Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978 Sérfróðir menn segja álit sitt á hugmyndum Eyjólfs K. Jónssonar: Ný leið til verðtrygging- ar en umdeilanleg lausn EYJÓLFUR Konráð Jónsson alþingismaður hcfur varpað fram þeirri hunmynd í MorKunblaðinu að almenningi verði (tefinn kostur á að opna gengistrygsða bankareikninKa. vísvitandi væri stefnt að veruleítum greiðsluhalla ríkissjóðs í eitt eða tvö ár en hann síðan greiddur með innlendu lánsfé og svigrúmið notað til að draga úr áföngum úr álögum á neyzluvörur og til að lækka vöruverð. Eyjólfur gerir ráð fyrir að útflutningsatvinnuvegirnir fengju þetta fé þegar fram í sækti til rekstrar síns. Þjóðin tæki lán hjá sjálfri sér meðan verið væri ..að vinda ofan af óheillasnældunni". eins og Eyjólfur orðar það. í tilefni af þessum hugmyndum Eyjólfs leitaði Mbl. álits nokkurra sérfróðra manna á þeim> Umdeilanlegt hvort hér sé hentugasta formið Ólafur Björnsson prófessor sagði þegar hann var spurður álits á hugmynd Eyjólfs Konráðs Jónssonar, að í hugmynd hans væri fólgið visst form fyrir verðtryggingu, en um það mætti hins vegar deila hvort hér væri um hentugasta formið á því fyrirkomulagi að ræða. Athyglisverð hugmynd en álitamál um forgang Dr. Jóhannes Nordal Seðla- bankastjóri sagði á sú megin- hugsun virtist liggja að baki þeirra hugmynda, sem Eyjólfur Konráð Jónsson setur fram í grein sinni, að æskilegt sé að gera ráðstafanir til þess að auka innlendan sparnað með því að bjóða almenningi hagstæðari sparnaðarform og nota það svig- rúm, er þannig fengist að nokkru leyti til þess að afla fjár í rikissjóð, sem aftur gæti skapað möguleika til að draga úr verð- hækkunum. „Að þessu leyti tel ég vissulega vera um athyglisverðar hug- myndir að ræða, þótt það hljóti að vera vafasamt hvort gengis- bundnir reikningar muni fram- kalla eins mikinn viðbótarsparn- að og greinarhöfundur gerir ráð fyrir. Á undanförnum árum hafa verið gerðar verulegar ráðstafan- ir til þess að bjóða sparendum hagstæðari ávöxtun á fé sínu og má þar sérstaklega nefna vaxta- aukainnlán og verðtryggð spari- skírteini," sagði Jóhannes Nordal ennfremur. „Hvort gengistryggð- ir reikningar muni auka innlend- an sparnað verulega verður ekki sagt fyrr en á reynir. Sé engu að síður fallizt á það að með þessari leið sé unnt að auka verulega innlendan sparnað hlýtur það að vera álitamál hve langt sé æskilegt að ganga í því að auka innlendar skuldir ríkisins í því skyni að halda uppi hærra neyslustigi en ella, en það hlýtur að verða afleiðing ráðstafana af þessu tagi. í sambandi við þetta kemur m.a. til álita hvorn forgang atvinnuvegirnir og lækk- un erlendra skulda eigi að hafa að auknum innlendum sparnaði." krónunni. Og í öðru lagi sýnist mér að með hugmyndinni um að greiða halla ríkissjóðs með inn- lendu lánsfé, sé um að ræða allsherjar samneyslulán, sem ég hélt að væri fjarri stjórnmála- skoðunum Eyjólfs; slíkt gera þjóðir helzt þegar þær eiga í stríði." „Ein tegund útíærslu á verðtryggingu íjárskuldbindinga" „Hugmyndin um gengistrygg- ingu lána er athyglisverð. Hún er sem mest við