Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 2
2
I
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
t iu.*
"» ............ l)l»J(ULWm,.Wl~>~._ “*■' ***** *
*' •• .. W&
íslenzkur skip-
stjóri kennir
Kenyamönnum
■
Rússneskt skip á Húnaflóa
RÚSSNESKA herskipið
S-61 sigldi inn á Húnaflóa
fyrir stuttu, en flugvél
Landhelgisgæzlunnar varð
fyrst skipsins vör.
Varðskipið Óðinn sigldi á
eftir herskipinu og eftir
nokkra stund breytti það
um stefnu og stefndi út
fyrir íslenzka
af Horni.
landhelgi út
BALDVIN Gíslason skipstjóri fór í
gærmorgun tíl Kenya, en næstu
vikur mun hann kynna sér aóstæóur
par í sambandi við fiskveióar og
undirbúa ferð sína pangað í haust.
Þangað mun hann fara til árs dvalar
á vegum Aðstoðar íslands við
Þróunarríkin. Mun Baldvin aðstoða
Kenyamenn við uppbyggingu fisk-
veiöa við strendur Kenya og verður
hann skipstjóri á 120 tonna stálbát. Á
bátnum verða stundaðar veiðitil-
raunir, könnun á fisktegundum og
kennsla, en fram til pessa hafa
Kenyamenn aðallega stundað fisk-
veiðar í vötnum landsins, svo sem
Viktoríuvatni.
(slendingar munu kosta starf Bald-
vins í eitt ár og leggja til veiðarfæri, en
þessi aðstoö er í framhaldi af norrænu
þróunarverkefnunum sem íslendingar
tóku þátt í. Þetta er fyrsti samningur-
inn sem íslendingar gera um aðstoð í
þessum heimshluta, en fram til þessa
hefur þróunaraðstoð íslands verið
veitt í gegn um alþjóðastofnanir eöa
norræna aöstoð að þróunarverkefn-
um. S.l. ár fór Guðjón lllugason
Baldvin Gíslason
skipstjóri út til Kenya til þess aö
kanna hvernig aöstoðinni yröi best
háttaö. Guðjón hefur m.a. um skeið
unnið hjá FAO.
Baldvin mun hafa aösetur í
Mombasa, en þar var fiskiskipið
smíðað fyrir 5 árum. Fiskveiðar
Kenyamanna eru mjög vanþróaöar og
fá nýtízkuleg fiskiskip eru til þar.
331
Varðskipsmenn sögðu að
mjög margir sjóliðar hefðu
virzt vera um borð, og á
þessum myndum má sjá að
svo mun hafa verið. Mynd-
irnar tók Helgi Hallvarðs-
son.
Samþykkjum ekki svo mikla
hækkun meðan óvissa ríkir
Vilja ekkert vid
okkur tala segir
for maður V öku
—segir gjaldskrárnefnd
— OKKUR fannst ekki skyn-
samlegt að samþykkja þessar
miklu hækkanir meðan sú
óvissa ríkir um alla fram-
vindu mála, t.d. hvað varðar
framkvæmdahraða, en í
stjórnarmyndunarviðræðum
hefur verið talað um að skera
niður einhverjar framkvæmd-
ir, án þess að nokkuð sé
ákveðið á þessu stigi, sagði
Ólafur G. Einarsson sem á
sæti í gjaldskrárnefnd, en
nefndin vildi ekki samþykkja
hækkunarbeiðni frá hitaveitu
Reykjavíkur, Rafmagnsveitu
Reykjavíkur né Landsvirkjun
óbreytta.
— Þessar tilteknu stofnanir,
sagði Ólafur ennframur, sækja
um ákveðna hækkun og sam-
þykkti iðnaðarráðuneytið hana
óbreytta. Við vildum hins
vegar lækka þessar beiðnir
nokkuð, m.a. vegna þess að
þessi fyrirtæki hafa þegar
Funandi
á
Fjöllum
FUNANDI hiti varð á nokkrum
stöðum á landinu í gær og komst
hann t.d. upp í 24 stig á
Kópaskeri og 21 stig á Grímsstöð-
um á Fjöllum.
Við hringdum til Grímsstaða á
Fjöllum og röbbuðum við Aðal-
björgu á símanum. Hún kvað þetta
mesta hitann sem komið hefði í
sumar, enda væru allir úti við í
heyskap og voru bændur að hirða
hey sín, binda bagga með vélum
sínum. Búið er að slá öll tún, en
hey eru ekki öll fullverkuð.
Talsverður straumur ferða-
manna hefur verið um Fjöllin í
júlí að vanda, margt íslendinga en
einnig hópar útlendinga.
fengið allnokkrar hækkanir og
hins að óvissa ríkir um fram-
vindu mála í framkvæmda-
hraða hjá þeim. Vegna þess að
gjaldskrárnefnd samþykkti
ekki hækkunarbeiðnirnr
óbreyttar gengur málið til
ríkisstjórnarinnar, en það er
ekki gert ef ágreiningur er
enginn um afgreiðslu hækk-
unarbeiðna.
