Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1978 15 Greiðist úr flug- samgöngum á ný París. 1. áKÚst. Reuter. AP. SÍÐDEGIS í dag þriðjudag tók heldur að greiðast úr þeirri ringulreið sem ríkt hefur á flestöllum flugvöllum Evrópu og flugleiðum vegna aðgerða franskra flugumferðarstjóra. Eins og venjulega dregur úr fólksumferð með flugvélum strax eftir hverja helgi og munu því flestir komast leiðar sinnar með eðlilegum brag. Auk þess hafa Frakkarnir tilkynnt að þeir muni fresta frckari aðgerðum frá og með miðvikudagsmorgni. bó er einnig ákveðið að þeir komi saman til fundar síðdegis á morgun til að taka ákvörðun um það hvort þeir grípa aftur til þessa ráðs um næstu helgi. Ástandið hefur því farið batn- andi víðast eins og fyrr segir en á Rómarflugvelli var hins vegar mikið vandræðaástand þar sem allt starfslið flugvallarins og nokkrir flugstjórar Alitalia héldu til streitu sólarhringsverkfalli sínu. Á Gatwickflugvelli hafði ástandið batnað en þaðan fer bróðurpartur enskra ferðamanna víöa um heim Akureyri 18ekýjaft Amsterdam 24 skýjað Apena 34 sól Barcetona 22 heiðskírt Berlín 30 bjart Brdssel 31 sól Chicago 27 skýjað Frankfurt 29 skýjað Genl 24 skýjað Helsinki 24 sól Jerúsalem 25 sól Jóhannesarborg 21 sól Kaupmannahöfn 28 sól Líssabon 23 sól London 18 skýjað Los Angeles 27 skýjað Madrid 24 bjart Miami 30 skýjað Majorka 27 léttskýjað Malaga 27 léttakýjað Moskva 22 bjart NewYork 21 bjart Ósló 20 sól París 27 skýjað Reykjavík 11 alskýjað R6m 27 skýjað San Francisco 19 bjart Stokkhólmur 28 sól Tel Aviv 28 sól T6kf6. 31 rigning Vancouver 24 sól Vínarborg 29 bjart á leið til sumarleyfisstaða í Suður-Evrópu. Þúsundir Breta komust ekki leiðar sinnar um helgina vegna þessa og eftir margra klukkustunda bið urðu þeir að hverfa til síns heima og var reyndar hið sama uppi á teningn- um á fleiri flugvöllum. „Páfagauka-astmi ” algengur íDanmörku DANSKA blaðið Politiken greinir nýlega frá rannsóknum vísindamanna við Oxford-háskóla á orsökum þeirrar tegundar astma. sem á upptök sín í loftpokum þeim. sem fíngerðustu lungnapípurnar enda í. Orsakirnar reyndust vera fjölmargar, en sú sem oftast var undirrót sjúkdómsins var að á heimili sjúklingsins voru haldnir páfagaukar. sams konar og þeir, sem algengastir eru á íslenzkum heimilum. Rannsóknirnar tóku til þús- þannig að þær þrengjast, und manns; og af þeim áttu 12 af hundraði páfagauka, og 29 af hundraði höfðu átt þessi gælu- dýr einhvern tíma. Páfagaukar eru mjög algengir á heimilum, og í Danmörku er talið að þá sé að finna hjá tíundu hverri fjölskyldu. Miðað við þennan fjölda áætlar Politiken að um 10 þúsund Danir þjáist af „páfa- gauka-astma“. Astmi veldur sem kunnugt er mæði, en sjúkdómurinn stafar mjög oft af ofnæmi fyrir ryki og fíngerðum efnum í andrúmsloft- inu, meðal annars frá jurtum og dýrum. Ofnæmið gerir það að verkum að fíngerðustu lungna- pípur ertast og bólgna upp, og torveldar þetta síðan andar- dráttinn. En ofnæmi í lungum getur gert vart við sig með öðrum hætti. Loftpokarnir, sem lungnapípurnar enda í, geta ekki síður erzt og bólgnað upp. Afleiðingin getur orðið varanleg öramyndun, sem orsakar erfið- leika við andardrátt. Ryk úr fiðri og saur páfagauka hefur slík bólgumyndandi áhrif á loftpokana. Politiken segir að lokum að losi menn sig við páfagaukana fljótlega eftir að þeir verði varir við ofnæmið, jafni lungnavefurinn sig aftur, en erfiðara sé við að eiga nái ör að myndast í loftpokunum áður- nefndu. Idi Aminí kappakstur Nairohi. 