Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. AGUST 1978 35 Tvær sýningar í Gallerí Suðurgötu 7 LAUGARDAGINN 5. ágúst verða opnaðar tvær sýningar í Gallerí Suðurgötu 7. Á neðri hæð hússins opnar Árni Ingólfsson sína fyrstu einkasýn- ingu. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í fjögur ár, en er nú nemandi við Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam. Árni hefur unnið í alls kyns efni en að undanförnu lagt áherslu á ljós- mynd sem miðil. Þessi sýning Árna er tvískipt, annars vegar er hún byggð á sjálfstæðum mynd- verkum sem þó hafa vissan samhljóm, en hins vegar á sjálf- stæðu myndverki og hlut. Sýning- in er gerð með Galleríið í huga. Á efri hæðinni sýnir erlendur Iistamaður, Stephan Kukowski. Stephan Kukowski er búsettur í Oxford, þar sem hann starfrækir „Bureau of Fotleian Research" og gefur út tímaritið „Bone“. Hann var áður meðstjórnandi „Blitzin- formation“ ásamt Adam Czarnow- ski auk þess að vera stofnandi „The Brunch Museum" ásamt George Brecht. Brunchsafnið er stofnað kringum hinn merka vísindamann og hugsuð W.E. Brunch (1889—1974). Tilgangur þess er að safna og varðveita öll þau gögn og gripi sem geta varpað frekara ljósi á hið merkilega starf sem hann leysti af hendi á sinni löngu ævi. Sýning Kukowskis er einnig tvískipt. Annars vegar sýnir hann W.E. Brunch á yngri árum. nokkurs konar þrívíddarljóð og hins vegar hefur hann stofnsett í einu herbergi gallerísins „Miðstöð Brunchískra hugsana og rann- sókna á Islandi". I galleríinu liggja einnig frammi frekari upplýsingar um W.E. Brunch og Brunchsafnið. Sýningarnar verða opnaðar laugardaginn 5. ágúst kl. 16, en þeim lýkur sunnudaginn 20. ágúst. Galleríið er opið daglega frá kl. 16—22, en frá 14—22 um helgar. (Fréttatilkynning) Fréttabréf frá Borgarfirði eystra: Fidrildin dönsudu í Borgarfirdi Hingaö til Borgarfjarðar komu góðir gestir laugardagskvöldió 15. júlí s.l. Var pað pjóðdansaflokkurinn „Fiðrild- in“ frá Egilsstöðum. Sýndi hann gamla dansa og þjóðdansa viö góðar undir- tektir og hrifningu áhorfenda. Þjóðdansahópurinn „Fiðrildin" hóf starfsemi sína veturinn 1974—75 meö kennslu og æfingum á gömlu dönsun- um og framan af voru eíngöngu æföir gömlu dansarnir. Síðar komu pjóð- dansarnir sem eðlileg þróun. í maí 1977 fór flokkurinn til Bergen, par sem hann tók pátt í alpjóðamóti. Var hópnum mjög vel tekið og var búiö hjá pjóðdansafólki á einkaheimil- um í vikutíma. Síðan var haldiö til Óslóar og sýnt á Eiðsvöllum, sem er vinabær Egílsstaða. Alls urðu sýning- ar í Noregi þrettán talsins. í vetur bárust hópnum svo boð um pátttöku í stóru þjóðdansamóti í Burgas í Búlgaríu. Þangað fara 16 dansarar meö priggja manna hljóm- sveit. Mótiö stendur frá 21. til 27. ágúst. Verður síðan dvaliö í Búlgaríu í vikutíma eftir að mótinu lýkur. Burgas er á Svartahafsströndinni og par eru eftirsóttar baðstrendur. Aðalstarfið er pó að sjálfsögðu hér heima, við kennslu og útbreiðslu íslenskra dansa. Æfingar eru annan hvern míðvikudag yfir veturinn, en auðvitað miklu péttar, pegar æft er fyrir sýningar. Félagar uröu um hundrað á síöasta starfsári. Sumir mæta á allar æfingar, en aðrir sjaldnar. Venjulega mæta 30—50 á æfingar, og er peim pannig hagað, að kenndír eru dansar og rifjað upp fyrri hluta