Morgunblaðið - 03.08.1978, Page 23

Morgunblaðið - 03.08.1978, Page 23
22 „baö var nú ekki þetta sera ég hugsaði mér þegar þú sagðist eiga bíl sem vseri opinn“. „Fyrsta boðorð fjaligöngu- mannsins er að líta aldrei niður fyrir sig.“ «wjt „Ó. þú verður að fyrirgefa mér Emil, ég hafði alvcg gleymt því að þú ert farinn að vinna sem næturvörður“. MORGUNBLAÐIE), FIMMTUDAGUR 3. ÁGUST 1978 Það jafnast ekkert á við mat á útigrilli! Útigrill eru orðin mjög vinsæl hér á landi og á sólríkum dögum sést fólk í kringum slík grill í görðum í borginni og í bæjum úti á landi ánægt með lífið, því matur matbúin á útigrilli er lostæti. Það er líka vinsælt að hafa slík grill með sér í ferðalögin og setja þau niður í lautum og taka lífinu með ró og njóta sólar, útiveru og góðs matar. Góðar steikur verða enn betri og safaríkari á grillinu og þær tegundir, sem hægt er að matbúa á þann hátt, eru fjöimargar. Algeng- ast og handhægast er að grilla kótilettúr, pylsur, lærisneiðar, T-steikur, fisk, nautalundir, kjúkl- inga o.fl. og með t.d. kartöflur, maisstöngla, tómata, sveppi og brauð hitað í álpappír. Undirbúningur vid grillið Fyrst ætti kannski að nefna hvar grill er að fá og hvað þau kosta. Grillin eru seld m.a. í sportvöruverzlunum og hefur verið hægt að velja um þrjár stærðir sem kosta á bilinu 4000—6000 kr. í byrjun er hentugt að setja álpappír eða sand í botninn, því það auðveldar hreinsun á griliinu á eftir, auk þess sem álpappír eykur líka á hitann við steikning- una. Síðan er viðarkolum raðað í lítinn pýramída og þau sprautuð með sérstökum grillvökva eða spritttöflur eru muldar yfir. Þá er kveikt á kolunum, en eftir það má ekki sprauta vökvanum á kolin því þá er hætta á heljar blossa frá þeim. Hitun kolanna getur tekið 45—60 mínútur og þegar þau eru orðin grá er þeim dreift um botninn á grillinu, og þá er tími til kominn að hefja steikninguna. Kolin eiga ekki að loga því þá sviðnar kjötið að utan, verður svart og brunnið, en hrátt að innan. Það á steikjast við hitann frá kolunum. Það á helzt að gæta þess að ekki sé trekkur á kolin, en venjulega er varnargrind eða hlíf á grillinu sjálfu. Sérstakar tengur fást í verzlun- um til þess að snúa með matnum á grillinu og einnig stálpinnar til að raða t.d. kjötbitum á éða stinga í gegnum kjúkling og snúa síðan fyrir ofan glóðina. Grilltíminn Kótilettur 4—5 mín., pylsur 3—4 mín., hamborgarar 6—8 mín., T-steik, 40 cm. 800 gr. 30 mín., kjúklingur í bitum 12 mín., hálfur 30 mín., heill 50—60 mín., lax o.fl. í álpappír 15—25 mín., bacon 3 mín., kartöflur í álpappír ca. 1 V\ tíma. Hráefnið er bezt magurt, ef það er feitt þá falla fitudropar á kobn og upp kemur eldur, auk þess sem öllu auðveldara er að þrífa grillið ef ekki er mikil fita á því. Matarolía er nauðsynleg og margir slá tvær flugur í einu höggi og nota kryddaða matarolíu sem til er á markaðnum og spara sér þannig að krydda matinn sérstak- lega. En alls konar krydd eru til og vinsælast er að nota svokölluð blönduð krydd og sinnep. Matreiðslumeistarar eru ekki á einu máli um hversu mikiö á að salta kjöötið fyrir steikingu, en allténd ætti ekki að gera það fyrr en rétt áður en kjötið er sett á ristina. Nokkrar tillögur um grillaðan mat Að sjálfsögðu eru kótilettur eða pylsur lostæti þó ekkert annað sé með en t.d. hrásalat og brauð. En fyrir sælkera og dundara má nefna nokkra góða rétti á útigrill- inu. Ofan á kótilettur og í pylsur má setja ost og láta hann þannig bráðna með og hita tómata, kartöflur eða brauð með í álpapp- ír. Ef í pylsur er skorið langsum og skoran fyllt með osti, sinnepi og t.d. banana þá er tilvalið að vefja baconi utan um og stinga elspýtu í gegn og steikja í ca. 10 mínútur. Svo má raða kjötbitum, baconi, sveppum, tómötum, lauk og öðru á víxl upp á stálpinna og láta allt bakast í senn og borða réttinn síðan beint af pinnanum. Maís í álpappír er Iíka herra- mannsmatur með salti og smjöri. Grill á grjóthlaða Útigrill er auðvelt að útbúa úr steinum sem hlaðið er í hring og nota þá ristina úr eldhúsofninum ofan á. Það er reyndar ekki svo vitlaust, nema þegar fólk gætir ekki að sér og svíður gras eða annað undir „grillinu", eða lætur logana leika um grindina áður en kolin eru tilbúin. Sprekaeldur Það er líka alltaf viss stemmn- ing yfir því að sitja við sprekaeld síðdegis og steikja í eldinum epli og pylsur, bieikjur eða annað, með því að setja matinn t.d. upp á viðargreinar. Þeir sem ekki sætta sig við svörtu skorpuna sem myndast á yfirborði pylsanna, þurfa ekki annað en hafa álpappír utan um þá er kominn dýrindis réttur sem er hverjum manni boðlegur. Kræklingar Það færist stöðugt í vöxt að fólk fari sjálft og gangi á fjörur til að tína krækiinga, í stað þess að kaupa þá út úr búð. Hér eru nokkur atriði. sem gott er að hafa í huga. ef fólk leggur slíkt fyrir sig. Flestir fara upp í Hvalfjörð til að tína kræklinga, og má nefna það að við Hvítanes eru rústir frá stríðsárunum, en þar er gömul bryggja og við hana er töluvert af kræklingi. Þegar heim er komið eru kræklingarnir settir í vatn þannig að það fljóti yfir þá. Nokkrir kunna þá að fljóta upp á yfirborðið og eru þeir teknir frá og þeim hent, því þeir kunna að vera dauðir og ekki heppilegir til átu. Síðan er hver kræklingur fyrir sig tekinn upp úr og skelin hreinsuð vúðurkarlar og annað slíkt, sem kann að hafa sest á skelina, skafið vandlega í burtu. Eftir að kræklingarnir hafa verið hreinsaðir á þennan hátt er suðan látin koma upp á þeim, en við það opnar skelin sig. Fiskurinn er þá tekinn úr og borðaður eins og hann kemur fyrir. Einnig er hægt að matreiða hann, á marga vegu og í matreiðslubókum er hægt að finna uppskriftir að ýmsum lostætum kræklingaréttum. Ef geyma á kræklinginn eitthvað, er hægt að setja hann eftir hreinsunina í hæfilega stórum skömmtum í plastpoka og síðan í frysti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.