1. áuúst. Routor. AP. AMIN Úgandaforseti hefur kunn- gert að Madina ein af „reyndari" eiginkonum hans, muni stjórna landinu meðan hann tekur þátt í fjögurra daga kappaksturs- keppni og mun verða honum til aðstoðar ein af nýrri eiginkonum hans Sarah. Var frá þessu sagt í dag. Munu þau skiptast á um að aka einkavagni forsetans sem hann kveðst hafa átt síðan hann tók við völdum. Tekið var fram að forset- inn myndi klæðast hinum alþekkta rauða jakka sínum. Ekki hefur Amin áður tilkynnt að ein kvenna hans stjórni land- inu. Madina kona hans hefur ekki -svo vitað sé haft neina sérstaka stjórnmála- eða þjóðmáláskoðun að sögn Reuters. Karólína prinsessa til vinstri á myndinni, eiginmaðurinn Philippe Junot og Grace furstafrú í Mónakó. þar scm þau voru á ströndinni í New Jersey að sóla sig. Þau eru þar í heimsókn hjá móður Grace Kelly. Frjálslyndir í Bretlandi berjast gegn OL í Moskvu London — 1. ágúst — Reutor. FRJÁLSLYNDI flokkurinn í Bretlandi lýsti því yfir í gær að hann hygði á herferð til að koma í veg fyrir að Olympíuleikarnir verði haldnir í Moskvu 1980 eins og ráðgert er. Sögðust talsmenn flokksins mundu þannig tengja saman íþróttir og almenn mannréttindi. Formaður flokksins ságði á fundi með blaðamönnum, að ef hljómgrunnur væri fyrir slíkri baráttu á alþjóðlegum vettvangi, myndi flokkurinn vilja koma á fundi til að skipuleggja nánar slíka baráttu gegn leikjunum í Moskvu. Kúabólutil- felli í Eritreu Khartoum. 1. ágúst. Reutor. VART hefur orðið í Súdan tveggja kúabólutilfella meðal flóttamanna frá norðurhluta Eri- treu, samkvæmt opinberum upp- iýsingum í Khartoum í gær. Éf rétt reynist dregur það úr vonum manna um að búið sé að útrýma kúabólu hér á jörð. Alþjóðlega heilbrigðismála- stofnunin, WHO, var vongóð um, að tekizt hefði að útrýma sjúk- dómnum eftir kröftuga herferð gegn honum í Sómalíu síðastliðið ár, en þar varð síðast vart við kúabólutilfelli í október s.l. Ekki hefur orðið vart við kúa- bólu í Súdan frá því í fyrrasumar, samkvæmt upplýsingum yfirvalda í Khartoum. ERLENT Háskólatorg heit- ið eftir Moro Rómahor)'. 1. ám'ist. AP. TORGIÐ fyrir framan Rómarhá- skóla verður nú skírt upp og nefnt eftir Aldo Moro fyrrverandi for- sætisráðherra Italíu að því er talsmenn borgarstjórnar Rómar greindu frá í dag. Fram til þessa hefur torgið heitið Piazzale Delle Scienze eða Vísindatorgið. Skipað að fara að lög- um í norskri landhelgi Osló. 1. ágúst. Router. SOVÉTSTJÓRNIN hefur skipað skipstjórum á sovézkum kaup- skipum að virða samvizkusam- lega siglingareglur í norskri landhelgi að því er utanríkisráðu- neytið staðfesti í dag. Sovézki sendiherrann Yuri Kiri- chenko hafði