Morgunblaðið - 05.08.1978, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.08.1978, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 15 ir með geimskutluna og hefur hún þegar verið látin svífa til lending- ar, en þannig er henni ætlað að lenda. Fyrstu tilraunir til að skjóta geimskutlu á loft verðá gerðar á næsta ári, en hingað til hefur verið flogið með hana upp í háloftin á baki Júmbó-þotu.“ — Þú talaðir áðan um tilraunir sem gott væri að eiga við í þyngdarleysi, hvað hefurðu þá sérstaklega í huga? „Þyngdarleysið veitir nýja og óþekkta möguleika á mörgum sviðum, en sem dæmi má nefna að menn hafa mikinn áhuga á að kanna hvernig kristöllun efna gengur fyrir sig í þyngdarleysi, svo ætti líka að vera unnt að búa t.d. til fullkomnari kúlu í þyngdarleysi en á jörðu niðri, þar sem efnið í henni leitar þá ekki í ákveðna átt. Auk þess er svo mikill áhugi á að gera ýmsar læknisfræðilegar og líffræðilegar tilraunir. Annars verður megináherzlan í þessum rannsóknum lögð á fjar- könnun á jörðinni, t.d. með rannsóknum á sviði haffræði, vatnafræði, jarðfræði, veðurfræði, eðlisfræði andrúmsloftsins, og leit að jarðefnum, en hinar öru hreyf- ingar geimstöðvarinnar „Space- lab“ gefa mikla nýja möguleika á þessu sviði. Laser-tækin komaí góðar þarfir Við á laser-rannsóknastofnun- inni hjá Messerschmitt erum að undirbúa eina tilraun sem við munum fara fram á að verði gerð í einum „Space-lab“ leiðangranna, Þar er um að ræða tilraun til að mæla óreglur í þyngdarsviði jarð- ar með því að rannsaka afstöðu- breytingar tveggja gervitungla. Til þessara mælinga þarf mælitæki sem geta mælt hraðamun sem nemur einum hundraðasta úr millímetra á sekúndu úr 250 km fjarlægð, svo laser-tækin koma þar í góðar þarfir. Óreglur í þyngdarsviði stafa af hreyfingum á yfirborði jarðar og þá til dæmis vegna landreks. Það er laser-rannsóknastofnunin sem ég stjórna, sem hefur með höndum tæknilegan undirbúning þessara tilrauna, en rannsóknir þessar eru annars gerðar að tilhlutan háskól- ans í Toulouse í Frakklandi og Tækniháskólans í Múnchen, sem hyggjast vinna úr gögnunum sem aflast." — Hvaða þýðingu hafa þessar rannsóknir fyrir okkur Islend- inga? „Ég tel að við eigum að fylgjast mjög náið með þessu, sérstaklega þó öllu sem varðar fjarkönnun. Þar er um að ræða mörg atriði sem skipta okkur miklu, svo sem haffræði, þar sem t.d. er rannsak- að hitastig sjávar og eðli haf- strauma, auk þess má nefna hafísrannsóknir, veðurfræðirann- sóknir og könnun á gróðri og landeyðingu. Þar fyrir utan ættum við að veita athygli þróun á sviði fjarskipta, ekki aðeins landa á milli, heldur og á milli skipa eða flugvéla innbyrðis." — Telur þú að íslendingar ættu að ganga í ESA? „Ég held að það sé ef til vill ekki tímabært nú, enda er það mjög kostnaðarsamt, en við eigum tvímælalaust að ganga í ESA á næstu árum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að geimvísindi eru ekki einhver lúxus og leikaraskapur vísindamanna. Árangur Skylab-tilraunanna og geimrann- sókna liðinna ára hefur þegar sannað mikilvægi sitt á fjölda- mörgum sviðum. Þessar rannsókn- ir á jörðinni utan frá geimnum hafa sýnt það, að fjarlægðin gerir ekki aðeins fjöllin blá, heldur gerir mönnum kleyft að gera sér betri grein fyrir heildarsamræmi hlut- anna, sem saman mynda þennan hnött okkar.