Morgunblaðið - 05.08.1978, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978
41
fclk f
fréttum
+ Við kunnum ekki að nefna nöfn þessara krakka sem á myndinni eru, enda skiptir það
ekki máli. — Krakkarnir komust í fréttir Parsíarblaðanna fyrir skemmstu vegna þess
að þau vígðu hjólaskautavöll í Parísarborg fyrir skömmu. — Víða í V-Evrópulöndum,
a.m.k., hafa hjólaskautar eins og þessir krakkar eru að renna sér á, náð mikilli
útbreiðslu meðal barna. Krakkarnir eiga að vera með hjálma í öryggisskyni þegar þau
eru á skautabrautinni.
+ Þetta er ein nýjasta
myndin af Karli Breta-
prins. Hann er hér
klæddur í Skotabúning,
svo sem sjá má. — Þess
er ekki getið í mynda-
textanum, hvort prins-
inn þyki hafa fallega
fætur. — En hann er á
leið til hinnar miklu
sýningarhallar í London
í Earl’s Court.
+ betta er götumynd írá Rio de Janeiro. — Maðurinn gerir ekki
miklar kröfur til hvflustaðarins, því hann hafði steinsofið þarna
aftan á „Follanum“ og látið sólina verma iljar sínar. Rumskað
hafði hann er einhverjir vegfarendur töldu hann sjúkan og hjálpar
þurfi, — snúið sér til veggjar og sofnað værum svefni á ný.
+ Fátt hefur skelft heiminn meira en hryðjuverkamenn þeir sem
starfað hafa ba>ði í Þýzkalandi og Ítalíu. Öðru hverju tekst þó
stjórnvöldum hinna ýmsu landa að hafa hendur í hári þessa fólks.
Nýjasta dæmið er frá Kanada. bar hafa stjórnvöld h^idtekið 27 ára
gamla stúlku að nafni Kristina Berster. Fraulein Beflher er grunuð
um að vera félagi í Baader-Meinhof samtökunum. Hún var
handtekin er hún reyndi að komast inn í Bandaríkin á fölsuðu
vegabréfi. Myndin sýnir hana í gæslu lögreglumanns í Kanada.
Afengisvarnanefnd:
Sýnum manndómsþroska
og höfnum áfengisnautn
á ferðalögum helgarinnar
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftir-
farandi fréttatilkynning frð Áfengis-
varnanefnd Reykjavíkur:
Ein mesta ferðahelgi ársins —
verzlunarmannahelgin — er á
næsta leiti — en hún er orðin að
miklu leyti almennur frídagur.
Undirbúningur hvers og eins, til
að njóta þessa langa helgarfrís,
hver á sinn hátt, mun að mestu
fullráðinn.
Þúsundir manna þyrpast í allar
áttir, burt frá önn og erli hins
rúmhelga dags.
Samkvæmt árlegri reynslu er
umferð á þjóðvegum úti aldrei
meiri en einmitt um þessa helgi og
sú umferð fer vaxandi ár frá ári.
Hundruðum, já, jafnvel þúsund-
um saman þjóta bifreiðir, fullskip-
aðar ferðafólki, burt frá borgum
og bæjum, út í sveit, upp til fjalla
og öræfa.
I slíkri umferð, sem reynsla
áranna hefir sýnt og sannað, að er
um þessa helgi, gildir eitt boðorð
öðru fremur, sem tákna má með
aðeins einu orði — aðgæzla eða
öryggi. En brot gegn þessu boðorði
getur gætnin ein komið í veg fyrir.
Hafa menn hugleitt í upphafi
ferðar — skemmtiferðar — þau
ömurlegu endalok slíkrar hvíldar-
og frídagafarar, þeim, sem vegna
óaðgæzlu, veldur slysi á sjálfum
sér, sínum nánustu, kunningjum
eða samferðafólki. Sá, sem lendir í
slíku óláni, bíður slíkt tjón, að
sjaldan eða aldrei grær um heilt.
Það er staðreynd, sem ekki
verður hrakin, að einn mesti
bölvaldur í nútima þjóðfélagi, með
sína margþættu gg síauknu vél-
væðingu, er áfengisnautnin. Tekur
það böl og ekki síst til umferðar-
innar almennt, en þó sér í lagi á
miklum ferðahelgum.
Það er því dæmigert ábyrgðar-
leysi í hástigi, að setjast að
bílstýri undir áhrifum áfengis.
Afleiðingar slíks láta heldur ekki,
að öllu jafnaði á sér standa. Þær
birtast oft í lífstíðarörkumli eða
hinum hryllilegasta dauðdaga.
Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur
skorar því á alla, sem hyggja til
ferðalaga um verzlunarmanna-
helgina, að sýna þá umgengnis-
menningu í umferð sem á dvalar-
stöðum, er frjálsbornu og sið-
menntuðu fólki einu sæmir.
En slíkt verður því aðeins, að sá
manndómsþroski sé fyrir hendi
með hverjum einstökum, að hafna
allri áfengisnautn á þeim
skemmtiferðalögum sem fyrir dyr-
um standa.
Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur.
Innilegar þakkir sendum viö ættingjum og vinum
fyrir hlýjar kveöjur og hamingjuóskir í tilefni
gullbrúökaups okkar.
Guö blessi ykkur öll.
Sigurborg og Gísli,
Skáleyjum.
Landsmót hestamanna
1978
Dregiö var í happdrætti landsmótsins 17. júlí s.l.
Upp komu eftirtalin númer:
Nr. 6669 Gódhestur meó reiötygjum.
Nr. 4305 Samvinnuferð til Hollands.
Nr. 6460 Sunnuferö til Mallorka.
Nr. 5262 Útsýnarferð til Costa del Sol.
Nr. 7609 Úrvalsferð.
Nr. 1427 Flugferð til London.
Ósótta vinninga ber aö sækja fyrir 1. október
1978.
Á skrifstofu Landssambands hestamannafélaga, í
félagsheimili Fáks, viö Elliðaár í Reykjavík, eru til
sölu ýmsir minjagripir sem gerðir voru í tilefni
landsmótsins í sumar. Myntsöfnurum er sérstak-
lega bent á tölusetta brons og silfur minjapeninga
meö mótsmerkinu. Gefnir voru út 500 brons og
100 silfur minjapenipgar.
Framkvæmdanefndin.