í gærdag samband við ráðuneytið vegna kvartana um yfirgang sovézkra skipa í norskri landhelgi, sem utanríkisráðherra Noregs, Knud Frydenlund, kom á framfæri við sendiherrann. Sagöi sendiherrann, að sovézk yfirvöld hefðu lagt á það mikla áherzlu við skipafélög og skip- stjóra að virða í hvívetna reglur í norskri landhelgi. Þetta gerðist Áfram erjur á Páfagauksnefi lianiíkok. I. áitúst. lirutrr. KAMBÓDÍUMENN báru Víet- nama þeim sökum í dag að þeir væru að reyna að koma sér upp hernaðarbækistöðvum á Páfa- gauksnefinu sem iðulega kom við sögu í Víetnamstyrjöldinni. Út- varpið í Phnom Penh vitnaði í víetnamskan fanga og hafði eftir honum að kambódískt herlið hefði brotið á bak aftur sveit sína þegar Víetnamar voru að leggja drög að því að koma sér upp þessum stöðvum. Þá hafa Kambódíumenn lýst því yfir að þeir hafi unnið sigur á fjórum víetnömskum herfylkjum á Páfuglsnefi í bardögum þar nú allra síðustu daga. Víetnamska fréttastofan hefur einnig staðfest að mjög harðir bardagar hafi geisað á Páfagauksnefi upp á síðkastið og segjast báðir aðilar hafa unnið hina mestu sigra á andstæðingnum. Erlent. 1963 — Bandaríkjamenn greina Sameinuðu þjóðunum frá því að þeir muni hætta vopna- sölu til Suður-Afríku í mót- mælaskyni við kynþáttastefnu landsins. 1956 — Bretar hafna beiðni Rhódesíu — og Nýasalandssam- bandsins um að mynda sérstakt ríki innan brezka heimsveldis- ins. 1943 — Elzti Kennedy-bróðir- inn, Joseph P. Kennedy, flota- foringi, lætur lífið er flugvél hans springur yfir strönd Belgíu. 1935 — Bretar samþykkja Ind- landsstjórnarlögin. Umbótum komiö á, Burma og Aden aðskil- in Indlandi, fylkisstjórnum komið upp ásamt þjóðþingi í Nýju Delhi. 1934 — Paul von Hindenburg Þýzkalandsforseti deyr 87 ára að aldri og Adolf Hitler verður einræðisherra. 1830 — Karl X. Frakkakonung- ur segir af sér. 1815 — Prússar, Rússar, Aust- urríkismenn og Bretar ákceða að hinir síðastnefndu skuli sjá til þess að fangelsisdómi yfir Napoleon Bonaparte verði fram- fylgt og er hann sendur til Sankti Helenu. 1610 — Enski siglingakappinn Henry Hudson siglir inn á vatnasvæði, sem nú er nefnt eftir honum; Hudsonflói. 1608 — Her Englendinga fremur fjöldamorð á írilkum uppreisnarmönnum, serri hælis leituðu á Tory-eyju. 1589 — Jakobínamunkurinn Jacques Clemente myrðir Hin- rik IIIK. Frakkakonung við Sankti Cloud. 1552 — Lútherstrúarmönnum tryggt frelsi til trúariðkana í Þýzkalandi. Innlent. Þjóðhátíð 1874 — Stjórnarskrá tekur gildi 1874 — F. Baldvin Einarsson 1801 — D. Benedikt Sveinsson 1899 — Benedikt Gröndal 1907 — Þjóðfreisisfé- lagið stofnað 1884 — Konungs- glíman á Þingvöllum 1907 — Fyrst flogið yfir Atlantshaf til íslands 1924 — Brjóstm.vnd af Tómasi Guðmundssyni afhjúpuð 1974 — Minnzt aldarafmæiis ísléndingabyggðar í Kanada 1975. Almæli eiga í dag. Edward A. Freeman, brezkur sagnfræðingur (182.3 — 1892), James Baldwin, bandarískur rithöfundur (1924 — ). Orð dagsins. „Áuðugs manns brandari er ávallt fyndinn". Thomas Brown, enskur rithöfundur (1830 — 1897).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.