Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 Fastþeir sóttu sjóinn... Ljósm.i Jóhannes Long. Engin tíma- mörk ÓLAFUR Jóhannesson hefur boóað til viðræðufundar með fulltrúum Alþýðufiokks og Alþýðubandalags í dag kl. 4. Ólafur sagði í samtali í gær að undirnefndir mundu starfa af fullum krafti fram að þeim tíma, en fundur hófst í báðum nefndun- um kl. 1.30 í gær. Ólafur var að því spurður, hvort hann hefði sett sér einhver tíma- mörk varðandi tilraunir sínar til stjórnarmyndunar en hann kvað svo ekki vera. Undirnefndirnar eru annars vegar efnahasmálanefnd og nefnd, sem á að fjalla um alla aðra þaetti hugsanlegs stjórnarsáttmála. Sjá fréttaskýringu „Ólafur við borðsendann". bls. 22. Ekkert rætt við sjó- menn, iðnverkafólk og verzlunarmenn Adeins rætt vid úrtak flokks- manna í verkalýðshreyfingunni í dag Flugdeginum var frestaö í gær vegna poku, en reiknað er með aö dag- skrá geti haf- izt í dag kl. 14.00 og munu Þá milli 50 og 60 flugvélar taka Þátt í sýningunni. EKKERT samráð hefur verið haft við forráðamenn ýmissa stærstu verkalýðsfélaga hér á iandi um aðgerðir í efnahagsmál- um. scm verið hafa á dagskrá í vinstri viðræðunum undanfarið; Lúðvík Jósepsson lýsti því á hinn bóginn yfir í greinargcrð er hann hætti tilraunum sínum til stjórn- armyndunar. að kominn væri „góður grundvöllur að samkomu- lagi við stærstu samtök launa- fólks um skipan launamála fram til 1. descmber 1979“. Forsvars- menn samtaka sjómanna. iðn- Ungur maður fórst í bílslysi BANASLYS varð skammt frá Akranesi í fyrrinótt. þegar bfll valt þar með þeim afleiðingum að ökumaðurinn, maður á þn'- tugsaldri, beið bana. Frekari tildrög slyssins eru ekki kunn, en ökumaður var einn í bifreiðinni. Lögreglan á Akra- nesi fékk tilkynningu um slysið kl. 6.45. Fólksbíll hafði farið fram af hárri brún afleggjarans til Akraness, nálægt Kjalardal og farið margar veltur. Var ökumað- urinn látinn þegar að var komið. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. verkamanna og verzlunar- og skrifstofufólks í Reykjavík segja hins vegar að ekkert hafi verið rætt við þá út af hugsaniegum efnahagsaðgerðum og þeir viti ekki meira um þa*r en það sem þeir lesi í blöðunum. Óskar Vigfússon forseti Sjó- mannasambands íslands sagði að svo virtist sem mennirnir er stæðu í vinstri viðræðunum teldu að sjómenn hefðu lítið að segja hvað varðaði efnahagsmál, og ekkert samband hefði verið haft við Sjómannasamband Islands. í sama streng tók Guðmundur Hallvarðsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur. Hann kvað aðeins hafa flogið fyrir að samkvæmt efnahagsaðgerðunum ættu sjó- menn aðeins að fá % af því er almennir verkamenn í landi fengju og kvað slíkt algjörlega óviðunandi fyrir sjómannafélögin. Bæði Bjarni Jakobsson formað- ur Iðju í Reykjavík og Jón Ingimarsson formaður Iðju á Akureyri staðfestu að ekkert samráð hefði verið haft við þá og Bjarni sagðist raunar ekki vita í hverju efnahagsaðgerðirnar væru fólgnar að öðru leyti en því sem hann læsi í blöðum. Guðmundur H. Garðarsson formaður Verzlun- armannafélags Reykjavíkur minnti á að samningsrétturinn væri í höndum einstakra félaga og svo virtist sem með þessum aðgerðum ætti að taka hann af félögunum. Hann kvað VR nú eiga í viðræðum við vinnuveitendur um leiðréttingu á kauptöxtum sínum til samræmis við taxta opinberra starfsmanna, og kvaðst ekki trúa því að óreyndu að komið yrði í veg fyrir slíkt samkomulag. Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar staðfesti einnig að ekki hefði verið rætt við einstök félög í þessu sambandi en þeir Benedikt Gröndal og Lúðvík Jósepsson hefðu rætt við úrtak flokksmanna í verkalýðshreyfing- unni og kvaðst telja að með þeim viðræðum væri kominn góður grundvöllur að samkomulagi, þar sem meginatriði væri að sámning- arnir frá 1977 væru í gildi og hugsanlega yrði sett þak á vísitöl- una, en þetta yrði í því formi að væntanleg ríkisstjórn gæfi út bráðabirgðalög er markaði stefn- una í þessum efnum. Sjá viðtöl við Guðmund H. Garðarsson og Jón Ingi- marsson bls. 2 Engin síld söltuð eða fryst í haust? KUNNUGIR telja, að hinar gífui- legu kostnaðarhækkanir sfldar- vinnslustöðvanna af völdum verð- bólgunnar hér kunni að valda því, að engin síld verði fryst né söltuð á sfldarvertíðinni í haust. Sfldar- saltendur munu hafa skýrt frá því á fundi í Verðlagsráði, að vinnslu- kostnaður á saltsfld hafi hækkað frá sama tíma í fyrra um 85% og svipaðar tölur munu hafa komið þar fram frá frystihúsamönnum. Talið er, að útflutningsverð það, sem fæst fyrir saltsíldina, verði svipað og á s.l. vertíð og að frystihúsamenn reikni jafnvel með einhverri verðlækkun á frystu síld- inni. Þeir síldarsaltendur sem Morgunblaðið hefur haft samband við, segja, að ljóst sé að enginn grundvöllur sé fyrir síldarsöltun í haust, nema einhverjar sérstakar ráðstafanir verði gerðar. Benda þeir á, að svipað eða sama verð fáist fyrir síldina og í fyrra og því fari ekki milli mála, að einhverjar verulegar úrbætur verði að gera, ef takast eigi að salta síld í haust. „Vil að Verzlunarráð- ið bendi á stjórnvökT ÞETTA er fráleit ftillyrðing og Íað er bezt að Verzlunarráð slands bendi á þau stjórnvöld, sem kunnugt er um að inn- kaupsverð vissra vörutegunda sé hækkað erlendis vegna álagningarreglna hér heima," sagði Ólafur Jóhannesson dóms- og viðskiptamálaráð- herra þcgar Morgunblaðið spurði hann í gær hvað hann vildi segja um Jjá fullyrðingu Verzlunarráðs íslands, að inn- kaupsverð vissra vörutegunda sé ha kkað um 5—10% erlendis, þegar leyfileg álagning er í engu samræmi við innlendan dreifingarkostnað. .einargerð Verzlunarráðs -nds um innkaupsverð á vörum á íslandi, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, segir m.a: „Það hefur lengi tíðkazt að innkaupsverð vissra vöru- tegunda, alls ekki þó almennt, sé hækkað um 5—10% erlendis, þegar leyfileg álagning er í engu samræmi við innlendan dreif- ingarkostnað. Þessi hækkun erlenda innkaupsvðrðsins er færð innflytjendum til tekna og tekin heim í formi umboðslauna. Ennfremur er það orðið nær algild regla að innflytjendur erlendra vara séu jafnframt umboðsmenn þeirra, enda er dreifing vara hérlendis oft óhugsandi vegna verðmyndun- arhafta, nema til komi einnig tekjur af umboðslaunum. Islenzkum stjórnvöldum hefur lengi verið kunnugt um þessa framkvæmd mála.“ Þegar Morgunblaðið ræddi við Olaf Jóhannesson viðskiptaráð- herra um þetta mál sagði hann, að það væri heldur óvenjulegt að menn játuðu á sig hluti sem þessa og sagðist vilja ítreka að Verzlunarráðið benti á þau stjórnvöld, sem kunnugt væri um þessi mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.