Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.08.1978, Blaðsíða 48
AUíiLÝSINfiASÍMÍNN ER: 22480 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1978 Mikil Og slysalaus umferð frá Reykjavík FJÖLDI fólks leggur upp í ferðalög um verzlunar- mannahelgina og skv. upplýsingum frá Flug- leiðum og upplýsingamið- stöð umferðarráðs var um- ferð mikil í gærdag og í gærkvöldi. Aöalumferðin hjá Flugleiðum var til Vestmannaeyja en þangað voru flognar 11 ferðir með Fokker Friendship vélunum og tvær ferðir með Twin Otter vél Vængja. Alls voru því fluttir til Eyja um 550 farþegar flugleiðis á vegum Flug- leiða. Þá átti að fljúga tvær ferðir til Akureyrar með einni þotu Flug- leiða en hætta varð við það vegna þoku, en hefja flug snemma í morgun. Þá var ekki flogið til Húsavíkur eða Sauðárkróks í gærkvöldi. Að öðru leyti gekk innanlandsflug eðlilega fyrir sig. Hjá upplýsingamiðstöð um- ferðarráðs sem starfrækt verður um helgina fékk Mbl. þær upplýsingar að ekkert alvarlegt slys hefði átt sér stað í umferðinni í gærkvöldi og lítið um óhöpp. Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri umferðarráðs sagði að taldir hefðu verið bílar á leið frá Reykjavík um Vesturlands- og Suðurlandvegi. Hefðu 125 bílar farið á 15 mínútum um Vesturlandsveg við Grafarholt og 123 um Suðurlands- veg og væri því umferðin jöfn. trt iöf æ ‘M — I.júsm. Si^urjírir. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum var sett kl. 14 í gær, en þangað munu nú vera komnir milli 7 og 8 þúsund gestir. Flugleiðir fóru margar ferðir í gær og Herjólfur einnig og biðu bílar í Þorlákshöfn eftix fari á fimmtudagskvöld. Tjaldaði fólk við bílana og sigldi síðan tifEyja á föstudagsmorgni. í upphafi þjóðhátíðar flutti Vigfús Ólafsson hátíðarræðu, sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson annaðist guðsþjónustu og kirkjukór Landakirkju söng undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Dansleikur var í gærkvöldi á tveimur stöðum og í kvöld verður kvöldvaka með ýmsu efni, varðeldur, dansleikir og flugeldasýning á miðnætti. Telja ekki rétt að semja við Norðurás — Á FUNDI stjórnar Verkamannabústaðanna var ákveðið að ekki væri grundvöllur fyrir því að ganga til samninga við fyrirtækið Norðurás, sagði Eyjólfur K. Sigurjónsson formaður stjórnar Verkamannabústaðanna. — Við höfurp fengið svör við spurningum okkar varðandi þetta fyrirtæki og telur stjórnin að þessi grundvöllur sé ekki fyrir hendi. Á fundinum var einnig samþykkt að fresta lokaákvörðun um það hvort samningnum við Breiðholt hf. verði rift. Það er eining um það í stjórninni að hugsanlegt sé að stjórnin taki við verkinu, en það hefur enn ekki verið ákveðið. Tryggingar voru í upphafi settar er nema 10% af verksamningsupp- hæðinni og eru þær hjá Útvegs- banka Islands. Ef úr rætist hjá Breiðholti hf. nú um helgina er hugsanlegt að engin breyting verði gerð á þeirra aðild, en þeir eru nú að athuga sín mál, sagði Eyjólfur K. Sigurjónsson að lokum. Morgunblaðið hafði einnig sam- band við Guðmund J. Guðmunds- son sem á sæti í stjórn verka- mannabústaða og sagðist hann á þessu stigi málsins ekki vilja tjá sig um það. Hann sagði að starfsmenn Breiðholts hf. hefðu mikla re.vnslu í að vinna að byggingum með þessum sérstöku mótum, sem notuð væru, og á fundi stjórnar verkamannabústað- anna eftir helgina yrði framhald málsins ráðið og því ekkert af því að segja að svo stöddu. . Maraþonfundur hjá Framsóknarflokki AFDRIF þjóðstjórnarhugmyndar íorystumanna Sjálfstæðisflokks- ins eru ekki endanlega ráðin, en gcrt er ráð fyrir að Ijóst verði í dag eða um helgina hvort ástæða sé tii að hefja formlegar tilraunir til stjórnarmyndunar af þessu tagi. Almennt er þó talinn svo lítill grundvöllur fyrir viðræðum af þessu tagi innan allra fjögurra stjórnmálaflokkanna, að telja verður ósennilegt að formlegar viðræður um myndun þjóðstjórn- ar verði hafnar. Geir Hallgrímsson, formaður ilfstæðisflokksins, sagði í sam- við Morgunblaðið í gærkvöldi ekkert væri af þessu máli að • ja í bili. Greinilegt var að j; ystumenn Sjálfstæðisflokksins og einnig Alþýðubandalags og A«pýðuflokks biðu átekta