Morgunblaðið - 05.08.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978
23
„Ég versla aðallega með mat-
vöru, en auk þess vefnaðarvöru og
búsáhöld. Það er alltaf verslað
svolítið hjá mér, og er það mest
fólk héðan af Eyrarbakka. En
þegar ég byrjaði fyrir um 60 árum
var heilmikil sveitaverslun hérna.
Verslunarmátinn hefur þó breyst
mikið á þessum tíma. Hér áður
fyrr var aðallega lánsverslun og
mikið var um vöruskipti. Nær
eingöngu var verslað með íslensk-
ar vörur, eins og til dæmis gærur,
ull, sundmaga og annað slíkt, en
nú eru vörurnar mest innfluttar og
lánsviðskiptin nær því alveg úr
sögunni."
„Það er nú ekki mikil samkeppni
í versluninni hér á Bakkanum, því
verslanirnar eru aðeins þrjár,
tvær selja matvöru og henni
tilheyrandi, en ein selur gjafavör-
ur. Þegar ég byrjaði voru hérna
níu eða tíu verslanir, sem allar eru
nú hættar. Þá komu ferðamenn
hingað að úr öllum sveitum til að
versla, margir komu til dæmis alla
leið austan úr Mýrdalnum.
Hjá mér er opið alla daga
vikunnar, en þó ekki á venjulegum
búðartímum. Virka daga hef ég
opið frá 10 til 2, 5 til 6 og frá 8 til
10. Á laugardögum er opið hérna
frá 2—6 og 8— 10, en á sunnu-
dögum frá klukkan 3 til 6 og 8 til
10“
— Hvernig hefur þér líkað við
verslunarstörfin?
„Mér hefur fallið ákaflega vel
við þetta núna seinni árin alla-
vega. Þetta var allt miklu erfiðara
fyrstu 20 árin af þessum 60 árum,
sem ég hef starfað við verslun. Það
var oft mjög erfitt að nálgast
vörurnar þegar eingöngu var hægt
að nota vagn og hest til að flytja
þær á milli staða. Þetta hefur því
allt breyst til batnaðar, eftir að
bílarnir komu til sögunnar."
— Hvað gerir þú á frídegi
verslunarmanna?
„Ætli ég taki mér nokkuð frí í ár
á þessum degi. Hér eru engar
skemmtanir haldnar, svo það er
ekkert annað að gera en að vinna.
En fyrir svona 55 árum á frídegi
verslunarmanna komu Stokkseyr-
I ingar og Eyrbekkingar alltaf
saman á hverju ári, miðja vegu
milli staðanna og héldu þar
skemmtun og oft var stiginn dans.
En þetta hefur þó alveg lagst
niður."
sér og við höfum marga viðskipta-
vini úti á landi. Ég held að fólk sé
bara ánægt með þessa þjónustu
það er að minnsta kosti alltaf nóg
að gera.
Við reyndum einu sinni að
auglýsa í Færeyjum og ætluðum
að reyna að verzla við Færeyinga
gegn póstkröfu en það gekk hálf
erfiðlega. Bæði eru flugsamgöngur
ekki nógu góðar á milli Islands og
Færeyja og svo eru Færeyingar
svolítið á eftir okkur í tízkunni.
Það var því ekki áframhald á
þeirri verzlun okkar.“
Nú eru tíðar breytingar í
skótízkunni, hvernig gengur að
fylgjast með því sem er að gerast?
„Við getum t.d. ekki geymt skó
frá einu sumri til hins næsta, ef
þeir ganga ekki út samsumars þá
verðum við bara að láta þá á
útsölu. Við sækjum alltaf sýningar
til þess að sjá hvaða breytingar
eru í vændum. Þá reynum við
í yfirleitt að fara frekar mörg svo
að við fáum heildaryfirsýn. Við
förum þá helzt hvert úr sínum
aldursflokki, ég, foreldrar mínir og
þá kannski yngri systur mínar .
Þannig getum við frekar fengið
eitthvað fyrir alla. En vegna
rúmleysis getum við ekki leyft
okkur að teygja okkur yfir allt. Nú
í dag er líka hverfandi lítill munur
á unglingaskóm og fullorðinsskóm.
Karlmenn og konur eru farin að
klæða sig miklu frjálslegar en
áður og á það þá líka við um
skófatnað. Það er því mun auð-
veldara að ráða við innkaupin nú
en fyrir nokkrum árum. Við
kaupum mest inn frá Italíu og
Danmörku og smávegis af inni-
skóm frá Þýzkalandi.
Að lokum Rúna, kanntu vel við
þig sem verzlunarstjóri?
„Já mjög vel. Ég er gífurlega
ánægð í þessu starfi“ sagði hún að
lokum, brosti og þaut af stað til að
sinna viðskiptavini.
„Aðeins frjáls
verslun skilur þarfir
borgaranna hverju sinni”
— segir Úlfar Ágústsson verslunarmaður á ísafirði
Úlfar Ágústsson verslunar-
maður á ísafirði rekur verslun-
ina Ilamraborg og sagðist
hann hafa rckið hana í 10 ár.
„Ég hef þó unnið að verslun-
arstörfum frá því árið 1959, eða
í 19 ár. Ég byrjaði hjá verslun
Jóns Ö. Bárðarsonar, sem þá var
mjög þekkt verslun á Isafirði og
var hjá honum í fjögur ár. Síðan
lagði ég leið mína til Englands
og var þar í þrjá mánuði í skóla,
og þegar heim kom hóf ég störf
hjá versluninni Neista á ísafirði
og vann þar til ársins 1968, en
þá keypti ég verslunina, sem ég
byrjaði í af Jóni Ö. Bárðarsyni,
ásamt nokkrum öðrum mönn-
um. Rákum við hana í samein'-
ingu fram til ársins 1971, er ég
tók einn við rekstrinum og
keypti hlut hinna, en 1. júlí 1977
var stofnað hlutafélagið
Hamraborg, sem nú rekur versl-
unina.“
— Hvað varð til þess að þú
fórst að fást við verslunarstörf?