gengið," sagði Guðmundur Magnússon prófess- or við Mbl. í gær aðspurður um hugmyndir Eyjólfs K. Jónssonar. Síðan sagði Guðmundur: „Ég held líka, að árangur gengis- tryggingar skili sér ekki á augabragði og forsenda fyrir því, að hún vekti almennt traust til langframa væru nokkurn veginn frjálsar gjaldeyrisyfirfærslur. Annars væri hætta á, að hug- myndin yrði eyðilögð með rangri gengisskráningu. Við getum hugsað okkur tvö dæmi. Hvað Ólafur Bjiirnssun Jóhannes Nurdal Bjtfrni Braxi Jónsson Guómundur Maxnússon l>orvaróur Elíasson Takmörkuð lausn „Mér finnst þessi tvö atriði, sem Eyjólfur nefnir í grein sinni, gengistryggðir bankareikningar og greiðsla á halla ríkissjóðs með innlendu lánsfé, heldur takmörk- uð lausn á þeim vanda, sem nú steðjar að,“ sagði Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur í Seðla- bankanum aðspurður um hug- myndir Eyjólfs. „í fyrsta lagi finnst mér hugmyndin um erlenda mynt ganga í berhögg við þá stefnu, sem yfirvöld hafa reynt að framfylgja með ýmsum aðgerð- um undanfarið; sem sé að efla tiltrú almennings á íslenzku í reynd ekki annað en ein tegund útfærslu á verðtryggingu fjár- skuldbindinga. Vera má, að gengisviðmiðunin sé auðskiljan- legri og þar með auðveldara að afla þeirri leið fylgis en öðrum, sem farnar hafa verið til að tryggja ávöxtun fjár og efla þannig frjálsa sparifjármyndun. Hins vegar má um það deila hvort vera eigi með mörg kerfi í gangi í einu eins og vaxtaauka- reikninga, gengistryggingu, vísi- tölutryggingu og fleira. En sem kunnugt er hefur t.d. gengis- trygging undanfarin ár ekki skilað jafngóðri ávöxtun eins og spariskírteini ríkissjóðs. Auðvit- að mætti einfalda þetta og miða myndu sparifjáreigendur gera, ef ríkisstjórn kæmi, sem héldi gengisskráningunni rangri með alls kyns millifærslum og hunda- kúnstum. Að sjálfsögðu yrði gengistrygging að miða við að innstæður hefðu verið bundnar í nokkurn tíma, því að annars mundu menn tæma innstæður sínar í viðskiptabönkum og spari- sjóðum og leggja inn á gengis- tryggða reikninga rétt fyrir gengisfellingu." Hirta hugmyndina, þ.e. að stefna að halla á ríkissjóði til að lækka verðlag, taldi Guðmundur öllu tvíeggjaðri og sagði: „Hún gæti verið liður í því að rjúfa vítahring verðlags og kaupgjalds- hækkana. Aðalréttlætingin á hallanum væri sú, að ekki er unnt, að draga úr ríkisútgjöldum í einu vetfangi. Ég tel, að reynslan sýni að, að þar sé við ramman reip að draga. Þess vegna held ég, að ráðlegt sé að fara varlega í sakirnar og að traust ríkisstjórn, sem gæti staðið við að jafna metin aftur hjá ríkissjóði yrði að vera forsenda þess, að ekki væri verr farið en heima setið. Hins vegar er óljóst hvað átt er við með „verulegum" halla.