Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁQÚST 1978 21 Erni Óskarssyni. Skagamenn nýttu færin betur krekkinn í markinu og varöi öll skot, sem á markið komu. Þetta var einn af slakari dögum Valsmanna. Liðið lék reyndar ágæta knattspyrnu úti á vellinum svona annað slagiö og var þá Albert Guðmundsson yfirleitt maðurinn þar á bakvið, en hann var aö þessu sinni langbeztur í liði Vals. Framlínan var aftur á móti með aldaufasta móti. Hins vegar var vörnin örugg að vanda og Sigurður mjög góður í markinu. Sigurður hefur tekið miklum framförum í sumar. Hann er miklu rólegri og öruggari en hann hefur áður verið og hann er orðinn einn okkar albezti markvörður. Eyjamenn börðust vel að þessu sinni og þeir hefðu átt að uppskera annað stigið. Þeir Örn og Friðfinnur voru mjög góðir í vörninni í þessum leik og sömuleiðis var Ársæll góður í markinu. Framlínan var hins vegar bitlaus ef frá er talinn Sigurlás Þorleifsson, sem var sá eini í iiöi Eyjamanna, sem ógnaöi Valsvörninni eitthvað að ráði. í STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur 29. júlí, íslandsmótiö 1. deild, Valur — ÍBV 1:0 (0:0). Mark Vals: Albert Guómundsson á 70. mínútu. Áminning: Sigurlási Þorleitssyni sýnt gula spjaldió. Áhorfendur: 1471. AÐ IIORFA á leik IA og FH á Skaganum á laugardaginn renndi stoðum undir þann grun undirritaðs. að lið FH er mun betra heldur en staða þess í deildinni gefur til kynna. Ekki svo að skilja, að sigur ÍA hafi verið óverðskuldaður, alls ekki, því að þrátt fyrir töluvert jafn- ræði úti á vellinum, var framlína ÍA mun beittari, þó að nú hafi hún átt einn sinn slakasta leik á sumrinu. Ilöfuðverkur FH er hve illa gengur að skora mörk. Þrátt fyrir mikla baráttu einkum í síðari hálfleik, er nokkur færi opnuðust, rataði knötturinn ekki í netið, enda voru færin ekki afgerandi. ÍA skoraði hins vegar tvívegis og lagði þar með hald á bæði stigin. Og Skagamenn klúðruðu illa nokkrum færum öðrum. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar, þess vegna kom það eins og köld vatnsgusa framan í FH-inga, er í A skoraði eftir aðeins fimm mínútur. Eins og svo oft í sumar, kom markið eftir horn- sjiyrnu frá Karli Þórðarsyni, Jón Áskelsson skaut þrumuskoti að markinu, sem breytti um stefnu af Kristni Björnssyni og skaust í netið, óverjandi f.vrir Friðrik markvörð. Mark þetta hlýtur að skrifast á markareikning Kristins Björnssonar, þó að hann hafi haft litla hugmynd um hvað fram fór. Eftir markið og allt fram í miðjan hálfleikinn, var FH sterkara liðið á vellinum og varði Jón Þorbjörns- son glæsilega skot frá Ásgeiri Arnbjörnssyni á 20. mínútu og fimm mínútum síðar skaut Janus rétt yfir markið úr góðu færi. Einni mínútu eftir skot Janusar skoruðu Skagamenn síðara mark sitt í leiknum og það sem raunar gerði út um leikinn. Kristinn Björnsson gaf þá góða stungusend- ingu á Pétur Pétursson sem lék á einn varnarmann og skoraði síðan örugglega fram hjá markverðinum sem kom á harðahlaupum út úr markinu. Eftir þetta dofnaði nokkuð yfir FH-ingum og Skaga- menn sóttu stíft. Pétur og Kristinn áttu þá góða skalla sem svifu rétt fram hjá FH-markinu. Skagamenn voru slakir í síðari hálfleik og áttu þeir þá aðeins fáein skyndiupphlaup, sem þó sköpuðu hættu. Voru Skagamenn tvívegis feti frá því að bæta marki við, fyrst Jón Alfreðsson sem brenndi illa af úr dauðafæri á 25. mínútu og skömmu síða.r var Matthías í svipuðu færi, en hann hitti boltann illa og Friðrik gómaði hann örugglega. Færin fengu Skagamenn ekki fleiri í EMgngBEBa IA-FH2: Texti og mynd: Guömundur Guðjónsson síðari hálfleik. FH-ingar börðust grimmilega og léku oft og tíðum mjög vel úti á vellinum. og sókn þeirra var langtímum saman þung. En færin sem þeir sköpuðu sér voru ekki nógu opin og afgerandi. Þar vantaði herzlumun- inn. Leifur átti 3 eða 4 skot sem sköpuðu hættu og bæði Ásgeir og Janus skutu naumlega fram hjá og yfir markið. Það hefði verið sanngjarnt að FH heði skorað eins ög eitt mark a.m.k. og það leit sannarlega út fyrir að sú ætlaði að verða raunin, er Jón Þorbjrönsson missti frá sér skot Leifs Helgason- ar og fyrir fæturna á Olafi Danivalssyni. En Ólafur brenndi Lokatölurnar voru því dæmdar til að verða 2—0 fyrir IA og staða FH versnaði enn í kjallara