Morgunblaðið - 05.08.1978, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978
11
Kommúnistar
kveða upp
yfir sér
pólitískan
útlegðardóm
og megin-
viðfangsefni
foringjanna
er að koma
sér undan
því að þurfa
að takast á
við þjóðar-
vandann
%
uppbótakerfi ríkiskommissariata
á undanförnum árum; Kúba.
Máltækið „lík börn leika best“ á
við um efnahagsmál eins og annað.
Kúbumenn komust fljótt á snoðir
um, hversu erfitt var að halda uppi
viðskiptum við vestræn lönd, sem
byggðu á allt öðrum lögmálum
efnahagslífs og á aðeins þremur
árum neyddust Kúbumenn til þess
að snúa sér með viðskipti sín til
þeirra landa, sem við svipað
efnahagskerfi bjuggu — austan-
tjaldslanda.
Alveg laust við alla útreikninga
og deilur um þá máttu Alþýðu-
bandalagsmenn vita, að hvorki
Alþýðuflokkur né Framsóknar-
flokkur höfðu hug á að styðja að
því, að slíkt efnahagskerfi yrði upp
tekið á Islandi, sem ekki aðeins er
óraunhæft heldur skeri óhjá-
kvæmilega á eðlileg viðskipti milli
Íslands og vestrænna viðskipta-
þjóða þess. Hvorugur flokkurinn
kærði sig um, að Island yrði ný
Kúba. Vitandi vits rufu Alþýðu-
bandalagsmenn því vinstri viðræð-
urnar með tillögum sínum þar um.
Vilia vera
utan stjórnar
Af framansögðu er ljóst, að eftir
því sem á viðræðurnar leið kom
sífellt betur í ljós, að Alþýðu-
b'andalagið vildi umfram allt vera
utan stjórnar.
En hvers vegna vill Alþýðu-
bandalagið ekkí í stjórn? M.a. af
eftirfarandi ástæðum:
1. Sagan segir okkur, að
kommúnistar hafa aldrei fengist
til starfa í ríkisstjórn nema við
þær sérstöku aðstæður að allir
sjóðir væru fullir og mikill upp-
gangur í efnahagsmálum. Við
þannig aðstæður fóru þeir í
„nýsköpunarstjórn" eftir stríð. Við
þannig aðstæður fór þeir í vinstri
stjórn Hermanns Jónassonar 1956
og við þannig aðstæður fóru þeir í
vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar
1971.
M.ö.o.: Til þess að kommúnistar
fáist til þess að fara í ríkisstjórn
þurfa að vera einstakir góðæris-
tímar í efnahagsmálum þjóðarinn-
ar. Þá má gera ráð fyrir, að þeir
endist tvö til þrjú ár í stjórnar-
samstarfi og fer það eftir því,
hversu einstakt góðærið er. Undir
öllum öðrum kringumstæðum má
ganga út frá því sem gefnu, að
kommúnistar séu krónískur
stjórnarandstöðuflokkur.
2. Því meíri sem efnahagserfið-
leikar þjóðarinnar kunna að vera
þeim mun meiri óánægja má gera
ráð fyrir að sé meðal þjóðarinnar.
Þeim mun meiri óánægja, sem
liggur í landi, þeim mun meiri
fylgisöflunarmöguleika má gera
ráð fyrir, að kommúnistar eigi.
Þeim mun meira fylgi, sem þeir fá,
þeim mun meiri krafa er til þeirra
gerð um stjórnarábyrgð. Þeim
mun meiri krafa, sem gerð er til
kommúnista um stjórnarábyrgð,
þeim mun meiri þörf hlýtur að
vera fyrir þá í ríkisstjórn. Þeim
mun meiri þörf, sem látin er í ljós
fyrir aðild kommúnista að ríkis-
stjórn, þeim mun minni líkur eru
á, að þeir gefi á því kost, því þeim
mun meiri hætta er á, að óánægju-
öflin finni sér annan farveg.
M.ö.o.: Alþýðubandalagið hefur
þá sérstöðu meðal íslenskra
stjórnmálaflokka, að þeim mun
meiri þörf, sem landsmenn láta í
ljós, að þeir hafi fyrir það, þeim
mun minni líkur eru á, að
flokkurinn verði við áskoruninni.
3. Alþýðubandalagið safnar
atkvæðum af svipuðu káppi og
aurasál peningum. Það skiptir
litlu máli hvaðan myntin er, hver
hún er, hvaðan hún kemur, hvert
er hennar verðmæti — jafnvel
ekki hvort hún sé gild. Enda er
tilgangurinn aldrei sá að nota
hana — heldur bara að eiga hana.
Alþýðubandalagið notar ekki at-
kvæðin sín frekar en nirfillinn
aurana.
Enda er ekki auðhlaupið að því.
