Morgunblaðið - 05.08.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978
29
bundnar ferðir verði aðallega
kvölds og morgna. Á öðrum
tímum dags verði pantanir og
flutningur farþega óreglubund-
inn. Til að þjónustan nýtist sem
bezt er mikilvægt að ferðaáætl-
un bifreiðanna verði skipulögð
af kostgæfni og stöðugt tals-
stöðvarsamband við stjórnstöð
er talið mikilvægt. Leiðakerfi
verði endurskoðað eftir þörfum.
Vænanlegur notandi þurfi að
leggja inn skriflega umsókn til
að öðlast rétt til flutnings.
Trúnaðariæknir skeri úr í vafa-
tilvikum. Aðalreglan sé sú, að
aðrir farþegar en hreyfihamlað-
ir séu ekki fluttir, en í undan-
tekningartilvikum geti ættingi
eða fylgdarmaður jafnframt
fengið flutning.
Reiknað er með, að í hverjum
bíl starfi tveir menn, bílstjóri og
aðstoðarmaður. Nauðsynlegt sé,
að farartækið sé sérstaklega
hannað í þessu skyni. Lyfta eða
annar búnaður þarf að vera til
að koma hjólastól úr og í bíl og
fullkominn öryggisútbúnaður
þarf að fylgja hverjum bíl.
I skýrslunni áætla höfundar
kostnað við kaup og rekstur
slíkra bifreiða. Reikna þeir með
að 3 bifreiðar verði keyptar og
að 6 menn starfi að jafnaði við
bílana, einn maður verði til
afleysinga og að auki einn
maður í starfi vegna fjarskipta,
fjármála o.fl. Jafnframt verði
starfsemin tengd stofnunum,
sem fyrir eru og þannig sparist
fé. Má þar nefna Félagsmála-
stofnunina, Strætisvagna
Reykjavíkur og Slökkviliðið.
Leggja þeir til, að Reykjavík-
urborg (og aðildarsveitafélög)
leggi til fjármuni vegna stofn-
kostnaðar og leitað verði sam-
vinnu við Tryggingastofnun
ríkisins um reksturskostnað.
Jafnframt greiði sá, sem flutn-
ings nýtur, ákveðið fargjald og
sé það miðað við fargjald S.V.R.
Hér hefur í stórum dráttum
verið getið helztu efnisatriða úr
ofangreindri skýrslu. Skýrslan
er að sjálfsögðu mun ítarlegri og
þarfnast athugunar og endur-
' skoðunar, enda er hér um
frumsmíð að ræða varðandi
þetta efni hér á landi. Vonandi
verður hægt að hrinda þessu
máli í framkvæmd áður en langt
um líður og nauðsynlegt er að
höfð sé náin samvinna við
Öryrkjabandalagið og aðra þá
aðila, sem sýnt hafa þessu
áhuga.
Birgir ísl. Gunnarsson:
Um samgöngumál hreyfi-
hamlaðra í Reykjavík
Á fundi borgarstjórnar þann
20. júní 1974 var samþykkt
tillaga frá þeim Albert Guð-
mundssyni og Ólafi B. Thors
um, að könnun færLfrarmá því,
hvort ekki væri tímabært, að
Strætisvagnar Reykjavíkur
hæfu rekstur á sérhönnuðum
vögnum fyrir fatlað og lamað
fólk í borginni til að flytja það
milli heimila og vinnustaða.
Engin skipulögð þjónusta hefur
verið í boði á þessu sviði hér á
landi og því var hér hreyft mjög
athyglisverðu máli.
Tveimur mönnum var falið að
vinna að umræddri könnun, þ.e.
