Morgunblaðið - 20.08.1978, Side 17

Morgunblaðið - 20.08.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1978 17 Allar Pennabúðirnar eru stútfullar af splunkunýjum skólavörum. Bókum, blokkum, blýöntum, strokleörum, skólatöskum, o.fl. o.fl. — og svo pennum fyrir alla aldurs- flokka. Komið í Pennabúðirnar og veljið nýju skólavörurnar, þær gera skólaveruna miklu skemmtilegri. á T _T \ \ J' \ Hallarmúla 2, Laugavegi 84 1 J^l ll tll ll Hafnarstræti 18 mállaus á Reykjalundi, þar sem hún lézt. Þórlaug systir Dags er hjúkrun- arkona að mennt. Hún er gift og búsett í Danmörku. Sigríður er einnig gift og býr í Garðabæ. Þau áttu hálfbróður af fyrra hjóna- bandi móður sinnar, Pétur Hall- dórsson, hann er látinn fyrir nokkrum árum. Hulda systir þeirra er gift kona hér í bæ og hjá henni var Dagur í fæði um tíma áður en mötuneytið í Hátúni 12 tók til starfa. Hann hafði oft góða skemmtun af börnum Huldu og sagðist oft hafa átt bágt með sig við matarborðið, taldi sjálfan sig ekki góðan uppalanda, því það var svo stutt í hláturinn. Á Þorgerðarstöðum í Fljótsdal býr Þórhallur, sonur Ingibjargar stjúpu Dags. Þangað fór Dagur oft í heimsókn sér til mikillar ánægju og þar eins og annars staðar, sem hann átti vini, er hans nú sárt saknað. En sá sem reynzt hefur Degi sem sannur fóstbróðir er bróður- sonur Ingibjargar, Björgulfur Andrésson. Þeir hafa farið saman í ferðalög og heimsóknir og Björgúlfur og allt hans fólk hafa reynzt sannir og traustir vinir. Eftir að Dagur hætti að afgreiða við símann á Illugastöðum var hann að sumarlagi benzínaf- greiðslumaður á Stað í Hrútafirði, þar hefur líka verið litið á hann sem einn af heimafólkinu síðan. En eftir að hann flutti suður var hann fyrst um margra ára skeið starfsmaður Lyfjaverzlunar Ríkis- ins, en nú síðastliðin ár var hann símsvari og reikningaskrifari a verkstæði Bifreiða- og Landbún- aðarvéla. Allir, sem unnu með honum á þessum stöðum, sakna nú skemmtilegs og góðs vinnufélaga. Dagur starfaði af lífi og sál í Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra. Hann var að sjálfsögðu hrókur alls fagnaðar á ferðalögum félagsins. Og ef farnar voru ferðir um Húnavatnssýslu og fyrir Vatnsnes var hann sjálfkjörinn leiðsögu- maður. Það var ekki nóg með að hann þekkti bæina, hann gat líka lofað mönnum að heyra raddir ábúendanna og sýnt ýmsa þeirra takta. Um tíma var hann mikill áhugaljósmyndari og myndaði í gríð og erg. Svo steinhætti hann að taka myndir, lét sér nægja bóka- lestur um nokkurt skeið. Einkum hafði hann áhuga á öllu sem viðkom dýrafræði. Það var varla til það kvikindi ferfætt eða fiðrað að hann vissi ekki á því skil og gæti sagt frá ýmsu fróðlegu sem aðrir vissu ekki. En núna síðustu árin fór drjúg- ur tími af tómstundum hans í að lesa inn á segulbönd fyrir blindra- félagið og talbókasafnið. Þannig gat hann látið aðra njóta góðs af hæfileikum sínum og hann var góður upplesari. Það er vissulega ánægjulegt að hugsa til þess, að rödd hans mun varðveitast um ókomin ár öðrum til ánægju. Það er svo ótal margs að minnast og mikið sem við vinir hans höfum að þakka fyrir. Og víst megum við vera þakklát að hann þurfti ekki að heyja langt og erfitt dauðastríð. Hann var sjálfum sér nógur og fremur veitandi en þiggjandi allt sitt líf. Hress og kátur til síðustu stundar. Ég votta systrum hans og aðstandendum öllum mína innileg- ustu samúð. Minning Dags Bryn- * júlfssonar mun lifa með öllum er kynntust honum. Edda Ársælsdóttir. MMMÉáMÁ Gestir fá að bragða á mjólkurvörum Mjólkursamsalan sýnir á land- búnaðarsýningunni allar þær vörur, sem samsalan selur og auk þess selur Mjólkursamsalan á sýningunni vörur á sérstöku kynningarverði og býður gestum að bragða á nokkrum. Að sögn starfsmanna Mjólkur- samsölunnar er selt jógúrt og G-vara á sérstöku verði á sýning- unni. Jógúrtið, sem hér um ræðir, er selt á 500 krónur, sex dósir í pakka og eru í hverjum pakka jógúrt með sveskjum, kaffijógúrt, jógúrt með blönduðum ávöxtum, jarðarberjajógúrt og bláberja- jógúrt. Auk þess er gestum boðið að bragða á kaffijógúrtinni og jógúrt með sveskjum einu sinni á dag, en matvælakynning Mjólkur- samsölunnar er á mismunandi tíma dag hvern og stendur í eina klukkustund. Þá eru seldir pakkar sem innihalda fjóra og hálfan lítra af svonefndri G-vöru. Pakkar þessir kosta 1200 krónur og innihalda allar tegundir G-vöru, sem fram- leiddar eru. Einnig er kókómjólk seld á sérstöku kynningarverði. Auk þess að kynna jógúrt kynnir Mjólkursamsalan mysu- drykk, sem er blanda úr mysu og Flóridanaþykkni og eru hlutföllin þrír af mysu á móti einum af Flóridana. Hefur mysudrykkur þessi hlotið góðar viðtökur gesta á sýningunni. Þá kynnir samsalan jarðarberjaskyr og Emm-ess frómase, en af því eru framleiddar þrjár tegundir. Kynningu Mjólkursamsölunnar hefur verið sérstaklega vel tekið, að sögn starfsmanna, en sala hefur ekki verið eins góð, þótt svo hún hafi verið alveg sæmileg. Aukin þjónusta Sérpantanir á Ulferts húsgögnum. Hafið þið leitað lengi að réttu húsgögnunum? Farið búð úr búð og ekki fundið það rétta? í vali á húsgögnum ræður smekkur miklu. Nýi Ulferts litmyndalistinn er fullur af smekklegum húsgögnum: Raðstólum, borðum, stólum, rúmum ofl. Þið finnið áreiðanlega eitthvað við ykkar hæfi. Skrifið eftir nýja Ulferts litmyndalistanum og veljið síðan eftir ykkar eigin smekk. Eins og áður er úrval Ulferts húsgagna að jafnaði til á lager verslunarinnar. HúSGflcnnvERSLun KRISTJflnS SIGGEIRSSOnflR HF. LAUGAVEG113 REYKJAVIK SIMI 25870 Til Kristjáns Siggeirssonar hf. Laugavegi 13,101 Reykjavík. Vinsamlega sendið mér ókeypis Ulferts litmyndalistann. Nafn: Heimilisfang:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.