Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. AGUST 1978 13 hraða barnaheimila sem næmi verðhækkunum er ekki væru svo litlar. Margt fleira sagði Birgir Isleifur, að mætti nefna í þessu sambandi. Hann kvaðst óttast, að þessi áætlun myndi ekki standast raunveruleikann þegar á reyndi. Slæmur arfur Sigurjón Pétursson (Abl) sagði, að sú venja hefði ríkt að spá ekki í verðhækkanir við gerð fjárhags- áætlunar. Borgarstjórnarmeiri- hlutinn hefði tekið við slæmu búi sem væri á ábyrgð minnihlutans. Greiðsluvandinn yrði 1.5 milljarð- ar og það þyrfti borgarstjórnar- meirihlutinn að axla. Um væri að kenna slæmri stjórn fyrrverandi meirihluta á borginni. Koma hefði mátt ef til vill í veg fyrir þetta ef fjárhagsáætlunin hefði verið endurskoðuð fyrr á árinu. Rangfærsla Sigurjóns Péturssonar Birgir ísleifur Gunnarsson sagði það rangtúlkun hjá Sigurjóni Péturssyni, að ekki hefði verið viðtekin venja að spá í verðhækk- anir. Sigurjón Pétursson væri með þessu að reyna að blekkja almenn- ing. Sannleikurinn væri hins vegar sá, að 360 milljónir hefðu verið áætlaðar til þessa, ef á þyrfti að halda. Birgir ísleifur sagði það ekki nýtt, að upþ kæmu greiðslu- vandræði hjá borgarsjóði og hefði slikt oftsinnis verið leyst áður, en nú virtist augljóslega, að borgar- stjórnarmeirihlutinn vonaðist eftir ríkisstjórn sem gerði ráðstaf- anir svo ekki þyrfti að halda frám áætluðum kauphækkunum. Vandinn tekinn föstum tökum Kristján Benediktsson (F) sagði, að á vandamálunum væri tekið af myndarskap og hér væru engin vettlingatök. Búið hefði ekki verið eins blómlegt viðtöku eins og af hefði verið látið fyrir kosningar. Ekki væri nýtt að borgin lenti í greiðsluerfiðleikum og hefði slíkt verið leyst áður með lántökum. T.d. í góðærum hefði þurft að taka Ián eins og 1977. Smáaurarnir hennar Guðrúnar Helgadóttur Davíð Oddsson (S) sagði hér hafa verið í ræðustól borgarfull- trúa sem væri í þeirri sérkennilegu aðstöðu að komast til valda með stórkostlegu tapi. Þessi borgarfull- trúi hefði haldið því fram, að myndarlega væri tekið á vandan- um. Því sagðist Davíð algerlega mótmæla enda sýndu tölur og allar aðstæður annað. Ekki væri langt síðan einn borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, Guðrún Helgadóttir hefði sagt, að einn milljarður væri smáaurar i stóra kassanum. Nú væri komið í ljós hvernig á þessu stæði. Þessir smáaurar hennar Guðrúnar væru í stóra kassanum í einhverri erlendri bankastofnun. Vandinn nú og 1974 Birgir Isleifur Gunnarsson sagði vandann nú vera miklu minni en 1974. Þá hefði vandinn verið 26% af greiðslum borgarsjóðs en nú væri hann 10%. En 1974 hefði verið við völd vinstri ríkisstjórn sem látið hefði vaða á súðum. Það væri því algerlega ástæðulaust fyrir Kristján Benediktsson og Sigurjón Pétursson að mikla þennan vanda. Deili ekki um vandann Sigurjón Pétursson sagðist ekki ætla að deila um hvort vandinn væri meiri eða minni nú en 1974. Hins vegar hefði þá verið hægt að fjármagna með innlendum lánum en svo væri ekki nú. Breytingartil- lögurnar við fjárhagsáætlunina voru síðan samþykktar af borgar- stjórnarmeirihlutanum. Tíminnog fáll valtleikinn Ilannes Sigfússom ÖRVAMÆLIR Mál og menning 1978 I LJOUM Hannesar Sigfússonar er óróleiki, margvísleg veður. Ég ætla ekki að endurtaka það sem ég hef áður skrifað um skáld- skap Hannesar. Eftirfarandi erindi úr ljóðinu Eftir minn dag er eins og skilgreining yrkisefna hans: Svo hvelfir dögunin æ blárri boga æ brothættari fegurð sólargeisla í sindrandi regnskúr Vindurinn leikur fram skýjum og lætur þau fella grun til jarðar léttan hroll dýpri vitundar Litirnir kvikna og slokkna eins og ljós þeirra flökti á skari Það er lífið sem talar í tungum um tímann og fallvaitleikann um allt sem ekki mun vara Þetta erindi og mörg önnur í Örvamæli eru líkt og bergmál fyrri bóka Hannesar: Dymbil- vöku (1949), Imbrudaga (1951) Spreka á eldinn (1961) og Jarteikna (1966). Einkenni ljóða Hannesar er hve myndrík og hljómmikil þau eru. Rökvísi er Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON