Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 Fréttaskýring Ólafur við borðsendann Ekki veröur annaó séö, þegar þetta er skrifaö á föstudags- kvöldi, en aö Ólafur Jóhannes- son sé staðráöinn í því aö vera búinn aö mynda vinstri stjórn undir forystu Framsóknar- flokksins um miöja vikuna. Alþýöubandalagsmenn voru fljótir aö taka viö sér á ný eftir að formaður þeirra haföi skilaö af sér stjórnarmyndunarum- boöinu og samdægurs var hljóöiö í þeim allt á eina bók; aö fara í stjórn undir forsæti Ólafs, eftir kokkabók Lúövíks. Hins vegar voru alþýðuflokks- menn til muna þyngri á bár- unni, enda er hvorugt, Ólafur í forsæti né kokkabók Lúövíks, til þess falliö aö kitla pólitískar taugar þeirra, né heldur per- sónulegar. Ólafs dagar Jóhannessonar Dagur Ólafs Jóhannessonar hófst aö þessu sinni á tröppum Bessastaöa. Eigi Ólafur til pólitískan kvíöa má ef til vill ætla að hann hafi borið hann í brjósti til þess verkefnis sem hann haföi tekiö aö sér en ef sá veldur sem á heldur mun þessi stund ekki hafa runniö upp fyrir Ólafi alveg ófyrirséö. Hann hefur þá getaö leyft sér þann munaö stjórnmála- mannsins að lyfta undir per- sónulega gleöi sína, enda var það fyrst og fremst sú hliöin sem hann snéri aö blaðamönn- um á Bessastaöahlaöinu. Það segir svo sitt aö honum skyldi jafnframt takast aö halda mönnum viö hinn almenna alvarleika í stjórnmálum líöandi stundar. Ólafur haföi snör handtök þegar í bæinn kom. Greinilegt var aö bæöi alþýöubandalagsmenn og alþýöuflokksmenn kviöu nokkuö fyrsta fundinum undir stjórn Ólafs. Alþýöubandalags- menn voru sem haukar reiöu- búnir til ýfinga, ef Ólafur sýndi lit á því aö ganga á þaö verk, sem unnið haföi verið undir stjórn Lúövíks enda þótt Lúö- vík teldi sig hafa einhverja tryggingu fyrir því aö þannig yröi nú ekki byrjunin. Alþýöu- flokksmönnum var þaö hins vegar fyrst og fremst dóms- málaráöherrann Ólafur sem nú sat fyrir enda borösins og sérstæður dagur í þingsög- unni, undanfari hans og eftir- mál, flugu fram úr hugskotinu. Loks munu svo báöar fylkingar hafa gert sér grein fyrir því hversu auðvelt formaöur Fram- sóknarflokksins átti nú með að berja þeim saman sér aö kostnaöarlausu. En sá Ólafur sem viö borðsend- ann sat vildi bara mynda ríkisstjórn. Enginn veit aö vísu hvaö hans persónulega hug- skot geymdi og ólíkt er þaö Ólafi aö gleyma, en hans pólitíska hjartalag tók milt á þessum mönnum og geröi þeim fundinn ekki þungbærari en eölileg efni og ástæöur voru til. „Mér sýnist einsýnt aö Ólafur ætli aö keyra þetta áfram og fá út úr því stjórn,“ sagöi einn af forystumönnum Alþýöubanda- lagsins í samtali í gærkvöldi. „Hann ætlar greinilega aö halda beint áfram þar sem frá var horfið og viö viljum ganga ótrauöir til þess verks með honum og stefna aö leikslok- um.“ Alþýöubandalagsmenn leyfðu sér meira að segja aö kíma svolítið eftir fundinn og hvísla því til aö gamli maöurinn heföi nú trúr sinni venju getað tilkynnt þaö á fundinum aö Einar Ágústsson yröi formaöur annarrar undirnefndar viö- ræðnanna enda þótt þingflokk- urinn ættj eftir aö afgreiöa máliö. En þingflokkur Framsóknar- flokksins var allra sízt nú á þeim buxunum aö agnúast eitthvaö út í formann sinn. Þaö var engu líkara en Bessastaða- kæti Olafs væri bráösmitandi. Meira aö segja Ingvar Gíslason gat notiö þess að líta veröldina af þeim sjónarhóli sem Ólafur haföi lyft flokksmönnum sínum upp á. Og sjálfur brosti Ólafur breitt og sagöi það ekki hafa „spillt fyrir“ aö hann væri nú kominn með stjórnarmyndun- arforystuna í herbúðir