“ - SIB Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri: Dægradvöl Gröndals 10—20 milljarðar Ekki ber reiknimeisturum vinstri flokkanna saman í talna- leik sínum og munaði þar miklu að sögn. Eitt vafðist þó ekki fyrir þeim, en það var að hækka skyldi skatta á landsmönnum til þess að auka ríkisumsvif og draga úr ráðstöfunarfé almenn- ings. Nú átti að setja á stofn ótal nefndir og ráð er dreifa áttu niðurgreiðslum til fyrirtækja, sem væru valdhöfum þóknanleg. Hér strandaði skútan, því hvernig sem reiknimeistarar Krata og Framsóknar lögðu sig fram vantaði mikið til þess að endar næðu saman. Til fróðleiks læt ég hér fylgja tekjuöflunaráætlun Alþýðu- bandalagsins vegna hugsaðrar niðurfærslu 1979: a. Voltuskattur fi.000 millj. h. Tokju- ok oiífnaskattur 2.000 millj. c. La'kkun rckstrnrútKÍalda 1.500 millj. d. í>a*kkun framkv.útgj. 1.500 millj o. Minnkun útfl.b. 1.000 millj. millj. f. Sala spariskírteina 1.800 millj. K- llaröari innh. söluskatts <>K sórstiik skattlagninK 2.500 millj. 16.300 millj. Svona auðvelt er það! Stjórnendur landsins Meðan hinir þjóðkjörnu stjórnendur landsins sitja með sveittan skallann og reyna að mynda ríkisstjórn, brosa verka- lýðsforingjarnir. í dag á nefnilega að stoppa alla útskipun, á morgun verður ekki unnin . eftirvinna, hinn daginn verða reknir allir verk- stjórar sem stjórna og enginn veit hvað svo verður gert. Hér verður að koma til breytt hugarfar hvort sem það er kallað þjóðarsátt, kjarasáttmáli eða bara almenn skynsemi. Þessir valdaglöðu verkalýðsfor- ingjar verða að skilja það, að fámennir þrýstihópar eiga ekki að stjórna landinu heldur Alþingi, sem kjörið er af allri þjóðinni. Endurskoðun vinnulöggjafar hlýtur því að vera eitt af forgangsverkefnum komandi þings. Ekki með það í huga að skerða réttindi vinnandi fólks, heldur til takmörkunar á valdi fámennrar klíku „verkalýðsfor- ingja“, sem misnota í pólitískum tilgangi illa fengið vald sitt. Hin samvirka forysta Einhvern veginn fer það í taugarnar á mér að heýra talað um samvirka forystu í Sjálf- stæðisflokknum. Það er of líkt þeim fregnum sem við heyrum að austan. Að sjálfsögðu eiga menn að vinna saman þegar landsfundur hefur ákveðið hverjir skuli stjórna. Keppni um stöður t.d. formanns og varafor- manns á að fara fram, við eigum líkt og gott knattspyrnulið að hafa 2—3 menn sem hæfir eru í hverja stöðu og velja síðan þá beztu, annars staðnar liðið. Ég hef bent á það áður að gegning borgarstjóraembættis í Reykjavík ætti ekki að vera neitt skilyrði fyrir formannsem- bætti í Sjálfstæðisflokknum eins og það hefur virst vera undanfarið, höfuðborgarsvæðið er ekki allt landið þótt mannval sé þar mikið. Minnihlutastjórn Sjálfstæðis flokksins Þegar þetta er ritað hefur Geir Hallgrímssyni verið falin stjórnarmyndun. Mjög litlar líkur eru til þess að honum takist að mynda meirihlutastjórn, nema í óþökk mikils fjölda flokksmanna. Ef slík stjórnarmyndun tekst ekki væri eðlilegt að Sjálfstæð- isflokkurinn stefndi að myndun minnihlutastjórnar, án hlut- leysis annarra flokka, segði í stað sjónvarps 10—20 milljarðar Stjórnendur landsins Hin samhenta forysta Minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks Kosningarívor þjóðinni umbúðalaust hvað gera þyrfti og stæði svo eða félli með gerðum sínum. Þetta er að vísu töluvert breytt sjónarmið frá fyrri grein- um mínum um skyldu „Sigur- vegaranna" til að takast á við vandann en þar sem það ætti nú að vera alþjóð ljóst að kjósendur hafa verið prettaðir, verður ekki undan þessari ábyrgð vikist. Kosningar í vor Slík minnihlutastjórn gæti ekki vænst langra