Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.08.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAOIÐriKIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1978 t Eiginmaður minn og faöir okkar BJARNI J. JÓHANNSSON, vélstjóri frá Patreksfiröi, lést í Landspítalanum 31. júlt. Margrét Stefánsdóttir og börn. Eigínmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, ALFREÐ KARLSSON, bakarameistari, Suðurgötu 50, Akranesi, er lézt á heimili sínu aðfararnótt 30. júlí, verður jarðsunginn í Akraneskirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 1:30. Sesselja Oskarsdóttir, Ruth Alfreðsdóttir, Kristinn Sigurösson, Bryndís Alfreösdóttir, Karl Óskar Alfreösson, Halldóra Þórisdóttir, Helga K. Alfreðsdóttir, Guörún B. Alfreösdóttir, og barnabörn. t Móðir mín og dóttir okkar ÞURÍÐUR HAFDAL SIGURJÓNSDÓTTIR verður jarösett frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. júlí kl. 3. Jóhanna Guómundsdóttir, Guðfínna Steindórsdóttir, Sigurjón Guðjónsson. t Þökkum af alhug hlýjar kveöjur, vináttu og virðingu er minningu, BALDURS BALDVINSSONAR, á Ófeigsstööum, var sýnd við andlát og útför hans. Sigurbjörg Jónsdóttir, börn og aðrir vandamenn. t Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS VALDEMARSSONAR, fisksala, Hamrahlíö 27 Kristín Hannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þeim mörgu er á einn eða annan hátt minntust SVEINBJARGAR AUDUNSDÓTTUR, viö útför hennar 27. júlí sl. þökkum viö hjartanlega. Sérstakar þakkir færum viö þeim, er önnuöust hana á Landspítala og Sólvangi, Hafnarfiröi. Pétur Guðmundsson, Friörik Pétursson, Gunnar Pétursson, Guöbjörg Guöbrandsdóttir. t Alúðar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, Svavars Agnarssonar, Blönduósi. Þóra Þóröardóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. t Innilegustu þakkir faerum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu, við andlát og útför, eiginmanns míns, sonar, fööur, tengdaföður og afa, JÓNS TRAUSTA SIGURJÓNSSONAR, Drafnargötu 17, Flateyri, Sigríður Sigursteinsdóttir, Guórún Valdímarsdóttir, Reynir Traustason, Halldóra Jónsdóttir, Halldór Traustason, Þorsteínn Traustason, Þórir Traustason, og barnabörn. HjórturÞór Gunn- arsson — Fæddur 6. fcbrúar 1962 Dáinn 26. júlí 1978. Nú er striði hans lokið. Frændi minn kvaddi þennan heim að kvöldi hins 26. júlí s.l., þegar sólin skein hvað bjartast og hlýjast á okkur vanmáttugar verur þessarar köldu og miskunnarlausu veraldar. Hann var sá sólargeisli, sem ætíð ljómaði af, og það eitt að hugsa til hans hlýtur að ryðja burtu öllum drunga úr sálum okkar, sem fengum að kynnast honum. Okkar byrðar hljóta að verða léttvægar miðað við það, sem á hann var lagt og fjölskyldu hans. Ok þeirra var svo þungt, að hetjur og hörkutól hefðu kiknað undan því, en þegar öllu er á botninn hvoift leggur lífið sínar þyngstu byrðar á hina veikustu, af því að þeir einir hafa styrk til að bera þær. Strax á fyrsta ári kom í ljós, að einhverra hluta vegna hafði barn- ið ekki sama þrek og þrótt og aðrir jafnaldrar þess. Barátta fyrir velferð barnsins var endalaus, og þrotlaust var leitað svara hjá ýmsum læknum með litla dreng- inn. í mörg ár lifði vonin um bata, en að því kom, að staðreyndin blasti við — enginn mannlegur máttur gat breytt þeim forlögum, sem honum höfðu verið búin. Þau voru aðeins á einn veg. Með sama æðruleysinu og óeigingirninni tóku foreldrarnir þeim úrskurði. Ekki fer hjá því, að manni finnist það ójöfn barátta, sem háð var. Hann var hvers manns hugljúfi og betri hlýtur sú manneskja að verða, sem á einhvern hátt var svo lánsöm að kynnast honum. Margar voru sjúkrahúslegurnar orðnar og alltaf var barizt með sama hugrekkinu og alla tíð átti hann til bros og létta lund, hvenær sem litið var til hans. Á sumrin dvaldi hann í Reykja- dal og naut þar umönnunar yndislegs fólks, en bezt af öllum var hún Dúna, sem fylgdi honum og hjálpaði til síðustu stundar. Það var hún, sem hélt í höndina á honum, þegar yfir lauk. Síðustu vetur dvaldi hann hjá góða fólkinu í Selbrekku 32 i Kópavogi