Morgunblaðið - 04.08.1978, Side 9

Morgunblaðið - 04.08.1978, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1978 9 sig að reyna að auka kaup frá Portúgal, eins erfitt og það virðist vera? Hér að framan benti ég á mikilvægi þessa markaðar á síðastliðnum árum. Því til viðbót- ar má einnig nefna, að meginhluti þess fiskmagns, sem til Portúgal hefur farið upp á síðkastið, hefði ekki gengið á aðra markaði og er því um enn mikilvægari markað að ræða en beinar tölur segja til um. Það er öllum fiskframleiðendum vel kunnugt. Portúgalir hafa verið og eru mikil fiskneyzluþjóð og saltfiskur er þjóðarréttur þeirra. Vonandi er sú aflahrota, sem nú stendur, aðeins upphaf að síauknum afla á næstu árum í kjölfar útfærslu landhelginnar og eins og stendur að þessar togarasmíðar í Portúgal stangist á við hagsmuni innlendra skipasm íðastöðva. Vafalaust stangast allur inn- flutningur frá Portúgal á við hagsmuni einhverra aðilja, en ég vil benda á það, sem Þórleifur Jónsson, frkvstj. Félags dráttar- brauta og skipasmiðja, sagði í nefndri grein, að hagsmunir fisk- framleiðenda og skipaiðnaðarins fara að miklu leyti saman. Ég vil leyfa mér að taka svo sterkt til orða, að í þessu sambandi fari hagsmunir fiskframleiðenda og landsmanna allra saman. Ég skora þvi á þessa aðila, sem hafa verið að agnúast út i þessi viðskipti, að beita sér heldur fyrir því, að dregið verði úr innflutningi ófreistað til að um í Portúgal virðist ekkert veita af öllum þeim mörkuðum, sem við höfum aðgang að. Þær hjáróma raddir hafa heyrzt, að við yrðum að búa svo um hnútana, að við þyrftum ekki á portúgalska markaðnum að halda framvegis og slyppum þá við þetta umstang við að auka innkaupin. Vissulega væri æskilegt, að við hefðum ávalit svo góða markaðs- stöð fyrir útflutningsvörur okkar, að við gætum látið lönd og leið þann markað, sem erfiður er hverju sinni, en að við höfum efni á að strika yfir markaðinn í Portúgal í einu vetfangi, held ég að sé ofmat á öðrum mörkuðum, enda gott nærtækt dæmi um skreiðar- markaðinn í Nígeríu, sem talinn var tapaður en hefur nú opnast aftur, eftir að mikil vinna hefur verið lögð í það, bæði af opinberum aþilum og sölufélögum. Ég held að engum blandist hugur um það, hve mikilvægt það hafi verið að hann opnaðist og það er bjargföst skoðun mín, að einskis eigi að láta ófreistað til að halda öllum þeim mörkuðum fyrir fiskafurðir, sem einhvers virði geta talizt, a.m.k. meðan þær breytingar á mörkuð- um eru að eiga sér stað, sem fylgja í kjölfar breytingar á hafréttar- málum. Bent heíur verið á í blaðagrein, hliðstæðra vara frá þjóðum, sem lítt eða ekkert af okkur kaupa, og beina auknum viðskiptum til góðra viðskiptaþjóða eins og Portúgal. Auðvitað verður reynt hér eftir sem hingað til, að reyna að forðast árekstra við innlenda hagsmunahópa í þessu sambandi, en hér duga engin vettlingatök. S.l.F. hefur hingað til ekki viljað hafa bein afskipti af innflutningi frá Portúgal, en talið eðlilegra að hefðbundnir innflytjendur sæu um hann. Sú skoðun er enn óbreytt, en hins vegar hefur S.Í.F. nú ráðið mann í nokkra mánuði til þess að reyna að kanna til hlítar, hvað valdið geti þeim erfiðleikum, sem íslenzkir innflytjendur telja að séu á viðskiptum við Portúgal. Mun hann hafa náið samband við Viðskiptaráðuneytið og reyna að aðstoða innflytjendur eftir föng- um við að koma á viðskiptum við portúgalska útflytjendur. Rétt er að undirstrika það, að með þessu er S.Í.F. ekki að vanþakka það sem unnið hefur verið að þessum málum, heldur vill það þvert á móti reyna að leggja þessum viðskiptum sérstakt lið, og treystir jafnframt á liðsinni allra góðra manna til að viðhalda góðum viðskiptum íslands og Portúgal. Karnabær HLJCHDCILD Fyrir 2 plötur ókeypis buröargjald. Fyrir 4 plötur10% afsláttur og ókeypis buröargjaid. í takt við tímann SGT Heart Club PBB? HíAMJfON :TV€ BŒ ( Peppers Lonley Band: Bee Gees, Peter Framplan o.fl. Aldrei nokkurntíma í sögunni hefur veriö beöiö meö jafn mikilli eftirvæntingu eftir nokkurri hljóm- plötu sem þessari. í Bandaríkjunum einum voru fyrirfram pantanir 4 milljón eintök! Auövitaö vorum viö í Karnabæ fyrstir meö þessa plötu hér á landi og nú geröir þú einungis rétt meö því aö athuga um hvaö allur spenningurinn snýst. Fjörefni — Dansaö á Dekki. Þessi afspyrnugóöa stuöplata ■ veröur kynnt viö verslun okkar í ■ Austurstræti í dag og fá allir vegfarendur Fjörefna-pillu til aö næla í barminn í tilefni dagsins. Eins og sjá má eigum viö nú allar vinsælustu og athyglisveröustu plöturnar á markaöinum, auk geipigóös kassesttuúrvals. Þess vegna liggur beinast viö aö spara sporin og leggja leiö sína í einhverja af 3 verslunum okkar viljiröu hafa góöa og/eða skemmtilega tónlist á dagskránni um Verslunarmannahelgina. Nýjar vinsælar plötur Gerry Rafferty — City to City Ðonni Tyler — Natural Force Billy Joel — The Stranger Electric Light Orchestra — Out of the blue Motors — Approved by the Motors Darts — Everyone plays darts Moody blues — Octive Randver — Þaö stendur mikiö til Burton Cummlngs — Dream of a Child Johnny Winter — Ný plata Boney M — Night flight to Venus Tom Robinson Band — Power in the Darkness (tvöföld) Boomtown Rats — A tonic for the Troops Rocky Horror Picture Show Dave Gilmore — Dave Gilmore lan Dury — New Boots & Panties Bob Dylan — Street Legal Bruce Springsteen — Darknes on the Edge after Town Bee Gees o.fl. — Saturday Night fever Montreaux Summitt II (super jassplata) Barry Manilow — Even Now Kate Bush — The Kick Inside Einnig geypilega gott úrval af jass/progressivum plötum fyrir pá sem vilja eyöa helginni í pælingar. Og svo eru auðvitað allar vinsælustu plöturnar einnig til é kassettum. Kamabær, Hljómplötudead \ Laugavegi 66 \ S. 281 55 í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.