ekki þeirra sterka hlið heldur hvernig þau miðla kenndum, skapa oft magnþrungið and- rúmsloft. Hannes er skáld sem hefur lært mikið af súrrealist- um. I ljóðum sem í eðli sínu eru raunsæ getur hann ekki stillt sig um að nota líkingar sem oft eru snjallar, en rjúfa tíðum samhengi ljóðsins. I Örvamæli er aftur á móti viðleitni til endurnýjunar sem er virðingar- verð og það væri fjarri lagi að segja að ljóðlist Hannesar Sig- fússonar væri stöðnuð þótt hann sé jafnan sjálfum sér líkur. Það er óslitið samhengi í skáldskap hans frá Dymbilvöku til Örva- mælis. Örvamælir er bók skálds sem búið hefur í nokkurri fjarlægð frá landi og þjóð. Skemmti- legustu ljóð bókarinnar eru sprottin úr íslensku umhverfi, að öllum líkindum ort meðan Hannes dvaldist í húsi Guðmundar Böðvarssonar í Borgarfirði sem hann helgar Hannes Sigfússon eitt ljóð. Önnur ljóð í þessum flokki eru Útsýn 1., Morgungjaf- ir, Stormnótt, Nýár 1977, Spuni og Léttir. Þessi ljóð sem vitna um samkennd með náttúru og hversdagslífi íslenskrar sveitar eru kumpánleg og algjör and- stæða borgarljóðanna, saman- ber Uppskeru þar sem talað er um að borgin verði „ímynd geðsjúklings í rannsóknarstofu / þegar kvöldar“. „0 tómleiki tómleiki“ segir í ljóðinu Life Show sem fjallar um lífsleiðann í stórborginni. Vonbrigði skáldsins eru ljós í Manntegundum þar sem segir um mennina: Þeir minna á klukkur í úrsmíðastofu sem allar eru misvísandi og stikla tímann í þrasfengnu sundurþykki Frá biturri reynslu af þekkt- um mannlegum leiðarljósum segir í Leiðarljósin og er stungið upp á því „að fara að sigla eftir stjörnunum / eins og gamlir sægarpar“. Eitthvað er talað um „rauðar fánaborgir" í Örvamæli, en ekki virðist skáldið jafn sannfært og áður. Það „saknar mannsins" í þeirri mynd heims- ins sem okkur er ætluð. Tíminn og fallvaltleikinn eru í Örva- mæli greinar af sama meiði. Þótt Hannes Sigfússon yrki um það að margir tónar, margir litir, mörg orð og fjölmenni séu best virðist mér auga hans dveija í einrúmi svo líking hans um landið í hátíðarljóðinu ísland 1918—1968 sé kölluð til vitnis. Hannes hefur flestum íslenskum skáldum betur ort um einmanaleik, firringu nútíma- mannsins. En hann hefur líka ort snilldarlega um þá opinber- un sem lífið er, einföld sannindi eins og vor að liðnum löngum vetri. Orð hans eru að vísu nokkuð frosthvít eins og stendur í ljóðinu Ferðahugur og spurningar. En Örvamælir sannar það sem áður er vitað að Hannes Sigfússon er meðal fremstu skálda kynslóðar sinnar. Ég nefni aðeins Steina Sísífúss, ljóð ort af íþrótt sem lesendur geta dundað við að ráða. Það er síður en svo merkingarlaust. Og það er nýr tónn í skáldskap Hannesar Sigfússonar. Ryklaus heimili með nýju Philips ryksugunni! Gúmmíhöggvari (stuöari). sem varnar skemmdum rekist ryksugan í. „ ‘ /, Þægilegt handfang Stiilanlegur sogkraftur. 850 W mótor. Nýja Philips ryksugan sameinar hvoru tveggja, fallegt útlit og alla kosti góðrar ryksugu. 850 W mótor myndar sterkan sogkraft, þéttar slöngur og samskeyti sjá um aö allur sog- krafturinn nýtist. Nýjung frá Philips er stykkiö, er tengir barkann viö ryksuguna. Þaö snýst 360° og kemur í veg fyrir aö slangan snúi upp á sig eöa ryksugan velti við átak. Þrátt fyrir mikiö afl hinnar nýju ryksugu kemur manni á óvart hve hljóölát hún er. Stór hjól gera ryksuguna einkar lipra í snúningum, auk þess sem hún er sérlega fyrir- feröalítil í geymslu. Skipting á rykpokum er mjög auöveld. Snúningstengi eru nýjung hjá Philips. Barkinn snýst hring eftir hring án þess aö ryksugan hreyfist. Meðal 6 fylgihluta er stór ryksuguhaus, sem hægt er að stilla eftir því hvort ryksuguö eru teppi eöa gólf. / PHILIPS heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Einstaklega þægilegt grip meö innbyggðum sogstilli og mæli, sem sýnir þegar' ryksugupokinn er fullur. Rofi Philips býöur upp á 4 mismunandi gerðir af ryksugum, sem henta bæöi fyrir heimili og vinnustaöi. Inndregin snúra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.