Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978 fMtagmtfrliifeife Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveínsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúí Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvín Jónsson r A harðahlaupum undan ábyrgð Þegar skyggnzt er um í íslenzku þjóðfélagi í dag ber skugga á velferð samtímans og horfur næstu framtíðar. Þeir, sem líta þjóðfélagið í ljósi og með yfirsýn langrar mannsævi, hafa orðið vitni að því, hvern veg frumstætt bændaþjóðfélag, þar sem öryggisleysið bjó við hvert fótmál, hefur þróazt yfir í tæknivætt velferðarþjóðfé- lag, þar sem atvinnu- og afkomuöryggi og félagslegar framfarir hafa verið svo að segja áþreifanlegar staðreyndir. En þeir hafa einnig séð, hvern veg vaxandi lífsgæðakapphlaup hefur smám saman höggvið úr burðarsúlum afkomuöryggis þjóðarinnar; hvern veg óðaverðbólgan hefur leikið rekstrargrundvöll atvinnuveganna, kaupgildi gjaldmið- ils okkar og launa og skekkt siðferðismat manna; hvern veg stjórnmálaflokkar og hagsmunahópar hafa deilt um keisarans skegg meðan þjóðarhagsmunir — og þar með framtíðarhagsmunir einstaklinganna í þjóðfélaginu — hafa vegið salt á hengibrún sjúks efnahagslífs. Sá vandi, sem nú blasir við íslenzkum atvinnuvegum og íslenzku efnahagslífi, er svo augljós, að enginn neitar tilvist hans lengur, þótt hagsmunahóparnir hafi reynt að horfa fram hjá honum í lengstu lög. Hins vegar hefur gengið treglega að virkja áhrifaöfl í þjóðfélaginu til nauðsynlegrar samstöðu um lausn vandans. Þótt deilt sé um leiðir, í orði kveðnu, er undirrót sundurlyndisins einkum tvíþætt, að því er virðist. Hver hagsmunahópur út af fyrir sig vísar á þann næsta sem burðaraðila óhjákvæmilegrar samfórnar. Og tímabundnar óvinsældir hugsanlegra efnahagsaðgerða hafa blásið að eldum ábyrgðarleysis hjá stjórnmálaflokkunum, ekki sízt hjá Alþýðubandalaginu, sem er á harðahlaupum undan hvers konar ábyrgð í þjóðfélaginu í dag. Allt að því aumkunarverð öfundsýki út í óvænt kosningafylgi Alþýðuflokksins virðist reka þann flótta með þeim hætti, að jafnvel hinir grafalvarlegustu menn fá brosgrettu á andlit. Flótti Alþýðubandalagsins undan ábyrgð í þjóðfélaginu er, gamanlaust, athyglisvert fyrirbæri, sem vert væri nánari athugunar, þótt ekki verði nánar farið ofan í þá sauma að sinni. Hitt er þó hálfu alvarlegra þegar Alþýðubandalagið treður þessu flokkslega ábyrgðarleysi inn á íslenzka launþegahreyfingu, sem mest á í húfi, hvort tekst að tryggja rekstrargrundvöll atvinnuveganna — og þar með áframhaldandi atvinnuöryggi — og vinna bug á verðbólgunni, sem ætíð leikur þá verst, er minnst mega sín í þjóðfélaginu. Þeir einir, sem hafa aðgang að ódýru fjármagni, þ.e. með vöxtum sem ekki eru í samræmi við verðþróun í landinu, geta hagnazt á svokölluðum verðbólgugróða. Allur almenningur, ekki sízt þeir er standa undir sparifjármyndun í landinu, hafa hins vegar borið skarðan hlut frá borði, svo ekki sé kveðið sterkara að orði. — Dæmi um þetta ábyrgðarleysi, tilorðið í Alþýðubandalaginu en fram komið í nafni verkalýðshreyfingar, skal nú nefnt. Þegar Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, vann að myndun meirihlutastjórnar, þ.e. svokallaðrar „vinstri" stjórnar, snéri hann sér til Snorra Jónssonar, starfandi forseta ASI, og óskaði viðræðna milli flokks síns og forystumanna sambandsins. Að sögn Alþýðublaðsins taldi forsetinn öll tormerki á slíkum viðræðum. Á sama tíma sátu þeir forystumenn ASÍ, sem hallir eru undir Alþýðubandalagið, fundi með formanni þess. Að sögn Alþýðublaðs- ins var ósk Benedikts um þessi samráð aldrei borin undir miðstjórn ASÍ. Með hliðsjón af því, hverja áherzlu verkalýðshreyfingin hefur lagt á samráð við hana um hugsanlegar aðgerðir í efnahagsmálum, verður þessi afstaða vart skilin á annan veg en sem liður í refskák Alþýðubandalagsins, sem nú hefur .