Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978
Bandaríkin fengu
Contreras tekinn
JíTÚsalom. W ashinKton. 2. á«úst. Rcutor.
\I\
SENDIFULLTRÚI Bandaríkj-
anna í Miðausturlöndum. Alfred
Atherton. kom til Jerúsalem frá
Kairó í dají og var súr í brajjði
eftir nær tvej?jya stunda viðræð-
ur við leiðtojja Israels.
Sagðist hann hafa skýrt þeim
Menachem Begin forsætisráð-
herra. Moshe Dayan utanríkis-
ráðherra ojí Ezer Weisman varn-
armálaráðherra frá viðra'ðum
sínum við Sadat Egyptalandsfor-
seta ojí væri hann eftir það
vonlítill um beinar friðarviðra*ð-
ur á milli rikjanna en mundi
fram að næstu helai undirhúa
jarðvejjinn fyrir Cyrus Vance
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna sem mun halda áfram
tilraunum til að fá Israela oj;
Ej;ypta til að tala saman.
Saj;ði Atherton að í einu orði
sagt hefðu tilraunir sínar tij
friðarviðræðna mistekizt hinj{að
til oj; Sadat væri harðákveðinn í
því að ekkert yrði úr friðarviðræð-
um vegna afstöðu Israela til
yfirráða sinna á hernumdu svæð-
unum á vesturbakka Jórdanár og á
Gazasvæðinu.
Vance utanríkisráðherra sagði í
Washington í gær að litlar líkur
væru á því að ferð hans yrði
árangursrík. Hefði Bandaríkja-
stjórn gert sér vonir um að um
beinar friðarviðræður yrði að
ræða en þær vonir færu hrað-
minnkandi. Talsmenn stjórnarinn-
ar í Washington bentu á nýaf-
staðna heimsókn krónprins Saudi
Arabíu Fahd Aben Abulaziz til
Kairó um síðustu helgi og sögðu
ERLENT
hana enga tilviljun. Sögðu þeir að
Saudi Arabía styrkti Egyptalands-
stjórn með milljarði Bandaríkja-
dala árlega og hefði það án efa
áhrif á ákvarðanir Sadats.
ísraelskir leiðtogar hafa lýst
kvíða sínum og segja að
Bandaríkin gætu jafnvel komið
fram með eigin friðaráætlanir til
að koma í veg fyrir að friðarvið-
ræður detti alveg upp fyrir.
Talsmenn Bandaríkjastjórnar
hafa hins vegar neitað að slíkt yrði
og ef Bandaríkjamenn kæmu með
friðaráætlanir yrðu þær lagðar
fyrir ísraela og Egypta samtímis.
Héldi Sadat hins vegar fast við
fyrrnefnda ákvörðun sina gæti svo
farið að þeir kæmu með slíkar
áætlanir. Þar sem leiðtogar Israels
vita að Bandaríkin eru hlynnt því
að þeir drági úr yfirráðum sínum á
hernumdu svæðunum óttast rnarg-
ir að Begin neiti að fallast á slíkar
tillögur og upphefjist því spenna í
samskiptum Bandaríkjanna og
ísraels.
Santia«o. 2. ágúst. Router.
CHILE hefur orðið við þeim
tilmælum Bandarikjastjórnar um
að taka höndum fyrrverandi
yfirmann leynilögreglu landsins,
Manuel Contreras hershöfðingja.
Bandaríkjamenn saka hann um
að bera ábyrgð á morði fyrrver
andi utanrikisráðherra Chile,
Orlando Leteliers.
í tilkynningu frá dómsmála-
ráðuneyti Chile sagði að tveir
ráðamenn hersins hefðu verið
hnepptir í fangelsi ásamt Contre-
ras af sömu sökum og að beiðni
Bandaríkjastjórnar. Letelier lét
lífið ásamt bandarískum sam-
starfsmanni er sprengja eyðilagði
bifreið hans í Washington 1976.
Letelier, sem einnig var sendi-
herra lands síns í Washington, var
skeleggur gagnrýnandi herstjórn-
ar Augustos Pinochets í Chile.
