Morgunblaðið - 05.08.1978, Page 44

Morgunblaðið - 05.08.1978, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 GRANI göslari „Meira Martini Grani, miklu meiri Martini“ — Þér getið fengið stöðuna, Guðmundur, en getið þér ekki hugsað yður að lagfæra útlitið eitthvað? F élagsr áðgjaf i nn. — Segið mér Ástríður, á ég að trúa því að engin tvö af ellefu börnunum yðar eigi sama föður? — Jú, tvíburarnir. — Það er ekki allt með felldu hvað hjartanu í þér viðkemur, Jónatan. — Hvað með áfengis- neysluna? — Hún er alveg regluleg, svo ekki er henni um að kenna. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Áhorfendur eru misjafnir og má jafnvel skipta þeim í tvo hópa. Annar hópurinn mun samþykkja það álit þitt, að óheppnin elti þig. En hinn gæti vorkennt þér, jafnvel þerrað augu þín, og bent síðan vingjarnlega á hvað betur mátti fara. Gjafari suður, allir á hættu. Vestur S. 107 II. D71 T. I)G10fi I.. 10872 Norður S. KG52 II. KlOfi T. 132 L. DG5 Suður S. \D0fi3 II. ÁG5 T. ÁK7 L.fi3 Austur S. 81 II. 9832 T. 985 L. ÁK9I Hvernig stendur á því að ég finn aldrei hár á jakkanum þínum lengur? Ertu kannski farinn að halda fram hjá mér með sköllóttri dömu? Einræðisherra? „Það er fátítt í vestrænum ríkjum að einræðisherrar skjóti upp kollinum nú til dags. Þó hefur það gerst á íslandi að einn slíkur hefur komið fram. Nafn hans er Guðmundur J. Guðmundsson og kallar hann sig verkalýðsleiðtoga. Þegar aðalatvinnuvegir okkar eiga í miklum erfiðleikum rís Guðmundur upp og setur á útflutningsbann til þess að knýja fram að verkamenn fái betri laun. Guðmundur jaki virðist vera einvaldur í þessum framkvæmdum og verkamenn hlýða honum eins og hann vill. Guðmundur jaki virðist vera orðinn einvaldur innan verkalýðshreyfingarinnar. En honum er víst erfitt að skilja hvaða geysilegar afleiðingar slíkar aðgerðir hafa í för með sér fyrir þjóðarbúið. Þjóðarbúið hangir á bláþræði en þessar aðgerðir Guð- mundar jaka virðast einungis stefna að því að þjóðarbúið sökkvi alveg í svaðið. Það er undarlegt að slíkur maður berst gegn þjóð sinni, meðan þjóðin og atvinnuvegir okkar eiga í erfiðleikum. Er nú ekki mál til komið að fara að hugsa eins og maður Guðmundur? Þú gerir þér kannski ekki ljóst hverjar afleiðingarnar verða? Þótt þú sért einræðisherra innan verkalýðsins og lítur á þig sem stórmenni þá hlýtur þú að skilja að þetta getur aldrei gengið til lengdar. Maður sem gerir slíkar aðgerðir sem þjóðin bíður kannski aldrei bætur af, hlýtur að mega flokka undir skemmdarverka- mann. Ég hélt að allir íslendingar vildu þjóð sinni vel, en víst er að Guðmundur jaki er á annarri skoðun eins og í flestum málum. En eflaust ert þú einn af þeim vinstri mönnum sem vilja koll- steypa öllu hér á landi. Okkar farsæla ríkisstjórn undir stjórn Geirs Hallgrímssonar hefur reynt að glíma við vandann með góðum árangri en þá kemur þú vaðandi og ætlar að eyðileggja allt. Er þetta skynsamlegt af manni sem vissi að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar var að ná tökum á vandanum. Er þetta Suður opnaði á einum spaða, norður hækkaði í tvo og suður stökk í fjóra spaða. Útspil tígul- drottning. Sagnhafi tók útspilið og tvo slagi á tromp. Síðan spilaði hann laufi. Austur tók gosann með kóng, spilaði tígli og suður reyndi aftur laufið. En austur drap drottninguna, vörnin tók tígulslag sinn og spilaði þriðja laufi, sem suður trompaði. Nú þurfti suður að finna hjarta- drottninguna. Hann vildi ekki láta ágiskun nægja og tók því tromp- slagina tvo. Hann fylgdist vel með afköstunum og sá, að austur var líklegri til að eiga fjórlit í hjartanu. Það þýddi að líkurnar voru 4 gegn 3 að drottningin væri