Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 8
X g MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1978 Hávaðasamir og fyrirferðamiklir hermenn í ísrael SI> hafa breytt Naharia í „stærsta hóruhús landsins” Myndin er af frönskum fallhlífarhermönnum sem cru í friðargæzluliðinu í Suður-Líbanon. Frá Beate Hamizrachi, fróttaritara Mbl. í ísrael. ísraelski bærinn Naharia hefur verið kyrrlátur bær á Miðjarðarhafsströnd landsins um lan^a hríð. Þansað hafa ísraelar gjarnan leitað um helsar oj? í leyfum sínum. en ba'rinn var stofnaður fyrir fjörutíu árum ob st(')ðu að því þýzkir Gyðinj?ar, sem flúið höfðu frá Þýzkalandi undan ofsóknum nazista. Nú er allt með öðrum hrají en áður í Naharia. Þar er stöðugur erill ojí ferill hermanna úr eftirlits- sveitum S.Þ. — Unifil — í Líhanon. Einn ísraelskur hlaðamaður hefur kallað Naharia nú „stærsta hóruhús í landinu helga“. Naharia er 10 km fyrir sunnan landamæri Israels og Líbanons og strandvegurinn er mikilvæg aðflutningsleið fyrir UNIFIL-sveitirnar sem hafa aðsetur sitt í Líbanon. Flestallir þeirra sjö þúsund hermanna sem eru í gæzlHsveitunum fara í leyfum sínum yfir í Israel, vegna þess að yfirmenn her- mannanna geta ekki boðið þeim neinn annan kost. Ekki er um það að ræða að þeir héldu lengra í norður, þar sem skæruliðar kunna að leynast og ekki er það girnilegt að fara til Beirút, borgar í rúst og borgar þar sem enn blossa upp bardagar öðru hverju. Naharia er hendi næst, nálægast bröggum og bæki- stöðvum UNIFIL-hermannanna. Hermennirnir úr gæzlusveitun- um fara yfir landamærin inn í ísrael til að fá sér hressingu eða verzla, hringja heim til Evrópu eða Afríku, senda bréf sín og eins og einn íbúa Naharia orðaði það: „Til að svala kynhvöt sinni.“ ísraelska lögreglan gerir því skóna að flestar atvinnugleði- konur landsins séu komnar til Naharia til að eiga samskipti við hermenninga, og þangað hafi einnig flykkzt hópur eitur- lyfjasala og kynvillinga sem bjóði fram þjónustu sína og fyrirgreiðslu. Skýrslur um alls konar brot sem UNIFIL-her- mennirnir hafa gerzt sekir um hrúgast upp á lögreglustöðvum bæjarins. En hermenn Samein- uðu þjóðanna hafa sömu stöðu og diplómatar og við þeim má lögreglan ekki blaka hvað þá heldur refsa þeim í einhverri mynd. Lögreglan getur að vísu reynt að hafa hemil á iðjusemi gleðikvennanna, en henni er ókleift að stöðva þessa „fram- rás“ hermanna frá Senegal, Fidji, Noregi eða Frakkalndi sem veifa dollurum í kringum sig. Hver hermaður fær auk launa 50 dollara í svokallaða áhættuþóknun á dag. Því má segja að þeir séu vel efnum búnir og gr.eiða vel fyrir sig. Um þrjú hundruð foringjar í UNI- FIL-hersveitunum hafa leigt sér herbergi eða íbúðir í Naharia og áhrifin láta ekki á sér standa því að leiguverð hefur rokið upp úr öllu valdi og er langtum hærra en nokkur ísraeli gæti borgað. Yfirmaður UNIFIL, Erskinie hershöfðingi frá Ghana, hefur heitið því að koma í veg fyrir að hermennirnir leigi sér íbúðir þarna, en hann getur ekki bannað þeim að fara yfir landamærin til ísraels. Óánægja íbúanna í Naharia hefur farið vaxandi og raddir orðið æ háværari sem krefjast aðgerða. Hins vegar verður það hægara ort en gert, því að verði til dæmis gripið til svo afdrátt- arlausra aðgerða að meina h’ermönnunum að koma til Naharia heföi það afleit áhrif á samskipti Sameinuðu þjóðanna og ísraels sem eru ekki alltof liðleg fyrir. En margir íbúar í Naharia vilja ekki sætta sig við það að þeir eigi að vera sjálfkjörnir til að taka við þúsundum her- manna sem fara ekki alltaf með sóma og