fyrstu deildar. Hjá báðum liðum voru það varnamenn sem sköruðu fram úr, Jóhannnés, Jón Gunnlaugsson, Guðjón og Árni voru bestir Skagamanna. Karl var góður að venju, en hefur þó oft verið miklu betri. Hjá FH voru Gunnar, Janus og Logi beztir. Viðar og Ásgeir voru einnig góðir, Viðar einkum er hann tók þátt í sókninni. Jón Hinriksson kom inn á sem vara- maður í síðari hálfleik og stóð sig sérlega vel í vörninni, auk þess sem barátta hans og keppnisskap smitaði út frá sér meðal FH-inga. Friðrik átti ágætan leik í markinu og eru mörkin ekki hans sök. 1 STUTTLI MÁLI. Akranesvöllur 29. júlí. 1. deildi lA — FH 2-0 (2-0). Mörk ÍAi Kristinn fíjörnsson á 6. mínútu og Pétur Pétursson á 26. mínútu. AminninKar, Guðjón Þórðarson ÍA oj Ásgeir Arnbjörnsson FH (engu xult. Áhorfenduri 734. . ■ . pSŒPlSIWW Pétur Pétursson skorar annað mark Skagamanna eftir að hafa fengið stungubolta frá Kristni Björnssyni. ^ ? ,a; LANLEYSIBUKANNA ALGJORT LANLEYSI Breiðabliks er algert í 1. deildinni og blasir nú ekkert nema fall við liðinu. Telja verður víst að síðasta hálmstráið hafi farið á sunnudagskvöldið Þegar Blikarnir töpuðu fyrir Víkingi 2:1 á heimavelli. Blikarnir fengu tækifæri til pess að ná öðru stiginu begar dæmd var UBK - Víkingur 1:2 Textii Sigtryggur Sigtrygsson Mynd: Kristinn Ólafsson " ||, 1 • 4 - ** • Viðar Elíasson skorar fyrsta mark Víkings. Boltinn fór á leiöinni i höfuð Benedikts Guðmundssonar og í markið. vítaspyrna á Víking seint í leiknum en lánið lék ekki við Blikana frekar en fyrri daginn og Diðrik mark- vörður Víkings varði spyrnu Þórs Hreiðarssonar auðveldlega. Þór faldi höfuöið í höndum sér og leikmenn Blikanna voru sem dæmdir menn, svo mikil voru vonbrigðin. Fyrri hálfleikurinn var nánast einstefna á mark Breiðabliks og fengu Víkingarnir þá tækifæri til þess að gera út um leikinn en þeir nýttu aðeins eitt tækifæri af fjölmörgum. Það var á 11. mínútu að Jóhann Torfason átti stórgóða sendingu út til hægri á Helga Helgason, sem sendi boltann fyrir markið til Viöars Elíassonar. Viöar drap boltann niður en skaut síðan föstu skoti á markið. Á leiðinni fór boltinn í höfuð Benedikts Guðmundssonar og breytti þaö mikið stefnu að Sveinn markvörörður náði ekki til hans. Víkingarnir fengu fjölmörg tækifæri til þess aö auka viö markatöluna en skot þeirra fóru annaðhvort framhjá eða voru varin á línu. Blikarnir komust sárasjaldan nálægt marki Víkinga en á 41. mínútu skall hurð nærri hælum þegar skæðasti sóknar- maður Breiðabliks, Hákon Gunnars- son, átti þrumuskot í þverslána. í seinni hálfleik var leikurinn mun jafnari. Blikarnir jöfnuöu metin á 5. mínútu síðari hálfleiks. Tekin var hornspyrna, Víkingarnir skölluöu frá en boltinn var aftur gefinn inn í teiginn þar sem tveir Blikar voru á auðum sjó og Sveinn Ottósson varð fyrri til og skoraöi með þrumuskoti upp í þaknetið. Viö markið lifnaði yfir Blikunum en þeir gleymdu sér illilega í vörninni á 13. mínútu seinni hálfleiks. Þá brauzt Viðar Elíasson upp að endamörkum vinstra megin og gaf vel fyrir markiö til Jóhanns Torfasonar, sem var vel staösettur og skallaði boltann laglega í mark- horniö niðri. Vítaspyrnan kom svo á 19. mínútu. Eftir mistök í vörn Víkings komst Hákon á frían sjó og brá Diðrik markvörður á það ráð að fella Hákon. Frábær dómari leiksins, Þorvarður Björnsson, dæmdi sam- stundist vítaspyrnu. Þór Hreiðarsson framkvæmdi spyrnuna en hún var laus og Diðrik varði auöveldlega. Þar með voru Blikarnir dæmdir, lánleysi þeirra var algert. % Leikurinn var hinn þokkalegasti á að horfa, mikil barátta og oft á tíöum brá fyrir fallegum köflum hjá báðum tiðum. Beztu menn Breiðabliks voru þeir Helgi Helgason, sem var beztur í frekar óöruggri vörn, og Hákon Gunnarsson, sérlega skemmtilegur útherji. Hjá Víkingi voru þeir Róbert og Diðrik traustir í vörninni, Gunnar drjúgur á miðjunni og í framlínunni lék Jóhann Torfason sinn bezta leik með Víkingi, baráttuglaður mjög og fylginn sér að vanda. í STUTTU MÁLI: Kópavogsvöllur 30. júli, íalandamótiö 1. deild UBK — Víkingur 1:2 (0:1). Mark UBK: Svainn Ottóaaon ó 50. minútu. Mörk Víkinga: Viðar Elíaaaon á 11. mínútu og Jóhann Torlaaon á 58. mínútu. Aminning: Engin Áhorlendur: 508.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.