Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 19
/ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978 19 Náðu 3 bæjum á sitt vald Lundon. 2. ágÚKt. Routor. EÞÍÓPSKUM hersveitum hefur tekizt að ná aftur á sitt vald þremur bæjum í norðurhluta Eritreru frá aðskilnaðarsinnum, að því er útvarpið í Addis Ababa skýrði frá í fyrrakvöld. Náðu hersveitirnar bænum Areza og nágrenni hans á sitt vald en deginum áður hafði þeim tekizt að hertaka bæina Digsa og Sebeneita. í fjögurra daga bardaga um bæinn Adi Keih tóku hersveitirnar mikið af vopnum og herfangi og létu þá margir uppreisnarmenn lífið. Utvarpið i Addis Ababa sagði að í þeim bardaga hefði sjúkrahús- ið í Adi Keih stórskemmst og margir sjúklinga og starfsmanna látið lífið. Síðustu fregnir herma að úr- slitaorustur hafi verið háðar í gær um hina umsetnu höfuðborg Eritreru, Asmara. 6 slökkviliðs- menn létu lífið New York. 2. áKÚst. AP. ÞAK af brennandi verzlunarhúsi í Brooklyn-hverfi í New York féll til jarðar með þeim afleiðingum að tólf slökkviliðsmenn grófust undir því og létu sex þcirra lífið. Sjö þeirra sem börðust við eldinn særðust alvarlega. Slökkvilið New York-borgar sagði þetta mesta mannskaða á meðal slökkviliðsmanna við störf síðastliðin tólf ár. Mjög illa gekk að ráða niðurlögum eldsins á verzlunarhúsinu sem brann til kaldra kola á þremur klukku- stundum. Um 150 menn unnu við að slökkva eldinn. Haustið 1966 létu tólf brunaliðs- menn lífið þegar þeir börðust við að slökkva eld í þremur sambygg- ingum við Madison Square i Manhattan í New York. Þetta gerðist í DAG eru 150 dagar eftir af árinu. Af erlendum viðburðum átti eftirfarandi sér staö þennan dag: 1977 — Makaríos erkibiskup, forseti Kýpur, andast 63 ára að aldri. 1974 — Ný borgaraleg stjórn í Grikklandi afmáir síðustu leifar herforingjastjórnar landsins, sem verið hafði við völd í sjö ár. 1963 — Dean Rusk veröur fyrsti utanríkisráðherra Bandaríkj- anna til að heimsækja Sovétrik- in og undirritar þar samning um að draga úr kjarnorkutilraunum þjóðanna. 1958 — Bandaríski kjarnorku- kafbáturinn „Nautilus" verður fyrstur til að kafa undir Norður- pólinn. 1911 — Þjóðverjar segja Frökk- um stríö á hendur og ráðast inn í Belgíu. 1881 — Brezkar hersveitir nema Suez-borg herskildi. 1589 — Hinrik af Navarre tekur viö krúnunni af Hinrik 111. Frakkalionungi og verður Hin- rik IV. 1492 — Krstófer Kólumbus lætur úr höfn í Palos á Majorka í leiðangur, sem leiddi til þess að hann uppgötvaði Ameríku. Innlenti Stiklastaðaorrusta (Þormóður Kolbrúnarskáld) 1030 — Vígður Jón hiskup Arason 1524 — Gos í öra’fa- jökli 1727 — Bændur mótmæla símanum í Reykjavík 1905 — Gengisfelling 1961 — F. Sigur geir Sigurðsson biskup 1890 — Brynjólfur Jóhannesson 1896 — Agnar Kofoed Hansen 1915. Afmæli eiga í dag> James W.vatt, enskur arkitekt (1746—1813), Tony Bennett, bandarískur söngvari (1926----). Orð dagsins, „Viljirðu mæta velgengni skaltu sp.vrja þrjá öldunga ráða.