Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1978 13 Halldór Kristjánsson: Ofstæki og hindurvitni eru engin sagnfræði Halldór á Kirkjubóli í Tímanum: Vilmundur vel hlutgengur í áróðurssveitir Göbbels Kippi mér ekki upp við svona nokkuð, segir Vilmundur HALLDÓR Kristjánsson á Kirkjubóli ritar grein í Tím- ann í gær, þar sem hann leggur út af grein eftir Vilmund Gylfason í sama blaði 26. júlí sl. en Vilmundur lýsti þar áliti sínu á Framsóknarflokknum í sögulegu ljósi. Grein Halldórs ber fyrirsögn- ina: „Ofstæki og hindurvitni eru engin sagnfræði" og síðan segir Halldór á einum stað um ályktanir Vilmundar í fyrr- nefndri grein: „Þetta er pólitískt ofstæki sem á sér fáar hliðstæður, sem betur fer. Helzt mun þeirra að leita þar sem eru Gyðingaof- sóknir nazista. Vilmundur Gylfason hefði verið vel hlut- gengur í áróðurssveitir Göbbels sáluga.“ Morgunblaðið hafði samband við Halldór Kristjánsson og spurði hann hvort hann teldi þessi ummæli ekki falla undir meiðyrði. „Það er ósköp hætt við því,“ sagði Halldór. „En ég taldi Vilmund eiga þetta inni. Þetta er byggt á hans ritgerð í Tímanum um daginn og ég tel það sem þarna kemur fram rétta endursögn af minni hálfu. Vitanlega duga nú ekki annað en stóru orðin — maður er eldri en tvævetur." Morgunblaðið hafði einnig tal af Vilmundi Gylfasyni og spurði hann álits á þessum ummælum: „Ég hef ekkert um þau að segja annað en maður er orðinn vanur þessu og ég kippi mér ekki upp við svona nokkuð." Verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokks: Menntamannaklíkan í Alþýðubanda- laginu svínbeygði verkalýðsarminn MORGUNBLAÐINU hefur borizt yfirlýsing frá Vcrkalýðsmála- ncfnd Alþýðuflokksins þar sem harmað cr að ekki tókst að mynda stjórn vinstri aflanna og hörðum orðum farið um Alþýðubandalagið. Verkalýðsmálanefnd Alþýðu- flokksins harmar að ekki skuli hafa tekist að mynda ríkisstjórn vinstri aflanna. Augljóst er, að menntamannaklíkan í Alþýðu- bandalaginu hefur svínbeigt verkalýðssinnana í flokknum til fylgis við þær óraunhæfu og ábyrgðarlausu sýndartillögur sem viðræðuslitin byggðust á. Verka- lýðsmálanefnd Alþýðuflokksins bendir á að ef leið kommúnista, nýtt uppbótakerfi, yrði farin hefði það innan skamms í för með sér verulega kjaraskerðingu, spillingu og atvinnuleysi. Þegar þannig stjórnarhættir eru viðhafðir, bitn- ar það verst á lægst launaða fólkinu en býr best að hvers kyns aðstöðubröskurum sem maka krókinn á kostnað launafólks. Fordæmir verkalýðsmálanefnd þau einstæðu svik Alþýðubanda- lagsins við verkalýðshreyfinguna Kriangsak fer ekki í framboð Itanukok. Thailandi. 1. ágúst. AP. KRIANGSAK Chomanan, forsæt- isráðherra Thailands. skýrði frá því í dag að hann myndi ekki gefa kost á sér til framboðs í þeim almcnnu kosningum sem eru fyrirhugaðar snemma árs 1979. Né heldur ætti það við nein rök að styðjast að hann myndi stofna sinn eigin stjórnmálaflokk. Yfirlýsing Kriangsaks kom í kjölfar frétta í blöðum í Bangkok að hann hefði fengið ýmis tilboð frá stjórnmálaleiðtogum um að hann gengi til liðs við þá. Síðustu kosningar í Thailandi voru í apríl 1976 og síðan hafa orðið tvö valdarán hersins, hið síðasta í október 1977 og tók þá Kriangsak við völdum. að þora ekki að stjórna, þora ekki að taka á málum, heldur flýja á vit forneskjulegs uppbótakerfis sem fyrir löngu hefur gengið sér til húðar. Verkalýðsmálanefnd Iýsir fyllsta stuðningi sínum við tillögur þingflokks Alþýðuflokksins um úrræði í efnahagsmálum. Þær tillögur viðurkenna vanda efna- hagslífsins og þörfina á að takast á við hann. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að samningarnir gangi í gildi 1. september n.k., kaupmáttur verði tryggður og að gengi íslenskrar krónu verði leið- rétt, en röng gengisskráning er arfleifð óstjórnar núverandi ríkis- MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun flokks- stjórnar Alþýðuflokksins. þar sem fjallað er um viðræðuslit vinstri flokkanna og þátt Alþýðu- bandalagsins í þeim. Formaður Alþýðuflokksins hef- ur gert tvær tilraunir til myndun- ar meirihlutastjórnar. í báðum tilvikum var Alþýðubandalaginu boðin þátttaka til þess að gera áhrif launþega í stjórninni sem mest. Alþýðubandalagið hefur eyðilagt báðar þessar tilraunir og ber því ábyrgð á þeirri stjórnar- kreppu, sem nú er í landinu. Tilraunin til m.vndunar stjórnar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks fór út um þúfur vegna þess, að Alþýðubandalagið hélt faát við algerlega óraunhæfar hugmyndir í efnahagsmálum, lagði sjálft fram tillögur, þar sem tíu milljarða vantaði til að dæmið gengi upp, og leitt hefðu til botnlausra fjárhagslegra vanda- mála á þessu og næsta ári. Alþýðuflokkurinn tók raunhæfa afstöðu til vandamála framtíðar stjórnar. Verkalýðsmálanefnd vekur athygli á því að Alþýðu- bandalagið hefur nú opinberað svik sín við vinstri stefnu og íslenska alþýðu í því skyni einu að koma pólitísku höggi á Alþýðu- flokkinn. í umræðum síðustu daga hafa lygar og rógur um Alþýðu- flokkinn skipað höfuðsess í mál- flutningi Alþýðubandalagsins en þjóðarhagur og efling efnahags- lífsins einskis metið. Telur Verka- lýðsmálanefnd það ömurlega stað- reynd að Alþýðubandalagið hefur nú komið í veg fyrir sókn vinstri aflanna til betri lífskjara, félags- legs réttlætis og jöfnunar. og mælti með' óhjákvæmilegum aðgerðum, sem gera þarf, áður en gerbre.vtt efnahagsstefna til lengri tíma getur komið til framkvæmda. Alþýðuflokkurinn neitar að fallast á, að ríkissjóður greiði halla atvinnuveganna, en það mundi leiða af sér nýjar margra millj- arða álögur á þjóðina með versn- andi lífskjörum. Flokksstjórn Alþýðuflokksins ályktar, að verði leitað til Alþýðu- flokksins í frekari tilraunum til myndunar ríkisstjórnar, muni flokkurinn leggja megináherslu á að tryggt sé, að samningar um kaup og kjör verði þegar settir í gildi, að tryggður verði varanlega á næsta ári sá kaupmáttur sem að var stefnt með kjarasamningunum á sl. ári, að sett verði upp samráðsnefnd milli launþegasam- taka, atvinnurekenda og ríkis- valds, að ráðist verði til atlögu gegn fjármálaspillingu, skattsvik- um, beitingu á aðstöðu og óeðlileg- um sérréttindum einstaklinga og hópa eins og Alþýðuflokkurinn hefur lagt ríka áherslu á. Flokksstjórn Alþýðuflokks: Alþýðubandalagið eyðilagði 2 tibaunir Nýkomin styrktarblöð og augablöð í eftirtaldar bifreiðir HÆKKIÐ BILINN UPP SVO AÐ HANN TAKI EKKI NIÐRI A SNJOHRYGGJUM OG HOL ÓTTUM VEGUM Bedfor 5 og 7 tonna augablöð aftan. Datsun diesel 70—77 rugablöð aftan. Mercedes Bens 1413 augablöð og krókblöð. Mercedes Bens 332 og 1113 augablöð. Scania Vabis L55 og L56 augablöð og krókblöð aftan. Scania Vabis L76 augablöð og krókblöð. 2", 2Va" og 2Vz" styrktarblöð í fólksbíla. Mikið úrval af miðfjaðraboltum og fjaðraklemmum. Smíðum einnig fjaðraklemmur eftir máli. Sendum t póstkröfu hvert á land sem er. Bílavörubúöin Fjöðrin h.f., Skeifan 2 sími 82944 \ Höfum fyrirliggjandi Farangursgrindur og bindingar á allar stærðir fólksbíla, Broncoa og fleiri bíla. Einning skíðaboga BtlavnrnhriAin FinArin h f EF ÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU AUGLYSINGA- SÍMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.