Morgunblaðið - 03.08.1978, Page 14

Morgunblaðið - 03.08.1978, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978 Heimsókn á skóvinnustofu: i Gamlir skór geta orðið sem nýir „Það er hætt að kenna skósmíði sem slíka, nú heitir þetta þjónustu-skóvinna, eða eitthvað í þá áttina. Þegar maður var í náminu sjálfur, þótti manni smíðin heldur tilgangslaus, en nú þykir mér mjög gaman að hafa lært hana,“ sagði Hafþór Edmond, skósmíðameistari. „Það er verst að ég er ekki með sveinsstykkið mitt hérna til að sýna þér.“ Hafþór er með skóvinnu- stofu í húsi Guðmundar Ólafssonar, skósmiðs, við Garðastræti. „Þeir hafa svo sannarlega haft það gott skósmiðirnir á þeim tímum, þegar Guðmundur vann við þetta. Það hefur þurft eitt- hvað til að byggja svona stórt hús, KR fékk húsið að Guðmundi látnum.“ Systir Hafþórs, Ásta, hef- ur unnið hjá honum í sjö ár. „Það eru margir sem halda Iíafþóri „Hundar sækja mikio í skóhæla og geta farið mjög illa með þá.“ Hafþór notar nýja tækni við hælplöturnar. að við séum hjón. Þegar ég átti von á barni fylgdust margir viðskiptavinirnir með því og óskuðu svo Hafþóri innilega til hamingju þegar barnið fæddist. Hann var ekkert að leiðrétta það.“ Aðspurður sagði Hafþór að vel gengi hjá sér. „Við vinnum hérna þrjú, lærling- urinn er í sumarfríi, og það er vinna fyrir fleiri. Hús- næðið leyfir bara ekki meiri vinnukraft. Við erum alltaf með augun opin fyrir nýju húsnæði en það er erfitt að flytjast bæði fyrir kúnnann og mann sjálfan. Spurningin stæði um að fara ekki of langt til að halda gömlu kúnnunum, eða fara á alveg nýjan stað og eignast nýja viðskiptavini. Vinnan er alltaf að aukast. Eg veit ekki hvers vegna það er, ég læt mína vinnu tala fyrir mig. Það er orðið mögulegt að gera svo miklu betur við en hérna áður fyrr, þegar þurfti að negla allt. Límin eru orðin svo sterk, og tæknin mikil að það er hægt að gera mjög illa farna skó alveg eins og nýja. Það eru mörg skemmtileg atvik sem koma fyrir, en þó finnst mér skemmtilegast þegar ég kem viðskiptavinin- um svo á óvart að hann stendur á gati og segir: „ha ... er þetta búið!?““ Það hefur um árabil verið krafa Sovétstjórnar- innar að Norðurlöndin verði kjarnorkulaust svæði og stjórnir ríkjanna gefi afdráttarlausar yfir- lýsingar þar um. Kröfum Sovétmanna um formlega yfirlýsingu hefur jafnan verið vísað á bug, og hafa stjórnir Noregs, Svíþóðar og Danmerkur bent á í því sambandi að í fyrsta lagi sé slík vopn alls ekki að finna í þessum löndum, auk þess sem yfirlýsing af þessu tagi mundi skil- yrðislaust kalla á aðra slíka af hálfu Sovét- manna. Það kemur að sjálfsögðu ekki til greina frá sjónarmiði Kreml- stjórnarinnar, stærsta kjarnorkuflotastöð í heimi er sem kunnugt er um það bil 100 kílómetra frá norðurlandamærum Noregs og Finnlands, sem liggja að Sovétríkjunum. Krafa Sovétstjórnarinnar um kjarnorkubann Norðurlandanna kann því að koma skringilega fyrir sjónir, en samt sem áður klifa þeir enn á því að Norðurlöndin gefi yfirlýsingu þar um. Nýjasta dæm- ið um þetta er krafa Gromykos utanríkisráðherra Sovétríkjanna Faxaborg: ! Borgfjörð efstur alhliða gæðinga—Funi setti nýtt met í 800 metra brokki UM FYRRI helgi hélt Ile.stæ mannafélagið Faxi í Borgarfirði árlegt hestaþing sitt að Faxaborg við Hvítárbrú. Auk keppni í A- og H-flokkum gæðinga og kappreiða fór fram sérstök keppni meðal unglinga og keppt var í svokiill- uðu nýliðaskeiði. Eitt íslandsmet var sett á kappreiðum mótsins og var það í 800 metra brokki og setti það Funi, Marteins Valdi- marssonar í Búðardal. Nýja^ metið er 1.38.6 mín.. cn eldra metið var 1.40,5 mín., sett á Mánagrund 1977 af Faxa. Egg- erts Ilvanndals. Ekki hefur enn verið viðurkennt neitt met í. nýliðaskeiði. í A-flokki gæðinga sigraði Borg- fjörð, 6 vetra rauðtvístjörnóttur stóðhestur, knapi og eigandi Reyn- ir Aðalsteinsson, með einkunnina 8,32. í öðru sæti varð hryssan Elísa, brún 9 vetra, knapi Ragnar Hinriksson og eigendur Edda Hinriksdóttir og Ragnar Hinriks- son, með einkunnina 8,18 og í þriðja sæti varð Glaður, 13 vetra rauðblesóttur, knapi Skúli Krist- jónsson og eigandi Kjartan Jóns- son, með einkunnina 8,00. Efstur af gæðingum í B-flokki varð Þróttur, rauðstjörnóttur 10 vetra, knapi Ragnar Hinriksson og eigandi Helga Classen, með eink- unnina 8,34. Annar varð Lýsingur, leirljós 10 vetra, knapi Einar Karelsson og eigandi Hrefna Sigurvegarar í eldri flokki unglingakeppninnar urðu Gísli Gfslason, Hofstöðum. sem hér heldur á verðlaunahikarnum, í öðru sæti varð Aðalsteinn Reynisson, Sigmundarstöðum, og í þriðja sæti Jóna Dís Bragadóttir, Borgarnesi. Halldórsdóttir, með einkunnina 8,32 og í þriðja sæti varð Silfri, grár 6 vetra, knapi og eigandi Reynir Aðalsteinsson með eink- unnina 8,20. Unglingakppnin var tvískipt og kepptu 13 til 15 ára í sérstökum flokki en þau yngri í öðrum. I eldri öðru sæti varð Helga Björnsdóttir, 11 ára, Laugavöllum, og í þriðja sæti Ilinrik Bragason, 9 ára, Borgarnesi, á Glókolli. Nýliðaskeiðið var 150 metrar og kepptu þar hross, sem ekki höfðu áður tekið þátt í skeiðkeppni. í þessari keppni sigraði Elísa, Eddu Hinriksdóttur og Ragnars Hin- rikssonar, knapi Ragnar Hinriks- son, á 17,7 sek., í öðru sæti varð Borgfjörð, eigandi og knapi Reynir Aðalsteinsson, á 18,4 sek., og þriðji Kolseggur, eigandi og knapi Jó- flokknum sigraði Gísli Gíslason, 15 ára frá Hofstoðum, á Kóp, annar var Aðalsteinn Reynisson, 13 ára, Sigmundarstöðuum, á Nös og þriðja Jóna Dís Bragadóttir, 15 ára, Borgarnesi, á Neista. I yngri flokknum sigraði Eyjólfur Gísla- son, 12 ára, Hofstöðum, á Ör, í Reynir Aðalsteinsson sigraði á stóðhestinum Borgfjörð í flokki alhliða gæðinga. Ljósm. GTK. Glóa kemur að marki í 300 metra stökki en knapi er Fríða Steinarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.