Fram- sóknar. En hvað sem þessari tóntegund líöur þá er framsóknarmönnum alvaran Ijós. Þeim var þaö hins vegar kærkomið tækifæri eftir allt sem á undan var gengiö yfir formann þeirra og flokk að fá föstudaginn í fangiö. Þeirra vegna heföi hann mátt veröa föstudagurinn langi í bókstaf- legri merkingu en mörgum má ætla aö hann hafi nú þvert á móti verið hiö gagnstæða. Hins vegar má telja víst að upp renni fleiri Ölafs dagar Jóhannessonar, því þótt deila megi um hvort og þá hvernig hann skóp sér þennan föstu- dag, þá leikur lítill vafi á hinu, aö hann hafi sýnt hver þeirra þriggja flokksformanna, sem nú ganga til glímunnar, kann bezt að taka þau tök sem duga á tík þá hina skrýtnu sem pólitík er kölluö. Þrátt fyrir þaö má ætla aö Ólafi segi þungt hugur til árangurs- ins af stjórnarmyndunartilraun hans. En hann viröist staöráö- inn og viljinn getur áorkaö miklu. Og á Islandi getur maöur vel leyft sér aö vitna til drauma, einkum draums, sem starfsmann Tímans dreymir nóttina áöur en formaður blaöstjórnar Tímans fær sitt stjórnarmyndunarumboð: Þennan starfsmann dreymdi aö hann sæti í stofu og þar gegnt dyrum. Allt í einu sér hann hvar skjaldbaka á stærð viö skrifborö mjakar sér inn í stofuna. Og þegar hún er kominn yfir þröskuldinn kynnir hún sig þannig og dregur þungan seiminn: „Ég heiti nú Ólafía.“ Breyttir innviðir Um leið og dró niöur á alþýöu- bandalagsmönnum til aö gefa Ólafi Jóhannessyni nokkrun friö til stjórnarmyndunar kvaö hins vegar viö stríöari trumbur í Alþýðuflokknum. í staö nokkurrar samstöðu meö alþýðuflokksmönnum og fram- sóknarmönnum á móti Alþýðu- bandalaginu viröist nú skyndi- lega hafa breytt til nokkurrar samstööu alþýöubandalags- manna og framsóknarmanna en aö Alþýöuflokkurinn standi nokkuð sér. Viö þessi skipti hefur tónn flokksins harnaö á bæöi borö, enda eins og einn alþýöubandalagsmaöur orðaði þaö: „Þaö hlýtur aö heröa þessa menn aö sjá formann sinn missa af stjórnarforystu og veröa um leið aö hlaupa fyrir horn undan Lúövík Jósepssyni í fangiö á Ólafi Jóhannessyni." Glöggt merki þessa er aö Alþýðuflokkurinn sendir nú þá Sighvat Björgvinsson og Vil- mund Gylfason til undirnefndar sem á aö fjalla um öll önnur mál en efnahagsmál í stjórnar- myndunartilraun Ólafs, en af tillitssemi viö framsóknarmenn hefur Vilmundi ekki beinlíns veriö haldiö frammi í stjórnar- myndunarviöræöum til þessa. Alþýöuflokkurinn mun nú telja aö hann veröi aö ganga tryggi- lega frá öllum hnútum sjálfs sín vegna. Þannig hefur skiptingin frá Lúövík til Ólafs viö borðsend- ann breytt innviöum stjórnar- myndunarviöræönanna milli þessara þriggja flokka, þótt menn tali út á viö um „hnökra- laust framhald". Vera má aö þessi breyting skipti ekki sköpum varöandi sam- stjórn þessara þriggja flokka og af henni verði, en bregöi til hins, mun hún vissulega setja sitt mark á afstööu þeirra allra aö viöræðunum loknum, og breyta taflstööu stjórnarmála- flokkanna hvers gegn öörum; allra fjögurra. - «■ Sighvatur Björgvinason og Kjartan Jóhannsson. Tónninn í Alpýóuflokksmönnunum hofur harftnað vift Þaft aft Olafur Jóhannesson er kominn moð forustuna í stjórnarmyndunarviftræð- unum. 1 ............. .................................................... Eftir aft Ólafur Jóhannesson hefur veitt Alþýftubandalagínu langÞráðan „praktískan stimpil" í íslenzkum stjórnmálum Þykir Þeim mikift liggja vift aft af stjórnarmyndun hans verfti. Ragnar Arnalds og Ólafur Ragnar Grímsson rseöa stöðuna á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.