lífdaga, enda ekki æskilegt. Þau mál er afgreiða þyrfti í vetur eru að sjálfsögðu efna- hagsmál og kjördæmismál. Flokkur sem legði fram raun- hæfar tillögur í þeim málum á Alþingi gæti óhræddur gengið til kosninga í vor. Júlí Ekki getum við kvartað yfir leiðindum þennan júlímánuð, þó sjónvarpið væri lokað. Engu var líkara en fyrrverandi formaður útvarpsráðs legði sig fram við að hafa ofan af fyrir landslýð. Farið var eftir gamalkunni stefi og fyrst stigið „eitt skref til hægri og síðan tvö skref til vinstri“ en allt kom fyrir ekki enginn vildi dansa. Nú fór að fara um fólk. Var ekki komið nýtt andlit á flokk- inn? Jú, mörg og fæturnir eru gamlir og riðandi og fóru hvor í sína áttina. Alþýðuflokkurinn á skilið hrós fyrir mesta „blöff" aldar- innar eins og sagt er í póker. Þeir fengu vinninginn án þess að hafa neitt á hendi. Dægradvöl Gröndals er lokið, hún var lærdómsrík og eftir- tektarverð. Frá hestamóti Snæfell- ings um síðustu helgi Stykkishólmur 1. 8. 78. í blíðskaparvedri á laugardagr inn s.l. var hestamót Snæfellings haldið á Kaldármelum. Þar voru mætt mörg af mestu hlaupahross- um landsins. Úrslit í gæðingadómum urðu þau að efstur í A flokki gæðinga varð Gustur í eign Högna Bæringssonar Stykkishólmi, en knapi var Ragnar Hinriksson. Gustur hlaut einkunnina 8,36. Annar varð stóðhesturinn Sörli, en hann á Jónas Þorsteinsson á Kóngsbakka. Hann hlaut einkunn- ina 8,04. Þriðji varð Skuggi í eign Ragnars Ágústssonar Ólafsvík, og hlaut hann einkunnina 7,96. Efstur í B flokki gæðinga varð Gösli í eign Guðmundar Eiðssonar Stykkishólmi, en knapi var Guð- mundur Teitsson. Gösli hlaut einkunnina 8,18. Annar varð Sindri í eign Hildibrands Bjarna- sonar í Bjarnarhöfn, en knapi var Jónas Þorsteinsson, Kóngsbakka. Einkunnin var 8,18. Þriðji varð Blakkur, eign Ingveldar Kristjáns- dóttur, en knapi var Andrés Kristjánsson. Dómum stjórnaði Friðgeir Friðjónsson og dómarar voru Jón Sigurðsson, Skipanesi, Ólafur Sigurbjörnsson, Akranesi, Guð- mundur Árnason, Beigalda, Hallur Jónsson, Búðardal, og Erling Kristinsson, Hvítadal. Þá var keppt í tveimur flokkum unglinga 13—15 ára og 12 ára og yngri, undir stjórn Ragnars Tómassonar. Dómarar voru Aðal- steinn Aðalsteinsson, Sigurbjörn Bárðarson og Erling Sigurðsson. Efst í eldri flokki varð Kristjana Bjarnadóttir, Stakkhamri, á Eldingu með einkunnina 8,0 og efstur í yngri flokki varð Sigurður Berntsson, Stykkishólmi, á Hrolli með einkunina 8,66. í 250 metra skeiði varð Fannar fyrstur á 23.1 sek., en hann á Hörður G. Albertsson og knapi var Aðalsteinn Aðalsteinsson. í 800 m. brokki varð fyrstur Faxi á 1 mín. 44.4 sek. Faxi er eign Eggerts Hvanndal en knapi var Sigurbjörn Bárðarson. í 250 metra unghrossa- hlaupi varð Reykur fyrstur á 18.5 sek. en hann á Hörður G. Alberts- son og knapi var Fríða Steinars- dóttir. í 350 m. stökki varð Glóa fyrst á 25.1 sek., en hana á Hörður G. Albertsson, knapi var Fríða Steinarsdóttir. í 800 m. stökki varð Guttí fyrstur á 1 mín. 11.2 sek., eign Sigursteins Sigursteinssonar en knapi var Pálmi Guðmundsson. Þá má geta þess að í undanrás- um hljóp Reykur Harðar G. Albertssonar á 18.1 sek. eða einu sekúndubroti yfir Islandsmeti og hljóp hann þar einn langt á undan öðrum og hafði enga keppni. Mótið tókst í alla staði mjög vel og var veðrið eitthvert það bezta sem Snæfellingar muna eftir á mótum sínum, logn og sólskin. Bernt II. Sigurðsson. Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.