eftir niðurstöðum miðstjórnar Fram- sóknarflokksins. Fundur miðstjórnar Framsókn- arflokksins reyndist maraþon- fundur. Hann hófst á Hótel Sögu kl. 2 í gærdag og stóð enn rétt fyrir miðnætti' í gærkvöldi. Miklar umræður urðu á fundinum, að því er Morgunblaðið fregnaði, og töluvert deilt á störf fráfarandi ríkisstjórnar en forustumenn flokksins lágu ekki verulega undir gagnrýni þann hluta fundarins, sem Mbl. hafði fregnir af. Á miðstjornarfundinum átti að taka afstöðu til þátttöku flokksins í viðræðum um stjórnarmyndun, en bera átti upp tillögu um þetta efni í lok fundarins. Klukkan rúmlega 11 í gærkvöldi voru þó enn 9 á mælendaskrá eftir nær stöðugar umræður allan daginn, og tókst Mbl. því ekki að hafa fregnir af því hvaða afstöðu fundurinn tók til þjóðstjórnarinn- ar. „Læragjá” lokuð að næturlagi BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að fela hitavcitustjóra að láta loka íyrir rennsli í heita lækinn í Nauthólsvík að næturlagi um 3—4 vikna skeið í tilraunaskyni. Jóhannes Zoéga hitaveitu- stjóri, sagði í samtali við Mbl. að fyrst hefði verið lokað á miðvikudagskvöld og væri jafn- an lokað frá kl. 22 til 7—8 á morgnana, en nokkuð væri þó erfitt að hafa nákvæma stjórn á því hvenær rennslið hæfist aftur að morgninum. Sagði hann einnig að þessar lokunar- aðgerðir væru nokkuð dýrar og fylgdi því nokkurt umstang að koma þeim í kring. Á fundi borgarráðs óskaði Albert Guðmundsson að það yrði bókað að hann væri á móti öllum ráðstöfunum til „að hefta frjáls afnot að næturlagi á baðstað fólksins í Nauthólsvík. Bannaðgerðir af þessu tagi hljóta að stríða gegn réttlætis- kennd þess stóra hóps Reyk- víkinga sm gert'hefur þennan heita læk að vinsælum útibað- stað“ eins og segir í bókun Alberts. Þurfa að kanna þyrluflak- ið betur — Við höfum tekið í sundur stélskrúfuna og erum að athuga hana, en ekki er neitt hægt að fullyrða á þessu stigi um orsakir þess að annað skrúfublaðið losnaði frá. sagði Skúli Jón Sigurðsson hjá loftferðaeftirlitinu í samtali við Mbl. Skúli sagði að kanna þyrfti betur flakið sjálft og því yrði það ekki ljóst fyrr en í næstu viku eða síðar hverjar orsakirnar fyrir þessu væru. Um tíð þyrluslys sagði Skúli Jón að hafa yrði það í huga að þyrlur flygju einatt stuttar vegalengdir í lítilli hæð og því mætti segja að þyrluflug væri stundum nokkru hættulegra, en almennt flug. Taldi hann að þyrluflug hér á landi, sem nú hefði verið stundað í 12—13 ár, | hefði gengið vel, t.d. hjá Landhelgis- gæzlunni og Andra Heiðberg, en menn myndu fremur eftir slysunum þegar þau gerðust. MWÉMs: Yfirvinnubanni Vöku í Siglufírði aflétt: „Breytir ekki miklu nema aflétt verði í Eyium líka” — ÉG SÉ ekki að það breyti miklu þótt yfirvinnubanninu hafi verið aflétt í Siglufirði, en við vonumst eftir að því verði einnig aflétt í Vestmannaeyjum og þá batna mjög móttökuskilyrði og verður hægt að senda fleiri báta á veiðar, sagði Kristján Ragnarsson formaður Landssambands ísl. útvegsmanna f samtali við Mbl. í gærkvöldi. dag og þar verður tekin ákvörð- un um hvað gert verður, en það er ekki víst að allur flotinn geti hafið veiðar jafnvel þótt Vest- mannaeyjar komi einnig til vegna fyrrgreindra vinnsluerfið- leika. Loðnunefnd var einnig á fundi í kvöld, sagði Sigurður, og — Ákveðið var á fundi hjá okkur s.l. miðvikudag að 18 skip myndu geta hafið veiðar á laugardagskvöld og þó Siglu- fjörður komi til núna gerir það ekki annað en losa aðeins um, því sjálfsagt hefðu komið upp vandræði hjá þessum 18 skipum við að losa sig við aflann. Mjög erfitt er að vinna hann núna vegna átunnar og ekki er hægt að geyma hann nema stutt, þannig að við höfum ákveðið að dreifa aflanum úr þessum 18 skipum á nokkra staði. — L.Í.Ú. hefur fund á þriðju- hyggst hún halda annan fund að loknum okkar fundi á þriðjudag og taka ákvörðun í framhaldi af niðurstöðu fundar okkar, og við vonumst til að banninu verði einnig aflétt i Vestmannaeyjum og að þessar þrjár afkastamestu stöðvar komist í gang að nýju, sagði Sigurður Ragnarsson að lokum. Sjá viðbrögð íormanns Vöku og framkvæmdastjóra SR á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.