Morgunblaðið - 05.08.1978, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978
25
vera dýran hér á landi, sérstaklega
ef mið er tekið af verði á slíkum
vörum erlendis. Þegar íslendingar
fara til útlanda í verzlunarleið-
angra þá hugsa þeir oft fremur um
magn en gæði þess sem þeir kaupa.
Ég vil sjálf miklu heldur eiga lítið
af fötum og þá velja þau vönduð og
falleg.
Það hefur orðið mikil breyting á
klæðaburði kvenna. Aldurinn
skiptir ekki lengur máli i klæðnaði
á meðan viðkomandi kona ber þau
föt sem valin eru. Að mínu áliti
eru íslenzkar konur mjög vel til
fara. Þær fylgjast flestar vel með
tízkunni. Margar sem verzla hjá
okkur vita upp á hár hvernig
flíkur þær vilja og þeim sem ekki
eru ákveðnar reynum við að
leiðbeina um val á fötum. Ef
maður miðar við karlmannatízk-
una erlendis þá eru íslenzkir
karlmenn langt á eftir og hér á
landi er það einhvern veginn
þannig, að ef karlmaður fylgist vel
með og klæðist samkvæmt nýjustu
tízku þá er hann á stundinni
stimplaður sem kynvillingur.
Þetta á vonandi eftir að breytast."
„Tízkufatnaðurinn fyrir konur
er núna til muna kvenlegri t.d. í
sumar og verður í haust, heldur en
þegar gallabuxurnar voru allsráð-
andi. Fötin eru víðari og miklu
þægilegri. Þau eru jafnvel keypt
einu nr. of stór og vel víð föt kann
ég vel við.“
„Við höfum aðallega keypt inn
fatnað frá Bretlandi og Hollandi
og Danmörk hefur líka verið stór
þáttur."
„Nei, við höfum ekki í huga að
færa út kvíarnar nema að bráðlega
verður Buxnaklaufin á Laugavegi
48 flutt í stærra húsnæði á nr. 44,“
sagði Guðlaug og hló við. Hún
hefur sjálf séð um útstillingar í
gluggum verzlananna, sem eru
mjög skemmtilegar. Innréttingar í
búðunum eru unnar af enskum
hönnuði, en Jón hefur borið sínar
hugmyndir undir hann og þeir
hafa síðan sameiginlega komizt að
niðurstöðum um þær.
„Fatnaðurinn verður að falla
inn í umhverfið þannig að heildar-
samræmið sé sem mest, enda fer
fallegur fatnaður illa í ljótu
umhverfi eins og annað," sagði
Guðlaug að lokum.
„Lifandi
og skemmti-
legt starf ’
Rætt við Bergþóru Eggertsdóttur
í tízkuverzluninni Venus á Akureyri
UNDANFARIN 3 ár hefur
Bergþóra Eggertsdóttir starf-
rækt tískuverslunina Venus í
miðbænum á Akureyri. Hefur
verslunin verið í leiguhúsnæði,
sem er í eigu tískuverslunar-
innar Cesar. Nú þarf Cesar á
því húsnæði að halda og hefur
Bergþóra því ílutt með verslun
sína í Strandgötu 11. Bergþóra
er kjólamcistari að iðn, ein af
þeim þrem konum, sem fyrst
tóku sveinspróf í kjólasaum
hérlendis. Eftir það kenndi hún
stúlkum handavinnu við Gagn-
íræðaskólann á Akureyri í
nokkur ár og aflaði sér síðan
kennararéttinda. Á ísafirði bjó
Bergþóra í 10 ár og kenndi þar
við Gagnfræðaskólann. Þar
byrjaði hún að halda snfðanám-
skeið samkvæmt Pfaff sníða-
kerfinu og hélt því áfram eftir
að hún flutti aftur til Akureyr-
ar. En eftir að verslunin varð
að veruleika hefur hún tekið
mestan starfstíma Bergþóru.
