Morgunblaðið - 05.08.1978, Síða 27

Morgunblaðið - 05.08.1978, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 27 „Vinn frá hálf sex á morgnana til khikk- an tíu á kvöldin” segir Sigurjón Þóroddsson í Aðalstrætisbúðinni „Én er búinn að vinna við verslun í 53 ár og hef alltaf verið á sama staðnum, eða hér í Aðalstrætisbúðinni, Aðalstræti 10“, sagði Sigurjón Þóroddsson kaupmaður, er við litum inn til hans í vikunni. „Ég byrjaði hérna 12 ára gamail, sem sendill, en byrjaði svo að afgreiða 17 ára. Fyrir um tveimur og hálfu ári eignaðist ég búðina sjálfur.“ — Hvernig er vinnudeginum háttað hjá þér? „Það má segja að ég vinni nokkuð langan vinnudag, en frá því ég var 17 ára hef ég unnið frá hálf sex á morgnana til klukkan tíu á kvöldin, alla daga vikunnar, en þó kannski eitthvað skemur á viðskiptavinum, en þó eru hér alltaf ný andlit á hverjum degi, því það er mikil umferð hérna. Eg hef ekki orðið var við neina minnkun hjá mér eftir að stórverslanirnar komu til sögunnar. Ég hef því enga trú á því að stórverslanir eigi eftir að koma í staðinn fyrir smærri verslanir. Auk þess að vera með matvöruverslunina, rek ég sjoppu hér við hliðina en starfsfólkið hjá mér er alls sex manns" „Ég held að ég verði að segja að það er miklu meira „stress" að vera í þessu núna en áður var. Það má segja að það hafi verið mun þægilegra að þurfa aðeins að kvitta fyrir kaupinu eins og áður var í stað þess að þurfa að sjá um allt sjálfur núna. Viðskiptavinirn- ir hafa þó ekkert breyst." Sigurjón Þóroddsson, kaupmaður í 53 ár. Ljósm.i Rax. sunnudögum. Á þessu tímabili hef ég ekki tekið mér sumarfrí nema fimm sinnum. En ég kann mjög vel við mig í þessu starfi og myndi alls ekki vilja skipta, þótt þægilegri vinna væri í boði. Það þýðir þó ekki að vera neitt skapillur í þessu, þá er alveg eins gott að hætta." Þetta er svo sannarlega langur vinnudagur og við sjáum að einn af viðskiptavinum Sigurjóns setur upp undrunarsvip er hann heyrir þetta, því Sigurjón er alltaf jafn lipur og almennilegur við viö- skiptavini sína, hvenær sem þeir þurfa á að halda. En hvernig gengur svo verslunin? „Verslunin gengur alveg prýði- lega. Ég hef mikið af föstum — Hvað er framundan hjá þér Sigurjón? „Framundan hjá mér er aðeins vinna, ennþá meiri vinna — svo lengi sem ég held húsinu." — Við þökkum Sigurjóni fyrir spjallið, en því má bæta hér við að húsið Aðalstræti 10 er eitt af elstu húsum Reykjavíkur og það eina, sem eftir er af þeirri húsaröð sem gaf Aðalstræti þá mynd sem það hafði fram yfir miðja síðustu öld. Um aldur þess ríkir þó nokkur óvissa, en það hefur löngum verið talið byggt 1752. Sumir hafa þó talið, að það hafi verið dúk- vefnaðarhús innréttinganna, sem brann árið 1764, og húsið sem nú stendur, sé reist á grunni þess. Ásgeir ásamt starfsiiðinu í Kirkjufelli. Ásgeir Jónsson eigandi Kirkjufells: „Okkur fannst nauðsynlegt að hér væri verzlun með vörur tengdar kristninni” í Reykjavík er starfandi ein verzlun sem hefur það að aðalmarkmiði að selja vörur tengdar kristninni, svo sem bækur, hljómplötur og fleira. Verzlun þessi ber nafnið Kirkjufell og er í eigu Ásgeirs Jónssonar. Auk þess að vera kaupmaður er Ásgeir flugvél- stjóri hjá Loftleiðum. „Við hjónin hófum rekstur þessarar verzlunar fyrir 2lA ári en hún var þá búin að vera starfandi í jafnlangan tíma. Við vissum af því að verzlunin var til sölu og við höfðum alltaf haft áhuga á kristilegum málefnum. Það endaði með því að við létum til skarar skríða og hófum reksturinn. Okkur fannst það líka nauðsynlegt að hér væri starfandi verzlun þar sem fólk gæti gengið inn og keypt sér Biblíu eða einhverja aðra kristi- lega bók. Það er stundum erfitt að samræma þessar tvær atvinnu- greinar, það er að segja kaup- mennskuna og flugvélastjóra- starfið, en ég hef stúlku í búðinni og svo starfar konan mín þar einnig. Mér finnst líka ágætt að skipta stundum alveg um en þegar ég er í búðinni sjálfúr þá er ég mest við pappírsvinnu því að við flytjum sjálf inn mest af okkar vörum. Reksturinn gekk hálf erfið- lega í upphafi að okkur fannst en núna hefur verið að koma í ljós að sú vinna, sem við höfum lagt í verzlunina undanfarin 2 ár er að skila sér. Salan á trúarlegu vörunum hefur verið heldur dræm en er þó á uppleið. Þess vegna höfum við haft gjafavörurnar með og eru mestu tekjurnar af þeim. Fyrir ferm- ingarnar höfum við einnig haft allt sem til þarf, svo sem sálmabækur, kerti, servéttur og fleira. Fólk úti á landi hefur verið mjög ánægt með það að fá þetta allt á sama stað. Ferm- ingatíminn er því mesti anna- tíminn hjá okkur auk jólamán- aðarins. £ IIjh & I i i 31 Myndin sýnir hluta verzlunarinnar. Til vinstri má sjá prestaskrúða ef vel er að gáð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.