Morgunblaðið - 05.08.1978, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.08.1978, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 Ég get ekki á mér setið að þakka Sigurlaugu Bjarnadóttur fyrrv. alþingismanni fyrir grein hennar í Morgunblaðinu 8. júlí s.l. og Sverri Hermannssyni alþingism. fyrir grein hans í sama blaði 14. s.m. 'Greinar þessar fjölluðu um veg eða óleiði það sem nú er yfir Þorskafjarðarheiði svo og hvort bíða þyrfti í einn eða einn og hálfan áratug eftir því að byggðir við Isafjarðardjúp yrðu tengdar góðvegakerfi landsins. Ekki er nokkur vafi á því að fjölmargir Vestfirðingar eru sam- mála mér um það að hér sé um að ræða mál, sem fyrr hefði átt að koma fram af vörum alþingis- manna svo og annarra, sem um samgöngumál ræða. Satt að segja brá mér heldur í brún, þegar ég las grein Sigurlaug- ar, þar sem hún komst að þeirri niðurstöðu við lestur á stefnuyfir- lýsingu sjálfstæðismanna í vega- málum, þeirri er gefin var út skömmu fyrir nýafstaðnar kosn- ingar til alþingis, að vegur yfir Þorskafjarðarheiði og þar með tenging ísafjarðardjúps við ak- vegakerfi landsins, yrði ekki lagð- ur fyrr en eftir 10—15 ár. Ég var sammála Sigurlaugu eins og ef- laust fleiri, sem þekkja þarna til, að ef svo ætti að vera, að þá væri Vestfirðingum sýnt mjög mikið óréttlæti, þar sem hér væri um að ræða tengingu á heilu byggðarlagi við aðalvegakerfi landsins. Eftir að búið var að lesa grein Sverris Hermannssonar var hægt að anda ögn léttara, enda lýsti hann því yfir, að það væri algjör misskilningur hjá Sigurlaugu, að stefnuyfirlýsing Sjálfstæðis- flokksins bæri það með sér að framangreind vegarlagning ætti að bíða í 10—15 ár. Þó að þeim Sigurlaugu og Sverri greini hér á hvernig skilja beri stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðis- flokksins í vegamálum, þá fer það ekki á milli mála að þau eru bæði sammála um það, enda bæði tvö einlægir og traustir Djúpmenn, að það sé hreint og klárt réttlætismál að fá nú þegar upphlaðinn veg yfir Þorskafjarðarheiði og eigi að vera algert forgangsverkefni í vegamál- um. Ég vona að Sigurlaug misvirði það ekki við mig, enda þekki ég hana þá illa, þegar ég segi, að ég er frekar ánægður með það, að veðurguðirnir skyldu haga því svo til að láta rigna hressilega, þegar hún var á ferð yfir Þorskafjarðar- heiði 30. júní s.l. þannig að hún fékk af eigin raun smjörþefinn af því hvað það fólk þarf við að búa, sem þarf að fara þessa leið og það oft í miklu verra færi en í umrætt sinn, auk þess sem Sigurlaug er þarna á ferð, þegar sól er hvað hæst á lofti. Það er hárrétt hjá Sigurlaugu að vegurinn er einn vatnselgur, þegar rignir, sökum þess að yfirborð hans er lægra en jarðlagið utan vegar. Það er svo sem ekki að furða, sökum þess að það eru liðnir rúmir þrír áratugir frá því að Sverrir Hermannsson lagði frá sér skófluna uppi á Þorskafjarðar- heiði, þ.e. árið 1946 og hleypti á umferð fyrir bifreiðar eftir henni. Þegar Sverrir lauk við veginn var hann allur upp úr jörð og öll ræsi í lagi og var þá yfirleitt fært yfir heiðina frá því í byrjaðan maí- mánuð og fram að jólum. Það er ekkert undur þó að vegurinn hafi á þessum þremur áratugum grafist niður vegna umferðar, enda segir Sverrir að vegurinn yfir heiðina sé nú sýnu verri en hann var 1946. Það var merkur áfangi í sam- göngumálum þarna vestra, þegar leið þessi var opnuð, enda góðar samgöngur eitt af þýðingarmestu atriðum í lífi hvers og eins, hvar sem hann býr. Sigurlaug segir í grein sinni að bóndi úr Gufudalssveit hafi sagt sér að hafa plastpoka til að binda yfir kveikjuna í Cortínunni, þegar hún færi yfir Þorskafjarðarheiði, við værum vanir að gera það hér fyrir vestan. Plastpokaaðferðin er góð, það er ekki nokkur vafi, en hins vegar hafa þeir, sem leið hafa átt yfir heiðina þurft að grípa til þess ráðs að fara á skipi eftir veginum til að komast leiðar sinnar, þegar verst gegnir. Eg frétti það að einhver gárungi hafi sagt það í vor fyrir kosningar, þegar fyrir lá, að framlag til lagfæringar á veginum yfir Þorskafjarðarheiði væri ekki nema sem svaraði andvirði léleg- ustu tegundar af bíl, að rétt væri að