á hendi austurs. Hann spilaði því hjarta á kónginn og svínaði gosanum. En þá fékk vestur fjórða slag varnarinnar. Sagnhafi kvartaði yfir óheppni sinni. Fyrst þurfti austur endilega að eiga bæði háspilin í iaufinu og síðan lá hjartadrottningin gegn líkunum. „Já vissulega varstu óheppinn", sagði meðaumkunarfullur áhorf- andi. „En þú gast nú samt gert betur“. Og fram kom, að í stað þess að spila laufi í fjórða slag hefði spilið unnist með því að taka á tígulkóng og spila aftur tígli. Þá hefði vörnin neyðst til að gefa tíunda slaginn annaðhvort á lauf eða hjarta. \ mÆ m ■ mÆ m % M tp Framhaldssaga eftir Mariu Lang ||^k I j Vk j | | | I I I U | Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði vfct enginn hér við borðið á meðan. Hann hvarf fram í eldhúsið og Christer Wijk hristi höfuðið og spurði. — Er alltaf svona hníflótt- ur? — Nei, sagði Judith og and- varpaði. — Ekki alltaf. Hann getur meira að segja verið beeði góður og skemmtilegur. Það hlýtur að vera þú sem hefur svona öfugsnúin áhrif á liann. — Heldurðu ekki að sönnu nær sé að segja að það sé minningin um Matta Dandor? Hcfur hann nokkurn tfma getað sagt eitt jákvætt orð um þann pilt. — Nei, viðurkenndi hún dræmt. — því miður hefur hann aldrei gert það. Hann var haldinn fordómum á móti Matta og meira að segja áður en hann barði hann augum. — Já, já. það nær ekki lengra. Segðu mér þá bara um þessa óiukkans kirsuberjamola og um hvað Mattá þótti þetta mikið góðmeti. Það vissuð þið öll. — 0, já, við vorum oft að strfða honum með þessu. Til dæmis í fyrsta skipti sem ég hitti hann... — Já,,, sagði Christer örv- andi. - Það var hjá Lisu Billkvist í sælgætisbúðinni hennar sem var svo einstaklega heimiiisleg- ur staður, sagði Judith dreym- andi röddu. — Hann stóð þar ásamt Klemens og hann hafði svo yndislegt bros og dægileg- ustu freknur í öllum heimi. Manni hiýnaði um hjartaræt- urnar við það eitt að líta á hann. En hann sagði ekki margt. Ég man það var aðal- lega Klemens sem hafði orð fyrir þeim. Og hann hafði komið auga á stóreflis súkku- laðimola fyllta með kirsuberja- lfkjör. Þeir voru stórir og ákaflega lokkandi. Og þeir voru vafðir inn í eldrauðan glanspappfr, svo að maður gat bókstaflega ekki siitð af þeim augun. Klemens hrópaði upp yfir sig og benti á molana og fór að strfða Matta. — Er virkilega kirsuberjalí- kjör f þeim? Húm hermdi eftir Klemens og náði vel glaðlegri rödd hans. — Hefurðu heyrt það. Matti. Það er kirsuberjalfkjör í þeim! — Og líkjör... Ifkjör. Nammi-namm. — Já, hann hérna hann heitir Matti og er frá Verma- landi og hann er sjúkur í svona sæigæti. Það er það allra bezta sem hann fær. — Heppni fyrir mig, sagði Lisa. — Eg var dauðhrædd um að ég sæti uppi með molana. Þeir eru svo ókristilega dýrir. Dökkbrún augu Juditar horfðu inn f fortfðina og rödd hennar var f jarræn þegar hún bætti við. — Auðvitað hafði hann eng- in efni á að kaupa svona dýrt sælgæti. En það var nú það eina sem hann veitti sér og svo tók hann benzfn á mótorhjólið og eina máltfð á mjólkurbarn- um örðu hverju. — Og leikhúsmiða, sagði Christer kurteislega. — Á sýningu Rfkisleikhússins á Kátu ckkjunni? Þegar hún sneri aftur til nútfðarínnar var hún allt í einu mæðuleg. — Nei, það var ég sem borgaði miðana. Eða svo að rétt sé nú með allt farið, það var hann faðir minn, því að ég fékk að nota miðana sem hann hafði pantað. En Christer hafði enn ekki lokið vangaveltum sínum um hrifningu Matta á Ifkjörsmol- um. — Borðaði hann aldrei mola sem fylltir voru með öðru? Ég man að þegar ég var unglingur var ég æstur í mola með púnsi eða konfaki og þegar maður er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.