Morgunblaðið - 05.08.1978, Page 38

Morgunblaðið - 05.08.1978, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 Eru þeir að fá 'ann ■ Mjög góð veiði í Blöndu „Veiðin hefur verið jöfn í sumar og mjög góð, við veiðum á 4 stangir á dag og er kvóti, 14 laxar á stöng. All mikil brögð hafa verið að því að menn hafi fyllt sinn kvóta." Þetta mælti Sigurður Kr. Jónsson á Blöndu- ósi í viðtali við Mbl. í gær. Taldi Sigurður að á land væru komnir Þessi mynd er frá Laxá í Kjós. þar sem veiðst hefur framúr- skarandi vel í sumar. Veiði- maður afgoggar nýgeng- inn stór- lax. um 1200 laxar, en erfitt væri að hafa það nákvæmara, vegna þess að tveir aðilar hefðu ána á leigu og skráir hvor aðili í sína bók. Veiðin hófst í Blöndu þann 10. júní og veiddust strax fyrsta daginn 38 laxar. Þá og allt fram í miðjan júlí var Blanda tær sem bergvatn, en er hún þó jökulá og oftast með tilheyrandi lit. Sig- urður taldi meðalþungann vera milli 8 og 9 pund og stærsta laxinn í sumar veiddi Grétar Guðmundsson á spón við svo- kallaðan Bug. Var fiskurinn 23 pund. Þá hefur einn 21 punds lax verið dreginn, tveir 19 punda og all margir 17—18 punda. Heldur hefur laxinn þó farið smækkandi undanfarið. Svartá« Jafnmikil veiði á fyrstu 2 dögum nú og allt síðastliðið sumar Sigurður tjáði okkur, að Svartá hefði verið á mikilli niðurleið undanfarin ár og því var brugðið á það ráð að veiða aðeins í einn mánuð á þessu sumri. Veiðin hófst því ekki fyrr en 22. júlí og fyrstu tvo dagana veiddust 48 laxar á þær 3 stangir sem leyfðar eru. Það er einnig kvóti í Svartá og má aðeins veiða 8 laxa á stöng á dag, fylltu því allar stangirnar kvóta sinn. Þetta er nákvæm- lega sami fjöldi laxa og var dreginn úr Svartá allt síðastlið- ið sumar og sagði Sigurður, að sýnilega væri mikill fiskur í ánni nú. Laxinn er vænn eins og í Blöndu, en Svartá á ós að henni. Veiðin hefur víðast hvar verið miklu betri en í fyrra. svo og laxgengd. þrátt fyrir mikla þurrka í júií. Vegur Hallár fer vaxandi Hallá er vatnslítil, en nokkuð löng á, sem farið hefur vaxandi sem laxveiðiá á síðustu árum. Sigurður sagði, að góð veiði hefði verið í ánni í allt sumar, aðeins tvær stangir væru leyfð- ar á dag, en dagsaflinn farið upp í 9 fiska. Laxinn er yfirleitt frekar smár í Hallá, þetta 4—8 pund, en Sigurður vissi til þess að þeir hafi veiðst allt upp í 13 pund. Flóka aldrei vatnsminni „Flóka var orðin svo vatnslít- il, að ég hef aldrei séð annað eins. Eigi að síður er veiðin orðin hátt í helmingi meiri en hún var á sama tíma í fyrra, eða um 230 laxar.“ Svo fórust Ingvari á Múlastöðum orð í samtali í gær. Þá kom fram, að mikill lax er í ánni og enn verða menn varir við nýjar göngur. Þrátt fyrir vatnsleysið, hefur aflast sæmilega og hver einasti hópur hefur dregið eitthvað á land, bara mismunandi mikið. Laxarnir eru flestir milli 4 og 9 pund, en í fyrradag veiddi Jón Jónsson úr Grindavík stærsta laxinn í sumar, 16 punda lax, á maðk við Steðjatún. ~ gg t Systir mín, MARÍASÍNA MARÍASOÓTTIR, Kleppsvegi 10, Reykjavík, andaöist 3. ágúst á Landakotsspítala. Fyrir hönd okkar systkinanna. Þóröur Finnbogi Guömundsaon. t Eiginkona min SIGRÚN ANDRÉSDÓTTIR andaöist á Borgarspítalanum 3. ágúst Már Gunnarsson. Maðurinn minn, faðir okkar og afi PÁLL ÁSGRÍMSSON Mjóstræti 2, Siglufiröi andaöist á sjúkrahúsi Siglufjaröar fimmtudaginn 3. ágúst. Ingibjörg Sveinsdóttir, börn og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma INGIBJORG ÁRNADÓTTIR, Fálkagötu 14 lést í Landakotsspítala 3. ágúst. Guðrún F. Magnúsdóttir, Skúli Magnússon, Þorkell Magnússon, Ásta Kristjánsdóttir, Kristinn Magnússon, Fjóla Guólaugsdóttir, Rafn Thorarensen, Guðfinna Guðmundsdóttir, og barnabörn. t Bestu þakkir færum við öllum er sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og jarðarför JÚLÍÖNU BJARGAR JÓNSDÓTTUR frá Ásólfsskála, Hólavangi 3, Hellu. Halldóra I. Sigmundsdóttir, Kristpór Breiöfjörð Keuksson, Siguröur Sigmundsson, Elín Jónsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Hjalti Bjarnason, Vigfús Sigurósson, Jón Sigurðsson, Helga Helgadóttir, börn og barnabörn Óskar Brynjólfs- son — Minning Fæddur 28. des. 1910. Dáinn 28. júlí 1978. Því varrt allt svo hljútt viö helfroirn þína sem hafi klökkur xíkjustrenxur brustið. 