kvöldsins, en síðan er dansað frjálst seinni hlutann. Félagsgjald er óverulegt, enda enginn launaður starfsmaður. Öll vinna er sjálfboðaliðsstarf. Hins vegar á félagið góð hljómflutningstæki. Ekki er forsvaranlegt að sýna íslenska pjóðdansa án pjóðbúninga og hafa margir komið sér upp búningum. Karlbúningarnir eru nokkru ódýrari en kvenbúningar, enda ekkert silfur á peim. Sílfur á upphlut kostar í dag um 100 púsund kr. svo pað er Ijóst, að kostnaður við búninga er verulegur, jafnvel pótt konurnar saumi búningana sjálfar, sem pær hafa gert. Alltaf er nokkur eftirspurn eftir sýníngum, t.d. sýndi hópurinn fyrir norrænt leikhúsmót á Hornafirði 18. júní s.l. Og 17. júní sýningar á Egilsstöðum eru fastur liður. Þá eru sýningar á ípróttamótum, skemmtun- um fyrir aldraða, í afmælishófum ýmissa félagssamtaka og við ótal önnur tækifæri. Starfsemi austfirska pjóðdansa- tlokksins er menningarstarf, pví að auk pess að skemmta heldur hann viö gamalli, pjóðlegri menningararfleifð. Þetta er einnig landkynningarstarf, pví að haft er mikið samstarf viö erlenda hópa. Tekið var t.d. á móti lettneskum flokki í fyrra, samnorrænum í hitteð- fyrra og von er á stórum norskum hópi næsta sumar og dvelur hann hér á landi a.m.k. í vikutíma. Stjórnendur pjóðdansaflokksins „Fiðrildin“ eru hjónin Gunnhildur Ingvarsdóttir og Þráinn Skarphéðins- son. Við Borgfirðingar pökkum „Fiðrild- unum“ ógleymanlega kvöldstund og árnum peim gæfu og gengis í væntanlegri Búlgaríuför. Sverrir Haraldsson. Væntanlegir IJúlgaríuíarar. GeriÖ sjálf minniháttar viögeröir SPECTRA viögeróarvörur lækka yiöhaldskostnaóinn Vandantál í kælikerfinu Hvort sem það er leki, stífla, eða ryðmyndun, SPECTRA hefur ráð við því. Erfið gangsetning Ryð í yfirbyggingunni Bílalökk Gat á púströrskerfinu SPECTRA startgasið er SPECTRA viðgerðarsett- SPECTRA lökk í hentug- SPECTRA viðgerðar- örugg tausn við slíkum ið er góð lausn. Hentar um spraybrúsum. Fjöldi borðinn eða kíttið þéttir vanda. einnig til viðgerða á lita. og glerharðnar í sprung- ýmsum hlutum úr tré, um og götum. plasti, steini o.fi. Kynnið ykkur úrvalið af SPECTRA viðgerðarvörunum. Fást á bensínstöðvunum og víða annars staðar. Olíufélagið Skeljungur hf Heiidsölubirgðir: Smávörudeild.Laugavegi 180, sími 81722. POLSKI FIKT ER HANN GOÐUR KRAFTMIKILL? SPARNEYTINN? — ÞÆGILEGUR? HVAÐ Hann er allt þetta og mikiö meira. Pólski Fíatinn hefur nú veriö seldur á íslandi í nokkur ár meö góöum árangri. Sem dæmi um þaö sem fylgir meö í kaupunum þegar þú kaupir Pólska Fíatinn má nefna: kraftbremsur meö diskum á öllum hjólum, radial dekk, tvöföld framljós með stillingu, læst bensínlok, bakkljós, teppi horn í horn, öryggisgler, 2ja hraöa miöstöö, 2ja hraöa rúðupurrkur, rafmagnsrúðusprauta, kveikjari, Ijós í farangurs- geymslu, 2ja hólfa karprator, synkromeseraöur gírkassi, hituö afturrúða, hallanleg sætisbök, höfuðpúðar o.fl. Þaö er óhætt aö segja aö þú færö mikið fyrir peninginn þegar þú kaupir Pólskan Fíat. Aö innan og utan er bíllinn laglega unninn og þægilegur. HAGSTÆÐASTA BÍLVERÐIÐ í DAG. Kominn á götuna meö ryðvörn og öllu tilheyrandi 1.815.000 - kr. Til öryrkja 1.395.000 - kr. FIAT EINKAUMBOO A ÍSLANDI DAVÍÐ S/GURÐSSON hf. SIÐUMULA 35. SÍMI 85855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.