útilokað tvenns konar stjórnarmyndun undir forsæti formanns Alþýðuflokksins, þ.e. nýsköpunarstjórn og „vinstri" stjórn. Þessi afstáða ber a.m.k. meiri keim af flokkspólitík en faglegri afstöðu forystumanns í víðfeðmum launþegasamtökum. Þetta afmarkaða dæmi er nefnt hér sem samnefnari fyrir, hvern veg á ekki að standa að samskiptum áhrifaafla í þjóðfélaginu, þegar sameiginlegir þjóðarhagsmunir krefjast samráðs og samstöðu. Undir slíkum kringumstæðum — og raunar öðrum líka — á Alþýðusambandið að fagna og taka opnum örmum öllum tilraunum til að koma á skoðanaskiptum, hvaða stjórnmálaflokkur sem á í hlut. Það er áreiðanlega vilji hinna almennu meðlima verkalýðsfélaganna, sem of sjaldan eru spurðir ráða. Meginmáli skiptir nú, að horfa fram en ekki aftur. Hvetja verður til sem víðtækastrar samstöðu áhrifaafla í þjóðfélaginu, stjórnmálaflokka og hagsmunahópa, til að þjóðarskútan steyti ekki á skeri stöðvunar atvinnuveganna og þar með atvinnuleysis. Það er framleiðslan í þjóðfélaginu sem endanlega ber uppi lífskjör þjóðarinnar. Stöðvun hennar er því tilræði við þessi sömu lífskjör. Það að höggva á þegar knýttan efnahagshnút er fyrstá skrefið til að tryggja áframhaldandi atvinnuöryggi í landinu. Það verður þó ekki gert til frambúðar nema í því höggi felist vegur til verðbólguhjöðn- unar. Flestar nágrannaþjóðir okkar hafa sigrazt á verðbólguvandan- um, komið verðbólgunni niður í um og undir 10% á ári. Öll 12 viðreisnarárin var verðbólguvöxtur hér á landi af svipaðri stærðargráðu. Og á fyrri hluta nýliðins kjörtímabils tókst og að koma verðbólgu niður úr 54% í endaðan feril vinstri stjórnarinnar í u.þ.b. 27% á miðju ári 1977, þó þá sigi á ný á ógæfuhliðina. Vandinn er því viðráðanlegur — en því aðeins að þjóðin leggi áf flokkadrætti um sinn og sameinist um viðfangsefnið. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Geir Hallgrímsson á blaðamaraiafundi: Horfur á þjóðstj< en þó möguleiki s TAKIST að koma á þjóðstjórn hér á landi verður meginverkefni hennar að vinna að lausn efnahagsvandans og ráðast gegn verðbólguógnvaldinum. Hins vegar er ekki eðlilegt að f jögurra flokka stjórn af þessu tagi sitji nema skamman tíma eða í kringum tvö ár, vinni á því tímabili einnig að stjórnarskrárbreytingu um kjördæmaskipan í landinu og breytingu á kosningalögum í samræmi við samþykkt Alþingis en að þeim tíma liðnum verði efnt til nýrra kosninga eða mynduð ný ríkisstjórn. Þetta var megininntakið í máli Geirs Hallgrímssonar formanns Sjálfstæðisflokks á fundi með blaðamönnum, sem hann boðaði til eftir að hafa gengið á fund forseta íslands og tilkynnt honum að hann yrði við málaleitan forseta um að hafa forystu um viðræöur stjórn- málaflokkanna um myndun meiri- hlutastjórnar í landinu. Efnahagsmálin meginverkefnið Geir Hallgrímsson skýrði frá því í upphafi þessa fundar, að hann mundi kanna hvort unnt mundi að koma á samstarfi þeirra fjögurra stjórnmálaflokka, sem eiga menn á þingi en meginverk- efni stjórnarsamtarfs af þessu tagi yrði að leysa vandann í efnahagsmálum og ráða niðurlög- um verðbólgunnar. Markmið stjórnarinnar yrði í stuttu máli — að halda verðbólgustigi niðri, kaupmáttarstigi launa sem hæstu, atvinnustigi í jafnvægi, og um leið jöfnuði í viðskiptum við útlönd. Geir sagði ennfremur, að stefnt mundi að því að stjórn af þessu tagi mundi vinna að stjórnar- skrárbreytingu með tilvísun til samþykktar síðasta Alþingis um skipun nefndar er vinni að breyt- ingu á kjördæmaskipan og á kosningalögunum, og er þar miðað við að starfstími þeirrar nefndar verði tvö ár. Geir bætti því við, að þar sem hér væri um að ræða 4ra flokka stjórn væri eðlilegt að starfstími hennar yrði tiltölulega skammur og í ljósi samþykkta Alþingis um stjórnarskrárbreyt- inguna að miða starfstíma hennar einnig við tvö ár eða að þeim tíma liðnum kæmi til nýrra kosninga til Alþingis ellegar nýrrar stjórnar- myndunar. Ljósir annmarkar þjóðstjórnar Geir Hallgrímsson sagði, að honum væru ljósir þeir annmark- ar sem væru á ríkisstjórn af því tagi, sem hann hygðist reyna að ná samstöðu um í fyrstu tilraun, þ.e. þjóðstjórn. Þingræðisskipulagið hér á landi gerði ráð fyrir stjórnarandstöðu og hlutverk sterkrar stjórnarandstöðu reyndar