“ „Kjarni málsins er sá, að gengið sé rétt skráð þannig að afstaðan milli innlends og er- lends verðlags tryggi hallalaus utanríkisviðskipti og að ávöxtun sparifjár sé næg til að forða því frá rýrnun í verðbólgunni um sinn. — Liður í því að brjótast út úr þeirri hringrás gæti verið að auka niðurgreiðslur eða skatta- lækkun, þótt af hlytist verri staða ríkissjóðs um sinn,“ sagði Guðmundur Magnússon prófess- or að lokum. Athyglisverðar hugmyndir „Það er rétt, sem kemur fram í grein Eyjólfs, að með einhverju móti verður að ráðast gegn verðbólgunni og sú leið, sem Eyjólfur leggur til að farin verði, er um margt íhugunarverð," sagði Þorvarður Elíasson við- skiptafræðingur við Mbl. í gær. Þorvarður sagði síðan: „Ég er alveg sammála Eyjólfi í því að taka beri upp gengistryggða bankareikninga; það yrði fram- faraspor hjá bankakerfinu og myndi stuðla að auknum sparn- aði almennings. Hins vegar tel ég, að heppilegra væri að nota innlánsféð, sem safnast myndi með þessum hætti, til að greiða niður erlendar skuldir, án þess þó að hafa hugleitt það mál náið.“ Þorvarður sagði einnig, að það væri ljóst, að ef hægt yrði að stöðva verðbólguna með einhverj- um hætti, myndi losna um mikla fjármuni og aukið svigrúm gefast til annarra hluta. T.d. mundu tekjur ríkissjóðs nýtast betur og tækifæri gæfist til að lækka skatta eða skila greiðsluafgangi. Hins vegar taldi hann, að gengis- tryggð lán til atvinnuveganna myndu valda nokkrum erfiðleik- um og að hann væri vantrúaður á, að hægt yrði að koma verðbólg- Unni niður meðan halli væri á ríkissjóði. Þorvarður sagði að lokum, að upphafsskrefið að enduyreisn efnahagslífsins væri endurskoð- un gjaldeyrismála eins og Eyjólf- ur legði raunar til í grein sinrfi. 300 skátar sjá um að allt gangi vel fyrir sig Undirbúningur Rauðhettuhátíðar- innar stendur nú sem hæst og er dagskrá hátíðarinnar nú endanlega tilbúin, að bví er segir í fréttatil- kynníngu frá Skátasambandi Reykjavíkur, sem sér um mótið. Á Rauöhettuhátíðinni veröa ýmsir skemmtikraftar, og má þar helst nefna Brunaliðið, Mannakorn, Tívolí, Basil fursta, Þursaflokkinn, Megas, Jazzvakningu, Fjörefni, Baldur Brjánsson, Diskótekið Dísu, Rut Reginalds, Big Balls and the Great White Idiot, en þeir eru þýskir ræflarokkarar. Enn fremur hefur verið skipulögö dagskrá, sem inni- heldur m.a. þúfubíó, tívolískemmtun, hestaleigu, bátaleigu á vatninu, svifdrekaflugsýningar og íslands- meistaramótiö i svifdrekaflugi, mara- þonbros- og kossakeppni og göngu- rallý, en það mun vera nýjung á íslandi. Um 300 skátar munu veröa á mótinu til aö sjá um aö allt gangi snuröulaust og vel fyrir sig. Forsala aögöngumiöa er þegar hafin, en aögöngumiöaveröið er 8 þúsund krónur. Ferðir á mótiö hafa verið skipulagöar víös vegar aö al landinu og bjóöa Flugleiðir 15% afslátt af feröum þeirra, sem hyggjasl fljúga meö Flugleiðum og hafa aögöngumiöa, en þeir eru seldir m.a. í afgreiöslu Flugleiöa. *¥-¥-¥¥-¥•¥-***¥-¥¥-¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥ • • Oryggishjálmar opnir og lokaðir Eigum jafn mikið úrval öryggishjálma, sem hlotið hafa viðurkenningu í Evrópu og Banda- ríkjunum sem skíða-, vélsleða-, vélhjóla-, mótorhjóla- og bílarallyhjálmar. Andlitshlífar úr glæru, reyklitu og gulu öryggisleri, einnig mótorhjólagleraugu og baksýnisspeglar í úrvali. Veðrið er ótrúlega lágt. Sendum gegn póstkröfu. öryggi á vegum og vegleysum. FALKINN 9 Suðurlandsbraut 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.