Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1978 Hreinskilin játning Joan Kennedy, sem hreif bandarísku þjóðina: „Gott og vel, þá get ég eins haldið áfram ad drekka” Edward Kennedy öldunga- deildarþingmaöur, fjörutíu og sex ára gamall og yngstur Kennedy-bræöra, hefur mesta möguleika á að verða næsti Bandarikjaforseti — ef hann kærir sig um. Hvað varðar vinsældir meðal almennings hefur hann meira að segja forskot á núverandi forseta, Jimmy Carter. Það er aðeins eitt, sem stefnt gæti kosninga- baráttu hans í hættu* orðrómur um framhjáhald hans og ógæfulegt hjónaband. í þessu efni hefur eiginkona hans, Joan, gert stóra játningu. Eins og Betty Ford hafði gert áður, eiginkona Geralds Fords, fyrr- verandi forseta, viðurkenndi hún frammi fyrir þjóðinnit „Ég er dagdrykkjukona*. En undr- un sú er bandaríska þjóðin hefur sýnt yfir þvflfkri hrein- skilni kann jafnvel að verða manni hennar fleytifjöl árið 1980. Vestur-þýzka blaðið Welt am Sonntag birti fyrir nokkru viðtal, sem blaðakona banda- rísks kvennarits átti við þessa þriggja barna móður, sem nú er á fertugasta og öðru aldursári. „Til að byrja með drakk ég aðeins í hópi sagði Jóan Kenne- dy. Síðan byrjaði ég að drekka eins og drykkjusjúklingur. Samt veitti ég því enga athygli sjálf framan af. Það gerir enginn. Breytingin á sér ekki stað á einni nóttu. Hún nær tökum á fólki smám saman og svo laumulega að fólk gefur því engan gaum. Um stundarsakir máir áfengið raunveruleikann frá hugarsjónum okkar. Það veitist okkur auðvelt að sneiða hjá hlutum, sem við kjósum að gleyma. Það er mín skoðun að margir drekki af því að þeir eru óhamingjusam ir eða finna til streitu, sem sprottin er af þeirri tilfinningu að standa utan við eða af því fólk er óánægt með líf sitt og sjálft sig. Eg tel að áfengissjúklingar séu fórnarlömb hræðilegs veik- leika. Fyrir konur er veikleiki þessi jafnvel enn verri. Það var þess vegna að ég fór líkt að og aðrir Bandaríkjamenn, sem við áfengisvandamál eiga að stríða: Eg reyndi að gleyma því. Mig langaði að ræða það við eiginmann minn en hann var forviða. Allir voru forviða og enginn raunverulega reiðubúinn til að ræða það. Jafnvel mínir beztu vinir fóru undan í flæm- ingi. Ég held þeir hafi reynt að hlífa mér. Þeir vildu ekki særa tilfinningar minar og þess vegna hélt ég áfram að drekka meira og meira. Það er athyglisvert að þegar á bjátar tekst mér með einum eða öðrum hætti að forðast áfengi. En þrengingarnar líða hjá og við sitjum eftir án kjölfestu og finnst við ömurlega yfirgefin og gagnslaus. Þegar sonur minn Teddy, fótbrotnaði fyrir fjórum árum smakkaði ég ekki áfengi. Meðan hann lá á sjúkrahúsinu hafði ég fullkomna stjórn á sjálfri mér. Þá var ég móðirin, sem vakti við rúm hans. En jafnskjótt og hann náði sér á strik og snéri aftur í skólann, féll ég saman. Ég þurfti á einhvers konar huggun að halda eftir að hafa orðið að sýna þennan kjark allan tímann. Ég uppgötvaði að ég gat hagað mér algerlega eðlilega ef ég hafði eitthvað að gera, eitthvað til að stefna að og ég gat hlakkað til. Ég minnist þess að ég var tuttugu og tveggja ára gömul þegar ég giftist árið 1958. Fjórum árum síðar fluttist ég til Washington. Ted var yngsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna, bróðir hans, John, var forseti og Robert dómsmálaráðherra. Við bjugg- um í stóru, undurfögru húsi. Það var hrífandi að borða hádegisverð í Hvíta húsinu og sækja samkvæmi með útvöldum vinahópi Roberts og Ethel. En þrátt fyrir allt fannst mér erfitt að búa í Washington og lifa jafnframt sjálfstæðu lífi. Ég þreifaði fyrir mér með eitt og annað — lærði á flygil og sótti námskeið í háskólanum. En það brást ekki að eitthvað kæmi upp á milli. Þannig gat Ted t.d. spurt einn daginn: „Langar þig að kóma með mér til Rússlands? Eða til Saudi-Arabiu eða Persíu.