sæmd. Þeir segja að þessir hermenn séu sendir til að fylgjst með því að vognahléið í Líbanon haldist og ísrael og þegnar þess ættu ekki að þurfa að verða svo harkalega fyrir barðinu á þeim. Málið er bæði viðkvæmt og vandmeðfarið. Þangað til lausn finnst á því munu íbúar Naharia verða að sætta sig við hávaða- sama, stundum illa drukkna og ekki sérlega löghlýðna gesti í bænum sínum. Fullskipað í Veiðivötnum í sumar og veið- in er góð. Mbl. hafði í gær samband við Guðna Kristinsson að Skarði í Landi, en á setri hans eru seld veiðileyfi í gífurlegan fjölda vatna á Landmannaafrétti. Eitt þessara svæða eru Veiðivötnin frægu. Að sögn Guðna hefur veiðin þar verið yfirleitt mjög góð, hún var að vísu frekar treg í kuldunum fyrir hálfum mánuði, en það væri sem betur fer að baki. Stóra Fossvatn er veiðisælasta vatnið, en fiskur- inn þar er hins vegar mun smærri en í öðrum vötnum í nágrenninu. Hin svokölluðu Hraunvötn voru opnuð í fyrsta skipti nú í vor og hafa ýmsir veitt gríðarlega vel í þeim. Tvennt fór þangaö og var í aflanum m.a. 3.9 punda urriðar. Góð veiði hefur einnig verið í Langavatni og Nýjavatni, en þau eru bæði, ásamt Stóra Fossvatni, lokuð að hluta til. Ef frá er falið Stóra Fossvatn, er silungurinn í vötnunum mjög vænn. Þetta er eingöngu urriði og hefur í sumar veiðst allt upp í 14 punda. Vinsælast er að beita hrognum og síld, en einnig maðki og spæni. Dálítið er farið með flugu i vötnin og gefst það einnig vel þótt í litlum mæli sé. Veitt er á 20 stangir daglega og er fullskipað á þær allt til loka veiðitímans 15. ágúst. Einnig vötn vestan Tungnár Það eru alls sjö vötn vestan Tungnár, sem hægt er að fá veiðileyfi í á Skarði. Er þá gott að hafa aðsetur við Landmanna- helli. Þetta eru gígvötn eins og Veiðivötn og gefa þeim lítt eftir hvað náttúrufegurð snertir. Sá er munurinn, að í þeim öllum nema einu, veiðist eingöngu bleikja og hún væn. Urriðavatn- ið heitir Herbjarnarvatn, en hin heita Eskihlíðarvatn, Loð- mundarvatn, Sauðleysuvatn, Lifrafellsvatn og Frostastaða- vatn. Stangafjöldi er ekki eins takmarkaður og í Veiðivötnum og kostar veiðileyfið 2000 kr. á vrikum dögum, en 3000 krónur um helgar. Á þessa staði sem og í Veiðivötn, er fært öllum bílum. Kýlingavatn og Ljótipollur Þá er aðeins eftir að geta Ljótapolls og Kýlingavatns. Að sögn Guðna hafa allir sem í Ljótapoll hafa farið komið með einhverja veiði. Það er dálítið erfitt að komast ofan í gíginn, en launin eru oft ríkuleg. Bæði þar og í Kýlingavatni er ein- göngu urriði. Kýlingavatn á afrennsli í Tungná, en stundum lónar hún þó upp í vatnið. Þarna hefur veiðst allvel í sumar. I tvo síðast nefndu staðina er nokkuð takmarkaður stangafjöldi til þess að tryggja mönnum frið og ró á veiðistað. Reykjavatn er á svipuðum slóðum Reykjavatn er í næsta^ ná- grenni, það er að vísu austan Fljóts. Við höfum fregnað, að hægt sé að fá þar veiðileyfi að Kalmanstungu. Bleikjan í Reykjavatni á varla sinn líka á landinu, spikfeit, dökk og yfir- leitt stór. 23 punda laxí Laxá í S-Þing. „Það hefur verið Mall- orka-veður að undanförnu og frekar treg veiði þar af leið- andi“. Þessi ummæli bárust símleiðis frá veiðihúsinu að Laxamýri í gær. Þar er veitt á 12 stangir og eru um 1300 laxar komnir á land. Meðal þeirra er 23 punda lax Gunnars Ölafsson- ar úr Keflavík. Hann var á land dreginn 10. júlí á svokölluðum Stalli. Meðalþunginn er um 11 pund og nokkrir 20—22 punda laxar hafa veiðst. Bridge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélagið Ásarnir í Kópavogi Sl. mánudag var spilað í tveimur