— VIÐ fengum skeyti frá
Vinnumálanefnd ríkisins eft-
ir fund ríkisstjórnarinnar á
þriðjudag og segir það að
umboð Vinnumálanefndar
ríkisins sé óbreytt og samn-
ingsgrundvöllur ekki fyrir
hendi vegna annarra laun-
þega ríkisins og gildandi
laga, sagði Kolbeinn Frið-
bjarnarson formaður Verka-
lýðsfélagsins Vöku í Siglu-
firði í samtali við Mbl. í gær.
— Þetta þýðir einungis að
neitað er að ræða við okkur og
þetta er ákvörðun æðstu
stjórnvalda ríkisins.
Astandið
verður því óbreytt nema hvað
vera kann að bannið breiðist
út, án þess ég vilji samt
nokkuð vera að spá um það,
sagði Kolbeinn Friðbjarnar-
son að lokum.
Forsvarsmenn hinna flokk-
anna vantrúaðir á þjóðstjórn
Forsvarsmenn hinna flokk-
anna þriggja sem fulltrúa eiga
á nýkjörnu Alþingi, eru ekki
mjög trúaðir á að þjóðstjórnar-
hugmynd Geirs Hailgrímsson-
ar verði að veruleika, sam-
kvæmt ummælum þeirra við
Morgunblaðið í gærkvöldi, og
ljóst að ágrelningur um leiðir í
efnahagsmálum veldur þar
mestu.
— o 0 o —
Kjartan Jóhannsson,
varaformaður Alþýðuflokksins,
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gærkvöldi að hann teldi þessa
tilraun Geirs Hallgrímssonar til
myndunar þjóðstjórnar í fyrstu
umferð ekki óeðlilega. Hann
sagði hins vegar að þeir Alþýðu-
flokksmenn ættu eftir að ræða
innan sinna raða um viðbrögð
þeirra við málaleitan Geirs
Hallgrímssonar um viðræður af
þessu tagi, en bjóst við að það
yrði gert í dag, fimmtudag.
ólafur Jóhannesson,
formaður Framsóknarflokksins,
kvaðst ekki hafa trú á þessari
hugmynd Geirs Hallgrímssonar
um þjóðstjórn en sagði að Geir
væri ekki búinn að hafa sam-
band við hann svo að hann vildi
lítið um málið segja á þessari
stundu auk þess sem þepsi
hugmynd færi sjálfsagt fyrir
miðstjórnarfund sem fyrirhug-
aður væri hjá Framsóknar-
flokknum á miðvikudaginn.
Ólafur var spurður að því hvaða
annmarka hann sæi helzta á
stjórnarmyndun af þessu tagi og
svaraði hann því til, að hann
teldi það liggja fyrir að sjónar-
mið þessara flokka væru Svo
sundurleit, aðallega á sviði
efnahagsmála, að það væru
engar líkur á því að þeir kæmu
sér saman um lausn á þeim
vandamálum, er að steðjuðu og
nú þyrfti að leysa.
Ragnar Arnalds, formaður
þingflokks Aiþýðubandalagsins,
sagði að það lægi fyrir að
ólafur Júhannesson
Kjartan Jóhannsson
Ragnar Arnalds
Alþýðubandalagið hefði þegar
hafnað þátttöku í stjórn með
Sjálfstæðisflokki og Alþýðu-
flokki og viðræður um vinstri
stjórn hefðu farið í vaskinn. Því
væri ekki beinlínis sennilegt að
Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag yrðu ásátt um lausn efna-
hagsmálanna, þótt Geir Hall-
grímsson tæki að sér forystuna.
Ragnar sagði, að innan Al-
þýðubandalagsins hefðu enn
engar ákvarðanir verið teknar
um það hvort það tæki formlega
þátt í viðræðum um myndun
þjóðstjórnar en hins vegar
myndu þeir Alþýðubandalags-
menn taka þátt í könnunarvið-
ræðum flokkanna en taka síðan
ákvörðun um áframhaldið í ljósi
niðurstaðna þeirra.
Ragnar sagði, að Geir Hatl-
grímsson væri óumdeilanlega
oddviti hægri aflanna í landinu
og því alls ekki óeðlilegt að hann
hefði forustu um myndun hægri
stjórnar með Alþýðuflokknum
og Framsókn eða Alþýðuflokkn-
um einum, enda þótt hann teldi
að kjósendur hefðu í síðustu
kosningum gert kröfu um breytt
stjórnarfar og nýja efnahags-
stefnu, svo að þeir hafi sízt af
öllu vænzt þess að sigurvegari
kosninganna legði úrslita-
áherzlu á að fylgt yrði gömlu
úrræðunum í efnahagsmálum.