Alþýðubandalagið, glatkista mót-
mælanna, getur yfirleit.t ekki
markað, hvorki eitt né annað í
samvinnu við aðra, neina þá
stjórnarstefnu, sem gerir það að
verkum að það geti haldið „öllum
aurunum". Áðeins í undantekning-
artilvikum þegar eitt einstakt mál
er svo yfirþyrmandi stórt að það
skyggir á öll önnur og getur nýtst
Alþýðubandalaginu sem afsökun
— viðbára um „algjöran forgang"
— gagnvart fylgi tíndu upp úr tíu
pokum, er Alþýðubandalagið fært
um að fara í ríkisstjórn. Þannig
nýttist landhelgismálið Alþýðu-
bandalaginu tvívegis sem afsökun
gagnvart „tíupokafylginu" fyrir
ríkisstjórnaraðild. Nú er land-
helgisstríðið unnið — og ekki
meira hægt að færa út. Þar til
þjóðþrifamál af slíkri stærðar-
gráðu fyrirfinnst hefur Alþýðu-
bandalagið enga afsökun gagnvart
„tíupokafylginu" sínu — og fer
ekki í stjórn.
Með auðum atkvæð-
um og ógildum
Alþýðubandalagið hefur því
farið í pólitískt orlof. Það hefur
tekið þá ákvörðun að vera „stikk-
frí“ í bili. Sem sakir standa eru
aðeins þrír alvörustjórnmálaflokk-
ar á Islandi — og svo einn, sem
veitir atkvæðum viðtöku einn
sunnudag fjórða hvert ár milli
klukkan 9 fyrir hádegi og 11 eftir
hádegi, skemur í sveitum. Er fólk
vinsamlega beðið að ónáða ekki
flokkinn á öðrum tímum.
Islenskir kjósendur, sem af
einhverjum ástæðum finna ekkert
við sitt hæfi hjá stjórnmála-
flokkunum, eða hafa ekki áhuga á
stjórnmálum eiga því þriggja
kosta völ hér eftir í stað tveggja
áöur:
1. að sitja heima á kjördag.
2. að skila auðu
3. að kjósa Aiþýðubandalagið.
í samræmi við þetta þyrfti að
telja atkvæði greidd Alþýðubanda-
laginú með auðum atkvæðum og
ógildum. A.m.k. horfast þær þús-
undir, sem greiddu bandalaginu
atkvæði í síðustu kosningum, nú í
augu við það, að alveg eins hefði
mátt spara sér ómakið með því að
sitja heima. Atkvæðin greidd
Alþýðubandalaginu eru nákvæm-
lega jafn áhrifalaus og auð
atkvæði og ógild svo lengi sem
Alþýðubandalagið unir sér í sinni
sjálfkjörnu pólitísku útlegð. Tíu-
pokaatkvæðin eru sjálfsagt hæst-
ánægð. En hvað um hina?
Sýning Steingríms Eyfjörð
og Friðriks Friðrikssonar
Það má með réttu segja, að
varla hafi þeir félagar Stein-
grímur Eyfjörð Kristmundsson
og Friðrik Þór Friðriksson
lokað dyrum sýningar sinnar í
Gallerí Suðurgötu 7, fyrr en þeir
eru komnir aftur á stúfana. I
þetta sinn troða þeir upp að
Kjarvalsstöðum þar sem þeir
deila Vestursal til helminga á
móti Margréti Reykdal — en
skilrúm á milli. Manni dettur
helst í hug að þeim félögum liggi
fjarska mikið nýstárlegt á
hjarta er þeir megi til með að
opinbera — eða þá að þeir eru
að „safna“ sýningum í einhverj-
um ákveðnum tilgangi. Ef svo
heldur fram sem horfir geta
þeir verið búnir að troða upp í
öllum sýningarsölum borgarinn-
ar og jafnvel nágrannabyggðum
áður en árið er úti og það með
léttum leik!
Vinnubrögð þau, er þeir við-
hafa, gefa undirrituðum ekki til
kynna að hér sé um hnitmiðuð
og alvarleg átök við efniviðinn
að ræða auk þess sem sýningin
nýtur sín illa að Kjarvalsstöð-
um. Ekki varð ég var við neitt
nýtt né frumlegt á þessari
sýningu sem ég hef ekki séð
áður í listtímaritum, Galerie
SÚM eða að Suðurgötu 7. Helzt
detta mér í hug útþynntar
hugmyndir sem gengið hafa yfir
Evrópu síðustú árin — heim-
spekilegar vangaveltur í bland
ásamt óvæntum hugdettum, —
en hér oftast án upplifunar og
djúprar hugsunar. Mér þykir
það með sanni miklu frumlegra
þegar sonur minn lítill er að
drasla gömlum og lúðum spýt-
um inn í húsið okkar. Það er þó
upplifað og ekkert á bakvið
annað en barnsleg hrifning og
framtaksákefð.
mmm
■
Á loftandaveiðum
Dregið saman í hnotskurn
finnst mér viðleitni Steingríms
og Friðriks bera keim af alvöru-
ladsum leik — hér vantar
hnitmiðuð vinnubrögð og upplif-
að sprell og spé er hrífur
áhorfandann og grípur. Mikið
þykir mér annars Steingrímur
hafa vikið langt út af þeirri
vænlegu braut er hann virtist
vera að hazla sér völl á — sem
einkenndist af vönduðum vinnu-
brögðum, hugkvæmni og upplif-
un þótt áhrif annars listamanns
gætti þar (Piet Holstein).