þeim Eiríki Ásgeirssyni, for-
stjóra S.V.R., og Vigfúsi Gunn-
arssyni, formanni Öryrkja-
bandalags íslands. Unnu þeir
verk sitt vel og samvizkusam-
lega, kynntu sér slika starfsemi
erlendis og söfnuðu upplýsing-
um víða að. Skiluðu þeir ítar-
legri skýrslu á s.l. vetri, sem
lögð var fram í borgarráði. í
inngangi að skýrslunni segja
þeir m.a.: „Hugmyndir höfunda
um úrbætur á sviði þessarar
þjónustu miðast fyrst og fremst
við það, hvernig leysa megi
samgönguþarfir þess hóps fólks,
sem háður er hjólastólum eða er
hreyfifatlað á annan hliðstæðan
hátt.“ Skýrsla tvímenninganna
var lögð fram í borgarráði, en
hefur síðan ekki fengið frekari
meðferð. Samkvæmt tillögu
okkar Alberts Guðmundssonar
hefur stjórn S.V.R. nú fengið
það verkefni að taka skýrsluna
til meðferðar og semja endan-
legar tillögur og skal því verki
ljúka áður en fjárhagsáætlun
fyrir næsta ár verður gerð.
Vonir standa því til, að fram-
kvæmdir geti orðið þegar á
næsta fjárhagsári.
Hér verða nú rakin nokkur
atriði úr skýrslunni. í upphafi
reyna skýrsluhöfundar að gera
sér grein fyrir því, hve mikill
fjöldi einstaklinga í Reykjavík
þarfnist aðstoðar í þessu efni. í
því sambandi var stuðzt við
opinbera rannsókn í Svíþjóð og
hlutfallstölur þeirrar rannsókn-
ar yfirfærðar á Reykjavík.
Jafnframt var stuðzt við athug-
un um könnun á atvinnumálum
öryrkja í Reykjavík, sem .gerð
var af Jóni Björnssyni, sálfræð-
ingi.
Ályktun þeirra er sú, að
180—210 einstaklingar í borg-
inni geti naumast farið erinda
sinna án aðstoðar, þar sem
sérsmíðaðra vagna sé full þörf.
Er það nálægt 0,25% af íbúa-
fjölda borgarinnar og er það
sambærileg taia við það, sem
tíðkast í Svíþjóð. Þá eru taldar
líkur á, að allstór hópur manna
eigi í nokkrum erfiðleikum með
allan almennan erindisrekstur,
hvort heldur sé um að ræða
atvinnu eða annað, en erfitt sé
að geta sér til um, hve sá hópur
sé stór.
I stórum dráttum eru tillögur
skýrsluhöfunda um lausn
vandamálsins á þessa leið:
Raða eigi flutningum eftir
mikilvægi og eigi eftirtalin
verkefni að njóta forgangs: í
fyrsta lagi flutningur hreyfi-
hamlaðra til og frá vinnu. I öðru
lagi flutningur til lækna, sér:
fræðinga og sjúkrastofnana. I
þriðja lagi flutningur til endur-
hæfingarstöðva, sjúkraþjálfa og
hliðstæðra aðila. í fjórða lagi
aðrir flutningar, valfrjálsar
ferðir. Allir flutningar tak-
markist við Reykjavík, en þó
með undantekningum. Jafn-
framt sé reynt að fá önnur
sveitarfélög til að gerast aðilar
að þjónustunni, þannig að allt
höfuðborgarsvæðið tengist í
þetta flutningakerfi.
Æskilegt er taiið að sinnt
verði valfrjálsum flutningum
fyrir hreyfihamlaða, þó að
forgangsþjónustan sitji í fyrir-
rúmi. Ennfremur að hreyfi-
hamlaðir geti átt kost á lengri
ferðum út fyrir svæðið, en þá
gegn hærri greiðslu.
Eftir því sem við verður
komið þarf hinn hreyfihamlaði
að geta ákveðið með hæfilegum
fyrirvara hvenær hann óskar
flutnings og tilkynna það
stjórnendum samgöngukerfis-
ins. Fyrst í stað verði nauðsyn-
legt að skipuleggja ferðir þann-
ig, að fastar daglegar ferðir t.d.
að og frá vinnu, verði fyrirfram
ákveðnar og að tiltekinn hópur
manna nýti sömu ferðina.
