Morgunblaðið - 05.08.1978, Side 24

Morgunblaðið - 05.08.1978, Side 24
r 24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 NAFNIÐ á verzluninni Buxna- klaufinni vakti mikla athygli á sínum tíma og var jafnvel skrifað um það í blöðin, en nú finnur enginn neitt að því lengur að nefna buxnaverzlun með meiru þessu nafni. Popphúsið við Bankastræti og Buxnaklaufin þar á móti og ofar á Laugavegin- um eru einhverjar nýtfzkulegustu verzlanirnar í borginni, sérstak- lega að því er varðar ytra útlit og innréttingar og ekki sízt útstill- ingar í giuggum. Verzlanirnar reka Jón Ármannsson og Guð- laug Baldursdóttir í sameiningu og hitti Mbl. Guðlaugu að máli í vikunni. „Við byrjuðum með því að opna Popphúsið sumarið 1970 or það má Guðlaug Baldursdóttiri nÞað má segja að það sé auðvelt að opna verzlun, en það er annað að reka verzlun“. „Aldurinn skiptii* ekki lengur máli í klæðnaði’ ’ — Spjallað við Guðlaugu Baldursdóttur segja að við höfum byrjað verzlun- arreksturinn með tvær hendur tómar eða því sem næst. Jón hafði þá nýlokið skólanámi, en með hjálp góðra manna er fyrirtækið orðið það sem það er. Þetta hefur vaxið smátt og smátt, og við höfum reynt að koma verzlunun- um á þann mælikvarða sem tízkuverzlanir eru á erlendis þegar þær gerast beztar. Og þá um leið reynt að gera eitthvað fyrir verzlanirnar sjálfar, þ.e. innrétt- ingar og ytra útlit. Ég er þeirrar skoðunar að það skipti geysilega miklu máli að vöruvalið og öll uppsetning í verzlunum sé í ákveðnu samræmi," sagði Guðlaug í byrjun. Hvort það er auðvelt að koma upp tízkuverzlun? Þeir eru ófáir sem halda, að á hálfum mánuði verði þeir milljónamæringar á verzlun með tízkufatnað og byrja sumir með því hugarfari á slíkum rekstri. Það má kannski segja að það sé auðvelt að opna verzlun, — en það er annað að reka verzlun. Okkur hefur vegnað vel, en þegar við byrjuðum voru tvær tízku- verzlanir fyrir í borginni. Nýlega taldi ég saman á milli 30—40 tízkuverzlanir á Stór-Reykjavíkur- svæðinu." Fataverzíanir hafa breytzt „Ég verð að segja að fataverzl- anir hafa breytzt geysilega mikið, — þessar „gömlu" eru að hverfa. Ég tel það mikinn kost að geta gengið inn í fataverzlun og skoðað mig um og síðan fengið aðstoð ef ég leita eftir því. Það er ekki eins þvingað að koma inn í verzlanir og áður.“ „Nei, ég tel tízkufatnað ekki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.