verja hluta af þessu fé til að kaupa smá skektu, sem staðsett yrði á heiðinni, þannig að vegfar- endur gætu gripið til hennar, ef á þyrfti að halda. En sleppum öllu gamni í þessu máli, þar sem hér er um að ræða það mikið hagsmunamál meiri- hluta íbúa Vestfjarða. Það er furðulegt og algerlega óverjandi að ekkert skuli hafa verið gert í þessum málum kjörtímabil eftir kjörtímabil, þrátt fyrir marg ítrekaðar beiðnir og áskoranir Vestfirðinga um úrbætur í þessum efnum. Ég trúði því ekki að síðasta kjörtímabili mundi ljúka án þess að vegur, sem tengdi Djúpið við aðalvegakerfi landsins yrði lagður. Því miður þá leið þetta kjörtímabil eins og svo mörg önnur án aðgerða í þessu efni, þrátt fyrir það að Vestfirðingar höfðu á að skipa einlægum og góðviljuðum þing- mönnum. Auk þess var því haldið á loft að Vestfirðingar réðu hlutfallslega mestu á þingi miðað við atkvæðamagn og tölu þing- manna. Greinilegt er að þessir þing- menn virðast hafa litlu fengið að ráða í sambandi við fjárveitingar til kjördæmisins og þá ekki fengið fylgi annarra þingmanna til að koma sínum málum fram eða a.m.k. verður að líta svo á, því að ég dreg ekki í efa að vilji þingmanna Vestfjarða hefur verið fyrir hendi til þess að koma þessum þætti samgöngumála Vestfjarða í viðunandi lag. Að vísu hef ég ekki heyrt um það að komið hafi fram tillaga frá þingmönnum Vestfjarðakjördæm- is í þá átt að lagður yrði vegur yfir Þorskafjarðarheiði. Ef svo væri þætti mér, og ef til vill fleirum, fróðlegt að fá að vita hvaða afgreiðslu sú tillaga hafi fengið. Ég minnist þó þess að hafa séð einhversstaðar skrifað (Morgunbl. 1. des. 1977) að komið hafi fram fyrirspurn á alþingi til samgöngu- málaráðherra um hvað liði teng- ingu Djúpvegar við aðal þjóðvega- kerfi landsins. I svari ráðherra kemur það furðulega fram að Jóhann Þórðarson frá Laugaiandi: Fjórðungssamband Vestfjarða vilji ekki fá veg yfir Þorskafjarð- arheiði strax. Væri fróðlegt að vita hvort þetta er vilji Vestfirðinga, ef þetta er skoðun fjórðungssam- bandsins. Svar ráðherra er nokkuð furðulegt að því leyti að hann getur þess að snjómælingar hafi verið framkvæmdar á Þorska- fjarðarheiði, og sökum þess að snjór hafi verið það lítill þarna uppi síðast liðna vetur, þá sé erfitt að ákvarða um vegarstæði yfir heiðina. — Það eru margir erfið- leikarnir, það er ekki hægt að ákvarða vegarstæði vegna snjó- leysis. Sverrir Hermannsson kemst þannig að orði í tilv. grein sinni: „Spurningin er: Er ákvörðunar- leysi um vegarstæði frá Aust- ur-Barðastrandarsýslu að Djúpi skálkaskjól embættismanna eða þingmanna, eða hvorutveggja fyr- ir framkvæmdaleysi áratugum saman?“ Því miður, ef ég mætti svara þessari spurningu, er það skoðun mín að þetta ákvörðunarleysi og umtal hvar vegur eigi að liggja þarna á heiðinni sé notað sem skálkaskjól, því að hér er ekki um nokkurt andamál að ræða (nema ef um væri að ræða snjóleysi). Ég held að margir haldi það að vegarlagning yfir Þorskafjarðar- heiði sé eitthvert tröllaverkefni, sem vart sé fært mannlegum mönnum. Þetta er alrangt, ég hugsa að ekki fáist öllu betra land undir veg en einmitt Þorskafjarð- arheiði. Hér er um að ræða frekar mishæðalítið land, meðöldur með góðu efni í veg, þannig að þegar búið er að moka vegi upp í eðlilega hæð, þá nær efni þetta að þorna og verður næstum eins og steypa. Heiðin milli brúna er rétt um 20 km þannig að með því að aka á löglegum hraða þennan spotta ætti það að taka um 14 mínútur; það er ekki langur tími. Ég held að það sé löngu ljóst hjá ráðamönnum hvar sé heppilegast að leggja veg yfir Þorskafjarðar- heiði, þó að ekki komi fram yfirlýsingar um það efni af framangreindum ástæðum. Geng ég þá út frá því að það yrði sem næst núverandi vegi og þarf þá að hafa samráð við þá sem þarna hafa farið yfir bæði haust og vor, en þessir menn vita hvar sveigja þarf frá núverandi stað. Ég er ekki á þeirri skoðun að rétt sé að fara af heiðinni niður í Þorgeirsdal. Sú leið yrði mun dýrari sökum þess að þar þarf að gera brýr og ræsi, sem að mestum hluta er hægt að sleppa við á núverandi vegi. Auk þess sem fróðir menn segja mér að daladrög Þorgeirsdals (Fjalldalir) séu snjó- þung og að sú leið hafi fyrr orðið mun þungfærari fyrir gangandi og ríðandi menn heldur en Töglin (þ.e. þar sem núverandi vegur er). Að sjálfsögðu er sjálf heiðin styttri niður í Þorgeirsdal en hvað munar um örfáar mínútur eða hvort þú ert 10 mínútur eða 14 á fjalli. Aðalatriðið er að fá sem snjóléttastan veg. Mörgum finnast Töglin vera of brött fyrir veg (þ.e. brekkan upp- úr Þorskafirði upp á Þorskafjarð- arheiði). Að sögn bónda, sem lengi bjó þarna við heiðina mun vera mjög auðvelt að fá jafna og aflíðandi brekku frá Kollabúðum og upp á heiðina. Skildist mér á honum að þá yrði vegurinn örlítið nær Kollabúðadal (þ.e. dalur sá sem liggur áfram í austur frá Þorskafirði) heldur en vegurinn er í dag upp Töglin. Ef vilji væri fyrir hendi þá væri allra best að gera könnun á vegarstæði eftir að fyrstu snjóar koma á haustin, svo og á vorin eftir að snjóa tekur að leysa. Hvar vegur á að verá þarna er ekkert vandamál, sem taka þarf áratugi að leysa. Þingmenn Vestfjarða eru fimm, en voru að sögn sjö s.l. kjörtímabil. Ef lagður hefði verið einn kíló- metri pr. þingmann á s.l. kjör- tímabili á ári þá hefði það ekki tekið nema þrjú ár að leggja veg yfir Þorskafjarðarheiði. Nú eru Vestfirðingar ekki nema með fimm þingmenn þannig að ef hver þingmaður færi fram á einn km. á ári í þennan veg þá tæki það kjörtímabilið að ljúka við veginn. Ég vil því mælast til þess að einhver af þingmönnum Vest- fjarða láti reyna á það hvort þingfylgi er fyrir því að fjármagn verði veitt í veg yfir Þorska- fjarðarheiði og að vegarlagning- unni verði hraðað. Ljóst er að allir þingmenn Vestfjarða hljóta að vera með þessu og að auki Sverrir Hermannsson. Nú ég trúi ekki á það, að þingmenn í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, sem eru bún- ir að fá veg með varanlegu slitlagi nánast heim að hverjum bæ í báðum kjördæmunum að undan- skilinni Kjós styðji þetta ekki. Á þingi eru og fjölmargir þingmenn, sem hljóta að skilja þetta mál, sem hefur algera sérstöðu. Ég heyrði um það á sínum tíma að rætt hefði verið um að gefa út 150 millj. króna happdrættis-. skuldabréf til að ljúka gerð Djúpvegar, sem þá var úr Þorska-. fjarðarbotni að Éyri í Seyðisfirði. Aldrei kom þó til sölu á nema 80 milljóna af þessum bréfum. Fróð- legt væri að vita hvernig stóð á þessari lækkun. Ef þessa fjár hefði verið aflað á sínum tíma hefði það eflaust dugað til að tengja Djúpveginn fullkomlega. Vestfirðingum hefur lengst af verið talin trú um það að þjóðar- búið hefði svo lítið fé úr að spila að nú yrðu menn að sýna biðlund, þar til úr rættist. Á sama tíma og þetta er sett fram er unnið að milljarða framkvæmdum í vega- gerð, brúargerð, raforkufram- kvæmdum, byggingu málmblendi- verksmiðju auk tilheyrandi mill- jarðaframkvæmdum í hafnargerð í sambandi við hana, að ógleymdum hitaveituframkvæmd- um allt í þágu Suð-Vesturlandsins, auk ótal margra stórra fram- kvæmda. Það er því óhætt að taka undir það að það sé eins og krækiber í helv. sem veitt er eða ráðstafað til hinna dreifðu byggða. Á sama tíma og þetta gerðist er því fast haldið fram að þingmenn Reykjavíkur og Reykjaneskjör- dæmis séu áhrifalausir á þingi og þurfi að fá fleiri þingmenn til að koma sínum málum fram. Það er ánægjulegt að hægt er að framkvæma slík stórvirki sem þessi, en einhvern veginn finnst mér að Vestfirðingar skili það miklu í þjóðarbúið að þeir eigi það ekki skilið að bíða eftir því endalaust að byggðir þar verði tengdar aðalvegakerfi landsins og komist með því móti nálægt því að hafa tærnar þar sem aðrir lands- hlutar hafa hælana hvað vegi snertir. Ég vil svo að lokum undirstrika það, sem þau Sigurlaug og Sverrir segja í tilvitnuðum greinum sínum að lagningu vegar yfir Þorska- fjarðarheiði .beri að meðhöndla sem algjört forgangsverkefni í vegamálum. Ég vil og undirstrika það að hér er ekki verið að fara fram á meira en aðrir hafa fengið og það á sumum stöðum í miklum mun meira mæli. Reykjavík, 30. júlí 1978. Jóhann Þórðarson frá Laugalandi. Úr Kaldalóni. Hvað líður vegarlagningu yfír Þorskafjarðarheiði?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.