Reiknað er með að slíkar reglu-
Birgir ísleifur Gunnarsson
Stutt samtal við
Sigurð Bjama-
son sendiherra
í London
Vaxandi viðskipti við Bretland
— betri horfur í skreiðarmálum
SIGURÐUR Bjarnason sendi-
herra íslands í London hefur
undanfarið dvalið hér heima í
sumarleyfi, lengstum vestur í
Vigur. Þegar Mbl. spurði hann
að því í gær, hvernig honum
virtist horfa um viðskipti ís-
lendinga og Breta taldi hann
ástæðu til bjartsýni í þeim
efnum. Ilvað snerti innflutning
til íslands hefði Bretland á
árinu 1977 verið í fyrsta sæti
með 11 af hundraði heildarinn-
flutningsins. En að því er
útflutningsins frá íslandi tæki
þá hefði Bretland verið í öðru
sæti næst á eftir Bandaríkjun-
um með 14.5% heildarútflutn-
ings á árinu. Væri þetta mikil
aukning frá árinu 1976 eða um
55 af hundraði. Löndunarbanni
á ísfiski hefði nú að verulcgu
leyti verið aflétt og f jöldi
íslenzkra fiskiskipa hefði á
þessu ári landað og selt í
Bretlandi, flest fyrir gott verð.
Sala á hraðfrystum fiski væri
mikil til Bretlands. Hefði hún
aukizt úr 2669 tonnum árið
1976 í 7216 tonn á árinu 1977.
— Hefur þú orðið var við
beiskju í garð íslendinga vegna
átakanna í landhelgismálinu og
niðurstöðu þeirra?
>- Á því er varla orð gerandi.
Sjómenn og útgerðarmenn í
helztu útgerðarbæjunum voru
að vísu gramir er þeir misstu
aðgang að hinum fengsælu
fiskimiðum í árslok 1976 í
framhaldi af Óslóarsamkomu-
laginu. En sú beiskja er nú að
réna og brezk stjórnvöld leggja
nú kapp á að vernda heimamið
sin, en eiga þar við ramman reip
að draga vegna aðildar Breta aö
Efnahagsbandalagi Evrópu.
— Þú ert jafnframt sendi-
herra íslands í Nígeríu. Hvernig
eru horfurnar í skreiðarsölu-
málum okkar þar í landi?
— Því er ekki að neita að við
höfum átt þar í erfiðleikum, eins
og flestum mun kunnugt um hér
heima. En horfur á skreiðarsöiu
eru nú betri en áður. Banka-
ábyrgðir hafa verið veittar fyrir
útflutningi, meginhluta þeirrar
skreiðar sem legið hefur hér
heima sl. tvö ár og útflutningur
er nú hafinn á skreiðinni.
Fyrsta skipið er nú að koma til
Nígeríu og annað verður byrjað
að ferma í næstu viku. Vonandi
getur þessi útflutningur haldið
áfram hindrunarlaust næstu
mánuði, eins og um hefur verið
samið. Verðmæti þessarar
skreiðar er um 6 milljarðar
íslenzkra króna. Ég hef átt
ánægjulega samvinnu við for-
stöðumenn ísl. skreiðarútflytj-
enda, sem hafa orðið að fara
ótal ferðir til Nígeríu vegna
þessara viðskipta, sem eru
þýðingarmikil fyrir íslenzkan
sjávarútveg. Sjálfur hef ég farið
þrjár ferðir til Nígeríu sl. tvö ár
í samráði við utanríkis- og
viðskiptaráðuneyti okkar, og þá
jafnan tekið þátt í viðræðum við
stjórnvöld og innflytjendur
skreiðarinnar. Held ég að það sé
sameiginlegt mat mitt og
skreiðarútflytjenda að Nígeríu-
menn hafi áhuga á áframhald-
andi skreiðarkaupum af Islend-
ingum. Er sá útflutningur mjög
mikilvægur, ekki sízt vegna
stundarerfiðleika í saltfiskút-
flutningi okkar. Nígería er
fjölmennasta land Afríku með
um 80 milljónir íbúa og hefur
mikla framtíðarmöguleika,
vegna náttúruauðæfa landsins,
t.d. olíu og gass.
Islenzkir aðilar vinna þar
einnig að byggingarfram-
kvæmdum í samvinnu við
Nígeríumenn, að ógleymdum
pílagrímaflutningum íslenzku
flugfélaganna milli Nígeríu og
Saudi Arabiu ár hvert.
Það er mín skoðun, að okkur
Islendingum beri að hafa nána
samvinnu við Nígeríumenn í
framtíðinni og láta einskis
ófreistað til að treysta við-
skiptatengsl okkar við þá, sagði
Sigurður Bjarnason sendiherra
að lokum.