Morgunblaðið - 05.08.1978, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.08.1978, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST J978 GEIMSKUTLAN losnar írá skotpalli. Fastur við skutluna er eldsneytiskútur og tvær fastefna-eldflaugar, sem losna frá, áður en skutlan er komin á braut. stjórnarstofnun og geimtækin eru svo framleidd víða um lönd, þ.á m. hjá Messerschmitt. Önnur stofnun ESTEC (European Space Techno- logy Center), fylgist með fram- leiðslu tækjanna. Flestar Vest- ur-Evrópuþjóðir taka þátt í þessu samstarfi, en það er einkum fólgið í smíði gervitungla til fjarskipta, veðurathugana og fjarkönnunar á jörðinni. Hingað til hafa Bandaríkja- menn sem fyrr segir séð um að skjóta gervitunglum Evrópu- manna á loft, en þeir vilja ekki skjóta á loft fjarskiptatunglum til almennra nota, fyrir aðra, til að missa ekki aðstöðu sína á því sviði. Þess vegna hefur ESA hafið þróun á eigin eldflaug „Ariane", sem á að geta borið fjarskiptatungl, sem vegur 800 kíló, upp á jarðstöðvar- braut í 36 þús. kílómetra hæð. Það er verið að smíða þessa eldflaug núna í Frakklandi undir tækni- legri yfirstjórn Fransmanna, en henni verður skotið frá Frönsku-Gíneu. Það er ljóst að hafa verður hraðan á, því það er áætlað að Evrópuþjóðir þurfi að á halda 30—50 nýjum gervitunglum á árunum 1980—1990. Þessi gervi- tungl hafa mikið gildi, bæði í sambandi við veðurathuganir og fjarskipti." „Space-lab”- áætlunin — En nú er á döfinni ný áætiun um geimrannsóknir í samvinnu Bandaríkjamanna og Evrópu- þjóða. Hvað er þar um að ræða? „Þessi áætlun er kölluð „Space- lab“ og tekur við af nýafstöðnum „sky-lab“ tilraunum Bandaríkja- manna. Undirbúningur hennar er tvíþættur. Annars vegar eru Bandaríkjamenn að þróa „geim- skutluna", sem verður notuð til flutninga á mönnum og búnaði en hins vegar eru Evrópumenn að smíða ýmiss konar rannsóknabún- að til notkunar í geimstöðinni sjálfri. Farnar verða þá vikulegar rannsóknaferðir á geimskutlunni, en framleiðsla hennar er eiginlega afleiðing af því hve það er dýrt að nota eldflaugar sem ekki nýtast nema einu sinni. í þessum ferðum verða framkvæmdar margvíslegar rannsóknir, sem nú er verið að undirbúa. Ekki verða þó gerðar allar þær rannsóknir sem undir- búnar verða, heldur þær valdar sem vænlegastar þykja til árang- urs, þ.á m. ýmsar sem er sérlega gott að fást við í þyngdarleysi. Nú þegar er undirbúningur þessarar áætlunar það vel á veg kominn að hafnar eru flugtilraun- Evrópska tilraunastofan „Space-lab“ í smíðum og prófun. unar á þessu sviði innan fyrirtæk- isins. Blm. spurði Þorstein um starfsemi þessarar stofnunar. „Við höfum verið að vinna að því að þróa alls kyns laser-tæki til ýmissa nota, sérstaklega á sviði læknisfræði. Okkur tókst til dæm- is að framleiða eitt fullkomnasta tæki sem völ er á til notkunar við opna og innvortis uppskurði. Eins og nú er ástatt höfum við forystu á þessu sviði og erum að afla okkur markaða víða um heim, t.d. í Ástralíu, Japan og Bandaríkjun- á loft. Flest hafa þessi gervitungl verið smíðuð í Frakklandi og Þýzkalandi og í Þýzkalandi hafa þau að mestu verið smíðuð hjá Messerschmitt-fyrirtækinu. Nákvæmnin sem þörf er við staösetningar gervitungla og við tengingar geimskipa er svo mikil að radarmælitæki nægja ekki og þar kemur svo laser-tæknin í góðar þarfir, því hún ræður yfir nákvæmni sem er langtum meiri en radartæki geta sýnt. Það er sérstök sam-evrópsk GEIMSKUTLAN á braut um jörðu með opið hleðslurúm, þar sem evrópsku tilraunastofunni „Space lab“ hefur verið komið fyrir. Fyrir miðju er klefi þar sem vísindamenn dveljast við rannsóknir. Hægra megin er opið þilfar þar sem eru ýmis tilraunatæki til jarðrannsókna. Fremst er dvalarklefi áhafnar og stjórnklefi skutiunnar. Þorsteinn Halldórsson. (Ljósm. Mbl. Kristinn). stofnun, ESA (European Space Agency), sem samræmir aðgerðir Evrópulandanna á þessu sviði. Þessi stofnun er fyrst og fremst Evrópueld- flaugin „Ariane,, Þorsteinn hefur um átta ára skeið unnið við rannsóknir á sviði Laser-ljósfræði hjá þýzka fyrir- tækinu Messerschmitt, Böl- kow-Blom GMBH og er nú yfir- maður sérstakrar rannsóknastofn- um. Eg hef ferðast mikið um þessi lönd til þess að kynna þessi tæki og halda fyrirlestra á þingum og við háskóla." — En ef við víkjum að geimvís- indum í Evrópu, hvernig tengist þessi stofnun þeim málum? „Evrópumenn hafa um nokkurt skeið smíðað gervitungl og fengið Bandaríkjamenn til að skjóta þeim X GEIMVÍSINDI eru eitt þeirra fáu mála sem íslendingar hafa ekki fundið sig til knúna að skipta sér af svo neinu nemi. Það er ef til vill örðugt að útskýra fullkomlega á hverju þetta byggist, en þó er lfklegt að þar komi einkum tvennt til. í fyrsta lagi eru Islendingar yfirleitt ánægðir með staðsetningu himintungla og finnst flestum að spássitúrar í geimnum og tunglferðir séu heldur ónauðsynlegt og dýrt sport fyrir stórveldi, en í öðru lagi kemur til mikill þekkingarskortur á því merkilega starfi sem unnið er á þessu sviði um þessar mundir, en það starf er síður en svo einskorðað við risaveldin tvö og beinist mjög að rannsóknum á jörðinni sjálfri og því sem á henni hrærist. Einn fslendingur, Þorsteinn J. Halldórsson, hefur tekið þátt í undirbúningi að þátttöku Evrópumanna í mikilli geimvísindaáætlun í samvinnu við Bandaríkjamenn, „SPACE-LAB“, en hún nær yfir árabilið 1980—1990. Mbl. ræddi við Þorstein þegar hann var staddur hér á landi fyrir stuttu. „Geimvísindi eru ekki lúxus og leikaraskapur vísindamanna” — rætt við Þorstein J. Halldórsson um geimrannsóknir Evrópumanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.