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu var Ásgeir skipaður formaður, og gegndi hann því starfi til æviloka. Hann var um skeið einn forystumanna Verzlun- armannafélags Reykjavíkur og átti sæti í skólanefnd Verzlunar- skóla Islands. Ásgeir var í stjórn Hraðfrystihúss Hellissands hf. frá 1944—1950 og lagði málefnum þess lið alla tíð síðan. Hinn 24. marz 1924 kvæntist Ásgeir reykvískri heitkonu sinni, Karólínu Sveinsdóttur. Þau bjuggu lengi við Rauðarárstíg, en síðar í rúmgóðu og vel búnu húsi, sem þau reistu við Dyngjuveg 10. Þar lifir Karólína nú lífsförunaut sinn. Fyrstu átta búskaparárin eignuðust þau börnin sex, Ásgeir Þór verkfræðing, Svein hagfræð- ing, Guðmund forstjóra, Birgi lögfræðing, Braga listmálara og frú Hrefnu, sum nú þjóðkunn, öll góðkunn. Börnin eru búsett hér í Reykjavík að Guðmundi undan- skildum, sem býr á Neskaupstað. Barnabörn Karólínu og Ásgeirs eru nú átján. Hér hefur verið stiklað á stærstu áföngum þess lífsferils, sem hófst vestur á Snæfellsnesi fyrir rúmum átta áratugum og lauk hér í Borgarspítalanum. Þó að hin ytri gerð þeirra gefi réttilega til kynna, að með ferli yfir þá hafi enginn hversdags- maður lokið sínu lífi, þá væri hún ein fátækleg til vitnisburðar um þann mikilhæfa og fágæta persónuleika, sem er nú horfinn úr sviðsljósinu og við kveðjum í dag í Dómkirkjunni með þökkum fyrir ianga og góða samfylgd. Ásgeir varð bráðger og ein- kenndist fljótt af beztu eðliskost- um forfeðra sinna, frábærri greind, harðfylgi og stálvilja. Hann var sviphreinn, bjartur yfirlitum og svo glæsilegur að heita mátti jafnræði með honum og þeirri fögru festarmey, er hann gekk að eiga fyrir 54 árum. Léttleika í fasi og fjaðurmagni í hreyfingum hélt hann til dauða- + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALFREÐ KARLSSON, bakarameistari, Suðurgötu 50, Akranesi, lézt á heimili sínu, aðfaranótt sunnudagsins 30. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Sesselja Óskarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Sonur okkar og bróðir, GUÐMUNDUR ÞÓR KRISTJÁNSSON, andaðist 30. júlí. Jaröarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Anna Friöleifsdóttir, Kristján Guömundsson og bræður hins látna. + Móðir okkar INGIRÍDUR SIGURDARDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hötöa Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness fostudaginn 28. júlí s.l. Börnin. dags, og við leiðarlok var hann þannig á sig kominn andlega og líkamlega, að síðustu dagana í sjúkrahúsinu, þar sem hann hugð- ist eiga stundardvöl eina, var starfsþrek hans óskert til úrlausna þeim félagslegu vandamálum, sem þá voru honum efst í huga. Elli vék alla tíð úr vegi fyrir honum. Ég hef fyrir því öruggar heimildir, að embættisstörf hafi Ásgeir alla tíð rækt með þeim ágætum, að til hans er ætíð jafnað, er fyrirmyndar var leitað um frábæra stjórnsýslu og embættis- færslu. Störf hans að samgöngu- málum þjóðarinnar og áhugi hans á þeim leiddu hann til brautryðj- endastarfa í samgöngumálum höfuðborgarinnar, þar sem Grettistökum var lyft. En þó að Ásgeir hafi snemma orðið framúr- skarandi embættismaður og góður Reykvíkingur, þá var hann eigi síður alla tíð sá ágæti Snæfelling- ur, sem kenndi sig ekki einungis við ættbyggð sína heldur fórnaði henni einnig með verkum sínum ótrúlega mörgum frístundum og áreiðanlega álitlegum fjárhæðum úr eigin sjóði. Þegar þess er og gætt hve örlátur Ásgeir var á starfsorku og fjármuni til þeirra félagsmála, sem urðu honum hjartfólgin og haft í huga, að heimili þeirra Karólínu var mikill veitingastaður og góður öllum þeim mörgu, sem lögðu þangað leiðir, þá verður það furðulegt, hve miklu þau hjón gátu varið til þess að veita öllum börnum sínum ríkulega aðstoð á þeim mennta- brautum, sem þau völdu heima og erlendis. Og við ævilok situr Ásgeir svo í sæmd þeirra hjóna við góðan hag á fögru heimili, þar sem börn, barnabörn og fjölmargir vinir hlökkuðu jafnan til að njóta með þeim ljúfra samvista. Ásgeir var ósveigjanlegur í kröfuhörku til sjálfs sín og ann- arra um að leggja jafnan fram alla orku til þess að leysa hvert verk eins vel af hendi og framast var unnt. Þess vegna einkennist allt það, sem eftir lifir nú til vitnis- burðar um ævistarf hans, af þeirri fágætu snyrtimennsku, íhygli og grandvarleik, sem var svo ríkur þáttur í öllum störfum hans. Og þó var Ásgeir blessunarlega laus við smámunasemi, lét sig oft litlu varða mishæðir á leið til þeirra hærri markmiða, sem hann taldi hverju sinni réttilega sett. En þar var hann sjaldan auðveldur af- sláttarmaður í samningum um frávik af þeirri leið, sem hann var sannfærður um, að sjálfum honum og öðrum væri skynsamlegast að feta. Að gera það, sem rétt var að hans mati og þola engan órétt, var honum heilög skylda og óbrigðult leiðarljós. Ásgeir frá Fróðá var bráð- skemmtilegur og veizluglaður vin- ur og félagi og naut sín allra bezt, þegar hann var hinn örláti gest- gjafi á sínu góða heimili. Það var alltaf einhver sérstakur hátíðarblær yfir öllum samfund- um við Ásgeir, víðs fjarri grá- myglu hversdagsleikans. Ásgeir var jafnan hlaðinn nýjum og nýstárlegum hugmyndum um menn og málefni, hafði sívakandi áhuga á öllu mannlífi heima og erlendis. Hann hafði aflað sér verðmætrar lífsreynslu og mikill- ar menntunar, var víðförull og fjölfróður, en þess vegna var hann alltaf veitandi í öllum orðræðum og þó að hann væri stundum lítt sveigjanlegur í skoðunum, þá einkenndust þær alltaf af einlæg- um, vilja hans til leitar að skynsamlegum úrlausnum vanda- mála og réttlæti í öllum mannleg- um samskiptum. Persónulega á ég Ásgeiri og heimili hans mikla þakkarskuld að gjalda, auk þeirra áratuga löngu góðkynna, sem ætíð munu verða mér ljúf til endurminninga. En þar er ég í fjölmennum hópi þeirra mörgu, sem þakka nú innilega við leiðarlok marga unaðsstund með Ásgeiri frá Fróðá, fágætum heiðursmanni og góðum dreng. Hið mikla grenitré Klettafjalla- skáldsins bognaði aldrei í svipti- byljum æviskeiðsins en brotnaði skyndilega „í bylnum stóra sein- ast“. Sigurður Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.