Sýningarskrá er engin en
skýringartextar hanga uppi við
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
hlið sumra myndanna — ósjald-
an líkast heimspekilegum ljóð-
um og ekki endilega í fullu
samhengi við „listaverkin“. Hér
væri bókarformið sennilega
vænlegri tjáningarmiðill.
Væri annars ekki verðugra
verkefni fyrir Kjarvalsstaði að
vera með gott úrval úr borgar-
listasafninu yfir hásumarið í
Vestursal og af Kjarval í
Austursal og beina straum
útlendinga þangað? Það eru
engin fordæmi í Evrópu fyrir
sýningum í síbylju allt árið svo
sem ég hefi oft drepið á áður og
gagnrýnendur eiga að eyða
tímanum í allt aðra og mikil-
vægari hluti en smásýningar.
Um alla Evrópu eru á þessum
tíma stórsýningar sem undan-
tekning er að fréttist af hingað
heim en hafa ómælt gildi fyrir
listþróunina.
Bragi Ásgeirsson.
Sýning Margrétar Reykdal
Margrét Reykdal er ein af
tiltölulega fáum Islendingum er
stundað hafa listnám í Osló auk
þess sem hún hefur numið og
tekið prófgráðu í listasögu við
Oslóarháskóla og í „Forming" í
Statens Lærerskole. Ekki er
undirrituðum kunnugt um af
hvaða gráðu próf þessi eru né
hvaða réttindi þau gefa en
samanlagt virðist þetta býsna
viðamikið og langt nám. Mætti
þó álykta að hér bætist okkur
allt í senn málari, listfræðingur
og myndíðakennari, sem er í
hæsta máta óvenjulegt.
Margrét hélt sína fyrstu
sýningu hér heima árið 1974 og
þá að Hamragörðum, auk þess
sem hún hefur tekið þátt í
sýningum í Osló, Stavanger og
átt myndir á haustsýningu FÍM.
Nú hefur Margrét opnað
sýningu að Kjarvalsstöðum þar
sem hún sýnir 29 málverk og 10
vatnslitamyndir og stendur sýn-
ingin yfir til sunndudagsins 6.
ágúst. — Það er greinileg og
sterk norsk áhrif í þessum
myndum sem er skiljanlegt eftir
svona langa dvöl í Noregi, enda
eru fyrirmyndir a.m.k. nokkurra
mynda hennar beinlínis sóttar í
norskt landslag — en aðrar
virðast vera hugmyndir og
hughrif frá landslagi og fæ ég
ekki greint hvort um er að ræða
norskt eða íslenzkt svið því að
Margrét Reykdal við eitt verka sinna að Kjarvalsstöðum.
svo keimlíkar eru myndirnar í
lit og útfærslu.
Það er dálítið þunglamalegur
svipur yfir þessari sýningu og
jafnframt er um nokkra ein-
hæfni að ræða og jafnvel svo að
manni dettur helzt í hug að
listakonan sé óþarflega feimin
við átök við efniviðinn. Dærhi
um sterk norsk áhrif finnum við
í mynd nr. 6. „Nótt í Lofoten" —
auk litaskala ýmissa hughrifa-
mynda. Dæmi um vel heppnaðar
slíkar myndir vil ég nefna nr. 9,
„Landslag“ svo og nr. 12,
„Landslag", sem báðar búa yfir
malerískri kennd og sérkenni-
legri birtu. Vatnslitamyndir
Margrétar eru ólíkar málverk-
unum en einnig einhæfar í
útfærslu. Hér fannst mér lista-
konan ná sér bezt upp í myndum
nr. 32, „Samspil“ og 33, „Rauða-
leikur".
Af þessari sýningu verður
naumast spáð um framtíð
Margrétar á listabrautinni þótt
hún hafi greinilega ýmislegt til
brunns að bera. En ég verð að
viðurkenna að einhæfni
Margrétar og hik eru mér hér
ráðgáta með hliðsjón ■ af jafn
löngu listnámi. Þetta kann að
hafa sínar eðlilegu skýringar
t.d. að hún hafi numið of lengi
hjá sama prófessornum við
listaháskólann eða hinn sér-
stæði námsferill hafi ruglað
hana í ríminu. En hvað úr
Margréti verður sker framtíðin
úr og því er að bíða næstu
sýninga og athafna á listasviði.
Sýningarskrá er lítil og látlaus
og hæfir e.t.v. hógværð
sýningarinnar en hér er sá galli
að ártöl vantar og ætti slíkt alls
ekki að koma fyrir hjá jafn
skólaðri listakonu.^
Bragi Ásgeirsson.