Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1978 Sumar- tónleikar Aðrir sumartónleikarnir í Skálholti voru haldnir um síð- ustu helgi og léku Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir verk eftir Quantz, Jolivet, Leif Þórarinsson og Atla Heimi Sveinsson. Á fyrstu tónleikun- um, sem haldnir voru 15. og 16. júlí, fluttu Helga Ingólfsdóttir og Glúmur Gylfason verk fyrir Tónlist eftir JÁN ÁSGEHtSSON orgel og sembal, meðan annars tvíleiksverk eftir Carlton og Tomkins, sem munu fyrstir manna hafa samið tvíleiksverk fyrir hljómborðshljóðfæri. Undirritaður missti af fyrri tónleikunum, sem án efa hafa verið ánægjulegir. Tónleikarnir s.l. laugardag hófust á flautusónötu í D-dúr eftir járnsmiðssoninn Johann Joachim Quantz, sem varð einn af mestu flautuleikurum 18. aldarinnar. Frá átta ára aidri nýtur nann reglulegrar kennslu og 1718 er hann orðinn óbóleik- ari við konungshirðina í Pól- landi. Quantz hafði lært á nokkur hljóðfæri og tók að leggja stund á flautuleik og á ferðalögum um Evrópu, þar sem hann m.a. kynntist Scarlatti og Hándel, varð hann frægur fyrir leikni sína á flautu. Friðrik mikli tók sem krón- prins tíma hjá Quantz tvisvar á ári í 13. ár. Þegar Friðrik tók við ríkjum 1741 réð hann Quantz sem hirðtónskáld á háum laun- um. Quantz samdi yfir 300 flautukonserta og auk þess ýmiss konar kammertónverk, sem enn þann dag í dag eru aðeins til í handritum. Quantz gerði ýmsar endur- bætur á flautunni og ritaði bók um leiktækni á flautu, sem er merkileg heimild um iðkun tónlistar á fyrri hluta 18. aldarinnar. Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir léku sónöt- una mjög fallega, en samspil þeirra truflaðist nokkuð af því hve flaututónninn magnast Nýr leikhús- stjórihjáLA ODDUR Björnsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar að því er fram kemur í frétt í blaðinu íslendingi, og hefur hann þegar hafið störf. 33 drukkn- uðuíSví- þjóð í júlí Stokkhúlmi. 1. á«úst. AP. SAMTALS 33 menn drukknuðu í júlímánuði víðs vegar í Svíþjóð að því er sænska slysavarnafélagið sagði frá í dag. Var það tíu manns færra en á sama tíma 1 fyrra. Alls hafa í ár 170 manns drukknað í Svíþjóð en 157 á sama tíma í fyrra. margfalt meir en tónn sembals- ins í sterku tónsvari kirkjunnar. Annað verkið var Ákall eftir Jolivet, en hann var með Messi- aen, Baudrier og Lesur í „grúppu", sem nefndi sig La Jeune France. Eftir fyrri heims- styrjöldina stofnuðu frönsk tón- skáld til samstarfs um andstöðu gegn „impressionisma" og köll- uðu sig „Le Six“, en 1936 taka fyrrtaldir menn sig saman og setja sér það markmið að vinna gegn sniðugri og tilfinninga- lausri tónlist samtímans. Jolivet var nemandi Edgard Varése og gekk upp í leit kennara síns að óvenjulegum blæbrigðum hljóð- færa og hljóðfallsnýjungum. Hann fékk snemma áhuga á frumstæðum trúarbrögðum og töfrum þeirra, til að ná valdi yfir alheimskraftinum, trúandi á, að hljóðbylgjur frá ósýnileg- um loftkenndum líkömum mætti finna í öllum lífsformum, jafnvel ólífrænum hlutum og efnum. Síðustu árin beindist athygli hans að manninum og upprunalegum tilfinningum hans, eins og sjá má af undir- titlum ýmissa verka hans. Ákall ber undirskriftina — Um hljóð- an samruna manns og heims. Leikur Manuelu Wiesler á Ákalli eftir Jolivet var frábær og heföi hún að ósekju mátt leika það verk tvisvar á tónleik- unum. Næsta verk var Sumar- mál eftir Leif Þórarinsson. Verkið hefst á hljóðleik með þrjá tóna og er í þróun sinni eins og sumarboðandi tákn, sem síðar mynda samfelldan sumar- söng. Þriggja tóna leikurinn í upphafi verksins var fyrir smekk undirritaðs einum of útspekúleraður til að vera tákn- andi fyrir óráðið ævintýri vor- teikna. I seinni hlutanum var allt iðandi af lífi og skemmtiieg- heitum. Frumflutningur verks er ávallt viðburður og í verkum Leifs er býsna margt til íhugun- ar. Frumskógar eftir Atla Heimi Sveinsson er um margt áheyri- legt verk, en áður en það var flutt, las einleikarinn, Helga Ingólfsdóttir, upp bréf frá höfundinum, þar sem hann tekur dæmi af frumskógi í Víet Nam, hvernig hann mylur niður gömul musteri og breytir blíð- legu brosi Budda í óttavekjandi grettu og hvernig evrópskir miðaldadansar missa gildi sitt, svo tónverkið, sem á að lýsa því hvernig grær yfir liðinn tíma, gliðnar sundur í formi og verður dauf mynd þess sem fyrr var. Skáldleg sýn, en þarf að fara svo langt yfir skammt. Hver er mynd þeirra dansa, sem framdir voru hér á landi til forna? Hvar eru þau hús og myndir, sem fúnað hafa í frumskógi þess hirðuleysis og heimótta, sem bar sig saman við ævintýralegar glæsihallir og stórmenni alls konar í útlöndum? „Nú á ég hvergi heima“ kvað Kristján Jónsson Fjallaskáld. Tónleikun- um lauk með sónötu í e-moll eftir Quantz og var vel viðeig- andi að verk eftir þetta ágæta tónskáld væri umgerð tónleik- anna. Um ágæti Manuelu Wiesl- er og Helgu Ingólfsdóttur sem tónlistarmanna er í rauninni óþarft að fjalla, en þó ber að geta, að hápunktur tónleikanna var-að mati undirritaðs flutn- ingur Manuelu á sólóverki Jolivet. Næstu tónleikar í Skálholti verða 5., 6. og 7. ágúst og mun Manuela Wiesler leika einleiks- verk fyrir flautu eftir Telemann Kont, J.S.Bach og Jolivet. Jón Ásgeirsson. Rétt spor írétta átt, sporin í Torgió! Italskir kvenskór Stæröir 36—41 Litir brúnir og svartir. Teg. Teg. Teg. Teg. Teg. Teg. verö 12.100. verö 10.500. 9.800. 9.800. 11.000. 6.700. verö verö verö verö Póstsendum samdægurs. ★ Gúmístígvé! á börn og unglinga. ★ Herraskór. ★ Strigaskór. ÍM) Austurstræti 10 sími: 27211 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AliGLYSINGA- SÍMINN F.R: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.