Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978 Eftir því sem ég kemst næst, þá er núna grænt ljós. „Þarna getið þér sjálfur séð hversu auðveldlega þér getið meitt yður á yðar eigin heimili. Tryggingin sem ég býð yður ...“ 7BEKr „Taktu þessu ekki sona illa, elskan. Við höfum þó ennþá hvort annað.“ Hjólreiðar eru ekki bara fyrir börn Það er sjaldan sem maður sér fullorðna á hjóli hér á götum borgarinnar, eins og er svo algengt t.d. í Danmörku. Sumum finnst það hallærislegt að stíga á hjól eftir 15 ára aldurinn, jafnvel hlægilegt. En hjólreiðar eru ein- mitt mjög góð hreyfing og tilvalin íþrótt til að stunda með börnun- um. Hér á landi hefur lítið sem ekkert verið gert til verndar hjólreiðamönnum, t.d. er það næstum hættulegt að hjóla hér eftir aðalgötunum í borginni. Og það er bannað að hjóla á gang- stéttunum, svo hvað er þá til ráða fyrir þá sem vilja njóta útiveru á hjóli? Að sjálfsögðu er mögulegt að hjóla í sumum íbúðarhverfun- um og það er hægt að hafa hátt um tillitsleysi bifreiðarstjóra á götun- um gagnvart hjólreiðafólki. En af hverju ekki að taka hjólin með í skottinu út á land og skoða náttúruna úr hnakknum? Krokket og golf verða síf- ellt vinsælli hér á landi. Krokketið verður stöðugt vinsælla hér á landi Þegar fólk hefur lokið við að tjalda og komið sér fyrir úti í náttúrunni er ýmislegt hægt að gera sér til skemmtunar. Margir kjósa að fara í gönguferðir, aðrir fara í boltaleiki, eða spila badminton, svo eitthvað sé nefnt. Eitt er það sem alveg tilvalið er að taka með sér í ferðalagið, en það er krokket. Leikreglurn- ar eru mjög einfaldar og öll fjölskyldan getur verið með. Hægt er að fá ýmsar gerðir af þessu spili, sem sífellt verður vinsælla og vinsælla, og er verðið á bilinu 5 til 15 þúsund og fæst spilið í flestum sportvöru- verslunum. Einnig er hægt að fá lítil golfsett í hentugum pakkning- um til að taka með sér í ferðalög og er verðið í kringum 6 þúsund. Þetta eru þó aðeins nokkur dæmi um það sem hægt er að gera sér til skemmtunar, og viljum við eindregið hvetja fólk til að gera eitthvað heilbrigt og skemmtilegt. Það er þó því miður allt of algeng sjón að sjá fólk veltast útúrdrukkið í kringum tjöld sín og hafa lítið annað fyrir stafni en að röfla hvert við annað. Slíkt getur oft endað með ósköpum og við viljum því frekar ráðleggja fólki að kveikja lítinn varðeld, og hafa það notalegt í kringum hann. Þá er tilvalið að hafa með sér gítar og taka lagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.