“ Margt fleira má segja um lífið í Washington og hvernig það er að búa með öldungadeildarþing- manni. Allt snýst um stjórnina. Allar viðræður snúast um stjórnmál og það reynir að sjálfsögðu á þolrifin. Allir Joan Kennedy segist hafa reynt að ræða drykkjuvandamál sitt við eiginmann sinn Edward (t.h.) en hann hafi orðið forviða. Allir urðu forviða, segir hún. virðast í sífellu hugsa um stjórnmál og ríkisstjórnina og fólk verður að lesa blöðin og kunna deili á því sem gerist. Auðvitað bar fleira til, sem íþyngdi mér. Ég bar þrjú börn í heiminn fyrir tímann, tvö eftir sex mánuði og eitt eftir þrjá mánuði auk þess að hafa misst fóstur nokkrum sinnum. Ég held að ég hafi ómeðvitað viljað vera eins og mágkona mín Ethel, sem fæddi eitt barn af öðru (Ethel á 12 börn.) Eftir að hafa tekið stóra skammta af hormónalyfjum þungaðist ég fyrst og bar yngsta son minn Patric. Á fimmta mánuði meðgöngutímans varð ég fyrir áfalli. Aðfaranótt 20. júlí 1969 steyptist bíll, sem Edward Kennedy ók, fram af brú og lenti í ánni. Fylgdarkona Kennedys, ungur einkaritari drukknaði en öldungadeildar- þingmanninum tókst að bjarga sér á sundi. Fólk spyr hvort blaðafrásagnir af Ted og vin- stúlku hans hafi ekki sært mig. Að sjálfstöðu gerðu þær það. Þær sneiddu að rótum sjálfs- virðingar minnar. Þú elst upp við þá hugmynd að þú hafir eitthvað sérstakt til að bera og vonar að eiginmanninum finnist það einnig. Og þá hellast efa- semdirnar skyndilega yfir þig... Þrátt fyrir allt hef ég ekki tapað sjálfsmeðvitund minni algerlega. En allar þessar sögu- sagnir voru kvalafullar og ég fór að velta því fyrir mér að ég væri e.t.v. ekki lengur nógu aðlað- andi. Þegar svo var komið lá beint við að segja: Gott og vel, þá get ég alveg eins haldið áfram að drekka. Það er ekki minn vandi að þyrla upp ryki. Ég er öllu heldur feimin og dreg mig í hlé. Frekar en að missa stjórn á skapsmun- um eða þýfga Ted um samband hans og vinstúlku kýs ég að láta eins og mér liggi það í léttu rúmi. Þó vissi ég ekki hvernig ég átti að komast yfir það. Ég uppgötvaði að áfengi veitti mér fróun. Áhyggjurnar hvíldu ekki á mér eins og áður. Ted, sem býr Lifði af gyðingaof- sóknir Þjóðverja Grannur lítill drengur, klæddur í frakka og með ber hné, skelfingin uppmáluð, þrammar ásamt fjölskyldu sinni með uppréttar hendur út úr gyðingahverfinu í Varsjá, meðan þýzkir her- menn, gráir fyrir járnum, stjórna göngunni. Þessi mynd var í síðari heimsstyrjöldinni talin táknræn fyrir þau örlög er biðu gyðinga sem lentu í höndum Þjóðverja. Eftir óeirðir árið 1943 jöfnuðu Þjóðverjar gyðingahverfið við jörðu og tóku 370.000 gyðinga af lífi. Ekki alls fyrir löngu barst samyrkjubúinu Lohamei Hagettaoth í ísrael bréf frá Varsjá, þar sem segir að litli drengur- inn á myndinni heiti Arthur Schmiontak og sé enn á lífi. Samkvæmt bréfinu býr hann á samyrkjubúi í Israel, en Schmiontak var aðeins átta ára gamall er‘ þessi mynd var tekin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.