Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1978 Ríkisstjórnarfundur frestaði ákvörðun um gjaldskrárhækkun Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í gærmorgun var fjallað um hækk- unarbeiðnir frá Hitaveitu Reykja- víkur og frá Landsvirkjun en málið hlaut ekki afgreiðslu innan ríkisstjórnarinnar, að því er Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri, tjáði Mbl. í gær. Verðákvörðun þessi átti hins vegar að liggja fyrir nú fyrir mánaðamótin til að unnt sé að reikna hana inn í vísitölu samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. en Páll taldi þó að það ætti að takast þótt málið hefði dregizt til næsta ríkis- stjórnarfundar. sem haldinn verður einhvern næstu daga. Ágreiningur hefur verið um þessar hækkunarbeiðnir milli iðnaðarráðuneytisins og gjald- skrárnefndar, sem skipuð var til að fara yfir slíkar beiðnir opin- berra aðila. Forráðamenn Hita- veitu Reykjavíkur vildu fá 33% hækkun á gjaldskrá hitaveitunnar, en borgarráð skar það á sínum tíma niður í 25% og mælir ráðuneytið með þeirri hækkun. Gjaldskrárnefnd vill hins vegar skera þessa hækkun enn eitthvað niður en Mbl. er ekki kunnugt um hve mikið. Svipaða sögu er að segja af hækkunarbeiðni Lands- virkjunar. Þar samþykkti stjórnin að óska eftir 35% hækkun og mælir ráðuneytið með þeirri hækkun en gjaldskrárnefnd vill enn skera þá hækkun eitthvað niður. Aukafundur SH: Landshlutar taki eigin ákvarðanir Á AUKAFUNDI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem haldinn var á Hótel Sögu í gær, var samþykkt að fela stjórnarmönn- um að boða frystihúsamenn til funda, hverjum á sínum stað, og á þessa fundi verði frystihúsa- mönnum innan sjávarafurða- dcildar Sambandsins boðið. Morgunblaðinu var tjáð í gær- kvöldi að ástæðan fýrir þcssum fundum úti um land væri að þeir sem sóttu aukafundinn í gær höfðu ekki almennt umboð til ákvörðunartöku og ennfremur að frystihúsamenn teldu æskilegt að hinir ýmsu landshlutar tækju eigin ákvarðanir í sínum málefn- um samanber Suðurnes og Vest- mannaeyjar. Ákveðið var á aukafundinum að stefna að því að svæðafundunum verði lokið fyrir miðjan ágúst og þá verði boðað til stjórnarfundar, þar sem tekin verði afstaða til þeirra vandamála sem nú blasi við í rekstri frystihúsanna og þá sérstaklega 1, september n.k. Ráðstafanir þær, sem ríkis- stjórnin gérði vegría Vérð- jöfnunarsjóðs, gilda aðeins til 1. september og þá eiga einnig að táka gildi umtalsverðar kaup- hækkanir, sem frystihúsamenn segjá að verði til þess að stöðva öll þau frystihús, sem enn eru í gangi í landinu. Teljum yfirvinnubannið í Siglufirði vera ólöglegt segir Matthías Bjarnason — EINS og allir vita hefur hvorki forstjóri SR í Siglufirði né forstjórar annarra ríkisfyrir- tækja umboð til að semja við sitt fólk, heldur er það í valdi Vinnumálanefndar ríkisins, sagði Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra, er Mbl. leitaði álits hans á deilunni milli SR f Siglufirði og verkalýðsfélagsins Vöku. Ljósm. Lmilía Guttar, pollar, peyjar eða jafnvel púkar eins og þeir væru sums staðar kallaðir eru e.t.v. að fá hann meðan trillan virðist bíða þess að karlinn vilji sigla. Flugleiðir: 12 þús. pflagrímar fluttír milli Jakarta og Jeddah — Gildandi samningar og gild- andi lög eru ráðandi og að okkar dómi er þetta yfirvinnubann í Siglufirði algjörlega ólöglegt. Eg sé enga ástæðu til að semja eitthvað sérstaklega við verkalýðs- félög í Siglufirði. Það er hlutverk Vinnumálanefndar að taka þetta mál upp og mótmæla þessu banni, því þetta teljum við vera ólöglegt, sagði Matthías Bjarnason að lokum. FLUGLEIÐIR gengu frá samn- ingi um flutning á rösklcga 12 þúsund pílagrímum frá Jakarta f Indónesiu til Jeddah í Saudi- Arabíu í gær. Loftleiðaþotur af gerðinni DC 8-63 verða notaðar til þessara flutninga og áhafnir verða íslenzkar. Verður píla- grímafluginu skipt þannig að farið verður með suma þeirra á timabilinu 8. októbcr til 7. nóvember og aðra frá 17. nóvem- ber til 16. desembcr. Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugleiða sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Þórarinn Jónsson forstöðumaður flugdeild- ar hefði að undanförnu unnið að þessari samningsgerð og eftir hádegi í gær, hefði komið skeyti til Flugleiða frá Indónesíu um að gengið yrði að samningi við Flugleiðir um flutning á pílagrím- Kvað Sveinn að fara þyrfti 50 ferðir milli Djakarta og Jeddah. Flugtími á þessari leið væri langur og tæki 10—11 klst. að fljúga hvora leið. Hann sagði, að enn væri ekki ákveðið hvar Loftleiða- áhafnirnar myndu hafa aðsetur, en það yrði væntanlega ákveðið á næstunni. Samningurinn við Indónesa ger- ir ráð fyrir flutnirtgi rösklega 12 þús. pílagríma en á s.l. ári fluttu Flugleiðir 31 þus. pílagríma frá Alsír og Nígeríu til Jeddah. Tómatarnir hækka aftur EFTIR að Sölufélag garðyrkju- manna lækkaði verðið á tómötum úr 750 krónum niður í 500 krónur hvert kíló og agúrkur úr 500 krónum niður í 400 krónur hvert kfló hefur salan á tómötum aukist um 8,2 tonn, eða úr 12,5 tonnum í Minnist þessa tímabils með þakklátum huga sagði dr. Krist ján Eld járn en í gær voru lidin 10 ár frá því hann tók við embætti — ÉG hef nú ekki gert tnér neinn dagamun í dag, þótt ég hafi munað eftir {lessum degi, sagði forseti slands dr. Kristján Eld- járn í gær í samtali við Mbl. Hann var spurður hvað honum væri efst í huga nú þegar liðin væru 10 ár frá því hann tók við embætti forseta íslandsi — Mér er efst í huga að við hjónin og fjölskyldan erum við góða heilsu og ég minnist þessa tímabils með þakklátum huga. Ég held mér sé óhætt að segja að starfið hafi gengið áfalla- laust fyrir mér, bæði per- sónulega og starfslega séð. — Að öðru leyti er mér ekki annað efst í huga nema hvað það er alltaf undravert þegar minnzt er liðinna atburða hversu tím- inn er jafnan fljótur að líða. Hvað starfið áhrærir þá hefur það gengið fyrir sig nokkurn veginn á þann hátt sem ég hafði buizt við, þótt alltaf sé eitthvað sem geti komið á óvart, en jiokkur tími hefur t.d. gefizt til að sinna hugðar- efnum, sem hafa einkum verið ritstörf og störf tengd mínu fyrra starfi og menntun minni, en önnur hugðarefni hefi ég ekki lagt stund á að neinu marki. Dr. Kristján Eldjárn 20,7 tonn en agúrkusalan um 3 tonn, eða úr 9,5 tonnum í 12,5 tonn, miðað við venjulcgar að- stæður. Sölufélagið þurfti 50% söluaukningu til þess; að vinna upp verðlækkunina. Agóðinn af lækkuninni hefur því verið 677 þúsund á tómötunum en tap hcfur orðið á verðlækkuninni á agúrkunum og nemur það 3—400 þúsundum króna. í gærmorgun voru tómatarnir hækkaðir að nýju í sitt gamla verð eftir að hafa verið á lægra verði í eina viku. Aðdragandinn að þessari lækkun var sá að Neytendasamtökin gerðu athugasemd við hversu miklu magni af tómötum væri hent. Sölufélagið lækkaði því verðið á tómötum og agúrkum og fengu Neytendasamtök- in að fylgjast með framkvæmd og áhrifum lækkunarinnar. Áður hafði Sölufélagið reynt að lækka verðið á þessum vörum en hafði ekki ráðið við það. Á blaðamannafundi, sem Þor- valdur Þorsteinsson frá Sölufélaginu og Árni Bergur Eiríksson frá Neytendasamtökunum héldu í gær, kom fram að þeir voru báðir ánægðir með niðurstöðurnar af þessu sam- starfi og vonuðust til þess að áframhald yrði á því. Þeir töldu einnig að fjölmiðlar hefðu átt mikinn þátt í því hversu vel gekk og væri það án efa vegna skrifa þeirra um verðlækkunina að fólk tók við sér og keypti meira af þessum vöru- tegundum en venjulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.