„Ja, það er nú saga að segja
frá því. Ég var sjómaður áður en
ég hóf verslunarstörf, en þegar
ég var nítján ára gamall opin-
beraði ég trúlofun mína með
konunni minni. Hún var mót-
fallin því að ég væri á sjónum,
og þegar kunningi minn fór
suður til náms, en hann vann
hjá Jóni Ö. Bárðarsyni, gekk ég
inn í starf hans þar. Eftir á er
ég mjög ánægður með að hafa
valið mér þetta lífsstarf og vera
mín hjá Jóni kenndi mér margt í
sambandi við verslunarrekstur."
— Hvað finnst þér um versl-
unina á Islandi?
„Það má segja að ég hafi
byrjað í gamla tímanum, en þá
voru ríkjandi alls kyns innflutn-
ingshöft og skömmtunarseðlar.
Á fyrstu árum viðreisnarstjórn-
arinnar var gífurleg breyting til
batnaðar í þessum málum."
„Þegar höftin voru fékk mað-
ur kannski af og til stórar
sendingar af kexi og dönskum
tertubotnum, sem þá seldist upp
á hálfum degi. Þá lærði ég að í
raun og veru er allt eftirsótt,
sem erfitt er að ná í. Ég held því
að tímar skömmtunar og hafta
leiði alltaf af sér að mat
almennings á lífsgæðum brengl-
ast, sem veldur því að alls kyns
óþarfi selst, á meðan almennar
vörur ganga ekki út. Ég tel því
að verslunarhöft bæti alls ekki
hag neins, nema þá kannski
braskaranna, sem hafa aðstöðu
til að stunda svartamarkaðs-
brask og annað slíkt."
„Úti á landi verðum við oft
mjög varir við þetta, því vörur,
sem háðar eru höftum og
leyfurri, ná síður út á lands-
byggðina. Það eru til dæmis fá
ár síðan ungt fólk frá ísafirði,
sem fór til Reykjavíkur, birgði
sig upp af tyggigúmmíi, þar sem
sú vara er háð innflutningsleyf-
um og leyfin dugðu aðeins til að
metta markaðinn í Reykjavík og
nágrenni."
„Ég held líka að þetta komi
vel fram í sölu á landbúnaðar-
vörum. Þær eru allar bundnar
einhverskonar þvingunum um
sölumeðferð, sem hefur þá leitt
til þess að á sama tíma og verið
er að burðast við að flytja
landbúnaðarafurðir úr landi
með gífurlegum niðurgreiðslum,
er algengt að t.d. mjólkurafurðir
skorti á stöðum eins og Isafirði.
Mjólk og rjómi er þar iðulega af
skornum skammti og unnar
mjólkurvörur oft ófáanlegar. Ég
held því að enginn vafi sé á því
að ef frjáls verslun réði um sölu
á íslenskum landbúnaðarvörum
mætti finna miklu víðtækari
markaði fyrir framleiðsluvör-
urnar innanlands."
„Á frídegi verslunarmanna
sendi ég að lokum íslenskum
verslunarmönnum kveðjur og
vonast til að þeir standi allir
saman að frjálsri verslun, því
ahún ein skilur hinar almennu
þarfir borgaranna hverju sinni,"
sagði Úlfar að lokum og við
þökkum honum fyrir viðtalið.
Úlfar Ágústsson verslunarmaður á Isafirði.
Ljósm.i Kristinn.
Þórir Halldórsson, bflasali. Ljósm.i RAX
helgina, en nú dreifist þetta
jafnara á sumarmánuðina maí,
júní, júlí, ágúst og jafnvel fram
í september. Salan dregst svo
eitthvað saman yfir vetrar-
mánuðina. Það er því af sem
áður var að menn komi og
kaupi bíla rétt fyrir verslunar-
mannahelgina, og sést það best
á því að allar stærri bílasöl-
urnar á landinu hafa lokað
laugardaginn fyrir verslunar-
mannahelgina, þó svo að opið
sé aðra laugardaga."
— Hvað er framundan hjá
ykkur? Ætlið þið að opna
þriðju bílasöluna?
„Það hefur aðeins verið rætt
lítillega hvort við færum enn
út kvíarnar. En við ætlum nú
að sjá til í vetur a.m.k., hvort
þessar tvær komi til með að
ganga. Annars er þessi mögu-
leiki alveg fyrir hendi, þar sem
Bílasölur Guðfinns eiga stórt
og gott húsnæði, sem mjög
hentugt er fyrir bílasölu, þann-
ig að það er vel hugsanlegt að
opna þriðju bílasöluna. Engar
ákvarðanir hafa þó verið tekn-
ar um það ennþá."
„Samkeppnin á þessum
markaði er alveg ofsaleg og
auglýsingastríðið er mjög
kostnaðarsamt. Þegar Bílasala
Guðfinns byrjaði sáust varla
auglýsingar frá bílasölum, en í
dag eru dagblöðin full af
bílasöluauglýsingum. Annars
er Bílasala Guðfinns með eldri
bílasölum hérna og eru nú alls
átta sölumenn starfandi, en til
samanburðar má geta þess að
þegar hún byrjaði voru þeir
aðeins tveir," sagði Þórir og við
þökkum honum fyrir spjallið.
nmrfftTnmr* Mrimi nnT in'rTrrtTTT T'rriTTr-T-rrTirrrTnTiirrrTr'riT -------
TJUh