ásamt yngri bróður sínum og fleiri fötluðum börnum, til að létta aðeins byrði foreldranna, en um helgar var hann á heimili sinu hjá Minning foreldrum og bræðrum í Hafnar- firði. Öllum þótti svo óumræðilega vænt um þennan brosmilda dreng, að það var þeim hinum sömu hin mesta gleði og ánægja að geta gert honum lífið að einhverju leyti sem bærilegast. Hver er svo tilgangurinn? Voru honum búin þessi forlög til að við hin, sem kynntumst honum, gerum okkur ljósari grein fyrir því, hvers virði heilsan er og allt annað, sem okkur er gefið? Væri ekki nær að þakka það, sem hefur af gjafmildi verið útdeilt meðal okkar, í stað þess að bera stöðugt fram auknar kröfur sjálfum okkur til handa? Ættum við ekki fremur að líta í kring um okkur og huga að þeim, sem minna mega sín, rétta fram hjálparhönd og gera tilraun til að láta eitthvað gott af okkurleiða? Þess er svo víða þörf, ef að er gáð. Það er alltaf sárt að kveðja ástvini. Brottför Hjartar Þórs héðan var mikil lausn fyrir hann og er ég þess fullviss, að fyrir handan þarf hann ekki á hjólastól að halda. Vera hans hér meðal okkar finnst mér hljóta að færa manni heim sanninn um það, að okkar bíði betra og æðra líf. Til hvers værum við annars að berjast? Mestur mun söknuður vera hjá litla bróður hans Gunnari, sem forlögin hafa ætlað líkt hlutskipti. Hadda og Gunnar trega soninn unga, Jóhannes saknar yndislegs bróður, en öll gleðjumst við í hjarta okkar yfir því, að endi er bundinn á vonlausa baráttu Hjart- ar Þórs fyrir lífi hér í þessum heimi, vegna vissunnar um betri og bjartari framtíð annars staðar. Hildur frænka. Stundum finnst okkur Guð óréttlátur, og spyrjum hvers vegna hann hafi tekið hann Hjört frá okkur, hann sem naut þess svo að lifa þótt mikið fatlaður væri og aðeins 16 ára gamall? Ég kynntist Hirti sumarið 1970 er hann kom til okkar í Reykjadal á endurhæfing- arstöð fyrir fötluð börn sem Styrktarfélag Lamaðra og fatlaðra rekur. Strax við fyrstu kynni hafði Hjörtur þannig áhrif á okkur starfsfólkið að við löðuðumst ósjálfrátt að honum, hann hafði einstakt lag á að spyrja spurninga og allt vildi hann vita. Hjörtur hafði sérstakan áhuga af svo ungum dreng að vera á allri uppbyggingu í Reykjadal. Hvern vetur sem fundum okkar bar saman upp frá þessu, spurði hann ætíð: „Andrea hvenær förum við í Reykjadal, förum við í ferðalag." „Setjum við niður tré í sumar?" spurði hann mig í vetur. Þetta voru líka hans síðustu orð þegar við fórum saman í sjúkrabílnum úr Reykjadal miðvikudaginn 26. júlí nema þá sagði hann, „Hvenær koma trén? Því Hjörtur vissi að það stóð til að gróðursetja tré í Reykjadal í sumar. Þegar hann spurði svona fann ég hversu sárgrætilegt það er að vera ekki fær um að gleðja lítinn fatlaðan dreng með slíkri framkvæmd strax. Frá því er við fyrst kynntumst Hirti vissum við að hann ætti ekki langt líf framund- an; þess vegna var hver stund með honum mikils virði, og mikið hefði fjöldinn haft gott af því að kynnast Hirti, alltaf var hann á nægður með hversu lítið sem fyrir hann var gert, hann vildi alls ekki að við hefðum áhyggjur, honum væri að batna. Já, mikill munur var á viðhorfi þessa unga drengs og fólks, sem er óánægt með allt og finnst það aldrei hafa nóg. Seinustu stundir okkar með Hirti voru afskaplega áhrifaríkar. Þegar stundin nálgast er víst enginn viðbúinn, og alltaf er haldið í vonina, seinustu stundir Hjartar stóðum við hjá rúmi hans gjör- samlega vanmáttugar, en jafnvel á þeirri stundu sýndi þessi góði drengur af sér glettni. Okkur mun aldrei líða úr minni seinustu orð LTIIIÁTÍÐ að úlfljótsvatni um verslunarmannahelgi Forsala aðgöngumiða er hafin á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: í ARO-jeppabifreiö í Austurstræti — þar eru einnig seldir Rauöhettubolir og hattar. Keflavík og Suðurnes: Hjá Steindóri og SBK. Egilsstöðum, Akureyri, ísafirði og Vestmannaeyjum: í afgr. Flugfélagsins og veitir þaö einnig mótsgestum 15% afslátt á flugferöum til og frá Reykjavík. Verð aðgöngumiða aðeins kr. 8000-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.