0« ejj veit marxt hjarta harmi lustið mun huxsa til þín alla daxa sfna. T.G. Oskar fæddist á Syðri-Vatna- hjáleigu í Landeyjum, Rang. For- eldrar hans voru hjónin Brynjólf- ur Jónsson og Margrét Guðmunds- dóttir er þar bjuggu. Hjá þeim ólst hann upp til 12 ára aldurs. Þá fluttust þau til Vestmannaeyja en hann að Hallgilsey í sömu sveit, þar sem hann átti heima til 28 ára aldurs. Fundum okkar Óskars bar fyrst saman er hann var heitbundinn fóstursystur minni Björgu Rögn- valdsdóttir. Þau gengu í hjóna- band 2. desember 1944. Um áramót 1946 fluttust þau til ísafjarðar. Þar hóf hann starf sem línumaður við rafmagnsveitu ísafjarðar og gegndi því starfi meðan kraftar hans entust. Hann tók nokkurn þátt í félagsmálum á ísafirði. Lengi meðlimur í Taflfélagi þar og einnig við leikstörf. Þeim hjónum varð 6 barna auðið. Þau eru: Guðfinna Margrét nú kennari við Barnaskóla I$a- fjarðar, gift Trausta Hermanns- syni, sérstökum ágætismanni; Stefán Dan sjómaður, kvæntur Rannveigu Hestness; Brynjólfur verkstjóri við Rækjuverksmiðju ísafjarðar kvæntur Önnu Guðna- dóttur; Rögnvaldur sem nú vinnur sem bakari í Svíþjóð, kvæntur Guðrúnu Halldórsdóttur; Már sjómaður sem enn dvelur í heima- húsum og Arnar nemandi í Menntaskóla ísafjarðar, kvæntur Elínu Björnsdóttur. Eg minnist Óskars sem eins allra besta og ábyrgasta manns sem eg hefi kynnst. Umhyggja hans gagnvart konu, börnum, starfi sínu og öllu er honum við kom var frábær. Eftir að börnin voru komin til þroska, dvöldu þau hjónin oft um tíma í Reykjavík og bjuggu þá jafnan hjá mér. Er hann talaði í síma vð börn sín eða tengdabörn á ísafirði, kvaddi hann þau alltaf með orðunum: „Svo munið þið að fara heim til okkar og gefa köttunum." Mér fannst það mjög falleg saga er köna hans sagði mér, er hann kom heim um síðustu jól, eftir nokkurra vikna sjúkrahússdvöl hér í Reykjavík. Var þá orðinn það hress að geta sest í stólinn sinn við sjónvarpið. Kom þaL mikla eftir- Guðríður Jóns- dóttir—Minning í dag verður amma mín, Guðríð- ur Jónsdóttir, Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, jarðsett. Ljúfar minningar koma upp í hugann, þegar ég minnist ömmu í Hlíðarendakoti. Sem barn fór ég oft austur í Fljótshlíð til ömmu, ásamt syst- kinum mínum og voru þær ferðir alltaf skemmtilegar og minnis- stæðar. Amma tók á móti okkur, bros- andi með skotthúfuna sína, á hlaðinu hjá gamla bænum sínum undir hlíðinni. Ennþá stendur gamli bærinn og er dýrmætt að geta farið austur' „Hlíð“ með barnabarnabörn ömmu og rifjað upp endurminningar með þeim. Við þökkum elsku ömmu þær mörgu samverustundir. Hvíli hún í Guös friði. Valgerður Lárusdóttir. lætisdýr heimiliskisan, settist við stólinn, starði á hann nokkra stund, uns hún stökk upp í kjöltu hans og tjáði honum á sínu máli hve glöð hún var að sjá hann aftur. Eg þakka Óskari fyrir alla þá vinsemd er hann hefur sýnt mér frá okkar fyrstu kynnum og að lokum þakka ég honum starf er hann vann fyrir mig á ísafirði s.l. haust, starf er ekki var hægt að fá unnið í Reykjavík. Við alla þá er nú horfa á það sárum trega að Óskar Brynjólfs- son er horfinn af þessu jarðvistar- sviði vil ég kveðja með orðum Jóns Bergmanns er hann segir: SurKÍn lífi samoinuú som er að oss kveðin. hún er öll í ætt við guð cins ok dýpsta Kleðin. Útför Óskars Brynjólfssonar fer fram frá Isafjarðarkirkju í dag. Svanlaug Daníelsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.