“ — Kínverskur niálsháttur. Svona á hirðfólk að sitja. Phillip prins'við hlið Elísabetar II. Bretadrottningar í ökuferð í Kanada um síðustu helgi, en þar voru þau í heimsókn. Uppgötvaði prinsinn eitthvað í sætinu eða er hann e.t.v. að verða örlítið fjarsýnn? Rhódesíustjórn fær óvæntan byr Salishury. 2. áKÚst. Rcuter. YFIRHERSHÖFÐINGI Rhó- desíuhers, Peter Walls, skýrði frá því á þriðjudagskvöld að „tæki- færissinnaðir hryðjuverkamenn“ hefðu tekið höndum saman með hráðabirgðastjórninni á nokkr um styrjaldarsvæðum landsins. Einnig hefur einn blökkumaður í stjórninni, séra Sithole, lýst því yfir að innrás Rhódesíuhers inn í Mósambfk hafi verið nauðsynleg til verndar lýðræði. Walls hershöfðingi sagði frétta- mönnum að vissir hópar innan „Föðurlandsfylkingarinnar" hefðu sagt skilið við hana og snúist til liðs við bráðabirgðastjórn Jan Smiths og blökkumannaforingj- anna þriggja, Muzorewa biskups, Chiraus og séra Sitholes. „Við nefnum stjórnarandstæðinga hryðjuverkamenn," sagði hann, „en gangi þeir í lið með okkur nefnum við þá skæruliða." Þessi ummæli hershöfðingjans eru fyrsta vísbendingin um að umtalsverður fjöldi hryðjuverka- manna hafi gerst liðhlaupar í Rhódesíustríðinu, sem á sér sex ára gamla sögu. Kom fram að þessa væru einkum dæmi á undanförnum þremur til fjórum mánuðum. Ein helzta ástæða innrásarinnar inn í Mosambík um síðustu helgi mun hafa verið sú ógn er „tæki- færissinnum" stafaði af heríiði, er þaðan átti að senda inn í Rhódesíu til að spilla vopnahlésáformum stjórnarinnar gagnvart Föður- landsfylkingunni. Að sögn Walls taldi herlið þetta um 2.700 manns og tókst að gera það óvirkt með innrásinni. Réttlæting séra Sitholes á inn- rás Rhódesíuhers skýtur skökku við yfirlýsingu flokks hans, Afr- íska einingarbandalagsins, Zimba- bwe, fyrir tveimur dögum, sem fordæmdi innrásina. Sagði Sithole að yfirlýsingin kæmi frá mönnum, sem ekki skildu að „við þurfum stundum að grípa til ráðstafana, sem við mundum ekki gera undir venjulegum kringumstæðum. Brezki utanríkisráðherrann, Da- vid Owen, lýsti því yfir í dag að aflétting viðskiptabanns á Rhó- desíu myndi gera að verkum að Bretar misstu algerlega áhrif sín í nýlendunni fyrrverandi. Átrúnaðargoð laust úr haldi N> ju Dolhi. 2. ágúst. Reuter. IIUNDRUÐ áhangenda Ananda Marga sértrúarhópsins (ögnuðu í dag. er leiðtogi þeirra fékk að fara frjáls ferða sinna úr fang- elsi. en þar hafði hann setið í sjö ár. Gagnnjósnarar báru banahögg CIA af Castro ll;i\alla. '1. agúsl. AI* — lvi*ui«*r. Kúbanskir gagnnjósnarar, sem höfðu bandarísku upplýsingaþjónustuna, CIA, að ginningarfífli með því að látast vera verkfæri hennar, tókst að hnekkja áformum CIA-útsend- ara um að myrða Castró forseta og fremja önnur ofbeldisverk. Upplýsingar þessar komu fram hjá fimm Kúbumönnum á heim- smóti æskunnar í Havana. Fyrir mótið á þriðjudag sem einungis boðsgestir sækja, tal- aði bandarískur ræðumaður, Philip Agee, fyrrverandi starfs- maður CIA. Sagði hann banda- rísku upplýsingaþjónustuna bera ábyrgð á dauða 100 Kúbu- manna 1960, er flutningaskip eitt, er færði Kúbumönnum