Hann var tekinn höndum eftir að
Dvalarmet
í geimnum
Moskvu. 2. ágúst. AI’.
SOVÉTMENN slógu dvalarmet
Bandaríkjamanna í geimnum á
miðvikudag, er geimfararnir
Kovalenok og Ivanchenkov höfðust
áfram við í geimstöðinni Soyuz 29.
Dvalarmet Bandaríkjamanna var
937.6 stundir. Ekki er enn vitað
hvenær geimfararnir snúa aftur
til jarðar en þangað til munu þeir
halda áfram rannsóknarstörfum í
geimstöðinni.
Salvador Allende var steypt af
stóli 1973, en var síðan látinn laus
og fór þá til Bandaríkjanna.
Samkvæmt opinberri kæru, sem
fram kom í gær, stóð Contreras á
bak við morðið.
. V / /
N
J' N
Ai f/
Amslerdam 22 skýjað
Apena 33 sólskin
Berlín 25 skýjaö
Briissel 23 skýjað
Chicago 26 rigning
Frankfurt 24 rigning
Genf 25 sólskin
Helsinki 27 sólskin
Jóhannesarborg 21 sólskin
Kaupmannahöfn28 sólskin
Lissabon 24 sólskin
London 20 rigning
Los Angeles 30 heiöskírt
Madríd 29 heiöskírt
Malaga 26skýjað
Miami 30 skýjað
Moskva 26 heiðskírt
New York 22 skýjað
Ósló 28sólskin
Palma, Mallorca 28 skýjað
París 21 rok
Reykjavík 13 rigning
Róm 23 sólskin
Stokkhólmur 30 sólskin
Tokyó 34 sólskin
Vancouver 24 sólskin
Vínarborg 30 sólskin
Christina og nýi eiginmaðurinn Sergci Kauzov ærslast á ströndinni í Rio de Janeiro f nóvember 1976.
Þar var hún stödd f viðskiptaerindum.
Christina í 2 her-
bergia íbúð í Moskvu
Moskvu. 2. ágúst VI*.
Christina Onassis og hennar
rússneski ektamaki eyddu
fyrsta degi hjónabands síns í
lagfæringar á tveggja her-
bergja íhúð sem verður heimili
þeirra í Moskvu.
Ilyggjast þau dveljast í
Moskvu fram á fimmtudag en
þá halda þau í brúðkaupsferð í
nágrenni við Baikal-stiiðuvatn-
ið í Síberíu. Sagði eiginmaður
Christinu. Sergei Kauzov. sem
er 36 ára að aldri. fréttamönn-
um. að þau hjónakornin hlökk-
uðu til að geta slappað af við
Baikal-vatnið en Christina
hefði þó áhyggjur af því að
veðrið yrði ef til vill ekki gott
og gæti því farið svo að þau
héldu til austurlanda. Neitaði
hann að gefa upp hvort þau
mundu ferðast með lest eða
flugvél. Aðspurður um hvort
hann tæki upp eftirnafnið
Onassis eins og ýmsar fregnir
hafa hermt sagði hann það
fráleitt. Hann héldi áfram
nafninu Kauzov. Sagðist hann
ekkert skilja í ágangi frétta-
manna. því hann og Christina
væru ósköp venjulegt fólk.
Þegar hann var spurður
hvernig honum liði eftir brúð-
kaupsnóttina svaraði hann:
„Stórkostlega.“ Sagði hann að ef
til vill flyttu þau hjónin í stærri
íbúð í Moskvu en það væri ekki
enn ákveðið. „Við viljum setjast
að í Moskvu," sagði hann enn
fremur en bætti við að fram-
tíðaráætlanir þeirra lægju ekki
enn á ljósu og of snemmt væri
að ákveða hvort þau flyttust úr
landi.
Kauzov sagði að Christina
hefði enn ekki hitt níu ára
gamla dóttur hans frá fyrra
hjónabandi, Katrínu, sem hefur
undanfarið verið í sumarleyfi
með móður sinni. Þær mundu þó
hittast bráðlega.