— Ég var búin að vera með
fatagerð í nokkur ár og þegar
húsnæði bauðst sló ég til og setti
upp verslunina, sagði Bergþóra
aðspurð um ástæðuna fyrir því,
að hún réðist í að opna tísku-
verslun.
— Þetta hefur þróast smám :
saman síðan, heldur Bergþóra
áfram. — Ég framleiddi ekki
annað í fatagerðinni, en fatnað
fyrir verslunina og var með
saumavélarnar í hluta verslun-
arhúsnæðisins. Síðan stækkaði
ég verslunina og þá var ekki
lengur pláss fyrir fatagerðina og
lagðist hún niður. Núna er ég
einungis með aðstöðu til að gera
breytingar og lagfæringar á
þeim fatnaði, sem ég sel í
búðinni.
— Ég fæ mínar vörur ýmist
frá heildverslunum í Reykjavík
eða beint að utan. Því miður hef
ég ekki geta farið mikið í
innkaupaferðir sjálf, en þyrfti
að sækja sýningar til að skoða
það sem er á boðstólum hverju
sinni. — En ég hef verið svo
heppin að ná góðum sambönd-
um við fyrirtæki hér heima og
erlendis. Þau fyrirtæki, sem ég
hef haft viðskipti við, hafa sent
sölumenn hingað. Síðan fæ ég
sendingar vikulega, því það
þýðir ekki annað en að vera
alltaf með nýjar vörur. Ég hef
gert samning við þessi fyrir-
tækí, þannig að þessar vörur
koma eingöngu til mín og í eina
verslun í Reykjavík.
Næst var Bergþóra spurð um
hvernig væri að reka tísku-
verslun?
— Það er erfitt að reka
tískuverslun svo vel sé, því
breytingarnar eru örar í tísku-
heiminum, svaraði Bergþóra. —
Við þurfum að liggja með
miklar birgðir. Sumt selst ekki
og lendir á útsölu, sem ég hef
verið með tvisvar á ári. Þar er
fatnaðurinn seldur með miklum
afslætti og jafnvel undir inn-
kaupsverði. Allur tilkostnaður
er líka hár og stuttur gjaldfrest-
ur á þeim vörum, sem keyptar
eru inn og vaxtakostnaðurinn
mikill. Það er því erfitt að byrja
með verslunarrekstur í dag, en
þær verslanir, sem standa á
Bergþóra Eggertsdóttir til
laugu Þorsteinsdóttur, sem
versluninni undanfarin ár.
gömlum merg, hafa tryggari
afkomu.
En hvað um fatasmekk ís-
lendinga?
— Yfirleitt finnst mér íslend-
ingar vandlátir. Þeir velja
frekar vandaðan fatnað, sem að
vísu er dýrari, en það segir ekki
allt, því vel saumuð flík úr góðu
efni endist betur. Mikið er um
vandaðar vörur t.d. frá Norður-
löndunum og Belgíu, en aftur á
móti kemur frá Hong Kong
mikið af fatnaði, sem ekki er
eins vandaður. Unga fólkið gerir
sínar kröfur, fylgist vel með og
kaupir meira af fötum en þeir
hægri á myndinni ásamt Snjó-
verið hefur við afgreiðslu í
fullorðnu. Eins er mikið af
fatnaði, sem gengur jafnt fyrir
konur sem karla, t.d. buxur,
peysur og stakkar. Nú skiptir
heldur engu máli á hvorn veginn
fatnaðurinn er hnepptur. Það
eru breyttir tímar, því ekki
hefði þýtt að bjóða upp á slíkt
fyrir einum 10 árum.
Finnst þér þetta skemmtilegt
starf?
— Já alveg tvimælalaust.
Þetta er lifandi og skemmtilegt
starf, sem gefur möguleika á
tengslum við viðskiptavinina,
sagði Bergþóra að lokum.
G.S.