mjög mikilvægt. Af þessum sökum væri ljóst að samstarf af þessum toga gæti aldrei staðið mjög lengi. I svari við fyrirspurn sagði Geir Hallgrímsson raunar, að hann væri ekki alltof bjartsýnn um árangur af þeim viðræðum, sem fyrir dyrum stæðu. Hann kvaðst virða margar þær röksemdir sem fram hefðu komið í máli manna gegn þjóðstjórnarhugmyndinni. Rætt væri t.d. um að þjóðstjórn ætti ekki rétt á sér nema þegar neyðarástand ríkti, t.d. í styrjöld- um. „Ég er alls ekki þeirrar skoðunar að neyðarástand ríki hér um þessar mundir, þvert á móti búum við við velmegun, en hins vegar er vissulega vá fyrir dyrum, þar sem er hinn mikli ógnvaldur, verðbólgan, og þá staðreynd tel ég réttlæta samstarf allra flokka." Stefaníumynstrið næsti möguleiki Geir var að því spurður hvaða möguleika hann teldi koma næst- an, ef þjóðstjórnartilraunin færi út um þúfur, og svaraði hann því til að í fyrri viðræðum hefði auðvitað komið fram hver væri afstaða einstakra flokka til tiltek- inna stjórnarmyndunarmöguleika. Geir kvaðst sem minnst vilja um það segja hvaða skref tækju næst við en því væri þó ekki að leyna að fyrir hendi væru ákveðnir sam- starfsmöguleikar, sem lægi þá næst fyrir að reyna og væri þar fyrst að nefna samstarf Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Sj álfstæðisf lokks. Geir var þá spurður hvort hann teldi stjórn af því tagi mundu geta Ellert B. Schram alþm.: S j álfs tæðisflokki og stjórnarmync Þegar þetta er skrifað er Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins að hefja tilraunir til stjórnarmyndunar. Of snemmt er að spá nokkru um árangurinn af þeirri tilraun, en athyglisvert og ánægjulegt var að verða vitni aö þeirri samstöðu sem ríkti á fundi miðstjórnar og þingflokkfe Sjálf- stæðisflokksins, þegar formanni var veitt ótakmarkað umboð til að takast þá tilraun á hendur. Það var harla ólíkt því andrúmslofti, sem mest var áberandi innan flokksins strax eftir kosningar. Þá voru Iangflestir sjálfstæðis- menn þeirrar skoðunar að flokkur- inn ætti undir engum kringum- stæðum að fara í ríkisstjórn og þær raddir voru háværar sem kröfðust áfáagnar forystunnar eins og hún lagði sig. Breytt andrúmsloft Viðræður vinstri flokkanna, endalok þeirra og þau hrikalegu brigslyröi, sem ganga á milli þessara flokka nú, hafa gerbreytt öllum viðhorfum. Á ég þá bæði við að atburðir síðustu daga hafa þjappað sjálfstæðismönnum betur saman, og almenningur allur gerir sér betur grein fyrir þýðingu pg hlutverki Sjálfstæðisflokksins. Út á við hafa augu manna opnast fyrir því, að þrátt fyrir allt verður þessari þjóð ekki stjórnað af heilindum og ábyrgð, nema með þátttöku Sjálfstæðisflokks, og inn á við hafa menn áttað sig á því, hversu nauðsynlegt er að flokkur- inn sé samhentur og heilsteyptur. Ekki flokksins vegna eingöngu, heldur þjóðarinnar vegna. Sjálfstæðismenn gera sér og grein fyrir því, að styrkur Sjálf- stæðisflokksins á ekki að ráðast af því, að stjórn annarra flokka leiði til ófarnaðar, heldur hinu, að flokkurinn sjálfur sanni tilveru sína með framkvæmd stefnumála sinna í stjórnarandstöðu. Þetta þýðir auðvitað ekki, að allt sitji við það sama í flokksmálum. Ýmsar breytingar eru óhjákvæmi- legar bæði í forystusveit flokksins og stefnumótun. Það hefur allt sinn aðdraganda, enda hafa um- ræður innan flokksins að undan- förnu leitt í ljós, að hinn mikli fjöldi góðra sjálfstæðismanna um land allt mun ekki lrða neinum einstaklingi að splundra flokknum vegna sjálfs sín. Flokkurinn er þeim meira virði en hver sá maður, sem vill kasta eign sinni á flokk eöa forystuhlutverk. Grundvallar- stefnunni ekki hafnað Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrir verulegu áfalli í þeim kosningum sem fram fóru á þessu vori. Ástæðulaust er að draga fjöður yfir þá staðreynd, að stærsta skýringin á þeim ósigrum var getuleysi ríkisstjórnarinnar við lausn efnahagsvandans og vaxandi vantrú kjósenda á, að samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks réði við þann vanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.