Um framtíðaráætlanir sínar
og störf vildi Kauzov ekkert
ræða og virtist fréttamönnum
hann vilja segja sem minnst um
hina stórauðugu eiginkonu sína.
Sagði hann Christinu ekki vilja
ræða við fréttamenn og þar að
auki hefði hún ekkert að segja
þeim.
Christina og Kauzov voru
gefin saman í borgaralegri
vígslu s.l. þriðjudag.
Eyddu þau brúðkaupsnótt-
unni á svítunni sem Christina
hefur á leigu á Intourist
hótelinu í Moskvu, sem hún mun
leigja áfram þar til lagfæring-
um á íbúð þeirra er lokið.
Litlar vonir um
friðarviðræður
Um veðurfrétt-
imar frá Miami
— Athugasemd farþega Flugleiða
- S var AP-fréttastofunnar
EINS og lesendum Mbl. er
kunnugt hirtast daglega á
erlendum frét^jsíðum hlaðsins
upplýsingar um veður víða um
heim. Mbl. hefur nú borizt bréf
frá tuttugu og fimm íslending-
um sem dvöldust í Miami á
Florida fyrir skömmu, þar sem
þeir draga í efa réttmæt’
veðurfregna blaðsins frá
Miami. Þar sem áður höfðu
borizt kvartanir af sama tagi
leitaði Mbl. þá eftir því við
AP-fréttastofuna sem sendir
veðurskcyti það sem hér um
ra-ðir út um heim. að lýst væri
hvernig veðurfréttanna væri
aflað.
Bréf íslendinganna fer hér á
cftiri
Vegna þeirrar veðurlýsingar
sem daglega birtist í Morgun-
blaðinu, undir heitinu: „Veður
vjða um heim“, viljum við
undirrituð biðja blaðið að birta
eftirfarandi athugasemd.
Við vorum öll í hópferð
Flugleiða á Florida, dagana
9/6—30/6 1978. Þá daga segir í
veðurlýsingu yðar um veðrið í
Miami:
6 daga rigning,
7 daga skýjað,
1 dag bjart,
I dag mistur.
Flesta þessa daga var hins
vegar sólskin þarna, meiri hluta
dags, og við óttumst að veður-
iýsing yðar gefi fólki hér
alranga mynd af veðurfari á
Miami-strönd, hvernig sem á
þessari lýsingu stendur.
Vegna þess að um er að ræða
einstaklega dýrlegan dvalar-
stað, þykir okkur leitt ef rangar
upplýsingar verða til að letja
fólk til að fara í Floridaferðir.
Hvaða skýring kann að vera á
þessum villandi upplýsingum,
vitum við ekki, en við endurtök-
um að veðurupplýsingar yðar
gefa alranga mynd af veðurfar-
inu á Miami-strönd.
Upplýsingarnar
eru írá Bandarísku
veðurþjónustunni
í svarskeyti því sem
AP-fréttastofan sendi Mbl.
vegna fyrirspurna í þessu sam-
bandi segir m.a.: „Skrifstofa
okkar í New York hefur svarað
og sagt að veðurfréttir frá
Miami komi frá Bandarísku
veðurþjónustunni (U.S. National
Weather Service) og AP breytir
ekki því sem hún segir. Jafnvel
þó að einhver sem er á staðnum
í Miami sjái hvernig veður er á
tilteknu augnabliki, kann sú
útgáfa að vera frábrugðin hinni
opinberu veðurlýsingu. Veður-
lýsingin er send þaðan kl. 22 að
staðartíma á hverju kvöldi og á
við um sólarhringinn á undan.
Skýrslur eru ekki fáanlegar frá
veðurþjónustunni snemma
morguns og þar af leiðir að
veðurfréttir frá Miami eiga í
reynd við veðrið frá deginum
áður og um þær mundir sem
veðurfréttin birtist í blaðinu er
veðurlýsingin þar með orðin
tveggja daga gömul. Vegna
timamismunar virðist ekki ger-
legt að sneiða hjá þessu en ætti1
þó að geta skýrt hvernig málið
er vaxið.“