Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
Kjartan Gunnarsson:
Hvernig frétt verð-
ur til í Þjóðviljanum
í „Þjóðviljanum" í dag (2. ágúst)
er á forsíðu sagt frá sameiginleg-
um fundi miðstjórnar og þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins þar
sem fjallað var um hugsanlega
stjórnarm.vndun Gejrs Hallgríms-
sonar formanns Sjálfstæðisflokks-
ins en forseti Islands hefur eins og
kunnugt er óskað eftir því að hann
reyni myndun meirihlutastjórnar.
I þessari frétt er vitnað til orða
undirritaðs í tilvitnunarmerkjum
jafnframt því sem hluti tilvitnun-
arinnar er notaður í myndatexta.
Fréttaparturinn sem hér um
ræðir er svohljóðandi:
„Er við inntum Kjartan
Gunnarsson að því (sic) hvernig
honum litist á þjóðstjórn, þ.e.
stjórn allra fjögurra flokkanna á
þingi, svaraði hann að bragði:
„Þjóðstjórn, það er stjórn þar sem
allir eru jafn ábyrgðarlausir".
í þessum fréttaparti gerir blaða-
maður „Þjóðviljans" sig sekan um
alvarleg mistök í starfi sínu og
stafa þau vonandi af gáleysi en eru
ekki ásetningsverk. Til skýringar
vil ég rekja viðskipti mín og
blaðamannsins, sem áttu sér stað í
kjallara Valhallar um kl. 15.00 í
gær. Skömmu áður en miðstjórn-
ar- og þingflokksfundurinn hófst
þurfti ég að bregða mér út úr
fundarsalnum. Er ég kom út vék
sér kurteislega að mér ungur
Sumir versla dýrt —
aðrir versla hjá okkur
Okkar verð eru ekki tilboð
heldur árangur af
M hagstæðum innkaupum^fl
Sérverð
Urbeinaðir frampartar kr
Heilir frampartar kr
Saltkjöt kr
Nýir frampartar:
Heilir eða niðursagaðir kr
Úrbeinaðir frampartar kr.
STARMYRI 2 AUSTURSTRÆTI 17
& ,**** -r W ....
maður og kynnti sig sem blaða-
mann „Þjóðviljans" og mælti á þá
leið að líklegt væri talið að Geir
Hallgrímsson mundi reyna mynd-
un fjögurraflokka stjórnar og hvað
ég vildi segja um það. Jafnframt
því að spyrja mundaðí blaðamað-
urinn penna og skrifblokk og
ljósmyndari tók mynd. Svar mitt
við þessari beinu spurningu blaða-
mannsins var á þessa leið: „Þetta
heí ég ekkert heyrt um og hef
hugsað mér að heyra hvað for-
maður flokksins leggur fyrir
þennan fund áður en ég segi
nokkuð frekara um þetta“. Lauk
svo tali mínu og blaðamanns
„Þjóðviljans“ og sinnti ég síðan
þeim erindum, sem ég hafði horfið
af fundi til að sinna. Að nokkurri
stund liðinni þegar ég ar að ganga
til fundarins á ný vék ég mér að
blaðamanni „Þjóðviljans", sem
enn stóð við dyr fundarsalarins og
spurði hann hvað honum fyndist
um þjóðstjórn. Hann hafði fá orð
um það og fóru síðan á milli okkar
nokkrar meiningarlausar setning-
ar sem af minni hálfu voru allt
eins mæltar til annarra sem þarna
voru staddir bæði í hópi frétta-
manna, þar á meðal Ómars
Ragnarssonar frá Sjónvarpinu og
annarra. í þessum umræðum sem
greinilega fóru fram í hálfkæringi
af hálfu allra sem tóku þátt í þeim
og allra sem á þær hlýddu lét ég
meðal annars falla orð á þann veg
„hvort þjóðstjórnir væru nú ekki
stjórnir þar sem enginn bæri
ábyrgð?" Þessa setningu sem sögð
var þó nokkru eftir að „viðtali"
blaðamanns „Þjóðviljans" við mig
lauk og var auk þess sett fram í
spurnarformi gerir blaðamaður-
inn svo að fullyrðingu minni í
viðtali við sig og birtir í tilvitnun-
armerkjum. Þetta eru ófær vinnu-
brögð fyrir blaðamann, sem án efa
telur sig vera heiðarlegan og
málefnalegan í starfi sínu sem
fréttamaður. Það er sjálfsögð
krafa til blaðamanna að ekki fari á
milli mála að um blaðaviðtöl sé að
ræða milli þeirra og viðmælenda
þeirra. I þessu tilviki var blaða-
manni „Þjóðviljans“ það nákvæm-
lega jafn ljóst og mér og öðrum
viðstöddum að „viðtali" okkar
hafði lokið með setningu þeirri,
sem er feitletruð hér að framan og
var svohljóðandi: „Þetta hef ég
ekki heyrt um og hef hugsað mér
að heyra hvað formaður flokksins
leggur fyrir þennan fund áður en
ég segi nokkuð frekara um þetta.
