Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 17 snyrtiborð og er annar tækja- búnaður í samræmi við það að sögn framkvæmdastjórans. Starfsmenn eru um 200. Aðspurður hvort bátar fyrir- tækisins fullnægðu hráefnisþörf- inni svaraði Jón Páll Halldórsson: „Við Vestfirðingar erum eins og bændurnir, að þar reynir hver að búa að sínu. Við byggjum vinnsl- una því fyrst og fremst á afla okkar eigin skipa. Þó er um verulega hráefnismiðlun milli Jón Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri. húsanna hér við Djúp að ræða og samvinna þessara húsa hefur alla tíð verið með miklum ágætum og fer vaxandi." Um markaðinn sagði hann: „Langsamlega stærsti hlutinn af okkar framleiðslu fer til Banda- ríkjanna. Þetta er þó nokkuð breytilegt milli ára. Sum árin hafa yfir níutíu prósent af framleiðsl- unni farið til Bandaríkjanna en á þessu ári höfum við til dæmis unnið mikið af grálúðu, sem að mestu leyti fer til Þýzkalands." — Nú eruð þið komnir með sérstaka vinnsludeild, þar sem þið vinnið fisk- og kjötafurðir fyrir innlendan markað. „Við höfum að undanförnu verið að fikra okkur lítillega áfram með vinnslu á fiski fyrir innlendan markað, fiskbúðing, bollur og reyktan fisk. Einnig höfum við verið með smávegis kjötvinnslu. Ennþá er þetta smátt í sniðum, en á vonandi eftir að vaxa. Þessum vörum okkar hefur verið tekið mjög vel og við vonum að það sé markaður fyrir svona vöru hér innanlands." Aðspurður um kvartanir yfir „kerfinu" svaraði Jón Páll: „Hlut- verk „kerfisins" er í flestum tilfellum að vera þjónusta við borgarana, en því miður eru allt of margir innan þess, sem hafa gersamlega misskilið sitt hlutverk. Ríkisstofnanir og fyrirtæki eru ekkert öðru vísi en önnur fyrir- tæki, þau mótast af þeim sem þar stjórna og starfa. Þar er fjöldi ágætismanna, en því miður stór hópur, sem nauðsynlega þyrfti að leysa frá störfum strax á morgun og útvega þeim störf við sitt hæfi. — Hvað viltu segja um auðlindaskattinn? „Sem betur fer finnst alltaf kappsfullir menn, sem telja sig til þess kallaða að bjarga þessari fámennu þjóð frá eilífri glötun og tortímingu. Nokkrir ákafmenn í þessum hópi hafa að undanförnu reynt að sannfæra þjóðina um að auðlindaskattur á sjávarútveginn sé líklegastur til að bjarga þessum atvinnuvegi. Hefur ákafinn verið svo mikill, að það hefur fremur minnt á trúboð en innlegg í málefnalega umræðu. Einn stéttarbræðra minna, Ólafur Gunnarsson, framkvæmda- stjóri á Neskaupstað ritaði fyrr á þessu ári ágæta grein í Morgun- blaðið, þar sem hann setti fram Únnið við pökkun. ýmis rök, sem mæla gegn slíkri skattlagningu. Gerðu ýmsir ráð fyrir, að þar með væri hafin málefnaleg umræða um þessa nýju skattlagningarhugmynd — en hvað gerðist? Einn talsmanna skattlagningarinnar geystist fram á ritvöllinn með miklum orða- flaumi og afgreiddi grein Ólafs með þessari einu setningu: „Segja má að greinin sé hvalreki fyrir útbreiðslu hugmyndarinnar því að þar fær að líta á einu bretti nokkur af helztu grunnfærnis- legustu mótrökum gegn auðlinda- skatti sett fram með mjög gagn- sæjum hætti og án nokkurra tillagna um það hvernig koma á í veg fyrir, að sjávarútvegur sói öllum auðlindaarðinum." Eg efast um að trúboðar boði trú sína almennt af meiri ákafa en þetta, enda varð Ólafi gersamlega orð- fall. Kjarni máisins er að mótsagn- irnar i málflutningi helztu tals- manna hugmyndarinnar um auð- lindaskatt eru svo margar, að þar rekur sig hvað á annars horn. Það er athyglisvert að helztu tals- mennirnir eru forystumenn á sviði iðnaðar og verzlunar, ásamt nokkrum starfsmönnum kerfisins í bland. Það gerir málflutninginn engan veginn trúverðugan. Áður en málefnaleg umræða getur átt sér stað, verða þeir að gera sér grein fyrir hvernig þeir hafa hugsað sér framkvæmdina. Það er ef til vill hægt að hugsa sér að útgerðin kaupi veiðileyfi á uppboði eins og sumir hafa talaö um, en þá hlýtur hún jafn framt að fá full umráð yfir þeim gjaldeyri sem hún aflar og geta selt hann á raunverulegu kostn- aðarverði. Það gæti útaf fyrir sig orðið skemmtileg breyting, að Seðlabankinn hefði uppboð á veiðileyfum í byrjun hverrar vertíðar en síðan seldi útgerðin sjálf gjaldeyrinn. Þar með væri sá kaleikur tekinn frá stjórnvöldum að þurfa að ákveða eðlilegt gengi gjaldmiðilsins og tryggja rekstrar- grundvöll útgerðarinnar á hverj- um tíma. Þetta mundi einnig örva stórlega viðskipti milli landshluta. Útgerðarmenn kæmu til Reykja- víkur í stórhópum í byrjun vertíð- ar til að kaupa sér veiðileyfi, en svo kæmu innflytjendur út á land til að semja um kaup á gjaldeyri. Hugmyndin er sennilega ekki svo vitlaus þegar allt kemur til alls. Sennilega hafa menn bara ekki skilið hversu snjöll hún er,“ sagði Jón Páll Halldórsson að lokum. - II.Þ. MYNDAMÓT sc9 ,tc«" tect Nú bjóðum við nýjan glæsilegan luxusbíl... MAZDA LEGATO. Þessi nýi bíll er rúmbetri og stærri en fyrri gerðir af MAZDA. MAZDA LEGATO er með 2000cc vél, 5 gíra gírkassa sem þýðir minni bensín- eyðslu og mjúkri gormfjöðrun á öllum hjólum. 2 gerðir verða fáanlegar: 4 dyra Sedan og 4 dyra hardtop. Báðar gerðirnar eru búnar meiri aukabúnaði en jafnvel rándýrar luxusbifreiðar af öðrum gerðum. Standard búnaður í Mazda Legato sedan: og þar að auki í Mazda Legato 4 dyra hardtop: fjarstýrðir útispeglar - vökvastýri - rafknúnar rúður - snúningshraðamælir — tölvuklukka í mælaborði - sjálfskipting. 5 gíra gírkassi - litað gler - hituð afturrúða - útvarpsloftnet byggt inn í framrúðu - 3 hraða rúðuþurrkur - útispeglar - barnaöryggis - læsingar á hurðum - sportfelgur með krómhring _ 4 halogen framljós og rúðusprautur á framljósum - rafmagnslæsing á farangursgeymslu rafmagnslæsing á bensínloki - stillanlegir höfuðpúðar - hitablástur á hliðarrúður- stokkur á milli framsæta - læst og upplýst hanskahólf upplýst farangursgeymsla - klukka í mælaborði. BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 símar: 812 64 og 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.