vopn frá Belgíu, sprakk í loft upp. Hann neitaði að gera grein fyrir smáatriðum málsins. Einn kúbönsku ræðu- mannanna, Jose Fernandez Santos, fullyrti að gera hefði átt tilraun til að myrða Castró í Mexíkó 1976, ári eftir að upplýs- inganefnd bandarísku öldunga- deildarinnar gaf út skýrslu um ráðabrugg CIA um að svipta Castró og aðra stjórnmálaleið- toga lífi. Upplýsinganefndin sagði í skýrslu þessari að vitað væri um átta skipulögð tilræði gegn'Castró en forsetinn sjálfur kveðst hafa komizt á snoðir um 25 slíkar tilraunir. Annar Kúbumaður, Nicolas Sirgado, sagðist hafa blekkt upplýsingaþjónustuna í 10 ár með því að þykjast henni handgenginn. Sagðist hann hafa Fidel Castro segist vita um 25 misheppnaðar morðtilraunir Bandaríkjamanna við sig. gengið í CIA í för til London árið 1966. Hefði ráðamaður leyniþjónustunnar, Harold Benson, að nafni, sagt honum að laun hans yrðu greidd inn á reikning í New York. Kvaðst hann hafa fengið þjálfun til hvers kyns starfa og verið látinn gangast undir lygapróf, sem hann stóðst með prýði. Var honum þá falið að afla upplýs- inga um efnahags- og stjórnmál á efstu stöðum. Sirgado segist hafa falsað upplýsingar fyrir CIA á skipulagðan hátt, en þrátt fyrir það hefði einn ofursti leyniþjónustunnar komið að máli við hann 1976 og fært honum þakkir þáverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissingers, og úr að gjöf. Annar ræðumaður, sem njósnað hafði fyrir CIA, sagðist hafa fengið upplýsingar um fyrirhugað morðtilræði við Castró meðan á heimsókn hans stóð í Chile 1971 og aftur seinna á Kúbu. Enn annar sagði frá því að upplýsingaþjónustan hefði gefið honum fyrirmæli um að afhenda leynisk.vttu riffil 1. janúar 1965 til óhæfuverka daginn eftir. Kvaðst hann þó ekki hafa orðið við tilmælunum. Vitnaleiðslur þessar gegn CIA fóru fram á 11. heimsmóti æskunnar í Havana, sem 20000 ungmenni sækja frá 145 löndum og er í þetta sinn tileinkað „einurð gegn heimsveldastefnu“. Trúarleiðtoginn, Prabhat Ran- jan Sarkar, 58 ára gamall upp- hafsmaður Ananda Marga, var látinn laus gegn tryggingu í Patna í Austur-Inglandi eftir að dómstóll hafði lýst hann saklausan af aðild að morðsamsæri. Aðalritari hóps-v ins, Awadhoot, var einnig látinn laus með honum. Sarkar hafði verið í hungurverk- falli af og til í þrjú ár til að mótmæla meðferðinni á sér i fangelsinu. Leiðtoginn hefur sagt að um fimm milljónir manna um heim allan iðki trú hans. Metár Alaska Anchorage, 2. ágúst — AP LAXVEIÐIMENN í Alaska fagna nú fengsælasta ári í manna minnum og á 200 m.ílna landhelgin eflaust sinn þátt í því. Ein flutningabifreiðin af ann- arri með fullfermi af frystum hnúðlaxi bíður nú við höfnina í Seattle eftir að getaTlutt kassana yfir í flutningaskip til útflutnings til Asíu. Stórkostleg laxgengd er nú rétt að byrja í suðausturhluta Alaska og hefur verið skýrt frá því að milljón hnúðlaxar hafi veiðst á fyrstu 15 klukkustundunum eftir að laxveiðitími á því svæði hófst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.