Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 33 Góðtemplarahúsið. Suöurgata 7. Miðvangur 19. (Ljósm. RAX). Snyrtileg hús og lóðir fá viðurkenningu FEGRUNARNEFND Hafnar f jarðar veitti nýlega ýmsar viður kcnningar fyrir skrúðgarða og fallegan frágang á húsum og lóðum. Fyrstu viðurkenningu fyrir skrúðgarð fengu ibúarnir að Hörðuvöllum 1, en í þeim garði eru ræktaðar um 200 tegundar blóma. Arnarhraun 27 fékk viður kenningu fyrir fallega runna og rósatré og Smyrlahraun 24 fyrir alla umgegni um lóð og hús. Miðvangur 19 fékk viðurkenn- ingu fyrir góðan frágang á lóð og húsi og gat nefndin þess sérstak- lega að hér væri um nýbyggt hús að ræða og einsdæmi að frágangi öllum væri iokið á svo skömmum tíma sem raun bæri vitni. * Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar veitti einnig viðurkenningar fyr- ir framúrskarandi umgengni um gömul hús og lóðir. bær viður- kenningar komu nú f hlut húss- ins númer 62 við Hverfisgötu og Góðtemplarahússins númer 7 við Suðurgötu, en það hús er u.þ.b. 100 ára gamalt. Ennfremur fékk lóðin að Langeyri við Herjólfs- götu sérstaka viðurkenningu. Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar skipai Sjöfn Magnúsdóttir for- maður, Rósa Loftsdóttir ritari og Sveinn Þórðarson. Garðyrkju- maður Hafnarfjarðarbæjar. Steinþór Einarsson, tók einnig þátt í starfi nefndarinnar. Hörðuvellir 1. Hafnarfjörður: ---------------------------------- Þú sparar tugþúsundir króna ef þú lætur endurrydverja bifreiðina reglulega ÞVOTTUR: Að lokum er bifreiðin þrifin að utan jafnt sem innan. Fyrst er hún úðuð með hreinsiefni og síðan spraut- uð með vatni. þannig að Tectyl og önnur óhreinindi á lakki skolast burt. Ryóvarnarskálinn Sigtúni 5 — sími 19400 1. SPRAUTUN: Fyrst er þunnu ryðvarnarefni (Tectyl 153B) spraut- að í öll samskeyti, brot og suður, en það hefur mjög góða eiginleika til að smjúga inn i staði þar sem mest hætta er á ryðskemmdum. Þetta efni er einnig sett inn í hurðir, lokuð rúm, vélarhús o.fl 2. SPRAUTUN: Eftir að sprautun 1 er lokið, er sprautað þykkara ryðvarnarefni (Tectyl 125) á staði, þar sem meira mæðir á, svo sem allan undirvagn og bretti. 3. SPRAUTUN: Að lokum er sprautað gúmmímassa innan í bretti og á alla viðkvæma staði undir bílnum til frekari hlífðar ryðvarnarefninu og til einangrunar. ÞURRKUN: Að sprautun lokinni heldur bifreiðin áfram á lyftunni inn í þurrkskáp, en þar er ryðvarnarefnið á bif- reiðinni þurrkað með heitum loftblæstri. ÞURRKUN: Eftir nákvæman þvott, er bifreiðinni ekið í lyftu inn í þurrkskáp og þurrkuð með 60—70° heitum loft- blæstri. Þetta er eitt af þeim grundvallaratriðum, sem nauðsynlegt er að framkvæma, til að ná sem bestum árangri gegn ryði og tæringu, þ. e. að bif- reiðin sé bæði hrein og þurr þegar ryðvarnarefni er borið á. Verklýsing á ryðvörn ÞVOTTUR: Óhreinindi á undirvagni og annarsstaðar eru þvegin burt með upplausnarefni og heitu vatni (sem hefur þrýsting allt að 130 kg/cm2). Kemur það í veg fyrir að óhreinindi geti leynst í undirvagni eða hjól- hlífum. BORUN: Þegar bifreiðin er orðin þurr, er henni ekið úr þurrkskápnum. Síðan eru boruð 8 mm göt til að koma ryðvarnarefninu Tectyl í öll holrúm og á þá staði, sem nauðsynlegt reynist með hliðsjón af þar til gerðu plani, sem til er yfir flestar tegundir bif- reiða. — öllum slíkum götum, sem boruð hafa verið, verður lokað eftir sprautun á snyrtilegan hátt með sérstökum plasttöppum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.