riðlum í sumarspilamennskunni. A riðill með 12 pörum og B-riðiil með 10 pörum. Urslit urðu þessi: A-riðill: Óli Már Guðmundsson — Þórarinn Sigþórsson 206 Ármann J. Lárusson — Vilhjálmur Sigurðsson 195 Hjörleifur Jakobsson — Þorlákur Hauksson 188 Sævar Þorbjörnsson — Sigurður Sverrisson 180 Sigtryggur Sigurðsson — Einar Þorfinnsson 175 Helgi Sigurðsson — Guðmundur P. Arnarsson 173. Meðalárangur 165. B-riðill: Jörundur Þórðarson — Björn Halldórsson 141 Guðlaugur Óskarsson — Sigurður Steingrímsson 123 Jón Pálsson — Kristín Þórðardóttir 116 Guðlaugur Nielsen — Gísli Tryggvason 112 Jón Þorvaldsson — Ómar Jónsson 109 Jónas P. Erlingsson — Helgi Ólafsson 106 Meðalárangur 108. I B-riðlinum spiluðu margir skák- menn og eru þeir væntanlega að æfa fyrir árlega keppni sem fram fer milli bridge- og skákmanna. Ekki verður spilað á mánudaginn kemur en það er sem kunnugt er frídagur verzlunarmanna. Við hitt- umst því næst annan mánudag klukkan 20. Arnarvatn Stóra Það höfum við fyrir satt, að góð veiði hafi verið í Arnarvatni stóra það sem af er í sumar. Það er eitt af þessum vötnum, þar sem nánast alltaf veiðist eitt- hvað. Sá er galli á gjöf Njarðar, að fiskurinn er fremur smár, þó að vænir séu innan um. Að Húsafelli fást veiðileyfi í Arnar- vatn. Þar fást einnig leyfi í Úlfsvatn og Arnarvatn litla og er í þeim vötnum eins og víðast hvar á heiðinni mikill silungur. Þar er einnig mikill mývargur og ættu menn ekki að gleyma því áður en lagt er upp í ferð þangað. Tröllavegur er á Arnar- vatnsheiði, en fær öllum jepp- um. Undirritaður fór á Heiðina fyrr í sumar og sér ekki ástæðu til að mæla með leiðinni sem kölluð er „Bakkarnir", hún er varasöm. Um aðra leið er að velja, eins og þeir sem þekkja til vita, Þorvaldshálsinn. Molla í Reykjadalsá Veiðimenn við Reykjadalsá í Borgarfirði hafa haft litla ástæðu til að kætast að undan- förnu, því að fyrir örfáum dögum fréttum við að aðeins um 10 laxar væru komnir á land. Hún hefur reyndar löngum verið sein til, en engu að sí*ur eru tölur þessar ískyggilegar. Lítið sést af laxi, en skýringin er hugsanlega sú að sáralítið vatn hefur verið í ánni að undan- förnu. Vonandi er það ekkert alvarlegra, því að þá kemur laxinn í næstu vætu. — - Kg- 43466 - 43805 Opiö til kl. 19 Hverfisgata Hf. 70 fm 2 hb. nýstandsett íbúö á 3. hæð. Sér inngangur, sér hiti. Verð 8.5—9 millj. Útb. 6—6.5 mlllj. Kríuhólar - 2 hb 55 fm Verð 8 millj. Útb. 6 millj. Hlégerði 100 fm 4ra herb. góð íbúð á 1. hæð. Útb. 9 m. Bílskúrsréttur Kjarrhóimi 98 fm 4 hb. sérlega vönduð íbúð. Sér þvottur og búr. Útb. 9.5 m. Uröarstígur - Parhús 120 fm. 4—5 hb. íbúð á tvelm hæðum. Vel standsett. Verð 13—13.5 m. Útb. 8—8.5 m. Stórihjalli - Raóhús Sérstaklega vönduö eign, 304 fm. á tveimur hæðum. 5 svefn- herb. Tvötaldur bílskúr. Tilboð óskast. Skipasund - Parhús á tveimur hæöum. Útb. 12.5 millj. Kaupendur - við höfum úrval eigna á söluskrá. ATH. Lokaö veröur föstudag- inn 4. ágúst. Opnum aftur 8. ágúst. Fasteignasalan EIGNABORG sf Hamraborg 1 sölust. Hjörtur Gunnarss. Sölum. Vilhj. Einarss. Pétur Einarsson lögtr. Viö höfum sérstaklega veriö beönir um aö auglýsa eftir 2ja herb. íbúö í Háaleitishverfi og í efra Breiöholti, 3ja herb. íbúö hvar sem er í borginni, 4ra herb. íbúö í vesturborginni, 5—6 herb. sérhæö meö bílskúr í Kópavogi svo og einbýlishúsi á góöum staö í borginni. í flestum tilvikum er um mjög fjársterka kaupendur aö ræöa, jafnvel staögreiöslu. Fasteignasalan Noröurveri, Hátúni 4 A, símar 21870 og 20998.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.