Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.08.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 1978 Góð þjónusta í Reykj avíkiirapó teki Ég lít oftast fyrst í pistla Velvakanda, þe«ar ég fæ Morgun- blaðiö í hendurnar á morgnana. Þann 24. ágúst s.l. birtist í Velvakanda grein með fyrirsögn- inni „Ókurteisi". Ég er nú ekki á þeirri skoðun að ókurteisi sé ríkjandi meðal verslunarfólks hér á landi og hefur mig lengi langað til að geta um góða þjónustu og nú er tækifærið. I 60 ár hef ég verslað vítt og breitt hér í borg og hvergi notið jafnlipurrar afgreiðslu og í Reykjavíkurapóteki. Meyjarnar þar eru undantekningarlaust mjög liprar, frískar og „sjarmerandi". Einnig man ég eftir einum karl- manni þar, sem nú er látinn, og var hann alveg einstaklega lipur og þægilegur afgreiðslumaður og var sagt um hann „að hann léti engan synjandi frá sér fara“. Það var líka mín reynsla. Ég býst við að svipaða sögu sé að segja um starfsfólk Reykjavíkurapóteks enn þann dag í dag. I þessu sambandi vil ég færa öllu starfsfólkinu þar mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir veitta þjónustu. • Þjóðin ekki eins illa stæð og af er látið Einnig máttu, Velvakandi góður, koma á framfæri frá mér til alþýðu manna að milljarðar séu á lausu í þjóðfélaginu, sem ganga ættu í þjóðarbúið. Almenningur í landinu veit vel hvar sumt af þessu fé er að geyma, en þó virðist enginn alþingismaður reyðubúinn til að breyta þessu. Þó einhverjar breytingar væru gerðar í þessu efni myndi það ekki auka byrðar á þeim sem heiðarlega gefa upp til skatts. Við erum því ekki nærri því eins illa stæð þjóð efnahagslega og látið er í veðri vaka og er ég reiðubúinn til að sanna mál mitt. Virðingarfyllst, Sveinn Sveinsson, Sólvallagötu 3. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I>að getur vcrið ánægjuefni þegar ha-gt er að láta tvii spil. ba’ði tapslagi. sitt í hvorum lit. og gera þannig einn slag úr tveim til varnarinnar. Gjafari austur, norður-suður á ha'ttu. Norður S. Á1086 II. D82 T. 5432 L. K6 Vestur S. K5 II. 95 T. Á K1086 L. 9742 Suður S. 42 H. ÁKS’i T. G7 L. ÁD85 Gegn barningssamningi, fjórum hjörtum í suður, tók vestur tvo fyrstu slagina á tígulás-kóng og spilaði þriðja tígli. Með því að láta þá laufþristinn kom austur í \’eg fyrir hjartatrompun í horð og lokaði þar meö eðlilegustu vinn- ingsleiðinni. Suðu.r trompaði því tígulinn og tók þrjá slagi á tromp. Og þegar hann tók á lauf- kóng-drottningu sá hann austur láta gosa og tíu. Norður S. Á1086 II. - T. 5 L. - Austur S. DG97 H. T. - L. - Suður S. 42 H. 8 T. - L. ÁS Vestur S. K5 11. - T. 8 L. 97 Austur S. DG973 H. G106 T. D9 L. G103 Sagnhafí fann gott framhald þegar hann s]úlaði síðasta tromp- inu og neyddi vestur til að láta spaða. S)>aði úr borði og þvínæst tók hann á spaðaás. Tapslag lét sagnhafi í gefinn slag þegar hann spilaði tígulfimminu úr borðinu og lét seinni spaöann af hendinni. Tilneyddur fékk vestur slaginn en varð þá að gefa tvo síðustu alagina. Tíu slagir og unnið spil. t£ SmAI I W0 m M tp Framhaldssaga eftir Mariu Lang | | ^| | III mj | Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaöi 50 að taka á sig krók. ekki satt I>að var líka orðið framorðið þegar þú komst í leikhúsið — og varst herralaus. — Hvað ertu eiginlega að fara? — Ég á við. sagði hann, að þú hafðir yírið nógan tíma tii að freista Matta með síðustu súkkulaðimolunum f lífi hans. Ilún greip andann á iofti af gráti og reiði, en Rolle mót- mælti því harkalegar> — Æ. farðu nú hara til andskotans. bóvaður snuðrar- inn þinn! I>etta varðar við lög að segja slíkt! Hvaða ásta'ðu hefði hún átt að hafa til að myrða hann? Hún hafði látið mig liind og leið hans vegna. það sagði hún í votta virðurvist þegar ðkkur lenti saman kvöld- ið áður. — Og hvað gerðist svo? spurði Christer mildum rómi. — Ég tók bílinn. hvæsti Bo Iloland — og keyrði eins og vitlaus maður til Stokkhólms. Ef ég hejði verið um kyrrt efa ég stórlega ég hefði getað stillt mig um að stúta helvítis manninum. — Og hvað heldurðu að hafi síðan gerzt? begar húið var að henda þér út og hún var ein eftir með Matta Sandor. Með manninum sem hún í votta viðurvist hafði bókstaflega boðið sig ... — ó, nei. hað Judith full örvæntingar. — Þegið þið nú ... í hamingju bamum. En Christer þagnaði ekki. — Setjum nú svo að rifrildið hafi haldið áfram. sagði hann lágri en einbeittri röddu. — Setjum svo að það hafi verið hún sem frekar vildi sjá hann dauðan en hann hyrfi frá henni — út á höfin blá ojr hreið. Setjum nú svo að I>A IIAFI I>AÐ VERIÐ IIANN SEM VÍS- AÐI IIENNI Á BUG. 13. kafli Breyttur framburður Morguninn eftir rétti Helena Wijk syni sfnum eintak af Skóga-Póstinum meðan þau sátu við kaffiborðið. Blaðið var samanbrotið svo að auglýsing- in spratt á méiti honum. OPINBERAÐ HAFA TRÍJLOFUN SÍNA Bo Roland Norell og Judith Jernfeldt. Skógum. þann 4. nóvember 1975. Hann virti móður sína fyrir sér meðan hann beið eftir þeim athugasemdum sem hann vissi mundu koma. — Mikil blessun cr það, sagði hún — að foreldrarnir eru ekki á lífi lengur. — Foreldrar hvers? — Hans. Fyrst áttu þau dóttur sem drukknaði i ánni skammt fyrir neðan Noret. Svo höfðu þau óskaplegar áhyggjur af Roljc og voru logandi hrædd um hann myndi aldrci gifta sig. Og síðan giftist hann og skildi aftur í þvflíkum hvelli. að þau kynntust aldrei almennilega tengdadótturinni. Hún var dósent í kjarneðlisfræði og fór til Bandaríkjanna á einhverj- um styrk. Svo að þau höfðu nógar áhyggjur að rogast með án þess Judith Jernfeldt ba'tti þar um betur. — Ilún var hans æskuást. Geðjast þér ekki að henni? — Láttu nú ekki eins og flón. Komdu með þá foreldra sem yrðu hrifnir af því að fá morðingja í fjölskylduna. Og talandi um tengdadætur. hefur Camilla nú hringt tvö kvöld í röð. Ilún fer til Moskva á föstudaginn og spyr hvort þú verðir ekki kominn áður. Ilvað á ég að segja henni ef hún hringir aftur í kvöld. — I>að er langt þangað til í kvöld. sagði Christer letilega. — Og fyrst ætla cg að rölta út og kanna sálarástandið í bæn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.