Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 11 Joan Kenedy: „Ég hugsaði með mér að e.t.v. væri ég ekki lengur nógu aðlaðandi.“ í Washington, heimsækir mig iðulega í Boston og segir: „Eigum við að fara út að borða?" Þegar við fórum saman út í Washington voru börnin alltaf með okkur, skyldmenni mín eða vinir þeirra. Nú förum við ein. Það er næstum eins og stefnumót. Ted er undraverður faðir. Hann hefur gefið börnunum tækifæri til að dvelja oftar hjá mér; á skíðum um helgar í Massachusetts, til að sækja listsýningar í Boston eða til að hafast við í húsi okkar í Hyannis Port. í Boston er ég að læra að verða tónlistarkennari og ein- hvern tíma legg ég fyrir mig kennslu. Þetta takmark er mér mjög mikils virði. Nú verð ég að sinna náminu og lesa stöðugt, meira að segja í leyfum. Ég get helgað mig viðfangsefni. Þrisvar í viku fer ég til geðlæknis. Hann hjálpar mér að komast að hvers vegna ég var óhamingjusöm — hvers vegna ég tók upp á að drekka. Frá því í sumar sem leið á ég ekki við neins konar drykkju- vandamál að etja. Ég neyti ekki áfengis. Bindindið gerir mig fágætlega hamingjusama. I Boston hitti ég fók í AA-samtökunum. Ég get bland- að geði við það án þess að nokkur veiti mér sérstaka at- hygli. Ég er nákvæmlega eins og hver önnur mannvera, sem ánetjazt hefur drykkjusýki og þarfnast hjálpar til að komast á rétta braut á nýjan leik. Börnin og Ted eru hreykin af því að ég er við nám. Þannig er ég út af fyrir mig og sjálfri mér nóg. Það eru ekki dásamlegir Vinir mínir og fjölskylda, Kennedy-ættfólkið og eftirnafn mitt — þrátt fyrir allt sem allt þetta getur veitt mér — sem sækja háskóla og standast prófin fyrir mig, heldur ég sjálf. Espigerði Vorum aö fá í einkasölu mjög glæsilega 168 fm. íbúö á tveimur hæöum (4. og 5. hæö). íbúöin, sem er endaíbúð, skiptist í; A 4. hæö eru dagstofa, boröstofa, eldhús, búr og gestasnyrting. Á 5. hæö eru 3 svefnherbergi, gott sjónvarpsherbergi, sem mætti gera aö barnaherbergi, baöherbergi og þvottaherbergi. Parketgólf eru á 4. hæö, en 5. hæö er teppalögð. Þrennar svalir og sérlega mikið og fallegt útsýni til þriggja átta. Bílskýli fylgir. Til greina kemur aö taka góöa 3ja til 4ra herb. íbúö í háhýsi, helzt í Heimahverfi, upp í söluveröið. Teikningar og allar nánari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni, — ekki í síma.______ FASTKKiWSALW HORIilARUBSHI SIM Oskar Kristjánss»>n HÍLFLlTMMISSkRIISTIIFA (iuúnuindiir Pótursson hrl., Axol Kinarsson hrl. - ,_f I pp (Cooper /þekkir C þ[g.. Lee Cooper motar tiskuna - alþjóðlegur tískufatnaður sniðinn eftir þínum smekk þínu máli og þínum gæðakröfum. Nyju barnabuxurnar frá Lee Cooper #'ADAm LAUGAVEGI47, BANKASTRÆTI 7 — ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU 6.89

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.