Ég á ekki von á öðru en að
viðkomandi blaðamaður geti stað-
fest að hér er rétt greint frá og
honum hafi í hita leiksins orðið á
leið mistök, sem eðlilegt er að
hann viðurkenni og biðji eftir
atvikum afsökunar á. Ef svo er
ekki þá er ég reynslunni ríkari
eftir þessi kynni af fréttum og
fréttamennsku Þjóðviljans.
Hvað hugmyndir um þjóðstjórn
varðar þá er ekki óeðlilegt að
formaður Sjálfstæðisflokksins
kanni grundvöll slíkrar stjórnar
enda væri það í fullkomnu sam-
ræmi við hugmyndir Sjálfstæðis-
flokksins um þjóðarsátt til þess að
unnt sé að leysa með samkomulagi
og samvinnu erfið viðfangsefni í
efnahagsmálum sem bíða næstu
ríkisstjórnar.
Reykjavík, 2. ágúst 1978.
KORTSNOJ var við því búinn, er
hann mætti að taflborðinu til að
ljúka biðskákinni úr sjöundu
umferð, að þurfa að heyja hat-
ramma varnarbaráttu til að tapa
ekki skákinni. Þrátt fyrir að
rannsóknir hans um nóttina
hefðu leitt f Ijós að hann ætti
nokkra möguleika, varð það bæði
honum og áhorfendum mikið
undrunarefni er Karpov bauð
honum jafntefli er Kortsnoj hafði
leikið hiðleiknum.
Biðleikur Kortsnojs var 42. Dh8
og öllum til mikillar furðu bauð
Karpov nú jafntefli sem Kortsnoj
þáði. Kortsnoj hafði ákveðið
eftirfarandi framhald ef Karpov
hefði reynt að tefla til vinnings:
42. - Kf7, 43. Dh7 - Ke8, 44.
Dg8 - Kd7, 45. Hxd3 - Kc8, 46.
Hxd8 — Bxd8, 47. Kgl! (Þetta
var leikurinn sem aðstoðarmaður
Kortsnojs, Murei fann eftir langa
og stranga leit seint um nóttina og
Han if Golombek
skrifar fi/rir
Morgun blaöit):
Aðstoðarmenn
Korchnois vörp-
uðu öndinni léttar
er lykilleikurinn í björgun tafls-
ins)
47. — g5, (Ef 47. — c2, 43. Hcl og
hvítum tekst að stöðva c-peðið) Nú
koma ýmsir leikir til greina og er
eftirfarandi framhald möguleiki
en sammerkt með öllum leiðum er
það að þær eru allar mjög
tvíeggjaðar og óljósar.
48. a4 — Rf6, 49. axb5 — Rxg8,
50. bxc6 - Re7, 51. He5 - Rg6,
52. He2 - Rd4, 53. Hc2 - Bf6,
54. Kfl og hvítur hefur góða
möguleika.
Karpov og aðstoðarmenn hans
höfðu greinilega kannað stöðuna
gaumgæfilega og komizt að þeirri
niðurstöðu að jafntefli væri
heillavænlegasta lausnin. Hafa
þeir skýrt svo frá að Karpov hafi
ekki viljað sóa tíma og kröftum á
tafl, sem óhjákvæmilega hlaut að
enda með jafntefli.
í herbúðum Kortsnojs höfðu
menn á hinn bóginn fundið
sigurstranglegri leiðir fyrir Kar-
pov en Kortsnoj og létti þeim því
stórum, er úrslitin lágu fyrir.
Nú þegar sjö skákum er lokið
hjakkar enn í sama farinu þar
sem sá einn getur sigrað, sem
verður fyrri til að hljóta sex
vinninga, að frátöldum jafntefl-
um. Fram til þessa hefur Kortsnoj
sýnt öllu meira frumkvæði og
hefur Karpov látið sér nægja að
verjast. Á fimmtudag stýrir hann
hvítu taflmönnunum og er sann-
arlega kominn tími til að hann
sýni af sér heimsmeistarabrag.