Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978 15 Kekkonen og Kreml-stjómin enn við sama heygarðshomið við hátíðahöld, sem efnt var til í Helsinki í apríl s.l. vegna vináttu- samnings Finna og Sovétmanna. Gromyko talaði greinilega ekki fyrir daufum eyrum í Helsinki fremur en endranær því að Kekkonen forseti, sem löngum hefur reynzt Sovétstjörninni drjúg málpípa reifaði málið mánuði síðar í ræðu í Stokkhólmi. Berg-málið af kröfugerð Gromykos varð þannig að Kekkon- en kvað það skoðun sína að Norðurlöndin ættu í sameiningu að taka upp samningaviðræður við stórveldin um vopnaeftirlit. Hann lýsti áhyggjum sínum vegna nevtrónuvopna og sjálfstýrield- flauga Bandaríkjamanna, en minntist hins vegar ekki einu orði á nýjustu og fullkomnustu eld- flaugar Sovétmanna af gerðunum SS og SSN, frekar en flotastöðina í Múrmansk eða kafbátabrölt þeirra á Eystrasalti að undanförnu. Tillaga Kekkonens í Stokkhólmi að þessu sinni er nánast samhljóða tillögu um sama efni, sem hann viðraði fyrst á norrænum vett- vangi árið 1963, og viðtökurnar nú urðu jafn fálegar og þær voru fyrir fimmtán árum. Tass-fréttastofan sovézka henti hana hins vegar á lofti og fjallaði fjálglega um þetta frumkvæði Finnlandsforseta, og sagði það fá mikinn og góðan Uhro Kekkonen, forseti— Finnlands hljómgrunn hjá „öllum frið- elskandi þjóðum". En stjórnir Norðurlandanna hafa ekki einungis áhyggjur af glamurtillögum. Miklu fremur er þróun mála á Svalbarða orsök þess að menn hafa áhyggjur af því að ágreiningur, sem þar er ríkjandi, kunni fyrr eða síðar að verða tilefni meiriháttar átaka. Norðmenn hafa sem kunnugt er fullan og óskoraðan yfirráðarétt á Svalbarða samkvæmt sérstökum sáttmála, sem fjölmargar þjóðir eru aðilar að, en sáttmálaþjóðirn- ar hafa á hinn bóginn jafnan rétt til nýtingar auðlinda á eyjunum og þær má ekki nota í hernaðrlegum Andrei Gromyko, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna. tilgangi. Sovétmenn eru aðilar að Svalbarða-sáttmálanum, og eru eina þjóðin auk Norðmanna, sem nýtur námur á eyjunum. Föst búseta Norðmanna og Sovétmanna á Svalbarða hefur á liðnum árum orðið tilefni margháttaðrar tog- streitu, og mörg dæmi eru um ýtni Sovétmanna af því tagi sem ótvírætt brýtur í bága við ákvæði hins alþjóðlega sáttmála. Sovétmenn á Svalbarða eru helmingi fleiri en Norðmenn, og sú staðreynd meðal annarra vekur grun um að maðkur sé í mysunni, og að kolavinnslan sé ekki eina ástæðan fyrir nærveru þeirra á eyjunum,- Rússa-nýlendurnar á Svalbarða eru að mestu einangrað- ar frá norskum yfirvöldum, og ekki þarf annað en að líta á landabréf til að sjá að lega eyjaklasans er ómótmælanlega þýðingarmikil frá hernaðarlegu sjónarmiði. Því er nærveran ein nægileg ástæða fyrir búsetu Sovét- manna á Svalbarða, þótt enginn vopnabúnaður sé þar. I flotastöðinni í Múrmansk eru Sovétmenn með um 350 herskip af fjölmörgum gerðum og stærðum að staðaldri, og Noregsmegin landamæranna er norski herinn stöðugt við því búinn að bregðast við innrás yfir landamærin þar sem ætlað er að um 12 þúsund sovézkir hermenn standi gráir fyrir járnum. Alexander Haig hershöfðingi, yfirmaður alls herafla Atlants- hafsins í Evrópu, hefur látið í ljós þá skoðun, að bandálagið þurfi á næstunni að gefa meiri gaum að varnarviðbúnaði á landamærum Noregs og Sovétríkjanna, engu síður en á mörkum áhrifasvæðis- ins í suðri, á landamærum Tyrklands og Sovétríkjanna. Rúss- um yrði mikill akkur í því að ná undir sig Norður-Noregi, ef til átaka kæmi, þar sem skipalægi þar eru langtum betri en hafnirn- ar á Kolaskaga. Með aðstöðu í norsku fjörðunum hefðu Rússar mun greiðari aðgang að Norður-Atlantshafi en með því að gera flota sinn út frá Múrmansk, en í ófriði hlyti það að verða eitt helzta keppikefli þeirra að hefta siglingar á þessu hafsvæði. (Ileimildi To the Point) hannes Jóhannesson, Ásum, á 19,8 sek. 250 metra skeiði 1. Trausti, jarpur 11 v., eig., Aðalsteinn Reynisson, knapi Reynir Aðalsteinsson, á 25,5 sek. 2. Gustur, jarpur 8 v., eig., Högni Bæringsson, knapi Ragnar Hin- riksson, á 25,8 sek. 3. Komma, brúnstj., 8. v., eig., Inga Lára Bragadóttir, knapi Ragnar Hinriksson. á 26.0 sek. 250 metra folahíaup> 1. Reykur, mósóttur 6 v., eig., Hörður Albertsson, knapi Fríða Steiharsdóttir, á 19,1 sek. 2. Kóngur, moldóttur, 6 v., eig., Jóhannes Jóhannesson, knapi Ein- ar Karelsson, á 19,4 sek. 3. Cesar, jarpur, 5 v., eig., Herbert Ólafsson, knapi Einar Karelsson. 300 metra stiikki 1. Glóa, rauðglófext, 12 v., eig., Hörður G. Albertsson, knapi Fríða Steinarsdóttir, á 23,2 sek. 2. Maja, rauðstjörnótt, eigandi og knapi Jósef Valgarð Þorvaldsson, á 23,3 sek. 3. Eldur, rauður, 7 vv eig., Leopold Jóhannesson, knapi Óskar Sverris- son. 800 metra stökk. 1. Gustur, bleikur 8 v., eig., og knapi Björn Baldursson, á 64,0 sek. 2. Þjálfi, mósóttur, 12 v., eig., Sveinn K. Sveinsson, knapi Guð- rún Fjeldsted, á 64,1 sek. 3. Rosti, brúnn, 12 v., eig., Baldur Oddsson, knapi Björn Baldursson, á 64,8 sek. 800 metra brokki 1. Funi, grár, 13 v., eig., og knapi Marteinn Valdimarsson, á 1.38,6 mín., sem er nýtt Islandsmet. 2. Smyrill, grár, 8 v., eig., Dagný Gísladóttir, knapi Ragnar Tómas- son, á 1.45,5 min. 3. Faxi, rauður 14 v., eig., Eggert Hvanndal, á 1.46,5 sek. $ io.’ Sjávarbörnin Börn að leik 102-2286(10 cm/4~) 2314(12 Dagur og nótt — Árstíðarplattarnir Allar þessar seríur eru nú fyrirliggjandi 'Lítlð vlð í verslun okkar. Gjafaúrvallð hefur aldrei verlð fallegra. RAMMAGERÐIN æ Hafnarstræti 19 2J Frá Bing& Gröndahl KONQEUG MOFLEVERANO0R llll \ B&G js7 G<* GRO^ 02-22361 )1 á cmúp/í*} Pínurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.